Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Side 4
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. 1 Ragnar heldur fyrirlestur sinn i Fólagsstofnun sl. fimmtudag: — Ekki einvörðungu áhugl i kynilfi fatiaöra heldur einnig og ekkisfður á kynlffi almennt. DV-mynd E.Ó. Guðmundur Einarsson: „Hverfermeð löggjafar- valdið?” „Eg vil vekja athygli á furöulegum vinnubrögöum í tengslum við umræöur um þingræði og stöðu þingsins gagn- vart ríkisstjóm og embættismönnum,” sagði Guðmundur Einarsson þingmað- ur Bandalags jafnaðarmanna er hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær. Þingmaöurinn gerði aö umtalsefni auglýsingu frá Veödeild Búnaðar- bankans þess efnis að ríkisstjómin áformaði að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lausaskuldum bænda í föst lán og skyldu ménn senda umsóknir til Veödeildar yrði frum- varpiðsamþykkt. „Telur landbúnaðarráðherra eðlilegt að auglýst sé eftir umsóknum um lán sem eiga að byggjast á frum- varpi sem ekki hefur verið samið, lagt fram eða rætt á hinu háa Alþingi?” sagði Guðmundur. Benti hann á að brýnt væri fyrir ungum þingmönnum aö virða reglur þingsins um klæðaburö og fleira og sagði: ,dín um leið óska ég þess jakkaklæddur og bindisskrýddur að ríkisstjóm og bankar umgangist Al- þingi meö þaö í huga aö samkvæmt hefð, sem er eldri en Kórónaföt, fer Al- þingi með löggjaf arvaldið. ’' H.Þ. Mörg hundruð manns hlýddu á kynlífsræðu — fullt út úr dyrum þegar Ragnar Gunnarsson flutti fynrlestur sinn um kynlíf f atlaðra Eins og áskrifendum DV og fleirum mun kunnugt birtist fyrir skömmu afar opinskátt viötal í blaö- inu við Ragnar Gunnarsson sálfræð- ing i tilefni af ráðstefnu og siðar fýrirlestri Ragnars í Félagsstofnun stúdenta um kynlíf fatlaöra. Sjálfur er Ragnar handalaus. „Eg hafði fengið til ráöstöfunar lít- ið fundarherbergi í Félagsstofnun- inni til fyrirlestrahaldsins en eftir aö viðtalið við mig hafði birst i DV var ljóst að áhugi fólks á efninu var meiri en svo að smáskonsa dygði,” sagði Ragnar eftir fyrirlesturinn. „Því varö úr að ég flutti mig niður í aðalsalinn og þar var svo fullt út úr dyrum að margir urðu að standa og telst mér til að á mig hafi hlýtt á þriðja hundraö manns.” Ekki nóg með þaö. Strax daginn eftir var Ragnar beöinn um að halda sams konar fyrirlestur í Kópavogi og reyndar komu óskir um slíkt víðs vegar að af landinu. „Siminn hjá mér stoppaði varla eftir að DV var komið á götuna og var þar í meiri- hluta fólk sem vildi þakka mér fyrir að hafa tæpt á jafnviökvæmu máli á þann hátt sem gert var.” Ragnar hefði getað ferðast um landiö þvert og endilangt með fyrirlestur sinn, slík var eftirspumin en skyldan kallaöi, störf erlendis biðu og hélt hann utan sl. sunnudag. „Eg þarf að fara að kenna á Fjóni í Danmörku og halda fyrirlestra um fólk á stofnunum sem flyst aftur út í almennt umhverfi,” sagði Ragnar, „svo bíða mín einnig ýmis ráðgjafar- störf.” Ragnar sagði augljóst, miðað við undirtektir, að það væri ekki ein- vörðungu áhugi manna á kynlifi fatl- aðra sem hér væri um að ræða heldur — segirRagiurGurm- arsson, sem er handalaus og hefur lokið sitfrmðinimi fri dönskum og ftöiskum hiskólum GOÐU KYNUFl” Heldurfyrirlestur um kynbf fatlaðra ÍFélagsstofnun stúdenta 6 . fimmtudag: — Síminn hjá Ragnari stoppaði varia eftir að DV var komið 6 götuna. einnig og ekki síður áhugi fólks á kynlífi almennt. Þau mál væru ber- sýnilega allt of lítið rædd. Vonaðist Ragnar til að geta skroppiö heim