Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR10. SEPTEMBER1983. 17 Bílar Bflar Bflar Bflar Bflar Eiirn mesti hættu tímií umferð- inni er haustið Allt að 8000 einstaklingar slasast alvarlega á reiðhjólum í umferðinni á Norðurlöndum á þessu ári. Með auklnni að- gæslu er hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa. — þegar f jöldi skdlabarna er að f ara út í umf er ðina í f yrsta sinn Vonandi þarf enginn ökumaður að sjá þessa sjón í umferðinnl en augnabliksvan- gá getur haft afdrifarikar afleiðingar. Nú hefja skólamir aftur göngu sína Þá gengur jafnframt í garð dnn mesti hættutíminn í umferðinni. Yngstu skólabömin eru að stíga sín fyrstu sjálfstæöu skref úti í mikilli umferð sem þrátt fyrir mikla aðgæslu hefur æ ofan í æ krafist óþarfra fóma. Flest umferðarslys sem gangandi böm em aðilar að verða þegar bömin ætla að fara yfir götu. Þvi ber að velja börnunum leið í skólann þar sem þau þurfa að fara yfir eins fáar götur og unnt er. Þau atriði sem ökumenn ættu að hafa í huga varðandi gangandi börn á leið í skóla eru helst þessi: Fyrsta: Ef böm em við gatnamót og ætia sýnilega yfir þarf að sýna aukna aðgæslu því bíll, sem beygir inn í götuna, er fyrir utan sjónsvið barnsins og er því hætt- (ilegur. Annað: Þegar börn eru sam- an x hóp gleyma þau að fylgjast með umferðinni eða reikna með að félag- amir í hópnum geri það. Þriðja: Þegar ökumenn sjá böm á ferli við kyrrstæða bíla má alveg eins reikna með að þau ætli yfir götuna. Börnin meta aðstæður frá gangstéttarbrúninni og gæta þess ekki að kyrrstæðu bílamir skyggja að hluta á útsýnið, en þar á bak við gæti leynst aðvifandi bíll. Börn á hjóli í mestri hættu Hjólandi böm eru oft í mikilli hættu í umferðinni. Þau hafa mörg hver ekki fullt vald yfir reiöhjólinu. Hér á landi era aðstæður viða óheppilegar fyrir hjólandi vegfarendur og þrátt fyrir leyfi til hjólreiða á gangstígum þá em enn flestir úti á götu. Haustið er oft ekki síöri reiðhjólatími hjá bömunum. Þau eru mörg hver að snúa aftur úr sveitadvöl og grípa til hjólsins. Freistingin er lika oft mikil að hjóla í skólann ef um lengri veg þarf að fara. Undanfarna daga hefur lög- reglan í Reykjavík verið aö mæla um- ferðarhraða í námunda við bamaskól- ana og kom í ljós að allt of margir öku- menn óku of hratt, sumir allt of hratt. Þetta er einn helsti hættuvaldurinn þegar börnin fara út í umferðina fyrstu skóladagana. Of hröö umferð getur verið hættuleg vegna þess að marg- sannað er með rannsóknum að börn eiga erfitt með að meta hraða aðvíf- andi farartækis rétt. Á norrænni ráðstefnu um öryggi hjólandi vegfarenda í umferðinni, sem haldin var nýlega í Danmörku í tilefni Norræna umferðaröryggísársins, kom fram aö allt að 8000 einstaklingar deyja eða slasast alvarlega í umferð- inni á Norðurlöndum í ár. Þetta er hár tollur á einu ári. I Danmörku slasast allt aö 3000 manns á reiöhjólum á ári en þar er reiðhjólaeign einna algeng- ust. Reiðhjólum í umferöinni hefur f jolgað mikið alls staöar á Norðurlönd- unum síðustu ár og jafnframt hefur slysum f jölgað mikið. Talsmaöur umferðaröryggisráðsins í Danmörku segir að slysatöluna megi margfalda allt aö 14 falt til aö fá út heildartölu þeirra sem slasast á reið- hjólum því að aðeins alvarlegri slysin, sem lögreglan hefur afskipti af, komist á skýrslur. Eftir standi öll minni slys. Umferðarfræösla í skólum Fræðsla til barnanna er ein raunhæf- asta leiðin til að draga úr siysum á þessum aldurshópi. Hér á landi hefur veriö unnið nokkuð markvisst að fræðslu til skólabama en miklu meira þarf til ef fullur árangur á að nást. I Danmörku hafa skólayfirvöld í samvinnu viö umferðarráð í hyggju aö hefja markvissa fræðslu yngstu skóla- bamanna í hjólreiðum og aðra fræðslu í umferðaröryggismálum. Er ætlunin að 2. og 3. bekkur fái kennslu í því hvernig haga skuli hjólreiðum svo ör- yggis í umferðinni sé gætt. Jafnframt fá 1. og 2. bekkur fræðslu í því hvemig gangandi vegfarendur skuli haga sér í umferðinni. En í þessu sambandi benda dönsku umferðaryfirvöldin