Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Síða 11
11 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. „Ágætt aö anda aö sér nýju lofti” — Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri SL, fer vestur um haf fyrir SÍS íbyrjun næsta árs Eysteinn Helgason, framkvæmda- stjóri Samvinnuferöa—Landsýnar, heldur vestur um haf í byrjun næsta árs. Ferðinni er heitið til aðalstöðva Iceiand Seafood Corporation í Harrisburg þar sem hann mun hafa að- seturíeittár. ,,Eg er búinn aö vera í 6 ár, fyrst hjá Samvinnuferðum og síðan Samvinnu- feröum—Landsýn, og mér þótti tími til kominn að breyta um umhverfi og víkka sjóndeildarhringinn. Hér hef ég náö flestum þeim markmiðum sem ég setti mér og þegar mér bauðst tækifæri til að fara vestur og vinna að markaðs- og kynningarmálum fyrir SIS tók ég því,” sagði Eysteinn í samtali við DV. Hann sagði að hjá Iceland Seafood gæfist sér kostur á að kynnast vel reknu fyrirtæki á bandariskan mæli- kvarða, auk þess sem hann myndi kanna markaðshorfur fyrir aðrar af- urðir Sambandsins. — Hvernig leggst þetta í þig? „Mjög vel. Eg er mjög bjartsýnn á að ég geti orðið að gagni og að þetta verði árangursríkt.” — Varstu kannski farinn að staðna? „Eg segi það ekki, en það er æskilegt að menn endumýi sig. Þaö er ágætt að anda aö sér nýju loftl” — Muntu sakna ferðabransans? „Ég held að þaö sé nokkuö ljóst, en það er sárabót að ég stefni að því að koma aftur eftir eitt ár og taka þráðinn uppaðnýju.” — En er samkeppnin sem þar ríkir ekki dálítið þreytandi? „Hún er mjög mikil, en skemmtileg, og hvati til frekari átaka og dáða.” Eysteinn er mikill áhugamaður um íþróttir. Hann var formaður hand- knattleiksdeildar Víkings um nokkurt skeið og nú leikur hann golf á sumrin en knattspymu á vetuma, á sunnudög- um. Enda heitir félag hans Sunday United. Helsti andstæöingur þess er Atthagafélagið og milli þeirra em miklar hildir háðar. En hvemig skyldi Sunday United ganga í þeirri viðureign? ,,Staðan er jöfn núna. Við unnum í fyrra og stefnum ótrauðir að sigri í vor. Eg vona bara að f jarvistir mínar verði frekar til að herða félaga mina en hitt,” sagði Eysteinn. Það kemur þá í hlut Gunnars Steins Pálssonar aö stappa stálinu i sunnu- dagsmennina. Eysteinn Helgason er kvæntur Kristinu Rútsdóttur og þau eiga þrjú „Það er Ijóst að óg mun sakna ferðabransans, en óg stefni að þviað koma aftureftirár,"segirEysteinn Heigason. DV-mynd GVA. Flugleiðir til Aþenu? Flugleiðir hafa fengið beiðni um að forstjóri Cargolux, hefur rætt við Flug- taka að sér flug milli Aþenu og New leiðir um þetta mál. Flugleiðir hafa Vork fyrir bandarískt flugfélag, Air ákveðiðaðkannatilboðiðnánar. National. Um er að ræða eitt flug í viku á DC—8 þotu og hugsanlega milli- Air National er í eigu írsku Guinnes- lendingu i Luxemburg. samsteypunnar. Félagið hefur flogið Einn af forráðamönnum bandariska milli New York og Aþenu um Briissel. flugfélagsins, Einar Olafsson, áður -KMU. Nýr bátur til Flateyrar Flateyringar fengu nýjan bát, Ásgeir Torfason IS 96, í sumar. Ásgeir Torfason er 240 lesta bátur og hét áður Dalaröst, keyptur af Glettingi í Þorlákshöfn. Fréttaritari DV á Flateyri ræddi við Gunnar