Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Síða 5
DV. FÖSTUDAGÍJR 7. OKTÖb'ÉR 1983 5 Salaá hljómplötum: Sala á hljómplötum hér á landi hefur sjaldan eöa aldrei veriö jafii- dræm og á þessu ári. Miöaö við met- söluáriö 1977 er samdrátturinn um 70 af hundraði. Og frá því í fyrra hefur salan dregist saman um 30—35 af hundraöi. Tii enn frekari saman- burðar má geta þess að áriö 1977 seldust fimm plötur i yfir tiu þúsund eintökum en í ár er taiiö að metsölu- platan seljist í um þrjú þúsund ein- tökum. Það sem helst hefur valdiö þessum samdrætti í sölu á hljómplötum er sí- hækkandi plötuverð. Þar á stærstan Er nú 30 prásent af sölunni 1977 þáttinn vörugjaldiö illræmda sem sett var á til bráðabirgða 1977 og hefur hækkað æ síöan. Gjaldiö var sett á síöari hluta árs 1977 og nam þá fimm af hundraði. Síðan hækkaði þaö nærri árlega uns þaö nam 40 af hundraöi eftir setningu bráöabirgðalaganna í ágústmánuöi i fyrra. Þegar þau lög féllu úr gildi síö- astliðið vor lækkaði vörugjaldiö niöur í 30 af hundraði og er þar enn. I ofanálag er lúxustollur á hljóm- plötum sem nemur 75 af hundraöi og þegar allt er reiknaö saman kemur í ljós að rikið hirðir rúmlega helming- inn af því verði sem ein hljómplata erseldáútúrbúð. Þetta háa verö sem er á hljómplöt- um hérlendis hefur haft þaö í för með sér að um einn þriðji hluti af ölium hljómplötukaupum Islendinga er nú talinn eiga sér stað erlendis þar sem plötuverð er mun lægra. Algengt er aö venjulegur ferðamaður komi með þetta milli fimm og tíu plötur með sér heim að utan. önnur afleiðing af þessu háa plötu- verði er aö sala á óáteknum kass- ettuspólumhefurstaöið og stendur í miklum blóma. Sæinileg spóla kostar um 125 krónur og á hana má koma efni af tveimur stórum hljómplötum. Þannig má eignast tvær plötur á 125 krónur í stað þess að borga um eitt- þúsund krónur fy rir þær í búð. Á þessu ári hafa tvær hljómplötu- verslanir i Reykjavík og ein á Akur- eyri hætt rekstri í beinu framhaldi af samdrættinum í sölunni. Auð auki hefur eitt fyrirtæki í Reykjavík lokaö hljómplötudeild sinni af sömu ástæðum. Margar verslanir bíða nú og vona að jólasalan muni bjarga þeim úr kröggunum og fleyta þeim yf ir þessa mestu erfiðleikatíma sem hljóm- .plötuverslun hefur upplifað hér á landi. Ennfremur vonast menn til að stjórnvöld muni sjá sóma sinn í þvi að fella niður hið iliræmda vörugjald á hljómplötum. Flestir aðiiar í hljómplötuverslun, sem DV talaöi við, voru sammála um að ríkið myndi alls ekki tapa á þvi, heldur þvert á móti myndi söluaúkningin vega til fulls upp á móti töpuðu vöru- gjaldioggottbetur. -SþS. Ökuleikni BFÖ— DV og Umferðarráðs: Urslitakeppni i vélhjólakeppni haldin um helgina — þáttur í umferðarviku Reykjavíkur Nú er komið að úrslitum ökuleikni ’83 á vélhjólum. Vélhjólakeppni í sum- ar var haldin á vegum ungmennadeild- ar Bindindisfélags ökumanna, Um- ferðarráðs og DV. Vélhjólakeppni var háð á 6 stööum víðs vegar um landiö og var svo upp- byggð að keppendur svöruðu fyrst nokkrum umferðarspumingum og því næst óku þeir sérstaka torfærubraut' meö ýmsum þrautum og var keppt á tíma. Þrír efstu keppendur frá hverjum stað ööluðust rétt til að halda áfram í úrslitakeppni sem haldin verður um helgina, þann 8. okt. Orslitakeppnin verður með nokkuð öðru snii en undankeppnin. Umferðar- verkefnin verða viðameiri og þyngri. Einn hluti keppninnar verður góð- akstur um götur Reykjavíkur og þar verður fylgst með aksturslagi kepp- enda. Að síöustu veröur keppt í akstri á þrautaplani