Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Blaðsíða 10
.mt h:-ism3voíí . j HUöACiuiqiH<í .vu DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Einn í framboði og endur- kjörinn með 93% atkvæða heimspekingur og mannvinur, en þó enginn vinur aðskilnaöarstefnunnar í Suöur-Aíríku (kynþáttamisréttisins undir stjóm hins hvíta minnihluta). Kaunda fæddist 1924 i afskekktu héraði norður í landi. Fjöl- skylda hans tilheyrði kirkju skosks trúboða og kom frá Nyasalandi, ná- grannlandinu, sem nú heitir MaiawL — Hann stýrir í dag landi sem að flatarmáli er eins og hálf Vestur- Evrópa. Þessi hávaxni stæki bindindis- maöur (bæði á tóbak og vin) vill sjálfur láta líta á sig sem trúarlega sinnaðan mannvin, sem af kappi helgar sig einingu Afríkuríkja og vinnur að því að má út síðustu leifar ójöfnuðar nýlendutímans. Kaunda heyrir ekki neinum ákveðnum ættflokki til í Zambíu. Þaö er hlutleysi sem kemur honuin tii góða í leiðtogahlutverkinu. Þar með er hann laus við gagnrýni um þá ætt- bálkahlutdrægni sem oft hefur viljað loða viö marga aöra leiötoga í Afríku. Han hóf afskipti af stjómmálum 1949 með inngöngu í Afríska þjóöarráðið (ANC-flokkinn), sem hafði fyrst og síðast á stefnuskrá sinni að koma á meirihlutastjórn blökkumanna i landinu, sem þá var Noröur-Ródesía, nýlenda Breta. Hann yfirgaf flokkinn til þess að stofna eigin samtök 1958 en sat níu mánuði í fangelsi sem pólitískur æsingamaöur. Sú fangelsun aflaði honum pislarvættis í augum lands- manna hans, og hann varð leiötogi hins óháða sameinaða þjóöarflokks (UNIP), sem síðar varð eini lög- leyfði stjórnmálaflokkur Zambíu. Þegar landið öðlaðist sjálfstæði árið 1964 varð Kaunda forseti eins af betur efnaðri nýríkjum blökku- manna. Efnahagslegur uppgangur Zambíu hrundi þó í verðfallinu á kopar á alþjóðamörkuöum á miðjum áttunda áratugnum. Efnahagslifið hafði einnig beðið skaða af því þegar Kaunda ákvað 1973 að loka suður- landinu og varði þá gjörð með því að sh'kt væri nauösynlegt til þess að fyrirbyggja ættflokkaríg í landinu. Það stjómkerfi sem hann grund- vaSaði með því hefur þó að mestu þótt laust við lögregluríkisaðferðir, eins og hefur þó viljað brenna við í flokks- einræði. Þrátt fyrir andsósíalíska tilraun til valdaráns 1980, hefur lögreglan sig ekki mikið í frammi í pólitísku eftirliti. Kaunda er kvæntur og níu barna faðir. Jackson keppir að framboði fyrir demókrafa Blökkumannafrömuöurinn Jesse Jackson skýröi frá því á sunnudag- inn að hann mundi í þessari viku kunngera framboð sitt og keppa að því að hljóta útnefningu Demókrata-1 flokksins til forsetaframboðs. Kvað! hann tilganginn með framboði sínuj að, ,vera rödd minnihlutahópa”. Jackson lét þetta uppi í sjónvarps- viðtali á sunnudagskvöldi, en vikum saman hefur hann færst undan spurningum blaðamanna, þótt fast hafi verið gengið á hann um áætl- anir hans varöandi forsetafram- boö. I sjónvarpsviðtalinu sagði þessi fjörutíu og tveggja ára gamli baptistaklerkur að hann hefði ekki skipað Bandarikjaher að ráðast inn í Grenada ef hann hefði verið forseti. Væri hann forseti Bandaríkj- anna sagðist hann mundu kalla bandarísku friðargæslusveitirnar heim frá Líbanon, eins „fljótt og auðið væri, og ég meina þá mjög fljótt”. 1 upphafi sjónvarpsviðtalsins á sunnudagskvöld hafði spyrillinn, Mike Wallace aö na&ii, sagt: „Séra Jackson. Nú ætlar þú að tilkynna á fimmtudaginn að þú bjóðir þig fram til forseta Bandaríkjanna. .. ”- Blökkumaðurinn greip þá fram í: „Á fimmtudag. I Washington, höfuð- borginni.” I viðtalinu sagöi Jackson aö hann mundi ekki hika við aö velja konu sem varaforsetaefni með sér í fram- boðið ef hann hlyti útnefningu Demókrataflokksins., Jínginn vafi á því,” sagði Jackson. ,,Eg segi, ef frú Thatcher getur stjómaö Bretlandi og frú Gandhi getur stjómað Indlandi þá era konur til sem geta stjómað þessu landi. Vissulega getur kona verið í meðframboði 1984. Sannlega getur kona meira að seg ja verið fyrir framboði.” Fréttaskýrendur vestanhafs spá því allir að séra Jackson eigi engan möguleika á aö sigra. Síöustu skoðanakannanir setja hann í fjórða sæti á vinsældalista yfir þá átta demókratasem helstem orðaöir við forsetaframboð. Þar eru i farar- broddi Walter Mondale, fyrrum varaforseti, John Glenn öldunga- deildarþingmaöur og George McGovern, sem ósigur beið í kosningunum 1972. En menn velta