Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 15
AÐ LOSA GEYMSLUNA EÐA BÍLSKÚRINN SMÁAUGLÝSIIMG í LEYSIR VANDANN Það má vel vera að þér finnist ekki taka því að auglýsa allt það, sem safnast hefur í kringum þig. En það getur lika vel verið að einhver annar sé að leita að þvi sem þú hefur falið í geymslunni eða bíl- skúrnum. OPIÐ: Mánudaga — föstudaga kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—14. Sunnudaga kl. 18—22. SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. 15 Ærsladrauguriiui Írafellsmóri — stuttir frásöguþættir af draugnum sem hrelldi f ólk h vaö mest á sinni tí ö Einhver frægasti draugur sem hræddi og svekkti lands- menn á fyrri árum er vafa/ítið hann írafeiismóri. Voru ófáir kiækirnir og strákapörin sem hann beitti menn og málleys- ingja og eru sumar sögurnar af Móra orðnar allþekktar á prenti. Þó ekki aiiar. Hér fara á eftir nokkrar sögur af þessum ærsladraug sem hafðar voru eftir Óiafi bónda Hall- dórssyni sem bjó fyrrum á Arnarfelli í Þingvallasveit og lóst á tíræðisaldri fyrir nokkrum árum. Ólafur þótti hraustleika- maður hinn mesti og fróður vel og hólt sálarkröftum tii hins síðasta. Róið hafði hann á árabátum frá Suðurnesjum fimmtíu og þrjór vertiðir. Eftirfarandi sögur hans sagði hann Ragnari Ásgeirssyni og gaf hinn síðarnefndi þær út fyrir mörgum árum. Er tilhlýðilegt að birta þessar draugasögur af Móra þar sem he/dur er farið að stytta daginn og skammdegismyrkrið tekið að vofa yfir ísiendingum enn einu sinni. -SER. Um írafellsmóra Olafur Halldórsson fæddist á Kjalarnesi í júnímánuði 1863. Hann ólst upp þar í sveit og þótti maður mjög minnugur á liðna tíð og kunni þar af leiðandi frá mörgu að segja. Olafur ólst upp á Bjargi, sem er á næstu grösum við Saurbæ og lágu túnin saman, en það er nú fyrir margt löngu komiðíeyði. I æsku Olafs voru þaö aðallega tveir draugar sem gerðu vart við sig í Kjós og á Kjalamesi. Var annar þeirra hinn víðfrægi Móri sem kenndúr var við Irafell og átti að fylgja fólki af Kortsættinni. Hitt var kvendraugur eöa Skotta sem gekk undir nafninu Svartbrella og hélt hún sig helst i námunda við Hvamm og Hvammsvík- ina. Ekki veit Olafur þó hvernig á henni eða nafni hennar stóð og engar sérstakar sögur heyrði hann um hana eða aö hún gerði neitt illt af sér og eftir því að dæma hefur hún verið mesti meinleysisdraugur. En um Irafellsmóra var öðru máli að gegna. Mórileikur áÓlaf Olafur átti heima á Bjargi, eins og fyrr segir, og var á fimmtánda árinu þegar hann gekk til prestsins til undir- búnings fermingarinnar. Gerði Móri honum þá einu sinni slæman grikk. Olafur átti að fara að Saurbæ til spuminga því að presturinn, séra Þor- kell Bjarnason á Reynivöllum, ætlaöi að spyrja fermingarbörnin eftir mess- una. Drengur frá Artúni gekk líka til spurninga og hitti Olafur hann um morguninn niöri í fjöm er hann var að líta eftir fé og sammæltist við hann um að veröa samferða aö Saurbæ til mess- unnar um hádegi og átti drengurinn að ganga viö á Bjargi, sem er lítill krókur. Þegar leið að messutimanum stóð Olafur við glugga í baðstofunni og var aö þvo sér. Verður honum þá litið út um gluggann og sér að strákur gengur í mýrinni fyrir neðan túngaröinn og var hann í bláum sokkum með snjóhvítum ristarþvengjum, en með sjóhattsgarm á höfðinu og rifið upp í hann fyrir ofan augun. Til að missa ekki af samfylgdinni hentist Ölafur af stað til að ná í hann, en leiti bar á milii og sá Olafur hann ekki aftur og veit ekki af sér fyrr en hann er kominn heim aðSaurbæ, fast að kirkjugarði og tekur hann þá fyrst eftir aö hann er berfættur og á nærbuxunum. Var hann ærið sneypulegur þegar hann