Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Síða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd Umsjón: Ólafur B. Guðnason Stranss kveöur Honecker og heldur helm á leið með skilaboð til kanslaraas. Þýskaland: Kohi og Strauss hugaaö sameiningu þýsku ríkjanna Kohl spurði Andropov hvort hann v*ri ekkl ... en Andropov svaraði ekki. fylgjandl sameinlngu Þýskalands... Frans Josef Strauss, hinn hægri sinnaði forsætisráðherra Bæjara- lands og valdamaður í v-þýsku ríkis- stjóminni, sem öllum vinstrimönn- um í V-Þýskalandi er svo illa við, gerðist sendiboði í síðasta mánuöi og svo ólíklegt sem þaö er bar hann boð frá A-Þýskalandi til kanslara V- Þýskalands, Helmuts Kohl. Strauss færði A-Þjóðverjum lán upp á einn milljarð marka og í lok heimsóknar sinnar kvaddi hann Honecker, leiðtoga a-þýskra kommúnista og tók um leið viö bréfi til v-þýskra stjórn-. valda. Síðan hefur ekki veriö á þessi skjöl ’ minnst opinberlega. En samkvæmt heimildum í V-Þýskalandi er þar að finna lesefni upp á fjórar og hálfa. síöu sem gæti verið efni í kennslu- stund um samband þýsku ríkjanna tveggja eins og það er nú. Fyrri hluti bréfsins getur sjö atriða þar sem A-Þjóðverjar bjóðastf til frekari samvinnu við stjómvöld í Bonn. Þar er meðal annars boðið upp á áframhaldandi sölu á samvisku- föngum frá A-Þýskalandi til V- Þýskalands en nú nema þau viðskipti um 1000 föngum árlega. Þá er þar lofað að færri pakkar sem sendir em í pósti til A-Þýskalands týnist í meðförum yfirvalda. Og a-þýsk stjómvöld bjóöast til samstarfs við stjómvöld í Bonn um umhverfis- vemd, sérlega hreinsun vatnsfalla! og lofts. Viðkvæmt mál , Seinni hluti bréfsins er pólitískt j viðkvæmari. Það er afrit af bréfi: sem Honecker sendi lögregluyfir- völdum í A-Þýskalandi í framhaldi af því aö þrír hafa látist við landa- mæri ríkjanna tveggja í sumar, þar af tveir meðan þeir vom i vörslu a- þýsku lögreglunnar við landamæra- stöð. 1 bréfi Honeckers til lögreglu- yfirvalda em fyrirskipanir um að í framtíðinni skuli lögregluþjónar við landamærin sýna „kurteisi” og „varfæmi”. Þessar skipanir túlka undrandi embættismenn í Bonn sem viðurkenningu a-þýskra stjórnvalda á því að þau beri ábyrgð á dauða mannanna og séu af sökunarbeiðni. Það eru v-þýskir embættismenn sem hafa staöfest að þetta sé raunverulegt innihald bréfs Honeck- ers til Kohl. Bréf þetta er sérlega , upplýsandi fyrir þaö að af því má glögglega sjá hvemig A-Þjóðverjar hyggjast viðhalda og jafnvel auka samskipti sín við V-Þjóðverja á sama tíma og kalda stríðiö er að vakna að nýju og deilur um kjarn-1 orkuvopnabúnaö fara harðnandi. Það sem skiptir jafnvel meira máli er að bréfið sýnir, ásamt hinu stóra v-þýska láni, aö þýsku ríkin vilja mikið til þess vinna aö halda sam- bandi sín á milli þrátt fyrir versn- andi sambúð risaveldanna.' Aðstoðarmaður Kohls kanslara hefur viðurkennt að stjórnvöld í Bonn hafi tímasett tilkynninguna um lánveitingu til A-Þýskalands svo að hana beri upp á sama tíma og Kohl var í heimsókn í Moskvu. Hann sagði aö lánið væri