Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Síða 1
DAGBLAOIЗVÍSIR 250. TBL.—73. og9. ÁRG.— ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983.
DV-mynd: GVA.
Þriggja saknað eftir
sjóslys á Breiðafirði
Gunnar Jenssen, hinn 29 ára gamli skipstjóri é Haferninum, er hár kominn
út úr þyriu landhelgisgseskmnar, TF-RÁN, um miðfan dog í gær, á iaið á
sjúkrahúsið. DV-mynd: Magnús V. Jónsson.
—þremur bjargað af skerjum um borð
í Landhelgisgæsluþyrlu. Sjá nánari
fréttir og myndir ábls. 2,3og baksíðu
Þríggja skipverja er saknaö af
Stykkishólmsbátnum Hafeminum SH
122, sem sökk laust eftir klukkan tvö í
gær á Bráðafirði, við Bjameyjar. Sex
manna áhöfn var á bátnum og b jörguð-
ust hinir skipverjamir þrír um borð í
þyrlu landhelgisgæslunnar TF-RAN.
Þeir voru síðan fluttir á sjúkrahúsið í
Stykkishólmi.
Haföminn var á skelfiskveiðum.
Báturinn var á leið til lands er hann
skyndilega fór á hliðina i slæmri vest-
anátt. Brotsjór fylgdi í kjölfaríð og
reyndist ekki unnt að keyra bátinn upp
úr öldunni.
Skipverjamir þrír sem björguðust
komust allir á hlið stýrishússins. Þeim
tókst aö koma öðrum gúmbáti skipsins
út en misstu hann frá skipinu og þurftu
því að synda út í hann.
Gúmbátinn rak upp í Bjameyjamar.
Tveir þeirra komust á land á vestasta
skeri eyjanna, svokölluðu Lónsskeri.
Þar biðu þeir blautir og hraktir í um
tvær klukkustundir og gekk brimið yfir
þá. Sá þriðji komst á land i einni eyj-
anna, Lóninu, sem er i nokkur hundmð
metra fjarlægðfrá skerinu.
Þeir sem saknað er voru allir
frammi i lúkar skipsins þegar það fór á
hliðina. Þeir komust upp en enginn
náði að komast í gúmbátinn. Leit
að þeim i gær bar ekki árangur og
verður þeirra leitað áf ram i dag.
Þrír aðrir Stykkishólmsbátar voru
nálægt Hafeminum þegar hann sökk.
Einn þeirra, Þórsnesið, var aðeins um
mílu frá. Hann kom fyrstur á vett-
vang en ekkert var hægt að gera
vegna mikils brims við eyjamar.
Skipstjórinn á Þórsnesi tilkynnti
strax um slysið til hafnarvaröaríns í
Stykkishólmi, og baö um að þyrla yröi
send á vettvang.
Haförninn var 88 tonna stálskip,
smíöaö í Austur-Þýskalandi árið 1959.
Það var í eigu útgerðarfyrirtækisins
Rækjuness í StykkishólmL Leit aö
mönnunum þremúr hófst að nýju í
birtingu í morgun en hafði engan
árangur borið er DV fór í prentun.
-JGH.
Ragnar Gíslason fer hir 1 sjúkrabif-
reið, sem flutti þá skipsfóiaga á
sjúkrahúsið i Stykkishólmi.
DV-mynd: Magnús F. Jónsson.