áttaði sig á þessu og sneri heim að Bjargi og varð ekki af spurningunum í það sinn. En enginn hafði tekið eftir Olafi, því allir voru komnir inn í kirkjuna þegar hann kom að sáluhliðinu. Rúmfiet Móra Oftar varð Olafur var við Móra þegar hann var á Bjargi, til dæmis sá hann honum oft bregða fyrir á undan komu gesta af Kortsættinni, en sjaldn- ast varð neitt sögulegt úr því. A Bjargi bjó síöastur Þórður Asmundsson, faðir Matthíasar rithöfundar og þeirra systkina. Var Olafur hjá honum í sjö ár og var þá kominn um fertugt. I baðstofunni var rúm, nálægt stiga- gatinu. Var það oftast autt og var talið að Móri hallaði sér oft út af í því, ef hann stóð eitthvað við. Einu sinni kom Olafur seint heim úr smalamennsku, þreyttur og göngumóður og fleygði sér til hvíldar í þetta rúm. Um miöja nótt vaknaði hann viö þann vonda draum að Móri hafði kreppt hendur um háls honum, rétt svo sem ætlunin væri að kyrkja hann. Slengdist hann fram úr rúminu í áttina aö stigagatinu. Ekki sá Olafur Móra því skuggsýnt var í baöstofunni, en fann þess betur til hans og ekki þóttu honum handtÖkin þægileg. Af viðureign þessari varð mikill gauragangur og hávaði og viö það vöknuðu húsráðendur og brugðu upp ljósi. Var Olafur þá kominn fram á hlerann yfir stigagatinu. Sagði bóndi þá: „Þig hefur dreymt illa Oli minn,” — og brosti við. En um morguninn, þegar þeir voru úti í hlööu að láta í meisana sagði bóndi: „Móri hefur orðið nærgöngull við þig í nótt. Það er alvani að hann geri vart við sig hér, hann heldur sig oftast í þessu rúmfleti — og hefur þóst illa leikinn að vera rekinn úr bælinu.” írafellsmóri afturreka A Ketilsstöðum á Kjalarnesi bjó bóndi að nafni Bjami Sigurðsson. Kona hans hét Asa og var Olafsdóttir og hún var af Irafellsættinni. Móri hallaði sér því oft að á Ketilsstöðum. Þau Ketilsstaðahjón áttu dreng, sem var vitskertur í vöggu og lifði viö mestu harmkvæli til tvítugsaldurs. Var það foreldrum hans þungbær raun. Móra var kennt um þetta heilsu- leysi drengsins. Kristinn bróðir Ásu húsfreyju bjó í Engey við Reykjavík og leitaöi Móri fast á að komast meö honum út í eyna en Kristinn sá alltaf Móra og hleypti honum aldrei út í eyna svo aö aldrei varð þar neitt að af völdum hans. Það var einu sinni að bátur Kristins, sem var fjögurra manna far, lá full- fermdur við bryggju í Reykjavík og voru hásetarnir komnir út í hann og biðu formannsins. Kemur svo Kristinn, gengur að bátnum, lítur rannsakandi i kringum sig og segir: „Hvar er nú Móri?” — Því hann sá ___- hann hvergi. Stígur hann síðan út í bát- inn og skipar svo hásetunum að rifa farangur allan upp úr skutnum. En þar hafði þá Móri holað sér niður undir vamingnum. „Þú verður ekki samferða í þetta sinn frændi!”, sagði Kristinn þegar hann rak Móra upp úr bátnum og var hann ærið lúpulegur þegar hann snautaði upp eftir bryggjunni. Móri fer að Goðdölum Séra Jón Benediktsson, sem einu sinni var prestur í Goðdölum í Skaga- firði, átti fyrir konu Guðrúnu Korts- dóttur frá Möðrufelli í Kjós. Þegar þau hjónin fluttu norður að Goðdölum, var Móri, einhverra hluta vegna, ekki við- látinn og flutti ekki með. En einhverju sinni, þegar séra Jón var á suöurieið mætir hann Móra uppi á Holtavörðu- heiði og var hann þá skólaus og á sokkaleistunum. ,Jlvert ert þú að fara?” spurðiséra Jón, „og hvert er erindið?” „Að Goðdölum, að finna frúna,” svaraði Móri. „Þúferð ekki lengra,” sagði prestur, en Móri tók því illa, nema því aðeins aö hann fengi frakkann og stígvélin sem klerkurvarí. „Stígvélin getur þú fengið,” sagði séra Jón,, ,en f rakkann færðu ekki,” og samdist svo með þeim og skyldi Móri ekki mega koma í Skagafjörö meðan