Benediktsson, fram- kvæmdastjóra Snæfells, eiganda hins nýja báts. Hann sagöi aö báturinn hefði komiö til Flateyrar 5. ágúst sl. Hann hefði verið fyrsta mánuðinn á trolli en væri nú byr jaður á línu. Gunnar sagöi aö útgerð bátsins væri þung og staðan erfið eins og alls staðar. Hann sagðist þó vera hóflega bjartsýnn á það að dæmið gengi upp. -Reynir Flateyri. Gleymdu þér í nokkra daga íGlasgow. Frábær helgarfenð fyrir aðeins 8.202." krónur Borg í næsta nágrenni gerðar. í Glasgow eru fjölmargar verslunargötur, Þú átt kost á ódýrri og ánægjulegri skemmtiferð til Glasgow. Ef til vill þeirri bestu, sem þú hefur farið hingað til. margar hverjar þeirra eru göngugötur með fal- legum blómaskreytingum og nægum tækifærum til að tylla sér niður og njóta umhverfisins. Eftir tæplega 2ja klukkustunda flug lendir Flug- leiðaþotan á flugvellinum rétt fyrir utan Glasgow og þú ert kominn inn í eina af skemmtilegustu borgum Evrópu áður en þú veist af. Sjötíu skemmtigarðar í borginni við ána Það hefur átt sér stað gjörbylting í Glasgow. Borgin er hrein, lífleg og nýtískuleg. Um leið heldur hún hinu gamla og rótgróna yfirbragði með byggingarstíl Viktoríutímabilsins, stórkost- legum safnbyggingum, listasöfnum, bókasöfnum, fallegri dómkirkju í gotneskum stíl, köstulum og sveitasetrum í næsta nágrenni. Hvorki meira né minna en 70 lystigarðar setja lit á umhverfið, og ekki má gleyma göngubrautinni meðfram ánni Clyde, sem teygir sig 5 km frá miðborginni út í sveitina. Ef þú vilt tilbreytingu, þá er önnur stórkostleg borg í aðeins klukkustundar fjarlægð, ef ekið er eftir næstu hraðbraut, - Edinborg. Þar geturðu skoðað heimsfrægan kastala um leið og þú lítur við í verslunum Princes Street, verslun- argötu sem á sér fáa líka. Verslanaparadís Eins og þú getur ímyndað þér, vilja Skotarnir gera góð kaup - og þú auðvitað líka. Þess vegna eru verslanir Glasgowborgar sérstaklega vel úr garði Fáar borgir bjóða fjölbreyttara skemmtanalíf Skoska óperan, ríkishljómsveitin og ballettinn eru auðvitað í Glasgow. Skoski fótboltinn á líka sína aðdáendur. Skotar eiga Evrópumeistaraliðið 1983 og landsvöllur Skotlands er í Glasgow við Hamp- den Park. Fimm hörku fótboltalið með Celtic og Rangers í broddi fylkingar hafa aðstöðu í borginni. í Glasgow eru nýtísku kvikmyndahús, leikhús og söngleikjahús. Þar eru fjölleikahús og látbragðs- leikir, kabarettar, næturklúbbar, dansstaðir og diskótek. I Glasgow er úrval prýðilegra veitinga- staða með skoskum nautakjötsréttum, ítölskum, frönskum, indverskum og austurlenskum matseðl- um. Flugleiðir Það tekur tæplega tvær klukkustundir að fljúga frá Reykjavík til Glasgow með Flugleiðum, sem fljúga alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga (þriðjudaga og laugardaga frá og með 1. nóvem- ber) til Glasgow. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Ókeypis bæklingur á íslensku Hafðu samband við söluskrifstofu Flugieiða, um- boðsmann eða ferðaskrifstofu og fáðu ókeypis eintak af bæklingi breska ferðamálaráðsins um Glasgow og nágrenni bocgarinnar. Hann er stút- fullur af nytsamlegum upplýsingum og litríkum ljósmyndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.