Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983.
9
Dinkarnir lifa ekki á nautgrípum einum saman. / kvisktm Niiar eru smáeyj-
ar. Þar búai aiimargir og veiða fisk. Hættulegasti óvinur fiskimanna er
krókódíllinn. Á myndinni sjáum vió ungan dinka sem er iiia útleikinn eftir
að kænu hans hvolfdi og krókódiii náói til hans, svo af var fóturinn vió
hnó.
þess aö biöja þá um regn eöa lækna
sjúkamenn.
Nautin erujafningjar
fólksins
Nautpeningur er ekki heldur seldur.
Þess vegna er f enjasvæöið í Suður-Súd-
an ofbeitt. Meirihluti fimm milljóna
dýra er sármagur. Það verður aö
fækka stofninum að miklum mun.
Amerískir landbúnaðarráðunautar
hafa reynt árum saman að fá múa og
dinka til þess að beita nautum fyrir
plóg og hafa þannig gagn af þeim til
akuryrkju. En þaö hefur engan
árangur borið hingað til.
IVAð kref jast þess af dinka að hann
spenni naut fyrir plóg er svipað og að
fara fram á það við Ameríkana að
hann tengi mykjuvagn viö kádiljákinn
sinn,” segir amerískur þróunar-
ráðgjafi í Súdan. „Nautgripir eru
stööutákn manna en ekki vinnudýr. ”
Súdanstjóm hefur lagt að þessum
Nílarþjóðflokkum að selja verulegan
hluta af skepnum sínum og minnka
með því stofninn sem er allt of stór. Af
því hefur enginn árangur orðið. Fjöldi
dýranna segir til um efnahag ein-
staklingsins. Sá sem vill kvænast þarf
að eiga nautgripi til þess að greiða for-
eldrum stúlkunnar brúðarverð. Hver
sá er vegur annan mann þarf oft að
greiða tuttugu til þrjátíu dýr í bætur.
Naut eru hinn sanni gjaldmiðill þess-
ara þjóðflokka, koma í stað peninga-
seðla Vesturlandabúa.
„Nautgripirnir eru engir guðir í
augum þessa fólks við Níl eins og
Evrópubúar halda stundum fram. Það
er rangt, en þeir eru jafningjar,” segir
breskur læknir sem starfað hefur lengi
í landinu. „Fólkið lifir með þeim og
þarfnast þeirra til þess að geta búið
þama.”
Kúamjólkin er mikilvægasta
næringarefni þessara kynþátta við Níl.
Því næst er hirsi, fiskur og biti af kjöti
við og viö. Nautshúðir eru notaðar í
regnfatnað og til varnar sólarhitanum.
Núamir þvo hárið upp úr kúahlandi og
sótthreinsa sár sín með því. Duft úr
möluöum nautshornum er læknis-
meðal hjá mörgum kynþáttannk gegn
húðsjúkdómum og ófrjósemi.
Haldið norður
Til þess að afla sér fjár hafa æ fleiri
dinkar flust noröur. Norður við Rauða-
hafið vinna þeir við götulagningu eða
era burðarkarlar. Þeir vinna og við
uppskipun og fermingu jámbrautar-
lesta. Þar eö fæstir þeirra kunna að
lesa eða skrifa fá þeir smánargreiðslur
fyrir vinnu sína. Ávallt dreymir þá um
að komast aftur heim, átthagarnir
toga í þá, að komast til fenjanna við
Hvítu-Nil.
, ,Heima er manni allt svo eðlilegt og
öruggt,” segir einn dinki og er upp með
sér. Hann er aöstoðarþjónn á einu
hótela í bæ við Rauðahafiö. „Heima er
landið iöjagrænt, það er fiskur í
fljótinu, mjólk að drekka úr kúnum og
dýr sem við veiðum. Og á nóttinni
syngjum við og dönsum. Hér er allt svo
fráhrindandi, öll þessi nútíma tækni
skemmir fyrir manninum.”