næsta sumar og tekið upp þráðinn að nýju. A meðan verða Islendingar að reyna að ráöa fram úr þessum mál- um sjálfir — hjálparlaust. -EIR. X í dag mælir Pagfari ____________I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Með kveðju frá Dagfara Ekld má láta deigan síga þótt Svarthöfðl hafi teklð sér frí frá því að stríða máttarstólpunum úr skúma- skoti sínu. Heiðarlegt og vandað blað má ekkl undlr nelnum kringum- stæðum leggja niður þá skemmtan að kveðast á við húmorlstana i þjóð- félaginu, sérstaklega ekki þá sem kveinka sér undan háðinu þegar allir geta hlegið nema þeir sjálfir. Blaðið má ekki gefast upp i skæruhernaði sinum gegn alvörunni. Hvað haldið þlð til að mynda að sjónvarpið hefði sýnt margar sænskar vandamálamyndir ef ekki hefði notið einlægrar aðdáunar Svarthöfða á velferðinni í Svíariki? Eða ímyndlð ykkur hvernig frétta- stofa útvarpslns væri, ef Svarthöfði hefði ekki þekkt sauðlna frá höfrunum á þeim bæ! Slgrar Svarthöfða hafa þó verið hvað mestir i málefnum land- búnaðarins, á svlði llsta og bók- mennta. Yflrleitt hefur honum teklst vel í þvi að hleypa þar öllu i bál og brand. Hann hefur skilgreint fyrlr okkur furðuverkin í Framsókn og straumana hjá íhaldlnu og klíkurnar hjá allaballanum. Svavar hefur verið í miklu uppáhaldl og yfirleitt hafa pólitisk atlot Svarthöfða verið þelm verst sem hann unnl mest. Stíllinn hefur verið listilegur og skepnuskapurinn dropið úr hverju pennastrikl. Engin ástæða er tll að draga úr meinfýsninni, en stilllnn verður að ráðast. Það vex því miður ekki blástör í hverjum firði. Dagfarl mun taka ástfóstrl við sömu húmoristana og Svarthöfði lagði lag sitt við. Landbúnaðarfor- kólfa, kommasprautur, ihaldið í Sjálfstæðisflokknum og afturhaldið i Framsókn, allt eftlr því hversu vel þeir liggja við höggl. Dagfari mun fylgjast með _ Ragnari Arnalds í New York, Stelngrimi á Blazernum og nýjum formanni í Sjálfstæðisflokknum þeg- ar hann klæðist nýjum sparifötum kelsarans. Dagfari mun minna á allar góðar dyggðir, lelkflmina á morgnana og bænirnar á kvöldln. Hann mun fylgjast með fylliríum og framhjáhöldum og kristilegum hugvekjum Morgunblaðsins, og þá sérstaklega þeim sem Styrmlr skrlf- ar um flokklnn sinn eftir Krlst. Dag- fari mun taka upp hanskann fyrir lítilmagnann , skulduga útgerðar- menn og vanmetna stjórnmála- menn. Menningin mun fá umfjöllun á mannamáli og er það til tllbreyting- ar fyrir almenning. Er beðist af- sökunar á því. Að öðru leyti verður almenningi ekki blandað i skrif Dag- fara, en fyrst og fremst teknar fyrir þær bjargvættir landslns, sem eru fyrir utan og ofan sauðsvartan al- múgann. Er þar helst að nefna stórhugana hjá Sölumiðstöðinni, Seðlabankan- um, Framleiðsluráði land- búnaðarins og svo að sjálfsögðu rit- stjórnarskrifstofur Alþýðublaðs og Tíma. Þessir aðilar þurfa alllr á blaðafulltrúa að halda, rétt elns og Sjálfstæðisflokkurinn sem ætlar að kjósa sér einn um næstu helgi að sögn málgagnsins. Dagfari mun hlaupa í skarðlð þegar á þarf að halda. Yfirleitt verður enginn tslands- maður óhultur um að vera á- varpaður vlð hátiðleg tækifærl. Verður heldur ekki betur séð en að öfugmæli tíðkist heist i afmælis- greinum og tækifærlsræðum. Dag- fari mun flytja sinar tækifærlsræður á prenti. Þelm mun verða haldið úti að mlnnsta kosti til næstu áramóta og lengur ef Dagfara tekst að losa sig undan þeirrl niu ára gömlu kvöð að skrifa bók sina um Sólon tslandus. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.