Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 6
b DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. Þorvaldur fyrir utan fyrirtæki sitt: „Þaðer sortóringadagur hjá mér. D V-myndir Bjarnieifur BJamleifsson. i.-. ’ v**m*í^:.„* „Segi ekki þjóðinni hvar niínir koppastaðir eru” — samtal vtd Þorvald Sigurd Mordahl, eina hjólkoppasalann sinnar tegundar á íslandi Þegar ekinn er Vesturlandsvegur og komiö er nokkuð austur fyrir Rauöhóla verður á leið vegfarenda skilti þar sem á stendur „Hjólkoppasala”. Það er í frísklegum litum og fagurlega skreytt alla vega endurskinsmerkjum sem vekja slíka athygli á fyrirbærinu aö forvitnum er nauðsynlegt að athuga hvað aö baki því býr. Nokkur spölur liggur frá þjóðvegin- um til þeirra húsa sem skiltið vísar til. Um holóttan malarveg er aö fara sem liggur yfir fomaldarlega timburbrú á ánni Hólmsá. Þegar hún er að baki er sveigt til vinstri þar til komið er að bæjarhliði Hólms, en svo nefnist bær- inn sem áðurnefnt fyrirtæki hefur aösetursittviö. Við hliðið tekur á móti aðkomumönn- um liðlega þrítugur maður í gúmmí- skóm. Hann er með vindilstubb í munni, og dökk sólgleraugu hans minna okkur á góðviðrið sem ríkir þennan septemberdag. Þetta er Þorvaldur Sigurður Nor- dahl sem síðustu fjórtán ár hefur einn Islendinga starfrækt hjólkoppasölu og hagnast ágætlega af, að eigin sögn. í kofaræfli bakatil „Ég get ekki séð að það vanti nokkra koppa hjá ykkur,” er það fyrsta sem við heyrum frá Þorvaldi. Og sem hann mælir þessi orð tekur hann að skokka í kringum rennireið okkar og góna á hvern þeirra fjögurra hjólkoppa sem prýða farartækiö, svona rétt til aö full- vissa sig um að allir koppar séu á sinum stað. Við segjum Þorvaldi að okkur van- hagi ekki um koppa í þetta sinn, heldur einungis blaðaviðtal við hann um þetta sérstaka fyrirtæki sem hann hefur með höndum austan Rauðhóla. Hann tvístígur nokkuö í gúmmískónum við þessi orð okkar, en brosir svo, fær sér einn smók af vindlinum góða og segir svo: ,,A, nú skil ég, blaðamenn. Viðtal við mig. Alveg sjálfsagt.” Og að þeim orðum sögöum er hann þotinn austur fyrir íbúðarhúsin á Hólmi. Hann bendir okkur á að fylgja sér: „Ég er með koppana mína í kofaræfli héma bakatil.” Og sjá: Þegar við Bjarnleifur ljós- myndari erum komnir aö kofaræflin- um, sem Þorvaldur nefndi, getur að h'ta hundruð gljáfægðra hjólkoppa sem hefur verið raðað smekklega á gras- flötina fyrir utan húsnæði koppasöl- unnar. Og það glampar fagurlega á hvem þeirra, þar sem þeir Uggja þama í röðum og bunkum. Sortéringadagur „Það er sorteringadagur hjá mér,” segir Þorvaldur og horfir meö okkur yfir herlegheitin. „Ég sortéra yfirleitt í miöri viku. Það koma nefnilega fæstir kúnnar um það leyti svo ég get gefið mér góöan tíma í að raða og snurfusa héma hjá mér. Það er örugglega að finna flestar tegundir hjólkoppa sem framleiddar em í heiminum þarna á grasflötinni hjá Valda, en svo er hann kallaöur. Þetta eru stórir koppar, Utlir, einfaldir og margbrotnir, þykkir og þunnir. Alla vega.... „Eg reyni nú alltafað vanda mig og er svona frá klukkutima upp í fimm tima að laga hvern kopp svo hann verði söluhæfur." „Og svo er ég meö antikið mitt hérna hinum megin í húsinu,” segir Valdi og leiðir okkur að stórri og rammgerðri hurð sem er á öörum gafU hússins. Hann dregur upp lykil úr pússi sínu, opnar og leiöir okkur inn í aUstórt her- bergi. Inni fyrir eru hjólkoppar, svo aö segja hvert sem litið er. Þeir hanga uppi um aUa veggi, era á gólfi og í hUlum og meira segja hanga nokkrir uppi íloftbitunum. Mitt antik og uppáhalds-stáss „Sjáið þiö hérna,” segir Valdi og tekur til við að opna gamlan trékassa sem upprunalega hefur verið utan um einhver matvæli. ,,Já... ég á mitt antik get ég sagt ykkur,” og það hlakkar í honum þegar hann tekur að sýna okkur ýmsa aldurhnigna hjólkoppa undan bílum sem era fyrir löngu horfnir af götum borga og bæja. „Einna mest held ég upp á þennan. Þetta er sko gripur í lagi,” segir Valdi og handleik- ur allstóran hjólkopp sem hann segir að hafi tiUieyrt fögrum Buick árgerð ’55. „Þiö sjáið hvað mikið er lagt í þetta stykki, allar þessar línur og þetta skraut. Þetta er eitthvað annaö en bölvuð framleiðslan nú til dags sem er ekki svipur hjá sjón frá því sem áður tíökaöist. Nú er allt orðið svo einfalt — og hundómerkilegt, vil ég seg ja. Nei, ég myndi aldrei vilja selja þennan Buick-hjólkopp. Þetta er mitt antik. Þetta er mitt uppáhalds-stáss,” segir hjólkoppasalinn og leiðir okkur því næst út úr þessu antikherbergi sínu. Og við erum aftur komnir undir bert loft. Byrjaði smátt eins og allir í bisness Þorvaldur býður okkur að setjast í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.