Þessi dinki hefur flust norður á
bóginn af því að hann langar að afla
sér fjár svo hann geti keypt nautgripi
sem hann getur borgaö brúðarverðið
með þegar hann giftir sig. Hann stríðir
viö heimþrá eins og orð hans hér aö
framan sýna. Þrátt fyrir frumstæðan
uppruna sinn er hann klæddur á nú-
tímavísu, meö skó á fótum, nýtískuúr
um úlnliðinn og lítið útvarpstæki í vas-
anum.
1 þorpinu þar sem hann á heima
munu þessi tækniundur ekki vekja
mikla athygli. Þeir eru orðnir svo
margir sem komið hafa aftur að norð-
an, uppábúnir að nútíma vísu.
En nýjabrumið nefur ekki enst þeim
lengi. Einn góöan veðurdag hafa úrin
þeirra stöðvast, rafhlöðurnar klárast í
útvarpinu og nýi búningurinn þeirra
slitnaö við erfiðisvinnuna. Það eru
nautgripirnir einir, sem þeir höfðu
keypt fyrir norðan fyrir vinnu sína,
sem einhvers virði eru.
Brúnu útiendingarnir
Arabar, sem byggja Súdan að
norðanverðu og stjórna öllu landinu,
fyrirlíta „Afríkana” eins og þeir kalla
þessa svertingja við fenjasvæði Nílar.
Og svertingjamir í Súdan óttast þessa
„brúnu útlendinga” eins og arabískir
landar þeirra eru kallaðir. Áður fyrr
höfðu arabar rænt fólki í Suður-Súdan
og selt við Rauðahafið sem þræla.
Minningin um þessar aðfarir lifir enn í
hugum svertingjanna.
Níu árum eftir burtför bresku ný-
lenduherranna áriö 1965 hófst blóðug
borgarstyrjöld milli íbúa suður- og
noröurhluta landsins. Stjórn Súdan, í
höfuðborginni Khartum, sem eingöngu
er skipuð aröbum, sendi hersveitir
suður eftir. Þorp vora brennd, skólar
lokaöir, kristnir trúboðar reknir úr
landi. Tugþúsundir manna létu lífið.
Stór landflæmi eyddust af fólki.
Arið 1972 tókst Haile Selassie
Eþíópíukeisara, sem enn sat þá á
veldisstóli, að koma á sáttum milli
araba og Afríkana í Súdan. Suður-
byggjar fengu sjálfsforræði eins og
þeir höfðu krafist. Afríkanar mynduðu
eigin stjórn í borginni Juba, syðsta
hafnarstaðnum við Hvítu-Níl. Stjórnin
var að mestu skipuð dinkum en þeir
era um milljón að tölu og langfjöl-
mennasti kynþátturinn á þessum
slóöum.
Törtryggni kynþáttanna við Níl,
gegn yfirvöldum í Khartum, er enn
fyrir hendi þó sjálfsforræði sé fengið.
Og hún hefur aukist sí og æ. Ekki síst
eftir að farið var að grafa Jonglei-
skurðinn. ,Sarah”, tuttugu og fimm
metra há og hundrað og áttatíu metra
löng stálófreskja, er á ferðinni um
„súddið”. Þessi skurðgrafa er smíðuðí
Liibeck og er ein hin stærsta í heimin-
um. Hún grefur skurð sem er fimmtíu
og fimm metra breiður og fimm metra
djúpur um fenin og styttir rennsli
Nílar svo að fáist meira vatn til
Egyptalands. Þetta hefur það í för með
sér aö hluti af „súddinu” þurrkast upp.
Breytingar í aðsigi
Gert er ráð fyrir því að 1985 verði
þessi f jögur hundruð kílómetra vatns-
vegur fullgerður. Þetta verður þá
lengsti skurður í heimi gerður af
mannahöndum. Þriðjungur vatns-
magns Hvítu-Nílar fer þá beina leið
norður í stað hlykkja og króka.
En fólkið í Suður-Súdan er ekki
aðeins hrætt við þessa risaófreskju úr
stáli sem brýtur sér braut um fenin.