á að ekki er nóg að skólarnir komi á þennan hátt til móts við bömin heldur þurfi foreldrarnir nú að bretta upp ermarn- ar og taka einnig til við fræðsluna. Allt of margir foreldrar haf a búið við falskt öryggi í að skólinn sjái baminu fyrir fullnægjandi umferöaröryggisfræðslu. Nú benda umferðaryfirvöldin á að til að tryggja öryggi skólabarnanna verði foreldramir að vera þátttakendur í fræðslunni jafnframt skólunum. Ef allir sem hlut eiga að máli, öku- menn, foreldrar og börnin sjálf, sýna fulla aögæslu nú í upphafi skólaársins ætti að vera hægt að komast hjá þeim ljótu slysum sem oft hafa orðið á þess- umárstíma. -JR. Er sjónin í góðu lagi? — ökumenn hvattir til ad láta mæla sjúnina Slæm sjón verður enn verri þegar sá sjónskerti er á hreyfingu. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var. að tilhlutan Norræna umferöar- öryggisársins. Þegar talað er um sjónskerta í þessu tilfelli er verið aö ræða um ökumenn sem eitthvaö eru famir að tapa sjón og nota gleraugu eöa linsur til að bæta sjónina. Vegna þessa hafa ökumenn á Norðurlöndum veriö hvattir til að láta kanna sjónina því að hraður akstur einn sér gerir þaö að verkum að sjónsviðið minnkar verulega. Ef maður stendur kyrr er það ein- ungis mikilvægt að sjá hlutina skarpt. En ef ekið er í bíl þá kemur tii viðbótar að halda þarf fullri hæfni til aö meta aöstæður rétt og aöra hreyfanlega hluti. Því hraðar sem farið er því meiri hætta er á að meta hlutina rangt. En grundvallaratriöiö fyrir þessu er að sjá með fullri skerpu. Við eölilegar aðstæður sér maöur með eðlilega sjón 180 gráður. Hann hefur sjónsvið „frá eyra til eyra” því hraðar sem ekiö er minnkar sjón- sviðið því að augaö nær ekki að taka á móti því sem gerist til hliöanna. Strax við 35 km hraöa er sjónsviðið komið niður í 100 gráður, við 65 km hraða í 40 gráður og á yfir 100 km hraða nær augað ekki að sjá það sem gerist úti í vegköntunum. Þessi skerðing á sjónsviði verður enn meiri ef viökomandi notar gler- augu eöa linsur til að bæta sér upp sjónina. AHt of oft heyrist eftir umferðarlys „ég sá hann bara ekki koma”. Oft hefði mátt komast hjá óhappi ef við- brögðin hefðu verið einum tíunda úr sekúndu fyrr á ferðinni. Það hefði getað verið ef viðkomandi hefði séð betur. Það ætti að vera sérhverjum öku- manni og vegfaranda skylda að sjá um að sjónin sé í sem bestu lagi. Þetta ætti að láta athuga reglulega því ekki em menn alltaf vissir í sinni sök sjálfir. -JR Ljústn í lag! Nú, þegar skyggja tekur, er full ástæða til þess að ökumenn athugi ljósabúnað ökutækjanna. Allt of margir bílar eru með vanstillt eða vanbúin ljós í umferðinni. Augna- bliks blinda af völdum vanstillra ljósa getur reynst afdrifarík. Það em eðlileg viðbrögð ökumanns sem blindast að sveigja frá bíl sem á móti kemur og blindar, en á vegakantin- um gæti leynst gangandi vegfarandi eöa hindran og þá er ekki að spyrja að leikslokum. Það er einfalt fyrir hvern ökumann að kanna ljósabúnaðinn sjálfur. Kveikja á 1 jósunum og ganga í kring- um bílinn og kanna á þann hátt hvort öll ljós séu í lagi. Einnig að ganga 20—30 metra fram fyrir bílinn og horfa í átt að framljósunum. Ef þau blinda við þær aðstæður þarf að stilla þau strax. Margir ökumenn gera sér ekki grein fyrir því að ef mikill farangur er settur í farangurs- geymslu bílsins rís hann of hátt aö framan og verður á þann hátt hættu- legur í umferðinni. Annaö atriði sem virðist turðu algengt í umferðinni þessa dagana er að margir bílar aka um með aftur- ljósabúnaöinn bilaðan. 1 sumum til- fellum eru öll ljós að aftan biluð. Oft er hér aðeins um bilað öryggi að ræða sem fljótlegt er að kippa í lag. Eins er sjálfsagt að fá einhvern til að standa fyrir aftan og segja til hvort bremsuljósin virka rétt. Það er ekki nóg að ljósin séu í lagi þann eina dag sem bíllinn mætir í lögbundna skoðun. Þau eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Það er lág- marksframlag ökumannsins til um- ferðaröryggis. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.