Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 16
16 - DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. Bflar Bflar Bflar Bílar Bflar 50.IAA bílasýningin í Frankfurt: 1514 sýnendur kynna það nýjasta í bflahelminum — sýningarsvædid samtals 211 þiisund fermetrar I vikunni hófst í Frankfurt í Vest- ur-Þýskalandi 50. Alþjóölega bíla- sýningin (IAA). Sýningin stendur frá 15. til 25. september og þar leiða saman hesta sína 1514 sýnendur og þaö er rúmt um þá því aö sýningar- svæöiö er stórt, 13 stórar hallir sem samtals eru 153 þúsund fermetrar auk 58 þúsund fermetra útisvæöis. Þarna eru sýndir bílar og nánast allt sem þeim viökemur. Þýsku bílasýningamar hafa ávallt vakiö mikla athygli allt frá þeirri fyrstu sem var haldin í anddyri Hotel Bristol í Beriín áriö 1897.1 Frankfurt hafa sýningamar verið haldnar síðanáriðl951. Þaö veröa margir bilaframleiö- endur sem kynna nýjungar á þessari sýningu. Meðal þeirra má nefna Mercedes Benz verksmiöjumar sem sýna nýja gerð af litla Benzinum, 190 gerðinni. Þetta er 190E með 2,3-16 vél sem gefur 185 hestöfl. Frá Bretlandi verður flogið meö blaðamenn til Miinchen í Concorde- þotu tii aö kynna fyrir þeim nýja VW Golfinn. Systurfyrirtækiö Audi kynn- ir einnig nýjan bíl á sýningunni, Audi Quattro Sport. Þessi sportbíll er sá kraftmesti og dýrasti á þýska mark- aöinum. Vélin gefur 300 PS hestöfl og vagninn kostar sitt, eöa 200 þúsund tu'xi 4udi Quattro Sport — dýrasti þýski sportbfllinn á markaði í dag en hann kostar 200 þúsund mörk eöa um tvær milljónir ísl. króna. mörk. Audi Quattro vakti mikla at- hygli þegar hann kom fram með sídrif á öllum fjórum hjólum og nú hyggj- ast Audiverksmiöjumar bæta um enn betur og bjóöa enn liprari bíl sem skáka muni rallkónginum Quattro. Þessi nýi Quattro er 32 sentímetrum styttri og hundrað kíló- um léttari og því mun liprari en „stóri” bróöir. Fimm strokka vélin, með fjórum ventlum á hverjum strokk og kælibúnaði á turbobúnaöin- um í rallútgáfunni, gefur allt aö 500 PS hestöfl. Hámarkshraöinn er sagöur vera í námunda viö 250 km á klst. Auk nýrra bíla verða á þessari sýn- ingu kynntar margar aörar nýjung- ar í aukabúnaöi bíla auk varahluta og verkfæra. Hér á bílasíðunni verður nánar fjallað um þessa miklu sýningu á næstunni. -JR. Logicar — ryðgar ekki og hentar vel í löndum þriðja heimsins vegna f jölhæfni og möguleika á ýmsum vélargerðum. Danskur smábíll vekur mikla athygli: Voru boðnar eitt hundrað milljðnir f yrir fr amleiðslu- r éttinn en vill smíða bílinn í Danmörku BflUnhh'ér aö ofan heitir Logicar og er hugarfóstur Danans Jacob Jen- sen. Þessi bíll kemur nú í fyrsta sinn fyrir almenningasjónir á sýningunni íFrankfurt. Logicar er byggður upp af tveimur grunnhugmyndum. Meö fáeinum handtökum er hægt aö breyta honum úr venjulegum bíl í paUbíl og yfir- byggingin sem er úr gerviefnum er byggö utan um ramma úr stálrörum sem felld eru inn í efniö þannig aö grindin verður ryöfrí. Gagnvart fjöldaframleiöslu er samsetningin gerð eins einföld og kostur er þannig að samsetning verður auðveld. Eink- um er þessi bíll taUnn henta vel tU framleiöslu í löndum þriöja heimsins því hægt er aö setja í bíUnn ýmsar vélargeröir aUt eftir því hvaö hentar áhverjumstaö. Sú gerö bUsins sem sýnd veröur á sýningunni í Frankfurt er byggð ut- an um vél úr Volkswagen. „Hug- myndin á bak viö bílinn byggist helst á því aö gera hann ónæman fyrir ryöi og tæringu og því sem næst viöhalds- frían,” segir félagi Jensens í hönnun bílsins, Daninn Niels Lauridsen. „Og margbrotin verkfæri þarf ekki til aö þjónusta bílinn.” I júní síöastUönum kynntu Danirn- ir bíUnn á sýningu innan bilaiönaðar- ins í Bandaríkjunum. Þar voru þeim' boðnar eitt hundraö miUjónir króna fyrir einkaleyfiö og framleiöslurétt- inn á bílnum. En Jensen ætlar sér sjálfur að gera framleiðslu bílsins aö veruieika. Ætlunin er að framleiða hann í Danmörku og þá meö hjálp ríkisins meö því aö reisa verk- smiðjur til framleiöslu hans í þeim héruöum þar sem atvinnuleysi er semmest. Ætlunúi er að hefjast handa um framleiösluna á árinu 1985. Sérsmíðaðlr sportbflar Meðal þeirra bfla sem sýndir verða á sýningunni í Frankfurt eru ýmsar sérgerðir af sportbflum, ýmist bflar sem aðeins verða framleiddir í örfáum eintökum til gamans eða hægt er að sérpanta. Bílahönnuðir margir hverjir leika sér með formin bæði á teikniborö- inu og eins í smíði bflanna. Hér eru þrír siikir sem litiö hafa dagsins ljós i tilraunum hönnuðanna að skapa sportlegar útgáfur venju- legra bíla. Barchetta , heitir þessi sportlega útgáfa af Ford Fiesta. Þessi bíll var hannaður eftir að Bob Lutz, for- stjóri Ford samsteypunnar, fór fram á að hannaður yrði tveggja sæta sportbíll á við- ráðanlegu verði. Fellippo Sapino, aðalhönn- uður Ghia í Torino, kom þá fram með þennan bil á teikniborðinu sínu. Bíllinn er 3,50 á lengd og 1,55 m breiður og í opinni útgáfu aðeins 1,10 m hár. Undir sportlegu útlitinu er vélar- og tæknibúnaður úr Ford Fiesta XR 2. Þyngdin er 850 kíló og vélin gefur 90 PS. „Ef nægilegur áhugi verður þá er auðvelt nð fjöldafram- leiða þennan bU,” segir Bob Lutz. Verðið í Þýskalandi er um 20 þúsund mörk eða um 200 þúsundkr. Toyota CeUca Þessi sportútgáfa af Toyota CeUca kemur frá Kaiserslautem. LUtt og opni sportbUlinn Golf frá Karmann þá er þessi Toyota með vatteraðri klæðningu að innan og búið að bæta við sUsalistum að neðan. Quattro Roadster Þetta er fyrsti fjórhjóladrifni opni sportbUl- inn í heiminum. Skapari þessa bUs er Walter Treser en hann var á sínum tíma ábyrgur fyrir hönnun Audi Quattro. Þetta er ekki venjulegur blæjubUl heldur er hægt að feUa niður þakið í þremur hlutum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.