Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Side 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR L NOVEMBER1983. 9 Útlönd Útlönd Um 50 þorp eyðilögðust í jarð- skjálftanum — Dánartalan komin yfir 1200 en yfir 20 þúsund misstu heimili sfn Björgunarsveitir hafa fundiö 1.226 látna i rústum þorpanna sem stór- skemmdust í jaröskjálftanum á sunnu- daginn. Vitað er um nálægt 500 manns sem hlotið hafa meiösli. Björgunarstarfi er enn haldið áfram í þessum afskekktu fjallabyggðum í norðurhluta Tyrklands og kvíða mnn því að dánartalan eigi enn eftir að hækka. Aö sumum þorpunum sem hart hafa oröið úti verður ekki komist öðruvísi en fótgangandi. Stöðugar rigningar eða snjókoma tálma björgunar- og leitar- starf. Aurskriður hafa rofið vegasam- band sums staöar. Ofært er vegna snjóa annars staöar. Víða hafa fallnir leirkofarnir breyst í aur og leðju. Þaö er talið að yfir 20 þúsund manns hafi misst heimili sín í jarðskjálft- anum. Björgunarsveitir einbeita sér að þvi að koma þúsundum tjalda, ábreiöna, færanlegum bráðabirgða- skýlum með eldhúsi, ásamt matvælum til nauðstaddra. Beltabílar á vegum hersins hafa verið fengnir til þess að flytja hjálpar- gögn til þorpanna þar sem hitastig hefur veriö nærri frostmarki. — Þaö er taliö að um 50 þorp á 100 ferkilómetra svæði, austan og norðan við bæinn Erzurum, hafi eyöilagst í skjálftanum. I sumum þeirra eyðilögðust allt upp í 70% húsanna. Um helmingur búfén- aðar á þessum slóöum hefur drepist. Bretland: AIDS-tilfell- um fjölgar Tíu manns hafa látist í Bretlandi af völdum hins dularfulla sjúk- dóms AIDS og einnig hefur tilfell- um af sjúkdómnum fjölgað mjög ört nýlega, að því-er segir í opin- berri skýrslu um sjúkdóminn. I september sl. fundust átta ný til- felli og f jölgaði við það þekktum til- fellum upp í 24 á Bretlandi. AIDS eyðileggur sjúkdóms- varnarkerfi likamans. Sjúkdómur- inn fannst fyrst í Bandaríkjunum, þar sem tæplega þúsund sjúklingar hafa látist af völdum hans. Tengja hefur mátt flest tilfelli í Bretlandi viö Bandaríkin til þessa. Ekki er vitaö nákvæmlega hvemig sjúk- dómurinn berst manna á milli. Mugabe læt- ur handtaka Muzorewa Abel Muzorewa biskup, fyrrum for- sætisráðherra, hefur verið tekinn fast- ur, að sögn innanríkisráðherra Zimbabwe. Var ósagt látið af hvaöa ástæöum. Onefndur maður úr fjölskyldu Mozorewa, sem óttast um sig ef nafn hans verður birt, sagði fréttamanni Reuters að biskupinn hefði verið tek- inn á heimili sínu í noröurhverfi Borrowdale í Harare og færður á aöal- lögreglustöð borgarinnar. Ættmennum hafði ekki verið leyft að hafa samband viö biskupinn. Muzorewa bakaði sér reiði stjóm- valda í síðasta mánuði þegar haft var eftir honum á ferðalagi í Israel, að Zimbabwe ætti að koma á diplómatísk- um tengslum við gyðingaríkið til að njóta góðs af tækni- og landbúnaðar- snilli lsraela. — Robert Mugabe for- sætisráöherra sakaöi Muzorewa um að starfa með Israel aö því aö magna upp innanlandsófrið í Zimbabwe. Upplýsingamálaráðherrann sagði að Zimbabwe væri ógnað af þrenningunni Israel, S-Afríku og hvítum í Ródesíu. Á blaðamannafundi á laugardaginn bar Muzorewa gramur á móti því aö hann stæði í samsæri gegn stjóminni. Sakaði hann stjómvöld um pólitískar ofsóknir og kúgun sem hann sagði jafn- slæma og þegar hvítir hefðu ráöið í Zimbabwe (sem áður hét Ródesia). Muzorewa var eitt ár forsætis- ráöherra i Ródesiu, áður en landiö hlaut formlegt sjálfstæði 1980. Ian Smith, fyrrum forsætisráðherra hvítra, kom Muzorewa til embættis í von um að binda enda á skæruhemað blökku- manna i landinu með samningum. Nýir* eigendur méö góða þjónustu. Reynið viðskiptin1 ijSn^'W ALL/R BÍLAR TEKN/R /NN VIÐ EIGUM VETRARDEKK UNDIR BÍLINN ÞINN! Höfum mikið úrval af nýjum og sóluðum hjól- börðum undir flestar gerðir fólksbifreiða. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR. HJÓLBARÐA- VERKSTÆÐI SIGURJÓNS IHÁTÚNI 2A-SÍM115508 Opið frá ki. 8—21 — opið íhádeginu — um heigar — laugardaga kl. 9- 19 — sunnudaga kl. 10—12 og 1—19. Gerðu jólainnkaupin beint frá London Verslið hagkvæmt! >Zl rólegheitum heima getur þú valid jólagjafirnar úr nœr 10004 blaðsídna vörulista okkar. % Þar finnur þú allt sem hugurinn girnist og margt á frábœru . ^verði. ' jf °9 þú fœrð vörurnar örugglega fgrir jól, því afgreiðslufrestur 9 pantana er aðeins ca 3 vikur. ^jfHringdu og við sendum þér Grattan vörulistann samdœgurs r (kr. 120+ burðargjald). Pantanasímar: 36020 og 81347. Opið til kl. 10.00 á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.