Þaö óttast skurðinn umfram allt. Ef
þriðjungur Nílarvatnsins fellur um
þessa risarennu á ókomnum tímum
lækkar vatnsyfirborðið í „súddinu” af
sjálfu sér. Mönnum og dýrum á þess-
um slóðum stafar hætta af því hvað
alla lífsbjörg varðar.
,,Á regntímanum höfum við meira
en nóg af vatni,” segir einn úr kynþætti
dinka sem starfar við skurðgröftinn.
„En á þurrkatímanum verðum við oft
að þola þorsta. Þegar vatnsrennslið
um Níl minnkar og minna vatn gufar
upp verður þetta verra.” Margir sér-
fræðingar hafa lika áhyggjur af þessu.
Veruleg uppþurrkun á einu mesta
fenjasvæði Afríku getur hæglega
breytt lofslaginuíálfunni.
Þá býr ótti með fólki fenjasvæðanna
vegna missis bithaga. Skurðurinn sker
í sundur haga. Þaö á að leggja götur
eftir skurðbakkanum með nútima
tækni. Þar munu smátt og smátt safn-
ast saman kaupmenn, útlendingar og
ferðamenn að líta tækniundrið — og þá
er úti um frelsi náttúrubamsins sem
það hefur fengiö að njóta á þessum
slóðum hingað til. Nú verður
„menningunni” þvingað upp á það.
Hefnd Níiar
Breski vísindamaðurinn, Jonathan
Jenness, sem er í þjónustu Sameinuöu
þjóðanna er á öðru máli: „Fólkið
hérna óskar eftir breytingum. Það er
búiö að fá nóg af hungri, sjúkdómum
og skorti á fræðslu. Það veit að það fer
á mis við öll lífsþægindi. ”
En flestir „súddbúar” óttast þó.
breytinguna. „Skurðurinn kemur
Egyptum einum að gagni,” segir
kennari við einn af fáum skólum í Suð-
ur-Súdan. „Þeir fá vatnið sem ríkis-
stjórnin tekur frá okkur og þar sem
okkar fólk er nautahirðar, en ekki
akurbændur, mun stjórnin stuðla að
því að Egyptar setjist hér að á landi
sem við eigum. Fénaður okkar mun þá
farastúrhungri.”
Aðrir hræðast reiði fljótsins, tala
um hefnd þess. „Níl hegnir Egyptum,”
segir gamall dinki af fenjasvæðunum.
„Þeir hafa lokað farvegi fljótsins og
þeim hefnist fyrir það með því móti að
akrar þeirra verða ófrjósamari.
Ef við stelum vatninu úr Níl héma
hjá okkur verður okkur refsaö. Þá
líöur fénaður okkar hungur. Og þegar
nautpening okkar hungrar deyr mann-
fólkið,” segir þessi aldurhnigni dinki.
HÚSBYGGJENDUR
Að halda að ykkur hita
er sérgrein okkar:
Afgreiðum\ einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið
frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging-
arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verd og greiðsluskilmálar við flestra hæfi.
I
Aðrar söluvörur:
Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar-
pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna-
plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pjpueinangrun: frauð-
plast/glerull.
Borgamfesi simi93-737ðíl
Kvðldsími oq helgarslmi 9^-7355
Til húseigenda
og garðeigenda
Steinar fyrir
bílastæði og
innkeyrslubrautir
Gangstéttarhellur 10 gerðir, kantsteinar, steinar i
bílastæði, vegghleðslusteinar, margar gerðir, til
notkunar utanhúss og innan. Komið, skoðið og
gerið góð kaup. Greiðsluskilmálar.
Opið til kl. 16 laugardaga
HELLU 0G STEINSTEYPAN
VAGNHÖFO117. SÍMI30322.
REYKJAVtK
m VMZv.óum
Innritun og upplýsingar
í síma 52996 alla daga vikunnar
frá kl. 10—19 (10—7).
Reykjavík:
Safnaðarheimili Langholtskirkju,
Sólheimum.
Hafnarfjörður.
Iðnaðarmannahús Hafnarfjarðar,
Linnetstíg.
TAKMARKAÐ
ERÍ
HVERN
_________TÍMA._______________
Kennsla hefst mánudaginn 26. september.