Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Þaö var enginn atvinnumanns- bragur á hinu vopnaöa ráni í skart- gripaverslunina í hjarta Lundúna. Enda voru þar á ferö þrír ungir Lundúnadrengir, vart af bamsaldri, þótt þeir hefðu áður komist í kast viö lögin fyrir smáafbrot. Fyrir þessa yfir- sjón sina áttu þeir að láta lífið. Og þaö stoðaði þá litt að dauðarefsingin sú kæmi af stað háværum röddum um af- nám dauöarefsingar. . . Allir nema einn Það var rétt fyrir klukkan 14 mánudaginn 28. apríl 1947 að þrír grímuklæddir menn réðust inn í skart- gripaverslun í Charlotte Street í Lundúnum. Tveir þeirra komu inn um aöaldyrnar, sá þriðji bakdyramegin. Hann hélt hinum tveim afgreiöslu- mönnum verslunarinnar í skefjum meö því að beina að þeim byssu. Á meðan athöfnuöu hinir félagarnir tveir sig í versluninni. Hvað gerðist svo ber mönnum ekki saman um. Þó er ljóst að Ernest Stock, eiganda verslunarinnar, tókst aö skella aftur hurðinni á peningaskápnum þrátt fyrir aö einn ræningjanna otaöi byssuskefti aö honum og berði hann í gólfið. Hinum afgreiðslumanninum, Bertram Keates, tókst að hringja þjófabjöllunni með því aö kasta stól að einum ræningjanna og þar með dreifa athygli hans. Viö ringulreiðina sem þá skapaðist hljóp skot úr einni byssunni. Skotið fór í vegginn rétt við höfuð Bertram. Við þessa óvæntu mótstöðu kom styggð að ræningjunum og án þess að skeyta um ránsfenginn tóku þeir til fótanna beint af augum. Allir héldu þeir þó byssum sínum. Þeir hlupu að næsta bíl og æluöu að flýja á honum en gríðarstór vörubíll var fyrir. Þeir fóru því út úr bílnum aftur og hlupu sem fætur toguðu í áttina að Tottenham Court Road. Þeir hlupu eins og þeir ættu lífið að leysa og hirtu ekki um aöra vegfarend- ur. Þeir hlupu marga þeirra niður. Það heyrðust hróp og köll og menn leituðu skjóls. Allir reyndu að forða sér — nemaeinn.... Og þeir hurfu í mannfjöldann Hinn 34 ára gamli Alec de Antiquis bifvélavirki, giftur og sex bama faðir, átti leið um á bíl sínum þegar flótti þremenninganna var í hámarki. Hann ók bíl sínum í veg fyrir flóttamennina til að reyna að stööva þá. En það skyldi hann getur hafa látið ógert. Það heyrð- ist hleypt af byssu og Alec féll fram á stýrið. Flóttamennimir hurfu í umferðina og þegar komið var að Alec heyrðist hann hvísla: Reyniö að ná þeim — ég er búinn að reyna! Svo var hann allur. Sjónarvottur skýrði síðar frá því sem gerðist: „Eg sá þremenningana koma æðandi út úr skartgripaversluninni. Þeir voru allir vopnaðir og hlupu í átt- ina til mín. Skyndilega sveigði bíll í veg fyrir þá. Flóttamennimir hikuðu and- artak, svo heyrðist skot og í sama mund féll maðurinn í bílnum fram á' stýrið. Þremenningarnir héldu flóttanum áfram. Þeir höfðu bundið fyrir neðri hluta andlitsins. Einum þeirra skrikaði fótur og datt kylliflatur á gangstéttina. Eg henti mér yfir hann en þá komu félagarar hans og spörk- uðu í höfuðiö á mér. Eg varð að sleppa takinu sem ég hafði á honum. Eg sá að þeir miðuöu á mig byssu og einn þeirra sagöi hryssingslega: „I burtu með þig! ” Eg varð samt kyrr og horf ði á þá hverfa í mannfjöldann.” Skeinuhættur frakki Þaö var hinn þekkti rannsóknarlög- Gladys de Antiquis missti eiginmann sinn á svo voveiflegen hátt. Nú þurfti hún ein eð sjá fyrir börnunum' sex. Hór er hún með tveimur þeirra. Lögreglan veitti henni orðu i sárabætur fyrir hugdirfsku eiginmanns- ins. Svo féiihún og fjölskyldan ígleymsku. Hér höfðu byssumennimir greinilega verið á ferð. Á frakkanum var fram- leiðslunúmer sem rekja mátti til verk- smiöju í Leeds. Þaðan mátti rekja frakkann til umboðsmanns í Lundún- um og þaðan til verslunar í Deptford High Street. Þetta var á skömmtunartímunum og þess vegna hélt verslunarfólk nákvæma lista yfir hver keypti hvað. Það kom því í ljós að frakkinn hafði verið keyptur 30. desember 1946 fyrir mann í Bermondsey. Haft var uppi á honum og eftir mikið japl og jaml og fuður fékkst hann loks til að segja að kona sín hefði lánað bróður sínum, að nafni Harry Jenkins, frakkann fyrir nokkuðlöngu. Neitaði öllu Ekki leið á löngu þar til rannsóknar- lögreglunni tókst að hafa uppi á hinum 23 ára gamla Charles Harry Jenkins. Hann var laglegur maður en hafði nokkur smáafbrot á samviskunni, meðal annars hafði hann barið lögreglumann illa. Hann neitaöi öllum sakargiftum og hin 27 vitni, sem orðið höfðu sjónarvottar að atburðunum í Charlotte Street, treystu sér ekki til að segja hvort Harry væri einn ræningj- anna. En ÖU nótt var ekki úti enn. A meðan þessu fór fram hafði skóla- drengur fundiö byssu sem grafin hafði verið niöur á skólaleikveUinum. Fimm V?-il m ahh t w JBl IHB. 11 1MB B láta tll skarar skrída Harry Jenkins tók við stjórnartaumunum á „Fiiamönnunum" eftir bróður sinn, Tómas. Það voru byssur af þessarigerð sem þremenningarnir notuðu. reglumaöur, Robert Fabian, sem fékk málið í sínar hendur. Honum til aðstoðar voro þeir Kiggins og Hodge. Þeir tóku málið föstum tökum. Það höfðu margir orðið vitni að atburðinum og það voru næstum jafn- margar frásagnir af því sem gerst hafði. Það var því erfitt fyrir rann- sóknarlögreglumennina aö átta sig á hvað var hvað. En tveimur dögum eftir ránið kom vitnisburður leigubílstjóra eins skriöi á máliö. Stuttu eftir að at vikiö hafði átt sér stað, hafði hann séð á eftir tveimur mönnum hverfa inn í Brook House, tóma skrifstofubyggingu á Tottenham Court Road. Húsið var þegar rannsak- að og á efstu hæðinni, fannst bómullar- frakki sem, samkvæmt framburði vitna, einn ræningjanna átti að hafa klæðst. I vasa hans fundust hanskar, derhúfa og vasaklútur sem greinilega hafði verið notaður sem andlitsgríma. skot voru í byssunni en einu hafði verið hleypt af. Það kom í ljós að skotiö sem vantaði hafði hæft Alec de Antiquis. Stuttu síðar fannst önnur byssa. Einnig hún hafði aö geyma fimm skot en eitt vantaði. Það var auðvelt að sýna fram á að skotiö þaö var i veggnum i skartgripaversluninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.