með tímatöku. I þeim hluta keppa allir á sama hjólinu og er þaö í eigu Umferðarráðs en Samband íslenskra tryggingafélaga gaf Umferð- arráöi hjólið fyrir 3 árum. Keppnin næsta laugardag, sem er hluti af um- ferðarviku Reykjavíkur, verður erfið og hörð enda er mikið í húfi fyrir kepp- endur. Að sjálfsögðu eru bikar- verðlaun fyrir 3 efstu keppendur og er það Yamaha umboðið á Islandi, Bíla- borg hf., sem gefur verðlaunin. En þeir tveir keppendur er efstir verða hljóta hvorki meira né minna en fría ferð til Ungverjalands. Þessir tveir veröa full- trúar Islands í alþjóölegri vélhjóla- keppni sem haldin er á vegum alþjóöa- sambands umferðarráða. Umferðar- ráð mun alfarið sjá um kostnað við ferð íslensku keppendanna sem farin verður í maí nasstkomandi. I sumar kepptu tæplega 60 piltar í ökuleikninni og hafa 18 þeirra öðlast rétt til þátttöku í úrshtunum sem haldin verða við Laugamesskólann á morgun, laugardag 8. október, kl. 13.30. Afmæliskonsert a Akureyrí Tónlistarfélag Akureyrar varð 40 ára síðastliöið vor og verða haldnir af- mælistónleikar í Borgarbiói á morgun, iaugardag, kl. 14. A fyrri hluta tónleik- anna leikur Blásarakvintett Reykja- víkur, en hann skipa Bernard Wilkin- son, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhann- esson, David Ognibene og Hafliði Guð- mundsson. Um síðari hlutann sjá svo þeir Jónas Ingimundarson píanóleik- ari og Jóhann Pálsson, leikari og grasafræðingur. Frumflytja þeir verk- ið „Oður til steinsins”, eftir Atla Heimi Sveinsson, sem samiö er við myndir Ágústs Jónssonar og ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Jóhann les ljóðin og sýndar verða litskyggnur af steinamyndum Agústs. Tónlistarfélag Akureyrar var stofn- að 4. maí 1943 fyrir áhrif frá Tónlistar- félagi Reykjavíkur sem þá átti langt og blómlegt starf að baki. Aðalvið- fangsefni félagsins var að efla tónlist- arstarf í bænum og þó einkum að endurvekja lúðrasveit á Akureyri, koma á fót tónlistarskóla og fá tónlist- armenn, innlenda og erlenda, til hljóm- leikahalds. Árið 1945 var stofnaður tónlistarskóli og var Margrét Eiríksdóttir píanóleik- ari ráðin til þess að veita honum for- stöðu. I þeim skóla eru nú um 500 nem- endur. -JBH. Vélaverkstæði J. Hinríkssonar: Toghlerar til þriggja heimsálfa samdægurs Islenskt fyrirtæki sendi í lok síðast- liðins mánaöar toghlera út til þriggja heimsálfa á sama degi. Vélaverkstæð- iö J. Hinriksson hf. sendi þann 30. sept- ember toghlera til Alabama í Banda- ríkjunum, Grimsby í Englandi og til ýmissa fiskibæja í Ástralíu. Vélaverkstæðið framleiðir mikið af svokölluðum Poly-lS toghlerum og hefur útflutningur þeirra farið vax- andi. I frétt frá fyrirtækinu segir að toghleramir séu þekktir fyrir hve vel þeir haldi skverunarhæfileikum sínum þótt mikili fiskur sé i trolli. Ennfremur séu þeir léttir í togi og upphífingu og því orkusparandi. -KMU. VOLVO 244 DL '82 ekinn 15.000, beinsk. Verð kr. 370.000. VOLVO 345 DL '82 ekinn 11.000, sjálfsk. Verð kr. 285.000. VOLVO 245 GL'82 ekinn 26.000, sjálfsk. Verð kr. 480.000. VOLVO 244 GL '80 ekinn 46.000, beinsk. Verð kr. 310.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 13-17. VOIVOSALURINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 VOLVO 245 GL '80 ekinn 58.000, sjálfsk. Verð kr. 340.000. VOLVO 265 GL '78 ekinn 105.000, sjálfsk. Verð kr. 320.000. VOLVO 244 GL '79 ekinn 54.000, beinsk. Verð kr. 260.000. VOLVO 244 DL '78 ekinn 79.000, beinsk. Verð kr. 220.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.