Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 12
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983 Æðið að safna að býtta leikaramyndum var allsráðandi meðal ungiinga og krakka um og eftir 1960. Myndin sýnir nokkur ieikarabúnt sem gúmmíteygjum hefur verið brugðið íkross um, eins ogaititt varað býttarar varðveittuþessiverðmætisin. DV-myndirEinar Ólason. Tíinir ðu ad býtta ein - um Roy fyrir tuttugii lÉfaMan'É — nei9 ertu frá þér9 ég læt aldrei Roy fyrir svoleidis rusl! Fabian, Rex Gildo, Lorne Greene, Connie og Sandra Dee... Hvaöa fólk, sem nú er á aldrinum frá tvítugu til hálffertugs, man ekki eftir þessum nöfnum frá þeim tíma þegar það safnaði og býttaði á leikara- myndum? Þetta æði — að safna litlum myndum af frægum kvikmyndastjöm- um — hófst hérlendis skömmu fyrir 1960 og stóð sennilega hæst einhvern- tíma í kringum ’64. Krakkar lifðu sig inn í þessa iöju. Fariö var að loknum skóla niður i bókabúð þar sem leikarabúntin voru keypt. Og svo var verið að býtta allan liölangan daginn, einkum þó og sér í lagi á skólagöngum í frímínútum. Þar var ekki þverfótað fyrir snöggklippt- um stáklingum og stelpum með tíkar- spena sem voru á þönum eftir göngun- um með leikarasafnið sitt. Krakkar stóðu andspænis hvort öðru og býttuðu af ákafa og með hraði því að alltaf var sú hætta fyrir hendi að verið væri að missa af góðum skiptum hjá næsta fé- laga Einkum var sóst eftir því að ná sjaldgæfum myndum af þekktum eða flottum stjömum í skipti fyrir bunka af einhverjum hópi fratleikara. Til þess voru notaðir ýmsir prettir, svindl og stundum saklausar lygar þegar í hart fór. Reyndar var allt gert til að ná í Leikaramyndunum var skipt niður / seríur, allt eftir þvi hversu mörg eintök voru framleidd af ákveðinni mynd. Hór sjáum við þrjá kjörgripii verðmætarikantinum, allt leikaramyndir afserie FA-gráðunni. safniö mestu kjörgripum leikara- myndanna. Þetta voru tímar þegar verðskyn unglinga var bundið frægðarsól er- lendra kvikmyndastjama, svo rækilega í sumum tilvikum, að til var nákvæmur skali hvað ákveðin mynd af Brigitte Bardot var dýrmæt á móti annarri af Roy Rogers og hestinum hans góða, Trigger. Þetta vom skrýtnir tímar, sem nú em sveipaðir rósrauðum bjarma unglingsáranna meðal þeirra sem til þessa sér- kennilega æðis þekkja. Algjört œðl Það mun hafa verið sumariö 1957 sem fyrst var farið að flytja þessar leikaramyndir inn til landsins í ein- hverjum mæli. Þær lágu frammi hjá bóksölum sem seldu unglingum þessa vöm í bunkum. Tíu leikaramyndir voru í hver jum þeirra. Gífurlegur áhugi var á þessum tím- um á frægum kvikmyndastjörnum, einkanlega meðal unglinga og krakka sem stunduðu sín þrjúbíó hvem sunnudag áriö um kring. Sannkölluð aðdáun rikti í garð aöalleikarana. Virðing og lotning fýrir afrekum þeirra á hvíta tjaldinu var ósvikin. Það var því ekki að undra þótt höndlun og býtti leikaramyndanna yrði að sliku æði sem raun varð á. Þetta var varningur sem hitti í mark á sínum tíma, gekk í liðið. Það mun enda hafa verið svo aö sala leikaramynda hafi falið í sér þó nokkra gróðavon meðal þeirra sem buðu þær falar. Fleiri hundmð ef ekki þúsund búnt fóm yfir búðarboröið hjá stærstu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.