hugsað sem einskonar merki um það að samstarf ríkjanna tveggja myndi halda áfram, hvaði sem geröist við samningaborðið í Genf. Þá myndi lánið gera Sovétríkj- unum erfiðara fyrir ef þau vildu hefta samskipti ríkjanna. Það er staðreynd að þrátt fyrir inn- rásina í Afghanistan, herlögin í Pól- landi, deilur um kjamorkuvopna- búnað og slæma sambúð risaveld-. anna almennt hafa samskipti þýsku: ríkjanna aukist bæði viðskiptaleg og pólitísk. A sama tíma og kóreska1 farþegaþotan var skotin niður yfir; Shakalin-eyju var Helmut Schmidt,, fyrrum kanslari V-Þýskalands, í heimsókn í A-Þýskalandi. Þýskir hagsmunir Hin nýja hægri stjóm í Bonn hefur í engum aðalatriðum breytt þeim samskiptum þýsku ríkjanna sem ríkisstjórn jafnaðarmanna kom á. Verslun milli ríkjanna hefur þrefald- ast á tíu síðustu árum og á fyrri helmingi þessa árs jókst innflutning- ur A-Þjóðverja á vörum frá V- Þýskalandi um 33%, miðaö við sama tima í fyrra. Nemendaskipti fara fram og einkaheimsóknum V-Þjóð- verja fjölgar sífellt til A-Þýskalands. Og þing ríkjanna tveggja íhuga nán- ara samstarf. Það sem athyglisverðast sýnist er kannski það að ríkisstjómir beggja ríkjanna tala meira um þýska hags- muni en minna sem talsmenn risa- veldanna. A-Þjóðverjar eru enn mun háðari Sovétmönnum en V-Þjóðverj- ar eru Bandaríkjamönnum. En stjómvöldum beggja ríkjanna virð- ist ljóst að þau eiga ekki aðeins sam- eiginlegt tungumál og menningar- arfleifð heldur einnig erfiða land- fræðilega stöðu í hugsanlegu einvígi' risaveldanna. Þessi samskipti þýsku ríkjanna gefa risaveldunum mörg tækifæri til ávinnings, en valda einnig hættum. Því háðari sem A-Þjóðverjar verða V-Þjóðverjum efnahagslega því meiri áhrif gætu Vesturveldin haft ái stjórnvöld í A-Berlín. Og aukin efna-. hagsleg samskipti gætu leitt til víð- tækari samskipta sem gætu grafið undan sambandi Sovétmanna viö öfl-, ugasta ríkið meðal austantjaldsríkj- anna. En sumir bandarískir embættismenn óttast þaö að eftir þvi sem V-Þjóðverjar teygja sig lengra til samstarfs við A-Þýskaland verði. þeir ótryggari bandamenn. Þeir hafa áhyggjur af því að V-Þjóðverjar sýni Sovétmönnum þegar of mikla tillits-, semi og benda á hógvær viðbrögð stjómvalda í Bonn þegar herlög voru sett í PóUandi. Hvað Sovétmenn varðar er ‘ ávinningurinn sá að A-Þjóðverjar bjargast efnahagslega. Lánafyrir- greiðslan sem A-Þjóðverjar fá er meiri en nokkurt annað A-Evrópu- ríki gæti gert sér vonir um í V-Þýska- landi. Að auki fá a-þýskar vörur sér- stök tollfríðindi í V-Þýskalandi sem færir A-Þjóðverjum talsveröar gjaMeyristekjur. Það sem skiptir Sovétmenn þó mestu máli er þaö aö A-Þjóðverjar hafa verið þeirra traustustu milli- göngumenn varðandi öflun tækni- þekkingar frá Vesturlöndum hvort sem það er gert meö njósnum eða slík þekking fengin á löglegan hátt. Sovétríkin og sameining Þó eru Sovétmenn ekki allskostar ánægðir með aukin samskipti þýsku ríkjanna. 