Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGAKDAGUR17. SEPTEMBER1983. 23 Á hverjum tima eru einlægt uppi deilur af einhverju tagi um það hverjir skari framúr í rokkinu, hverjir séu bestir, besta hljóm- sveitin, besti söngvarinn og þar fram eftir götunum. Svörin verða alltaf ófullkomin, mælistikan enda engin utan persónulegur smekkur og til- f inningar. En ykkur að segja er Elvis Costello bestur. Langbestur. Það munu vera því sem næst sjö ár frá því Declan McManus lagði skímarnafnið sitt á hilluna og tók upp nýtt nafn: Elvis Costello, í höfuðið á sjálfum rokkkóngnum, hvað annað, en Costello nafnið tók hann upp eftir langömmu sinni; það fór vel í munni, miklu betur en McManus. Costello hafði ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, pabbi hans, Ross McManus, stórsöngvari í hljómsveit Joe Loss, þeirri frægu danshljómsveit Breta á árunum 1953 til 1968. En fyrir sjö árum, þá 23ja ára gamall, var Declan McManus ósköp venjulegur Breti, bjó með konu sinni, Mary, og tveggja ára gömlum syni, Matthew, í Lundúnum og vann við tölvur hjá ónefndu fyrirtæki í höfuð- borginni. Hann lifði þægilegu lífi, óspennandi kannski, og eina um- kvörtunin: enginn vildi kaupa lögin hans. Hann hafði farið stórfyrirtækja á milli á stefnumót við stórkalla rokksins, orðinn leiður á því að vera hafnað meö kurteislegum oröum á bréfsnifsi; hann hafði því gítarinn með sér og söng fyrir viðstadda. Hann fékk því svör með skjótum hætti, en tilboðin voru lítil og ræfils- leg. Hann leitaði þess vegna á náðir Stiff-útgáfunnar, sem þá var nýtekin tilstarfa. Þar var aö finna upptökustjóra, sem Costello hafði kynnst lítillega, Nick Lowe, en hann hafði stjómað upptökum á flestum plötum Stiff á þessum tíma, — og þarf ekki að orðlengja: McManus fékk samning að því tilskildu að hann tæki upp ann- að nafn og samkvæmt gaman- seminni á þessum tíma við uppgang pönksins þótti við hæfi að skíra pilt- inn í höfuðið á rokkkóngnum sjálf- um. Hefði útlitiö mátt einhver ju ráða hefði nafnið Buddy komið sterklega til greina því þeir eru nauðalíkir Buddy Holly og Elvis Costello. En Elvis átti eftir að verða líkt við fleiri nafntogaða tónlistarmenn. Fyrsta breiðskífan sem út kom árið 1977, My Aim Is True, fékk ein- staklega góðar viðtökur og sumum fannst að meistari rokksins væri kominn fram á sjónarsviðið. Hjá tímaritinu kunna, Rolling Stone, fannst mönnum að minnsta kosti mikið til koma; blaðið sagði aö hann hefði gáfur Randy Newmans og óbil- gimi Bob Dylans, viðkvæmni Buddy Holly og frumleika John Lennons. Allt þetta í einum og sama mannin- um — Elvis CosteUo. Eftir þær góðu viðtökur sem My Aim Is True fékk sagði Elvis skiUð við tölvumar og hélt í hljómleikaferð með nýstofnaðri hljómsveit sinni; The Attractions — Bruce Thomas, bassa; Steve Nieve, hljómborð, og Pete Thomas, trommur. Ári síðar fór hann í hljóðver með hljómsveit sinni og hljóðritaöi aðra breiðskífu sína, This Year’s Model. Nick Lowe stjórnaði upptöku eins og á fyrri plötunni. Gagnrýnendur fiskuðu enn upp úr hólbrunninum og höfðu á orði að ekki þyrfti að kvíða framtíð rokksins ef CosteUo héldi áfram á sömu braut; og hann var ekkert að gefa eftir. Seint á sama ári, 1978, birtist þriðja breiöskifan, Armed Forces, og þaut i efita sæti breska vinsældalistans á nokkrum dögum. Því hefur verið haldið fram að áhrifa Abba gæti mjög á þeirri plötu, og víst er að hún var allmikið frábrugðin tveimur fyrri plötunum, einkanlega var yfir- bragö hennar léttara en áður en textamir að sama skapi pólitískari. Með þessari plötu öðlaöist Costello miklar og almennar vinsældir um leið og hann styrkti stöðu sína sem skapandi Ustamaður. Af plötunni Armed Forces (hún átti fyrst að heita Emotional Fascism) em mörg