Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER1983. 7 Útlönd Útlönd Franaklr hermenn i Chad. Stjóm Hlssens Habre ftnnst Frakkar heldur aðgerharlitlir nú og rctt er tun það í Chad að Frakkar og Líbýumenn haf i gert með sér þeg]andi samkomulag um skiptingu Chad. Chad: Stjómvöld gagmýna Frakka Ríkisstjómin í Chad hefur gagnrýnt frönsk stjómvöld harðlega fyrir að hafa ekki haft afskipti af loftárásum Líbýumanna á bækistöðvar stjómar- hersins í norðausturhluta Chad fyrr í vikunni. Hafa embættismenn í Chad látið að því liggja að Frakkar og Lí- bíumenn hafi gert með sér samkomu- lag um skiptingu Chad. Að sögn stjómvalda í Chad réðust líbýskar sprengjuflugvélar gegn bæki-, stöðvum stjórnarhersins í Oum Chalouba, sem er inn 640 kílómetra norðaustur af höfuöborginni, N’Djamena. Segir Hissena Habre, for- seti Chad, að árásin hafi verið liður í undirbúningi aö árás um Oum Chalouba daginn eftir. Frakkar hafa sent 2500 hermenn og átta orrustuþotur til Chad til stuönings við stjómarherinn. Frakkar hafa ekki tekið beinan þátt í bardögum en til- kynnt að þeir muni berjast ef á þá verði ráðist. Líbýumenn og uppreisn- armenn halda noröurhluta landsins. Ljóst er að stjómvöld í Chad eru mjög óánægð með hlut Frakka til þessa. Loftárás á Managua Stjómvöld i Nicaragua hafa fyrirskipað flugher sínum að halda vöku sinni eftir að uppreisnarmenn sendu tvær flugvélar til sprengju- árása á höfuðborgina Managua en þetta er í fyrsta sinn sem loftárásir em gerðar á Managua eftir að borg- arastríðinu í Nicaragua lauk. Varn- armálaráðherra Nicaragua, Hum- berto Ortega, sagði blaðamönnum í gær að loftvamasveitir um landið allt heföu verið varaðar við. Tveggja hreyfla flugvél í eigu uppreisnarmanna varpaði sprengj- um á bækistöðvar flughersins í Managua í gærkveldi en var síðan skotin niður og hrapaði í logum á flugtuminn við alþjóðaflugvöllinn, rétt hjá. A sama tíma réðst önnur flugvél á íbúðahverfið La Fontana og varpaði sprengju nærri heimili utan- ríkisráðherrans, Miguel d’Escoto. Talsmenn stjórnvalda sögðu að margir hefðu særst í árásinni á bæki- stöð flughersins en ekki var tilkynnt um nein dauðsföll utan flugmanns fyrri flugvélarinnar. Flugmaðurinn á hinni flugvéUnni slapp á brott. Það var svo Lýðræðislega bylting- arbandalagið, undir stjóm Eden Pastora, fyrrum varnarmálaráð- herra sandinista, sem lýsti ábyrgð á hendur sér á árásinni. Stjórnvöld í Nicaragua segja að fundist hafi flugskjöl í flugvélar- brakinu sem sýni að flugvélin flaug frá Costa Rica, þar sem Pastora hefur aðsetur. Réöust ráðamenn í Managua harkalega á Bandaríkja- stjórn sem þeir sögðu að hefðu fjár- magnaö árásina og útvegaö'bæði flugvélar og sprengjur. írland: BANN VIÐ FOSTUR- EYDINGUM SAMÞYKKT Irar hafa samþykkt umdeilda stjórn- arskrárbreytingu sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Var breyt- ingin samþykkt með tveim þriðju hlut- um greiddra atkvæða. En hins vegar hafði aðeins helmingur kjósenda fyrir því að mæta á kjörstað. Fylg jendur og andstæðingar fóstureyðinga töldu báö- ir að niðurstaöan væri sigur fyrir sinn málsstaö. Fréttaskýrendur telja al- mennt að léleg kjörsókn hafi ráðist af óvissu kjósenda eftir hörðustu kosn- ingabaráttu í sögu írska lýðveldisins, þar sem flokkar, fjölskyldur, bæjarfé- lög og starfsgreinar klofnuðu í afstöð- unni til málsins. Niðurstöður þykja einnig benda til djúpstæðs klofnings milli þéttbýlis og dreifbýlis. I fimm kjördæmum var meirihluti á móti stjómarskrárbreyt- ingunni og þau voru öll í Dublin. Samþykkt stjómarskrárbreytingar- innar þykir auka enn á óvissuna í þess- um málum á Irlandi. M.a. velta menn því fyrir sér hvort ekki megi sam- kvæmt stjórnarskrárákvæðinu banna konum á Irlandi að fara yfir sundið og fá fóstureyðingu þar, eins og þúsundir írskra kvenna gera á ári hver ju. BÍLASALAN BUK Skeifunni 8, sími 86477. Tveir gulifallegir Hondm PraJudm 1t$1, kopmrmmn*. ^áffmkiptur, toppáúgm, aport- fmlguro.fi. mukahkiUr. Ekkm mðmkirn24.0tt km. Vmrá. 330.000. Mmrdm 929 stmtian “79, btitmns, mkktn mðmtns 97.999, grjótgrind, útvmrp, toppbfll. Vmrð 180.000. TIL SÝNIS OG SÖLU A STAÐNUM. Opið laugardaga kl. 10—19. KARATEFÉLAG REYK JAVÍKUR ATH: Nýtt byrjendanámskeiö í karate er að hefjast. Innritun verður að Ármúla 36,3. hæð og í síma 35025 föstudag 9/9 kl. 18—21, laugardag 10/9 kl. 13—16, sunnudag 11/9 kl. 13—15. Aldurstakmark 12 ára. Karate er spennandi og skemmtileg íþrótt, af- bragðs líkamsrækt og ein fullkomnasta sjálfsvörn sem völ er á. Karate er jafnt fyrir konur sem karla. KFR er elsta og stærsta karatefélag landsins. Aðalkennarar félagsins eru 2. dan í GOJU-RYU KARATE-DO. Vörumarkaðurinn hf. Armúla og Eiöistorgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.