1 fyrsta lagi gæti farið fyrir A-Þjóðverjum eins og fyrir Pól- verjum og erlendar skuldir vaxið þeim yfir höfuð. Að auki vita stjómarherrar í Moskvu að margir V-Þjóöverjar eru fylgjandi auknum samskiptum við A-Þýskaland vegna þess að með því mætti losa um bandalag þeirra við Sovétmenn. Og áhyggjur Sovétmanna hljóta aö hafa aukist þegar kanslari V-Þýskalands, Helmut Kohl, lýsti sig fylgjandi sam- einingu þýsku ríkjanna þegar hann var í opinberri heimsókn til Sovét- ríkjanna fyrir nokkm. Hann spurði leiðtoga Sovétmanna, Yuri Andropov, hvort hann væri ekki fylgjandi slíkri sameiningu. Andro- pofsvaraðiekki. Kunnugir menn segja að Kohl vilji ræða pólitískt skipulag Evrópu og að hann vilji vekja umræöu um samein- ingu Þýskalands án þess að skemma fyrir sambandi austurs og vesturs. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem sameining þýsku ríkjanna er til umræöu í v-þýskum stjórnmálum. Jafnvel heitustu stuðningsmenn sameiningar vita að slíkt er ekki mögulegt í næstu framtíö. Eins og einn v-þýskur embættismaður segir verður Þýskaland ekki sameinað fyrr en komist hefur veriö fyrir sundmngu Evrópu. Leiðtogar A-Þýskalands ræða á hinn bóginn sameiningu aldrei opin- berlega. Þeir vilja hafa sem mestan efnahagslegan ávinning af samstarfi með sem minnstum pólitískum til- slökunum. Bréf Honeckers til Kohls er listi yfir minniháttar samkomu- lagsatriði, ekki áætlun um byltingar- kenndar breytingar. En þessi litlu skref þjóna stefnumiðum V-Þjóð- verja sem era mun stærri. Frans Josef Strauss sagði í viðtali í tíma- ritinu Stem nýlega að „sameining þýsku ríkjanna verður ekki fyrir byltingu eða stríð, eins og á fyrri öld- um, heldur vegna þróunar”. Friðarhreyfing fyrir sameiningu Það er merkilegt að sameining þýsku ríkjanna er sameiginlegt stefnumið stjórnvalda og margra áhangenda v-þýsku friðar- hreyfingarinnar. Margir Þjóðverjar em mótfallnir uppsetningu meðal- drægra eldflauga í V-Þýskalandi þar, sem það gæti leitt til þess aö Sovét- menn settu svipuð vopn upp í A- Þýskalandi sem myndi undirstrika aðskilnað ríkjanna tveggja. Þeir segja að kjarnorkuvopnalaus og hemaöarbandalagalaus Evrópa sé forsenda fyrir sameinuðu Þýska- landi. Þannig er sterkur keimur þjóðemiskenndar í þýsku friðar- hreyfingunni sem gerir hana nokkuð sérstaka meðal friðarhreyfinga í Evrópu. Jafrivel nýjar eldflaugar munu ekki hindra efnahagsleg samskipti þýsku ríkjanna. A-Þjóðverjar snem sér til V-Þjóðverja vegna þess að þeir áttu lítið af erlendum gjaldeyri og urðu aö skera niður dýran inn- flutning. Lánafyrirgreiðsla og ýmis- legt annað gerir A-Þjóðverjum nú kleift að bæta sér upp skort á inn- flutningsvörum með því aö kaupa v- þýska vöm. Innflutningur á land- búnaðarafurðum frá V-Þýskalandi jókst um 70%. Innflutningur á stáli og jámi jókst um 257%. Á sama tíma jókst innflutningur frá A-Þýskalandi til V-Þýskalands aðeins um 2%. Þess vegna jókst viðskiptahalli A- Þjóðverja gagnvart V-Þýskalandi gífurlega á þessu ári. Hagfræðingar segja að lánin frá v-þýsku bönkunum geri A-Þjóðverjum kleift aö komast í gegn um þetta ár. En þeir verði að fá aftur lán á næsta árí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.