eitthvað væri eftir af stíg vélunum. Sást Móri síðan lengi á þessum stígvélum og entust þau honum vel og lengi. En svo fór þó um siöir að þau slitnuöu og sá skyggn maður að síðast var ekki eftir nema vinstri stígvéla- leggurinn ofan við ökkla. Stóö Móri vel við samninginn engu að síður og kom ekki norður meðan tætla var eftir af stígvélinu. En þá leið heldur ekki á löngu áður en Móri kom norður aö Goðdölum og varð þar til mikilla óþæginda fyrir prestfrúna og ennfremur drap hann gripi fyrir presti. Séra Jón Benediktsson og Hjálmar skáld í Bólu voru miklir vinir og þar kom að séra Jóni þóttu aðfarir Móra orðnar illþolandi og hann sneri sér til Hjálmars og bað hann aö koma honum fyrir. Vildi Hjálmar umfram allt gera það fyrir prest, en tókst það þó ekki, því fátt hrein á Móra. En þó dró svo úr Móra fyrir andhita og aögerðir Hjálmars að ekki drap hann neina skepnu fyrir presti eftir það. Ljót saga um írafellsmóra Svo sem alkunna var fylgdi Móri Magnúsi Kortssyni fast, svo að segja hvert sem hann fór. Einu sinni brá Magnús sér til Reykiavíkur og hugðist aö biðja gistingar á Skrauthólum á Kjalar- nesi. Kom hann þangað svo síðla kvölds að fólkið var háttað. Guðaði hann á glugga, en fólkið var í fasta svefni og fékk hann ekki vakið það. En sökum þess að Magnús var vel kunnug- ur þar tók hann það ráð að fara út í fjósiö og kom hann sér þar fyrir á auðum bás og svaf þar um nóttina. Um fótaferð gerði hann svo vart við sig á bænum og var vel tekið og gefið kaffi inniíbaðstofu. Fyrir framan rúm hjónanna var vagga og kombam í, sem bærði ekki á sér. En þegar kaffið var dmkkið fór móðirin aö hyggja að barninu, og var það þá dáið. Hafði móðirin síðast heyrt í því seint um kvöldið áður, en ekki sá annaö á þvi en nokkra bláa bletti á hálsi, svo sem eftir fingurgóma. Nokkm síðar fór Magnús með bónda út í fjós, er hann fór að gefa kúnum, en þegar þeir komu þangaö lá ein kýrin dauö á básnum. Var hún stórhymd mjög og lá hún með hausinn undir sig, þannig að annað hornið hafði stungist inn í hjartaö, og þótti það með ólíkind- um. Það var ekki ósjaldan að Móri dræpi gripi, en að hann hefði oröið mannlegri vem að bana hefur ekki heyrst, nema þaö hafi þá orðið í þetta sinn. Reynt var að dylja þetta fyrir Magnúsi, sem var oröinn mjög svekktur yfir skrá- veifum þeim, sem Móri gerði á bæjum þar sem hann kom. Síðasta sagan af Móra Árið 1951 átti Olafur Halldórsson heima á Framnesvegi, í næsta húsi við Eiði á Seltjarnamesi. Kvöld eitt þegar hann var háttaður, sér hann allt í einu sinn gamla kunningja, Irafellsmóra, standa viö rúmgaflinn. Ekki hafðist hann neitt aö, bara stóö þarna graf- kyrr. Var hann nú allur mjög genginn saman, nokkum veginn jafnhár rúmgaflinum, og svo lítilfjörlegur að hann var varla annað en hismi aö sjá, enda hafði hann nú fylgt Kortsættinni dyggilega, víða í niunda ættliö, eins og honum hafði upphaflega verið fyrir- skipað. Hann bara stóð þama með mjall- hvítt háriö eins og toglagöa, og skeggið svo sítt að þaö náði niður á lappirnar. Rétt aðeins glórði í holar og kolsvartar augnatóttimar. Litlu síðar liðaöist hann í sundur og hvarf. Um miðjan næsta dag, eftir þetta at- vik, kom góöur kunningi Olafs af Kortsættinni aö heimsækja hann. Og fylgdi Móri honum ekki. Aldrei síðar sá Olafur Móra bregða fyrir, þó aö þessi maður eða aðrir af sömu ætt hafi komið til hans. Er helst á þvi að Móri hafi þama stigiö sín síðustu spor. Lýkur þar með þessum frásöguþátt- um af klækjarefnum Irafellsmóra. WK4IV Fsest á ííásss- MEÐAL EFNIS Í ÞESSARI VIKU Sœnsk gœðavam, Ijósapemr 25w-100w, ^KAUPFBAGID

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.