Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Page 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NÖVEMBER1983.
„BÁTURINN TÓK MIKLA
VELTU OG NÁÐIEKKI
AÐ RÉnA SIG UPP”
— sagði Gunnar Jenssen, skipst jórínn á Haferni SH122
Guirnar Jenssen: „t kjölíarið kom brot og það gerði útslagið, ekki var h«gt að.
keyra bátinn upp.” DV-mynd GVA.
„Þetta gerðist ótrúlega snöggt.
Báturinn tók skyndilega mikla veltu
og mikinn sjó inn á sig. Fullir skelja-
kassar voru út við lunninguna og því
nóði báturinn ekki að rétta sig upp
aftur. I kjölfarið kom brot og það
gerði útslagiö, ekki var hægt að
keyra bátinn upp.”
Þetta sagði Gunnar Jenssen, skips-
stjórinn á Hafemi SH 122, í samtali
við DV á s júkrahúsinu í Stykkishólmi
um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.
Hann er 29 ára að aldri.
„Eg var í brúnni ásamt Reyni
þegar báturinn lagðist á hliðina,”
sagöi Gunnar. „Við komumst báöir
út og upp á hUö stýrishússins og
náðum að koma öðrum gúmbátnum
út Hinn var í kafi hinum megin.
Við misstum gúmbátinn frá okkur
og lentum í sjónum um leið og bátur-
inn hvarf í hafið. Okkur tókst ásamt
Pétri að synda aö gúmbátnum og
komast í hann.
Við skutum síðan upp blysum en
Þórsnesið, sem var skammt frá
okkur, gat ekkert að gert, við vorum
komnir svo nálægt landi.
Eg og Pétur komumst síöan á land
í Lónsskeri, en Ragnar hélt áfram
með gúmbátnum og komst á land á
Lóni, eyjuskammtfrá.”
Gunnar sagði að þeir hefðu verið
búnir aö fá 6 tonn af skel og hefðu
verið á leið í land þegar báturinn
sökk.
-JGH
Pétur Sigurðsson vélstjórl: „Þaut
upp gangtnn eins fljótt og ég komst.”
DV-mynd: GVA
„Var í
vélar-
rúminu að
kíkja á
olíuna”
— sagði Pétur
Sigurðsson vélstjóri
„Eg var niðri í vélarrúmi að fylgj-
ast með olíunni, þegar báturinn fór á
hliðina,” sagði Pétur Sigurðsson, 21
árs vélstjóri á Haferninum.
„Eg þaut strax upp ganginn eins
fljótt og ég komst, en það var þeim
megin sem báturinn var ekki í kafi.
Nokkúr sjór var þá kominn í brúna
en ég komst út og upp á brúarhliðina
til þeirra Ragnars og Gunnars. ”
„Okkur tókst síðan að synda út í
gúmbátinn, sem var farinn að reka
fró.ogkomastíhann.” -jgh
Skipverjarnlr þrír á Haferai SH122 í
sjúkrahúsinu i Stykkishólmi í gær-
kvöldi. Talið fró vinstri: Gunnar
Jenssen skipstjóri, Ragnar Gíslason
stýrimaður og Pétur Sigurðsson vél-
stjóri. DV-mynd: GVA
Flugst jóri TF-Ránar:
„Þyrian sannaði enn ágæti sitt”
„Þetta gekk eins vel og hægt var
að búast við og þyrlan sannaði enn
einu sinni ágæti sitt í erfiðum:
veðrum,” sagði Páll Halldórsson,
flugstjóri Landhelgisgæsluþyrl-
unnar TF-RAN, er hún kom til
Reykjavíkur í gærkvöldi að loknu
björgunarstarfinu.
„Það tók okkur um klukkustund að
komast á slysstaðinn en við þurftum
að fara út fyrir jökul. Við vorum
komnir í loftið um kl. 15.10,” sagði
Páll. Með Páli í þyrlunni var Benóný
Ásgrímsson flugmaöur og stýri-
mennimir Friðgeir Olgeirsson og
Krístján Þ. Jónsson.
„Þaö var búið að segja okkur að
þaö sæjust menn í eyjum og skerjum
Haförn SH122 frá Stykkishólmi. Báturinn var 88 lesta stálskip, smíð-
aður í Austur-Þýskalandi árið 1955. Skipið var í eigu Rækjuness hf. í
Stykkishólml og var gert út á skel. DV-mynd Gylfi Ægisson.
en það var allt mjög óljóst. Við höfð-
um samband við bát á leitarsvæöinu
og hann gat sagt okkur að tveir menn
væru á skeri, Lónsskeri, rétt vestan
við Bjameyjar. Okkur var jafnframt
sagt að það flæddi yfir skerið. Við
fundum mennina strax og notuðum
körfu til þess að bjarga þeim um
borð í þyrluna. Þeir voru það hressir
að þeir komust s jálf ir í körfuna.
Við höfðum rekið augun í gúmbát
uppi í fjöru og fórum beint þangað.
Það var ekki hægt að lenda alveg við
hann svo við lentum í móa rétt hjá.
Stýrimennimir fóru út og þar var
einn maður. Hann var einna þrekað-
astur en samt ekki svo að við töldum
allt í lagi aö fára beint í leit, enda
timinn dýrmætur. Við héldum leit-
inni áfram meðan eldsneyti dugði.
Þá var vamarliðsþyrla komin á staö-
inn. Það sást ekkert af bátnum
annað en brak sem var að komá
upp.”
S/JH
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komin úr björgunarfluginu. Frá vinstri era Friðgeir Olgeirsson stýrimaður,
Krístján Þ. Jónsson stýrimaður, Benóný Ásgrimsson flugmaður og Páll Halldórsson flugstjóri. DV-mynd S.