kunn lög, OUver’s Army, Accidents WUl Happen, Party Girl og Two Little Heroes. Elvis Costello virtist vera i þann veginn að leggja poppheiminn að fót- um sér. Bandaríkjamenn tóku hann upp á arma sína og hann fór í langa og stranga hljómleikaför um Banda- ríkin árið 1979. En þar var sigur- ganga hans stöövuö — að sinni að minnsta kosti. Hvað gerðist? Kvöld eitt sat Costello á öldurhúsi í Ohio á- samt söngkonunni Bonnie Bramlett og öörum liösmönnum í hljómsveit Stephen StiUs. Costello og Bramlett fóru eitthvað að skattyrðast og Costello lét þau orð faUa í hugsunar- leysi að Ray Charles væri „blindur, fávís svertingi”. Hann lét ekki þar við sitja heldur viðhafði nokkum veginn sömu ummæU um James Brown og beit svo höfuðið af skömminni með þvi aö lýsa almennu frati á tónlist blökkumanna og sér- stakri fyrirUtningu á bandarískri svertingjatónUst. Bramlett kjaftaði frá og ummæUn birtust í feit- letruðum fyrirsögnum dagblaða og vikublaða i Bandaríkjunum. HneyksU — og það varð ekki aftur tekiö. Costello reyndi í örvæntingu sinni aö efna tU blaöamannafundar og bera af sér mestu höggin, en það var samdóma álit aUra eftir fundinn að honum hefði mistekist. Vinsældir hans meðal blökkumanna í Banda- ríkjunum sópuðust burt í einu vet- fangi og aldrei hefur gróið um heilt siðan; í fyrravor þegar Costello var að taka upp Imperial Bedroom var Paul McCartney í sama hljóðveri og Michael Jackson kom þangaö tU þess að syngja inn á lag með Paul. Þegar hann frétti að Costello væri þama stífnaði drengurinn upp eins og kölski væri kominn: Guð minn, góður, ég kann ekki við þennan garm! Þessi ummæli Costellos áttu eftir að draga vænan dilk á eftir sér, Costello var að sjálfsögðu miður sín, kynþáttahatur ekki tU í hans huga; upptökustjóri á fyrstu plötu Specials, þeirrar bresku hljómsveitar sem gekk lengst í því aö berjast gegn kyn- þáttafordómum; tróð sjálfur upp á hljómleikum Rock Against Racism og hafði á ýmsan annan hátt tekið undir kröfuna um jafnrétti kynþátt- anna. Costello fór heim til Bretlands á- samt hljómsveit sinni þess fuUviss að feriUinn væri á enda. Þeir fóru inn í hljóðver og tóku upp plötu. Hafi aðdáendur CosteUos (þeir sem eftir voru) búist við framhaldi í svipuðum dúr og Armed Forces kom hann þeim i rækilega á óvart þegar þessi breið- skífa kom út árið 1980, Get Happy. Þar sýnir hann á sér nýja hlið, nýjar leiðir í útsetningu og öðruvísi lög, • og einstaklega stutt. A plötunni eru tuttugu lög (!), flest tvær tU þrjár mínútur að lengd og minntu mörg á soultónlist (blökkutónUst) sjötta ára- tugarins. „Okkar útgáfa af Motown- plötu,” sagði Costello. Að margra áliti er þetta langbesta plata hans, en því er ekki að neita að margir fyrri aödáendur sneru við honum bakinu eftir þessa plötu — og hafa sumir hverjir ekki ljáð honum eyra síðan. Eftir plötugerðina lá við að hljóm- sveitin leystist upp og sjálfur dró CosteUo sig algerlega í hlé um stund- arsakir. Síðan tók hann tU við hljóðritun á nýjan leik ásamt Attractions og útkoman varö platan Trust, sem minnti mest á fyrstu plötu hans. Og enn átti CosteUo eftir að koma á óvart. Næsta plata hans var ósvikin kántríplata með gömlum kunnum kántrísöngvum tekin upp í NashviUe. A síðustu tveim árum virðist Costello hafa þroskast mikið sem lagasmiður og skáld, fjöldinn fylgir honum að sönnu ekki eins og áður, en hann á aödáun visa hjá öUum sem meta listræna hæfileika mest, um þaö er Imperial Bedroom frá síðara ári gott dæmi. Nýja platan, Punch the Clock, hefur hlotið einróma lof breskra gagnrýnanda og vonandi verður ekki ársbið eftir henni í íslenskar plötuverslanir eins og raunin varð með Imperial Bedroom. Vanmetið séní má ekki við því. -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.