vöngum yfir því hvaöa áhrif framboö Jacksons muni hafa á forkosningarnar, þar sem flokksbundið fólk gengur til atkvæða um hvem það vilji hafa í framboði til forsetakosninganna. Mönnum kem- ur í hug hvort framboö Jacksons kunni að örva kjósendur úr minnihlutahópum til þátttöku í kosningunum eða hvort hann fái kristnaö þá til aö ieggja atkvæði sín á lóö Demókrataflokksins. I sjónvarpsviðtalinu kannaðist Jackson við það að ýmsir af leiðtogum blökkiunanna hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndina um að hann byði sig fram. I svari við spurningum um hvort hann nyti í raun nokkurs fylgis meðal blökku- fólks, sagði Jackson: „Þú verður að skilja að enginn frambjóöandi getur vænst einróma stuðnings frá einhverjum tilteknum hópi fólks. Eg hef ekki kunngert framboð mitt fyrr Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, sem með miklum meirihluta atkvæöa var endurkjörinn í forsetaembættiö um helgina, hefur enst lengur en flestir sem komið hafa fram á stjóm- málasviðið í þessari róstusömu heimsálfu. Þessi nær sextugi trú- boðasonur er þvi meðal þeirra þjóöarleiðtoga Afríku sem lengst hafa ríkt. Urslit forsetakosninganna á fimmtudaginn var leiddu í ljós að undir einsflokkskerfinu, sem Kaunda innleiddi árið 1972, hafði hann hlotið 93% atkvæða til þess að sitja í forsetaembættinu fimmta kjörtímabilið í röð. Kaunda var eini frambjóðandinn. Frá þeim árum sem hann á reiðhjóli sínu ferðaðist þorp úr þorpi (á sjötta áratugnum) til þess að æsa landsmenn til pólitísks mótþróa og boða erindið um réttmæti meiri- hlutastjómar hefur hann átt vísan stuöning í öllum sjötíu og þrem ætt- flokkum landsins. Hann hefur orðiö meö tímanum eins konar einingar- tákn þjóðarinnar og nýtur enda tölu- verörar ástsældar. I daglegu tali kallar fólk hann gjaman „madala” (gamla manninn) eða einfaldlega skammstöfunina „KK”. Hann er í flestra augum stofnfaðir ríkisins, ■ landamærum Zambíu við Ródesíu, sem þá var undir stjóm hvítra manna. Viö þaö lokuðust mikiivægar útflutningsleiðir á gjaldeyrisaflandi afurðum Zambíumanna. Þrátt fyrir vinsældirKaunda.hefur stjórn hans þó ekki alveg sloppið við öll ámæli. Hún hefur aðallega verið gagnrýnd á innanlandsvettvangi fyrir slælegan rekstur ríkisfyrir- tækja, vöruskort, vaxandi atvinnu- leysi og hnignandi félagslega þjón- ustu. Stoltasta stund Kaunda — síðan Zambia hlaut sjálfstæði — var sam- veldisráðstefnan í Lusaka, höfuöborg Zambiu, þegar gert var uppkastið að samningunum sem leiddu borgarastríðið í Ródesiu til lykta og voru undanfari þess að Bret- ar veittu nágrannaríkinu formlega sjálfstæði. Eftir þannig sjö ára blóðugar erjur var Zimbabwe stofn- að. Allan ófriðartímann hafði Zambia skotið skjólshúsi yfir skæruliða Mugabes og Nkomo, sem höfðu þar bækistöðvar og þjálfunar- búðir fyrir stríðsrekstur sinn gegn stjóm hvítra í Ródesíu. Eftir nítján ár í embætti hefur ekki komið fram á sjónarsviðið neinn h'k- legur arftaki Kaunda í Zambíu. Hann gerði 1972 UNIP að eina lögleyfða stjórnmáiaflokknum í Umsjón: Guðmundur Pétursson Kenneth Kaunda, forsetiZambiu. Sára Jesso Jackson, fyrsti blökkumaðurinn sem býOur sig fram tii for- setaembœttis Bandaríkjanna. en núna vegna þess að ég vildi veita fólki umþóttunartíma til þess aö venjast hugmyndinni. Eg held aö kannanir sýni að framboö mitt falli í góðan jarðveg hjá þeim stóra hópi kjósenda, sem em á aldrinum átján til tuttugu og f jögurra ára. 25% alls blökkufólks sem hefur kosninga- rétt em einmitt á aidrinum átján til tuttugu og f jögurra ára. En það hafa ekki verið tíu prósent af þeim aldurs- flokki sem skilaö hafa atkvæðum sínumákjörstað.” „Það er augljóst að mitt framboð gæti örvað áhuga þeirra, svo að 50% skiluðu sér. Þaö er lykilatriði í okkar augum að af átján milljónum blökku- manna sem kosningarétt hafa eru aðeins tíu milljónir sem hafa látið setja sig á kjörskrá. Við stefnum aö því aö fá aö minnsta kosti þrjár milljónir þeirra til viðbótar á kjörskrá, og þar með mundi koma stórt strik í forkosningar demókrata,” sagði Jackson. Um Jackson er oft sagt aö hann sé mikill ræðugarpur, en andstæðingar hans halda því fram að inntakið í ræðum hans risti sjaldnast djúpt. „Þeir sem ganga í takt við ööruvísi trommur eru oft litnir homauga og ég sætti mig við það hlutskipti,” segir Jackson sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.