Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Qupperneq 13
13
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. '
HUGRAKKUR DRENG-
UR í HOLLANDI
Albert Guömundsson getur veriö
mesti grinari. Hann á þaö tn aö segja
brandara svo alvarlegur, aö fólk
hrekkur upp af standinum. Svo fór
fyrir mörgum nú á dögunum, þegar
Albert sagöi að gamni sínu, aö vanda
útgeröarinnar ætti bara aö leysa með
einu pennastriki: Krossa yfir skuld-
irnar. Aðeins væri þar spurt um hug-
rekki. Þjóöin hrökk í kút og Halldór
Ásgrímsson varð klumsa.
Sólargeisli í
skammdeginu
Svona laufléttur húmor er eins og
sólargeisli í skammdeginu. Ekki
veitir af aö létta mönnum lund. Aörir
ráöherrar mættu taka Albert til eftir-
breytni. Grínast við okkur svona inn
á milli í alvörunni. Með græskulausu
gamni.
Fínn, franskur húmor er hins veg-
ar fjarlægur grófri, íslenskri fyndni.
Þess vegna misskilur Morgunblaöiö
iöulega gamanið og heldur vera há-
alvarlegt mál. Skrifar um húmorinn
flókna og læröa leiöara meö þungum
áherslum og miklum oröasvipt-
ingum.
Þá gefst kostur á aö hlæja aftur —
aö tvíhlæja. Þá birtir yfir tilverunni
og stjórnmálamenn öðlast meira
hugrekki.
Hugrakkur drengur
í Hollandi
Einu sinni var hugrakkur drengur
í Hollandi. Ekki er þess getiö, aö
hann hafi oröið stjórnmálamaöur og
ráöherra. Eitt sinn kom hann þar aö
sem stíflugarður var að bresta.
Hinum megin var gervallt úthafiö.
Hans megin var hiö flata Holland.
Farið var að vætla úr gati á garöin-
um. Hugrakki drengurinn tróð fingri
i gatið. Settist svo niður og beið.
Drjúg stund leið án þess aö nokkuö
kæmi. Stöðugt víkkaði gatiö uns
hugrakki drengurinn stóö með báða
hnefa kreppta í gatinu. Innan
skamms hefði hugrakki dengurinn
þurft aö troöa hausnum i gatiö. Eftir
það heföi hann ekki verið til frásagn-
ar.
Aður en svo færi bar þar að fólk.
Þaö sá hvaö leið hugrakka drengn-
um og gatinu og bað guö fyrir sér. Þá
þaö haföi jesúsað sig tók þaö hnefa
hugrakka drengsins úr gatinu og
setti annaö i staðinn. Ekki er þess
getið hvers konar töpp þaö var,
eður' tróö. Síöan hefur hugrakki
drengurinn veriö þjóöhetja í Hol-
landi. Reistar hafa veriö af honum
styttur. Frægö hans barst út hingaö
og sagöar voru af honum sögur; m.a.
í vesturbænum.
Hugrakkur drengur
hórna megin
Otgerðin á Islandi er nú orðin eins
og hið flata Holland. Hinum megin
viö garöinn er sjálft úthaf innlendra
og erlendra skulda. Hallæris-
reksturinn stendur lægst. Farið er aö
vætla úr gati í garðinum.
Kemur þá ekki aövifandi saklaust
blessað bam meö boltann sinn. Það
er hugrakkur drengur. Hvað gerir
hann? Treður hann puttanum í
gatiö? Boltanum? Höfðinu?
Nei, iagsmaöur Gróa. Hann dregur
upp penna úr pússi sinu og slær striki
yfir úthafiö. Þurrkar þaö bara
ganske pent alveg út. Þá hættir vita-
skuld strax aö vætla úr gatinu. Nema
hvaö?
Svona miklu hugrakkari eru
blessuö bömin hér en í Holiandi.
„Taktu hár úr hala
mínum..."
Sjálfir eigum við Islendingar
gamalt ævintýri um litla skessu og
stóra skessu, sem gengu fetinu
lengra: Ævintýrið um Búkollu.
„Taktu hár úr hala mínum og
leggðu þaö á jöröina”, sagöi Búkolla.
,,Eg legg svo á og mæli svo um, að
þaö verði aö svo stóra vatni, að
enginn komist yfir nema fuglinn
fljúgandi.”
Þegar stóra skessa og litla skessa
komu að vatninu sendi stóra skessa
litlu skessu eftir stóra nautinu hans
fööur síns, sem kom og svelgdi í sig
allt vatnið.
Verðbólgubálið
„Taktu hár úr hala minum og
leggðu það á jörðina”, sagöi þá
Búkolla. „Legg ég svo á og mæli um,
aö þaö veröi aö svo stóru báli aö
ekkert komist yfir nema fuglinn
fljúgandi.”
Þegar litla skessa og stóra skessa
komu að bálinu sendi stóra skessa
Kjallarinn
Sighvatur Björgvinsson
Utíu skessu eftir stóra nautinu hans
föður síns. Það kom og pissaöi yfir
báUð öllu vatninu, sem það haföi
drakkið, svo bálið slokknaði.
Mórall sögunnar
Hver er svo móraUinn í þessu al-
kunna ævintýri? Hann er auðvitað
sá, aö menn eiga ekki aö strika út út-
haf erlendra og innlendra skulda
meö einu pennastriki þegar menn
sitja uppi með veröbólgubál sem er
svo stórt, að enginn kemst yfir það
nema fugUnn fljúgandi. Þaö er iUa
farið með mikið úthaf að þurrka þaö
þannig út án þess aö hafa af því
nema hálft gagn. Þvert á móti eiga
menn aö senda eftir stóra nautinu til
þess aö súpa þaö upp og pissa því
síðan á verðbólgubálið svo þaö
slokkni. Ekkert vit í ööru.
Einhver takmörk
fyrir hugrekki
Hins vegar skyldu menn ákaft var-
ast aö halda áfram lengra eftir
sögunni og reyna aö troöa sér
meö hausinn á undan inn í urð og
grjót og standa þar svo fastir eins og
stóra skessa. Hugrekki manna
verður nú Uka aö eiga sér einhver
takmörk.
Sighvatur Björgvinsson,
fyrrv. alþingismaöur.
Spamaðargabbiö
Ein skemmtUegasta bábilja sjálf-
stæöismanna er aö ríkið sé of viða-
mikið á Islandi. FuUyrðingar um
þetta efni standast auðvitað engan
veginn sé borið saman við nágranna-
lönd okkar. En það broslega er að
talsmenn auömannaflokksins í dag
virðast ekki átta sig á aö enginn
hefur notað sér ríkisvaldið meira en
einmitt fyrirtækjaeigendur. Siðasta
vinstristjórn og t.d. vinstristjórnir 4.
áratugarins geröu sér far um aö
skUa haUaiausum ríkisreikningi.
Hægrimenn hér og á öðrum Noröur-
löndum hafa i seinni tiö verið iönir
viö aö auka skattbyrðar og ríkisút-
gjöld. Skuldir Reykjavíkurborgar
fara nú hríðvaxandi í höndum sjálf-
stæöismanna. Ætlun ríkisstjómar-
innar virðist vera að klóra yfir
eyöslusemi sína meö því að selja
fyrirtæki í almenningseigu og fá
þannig eitthvað í kassann.
Efnahagshugsjónir
Vinstrisinnaðar rikisstjórnir eiga
stundum marga vini, en þeir vinir
era ekki frekir tU f járins. Núverandi
r&isstjórn lætur mikið af hendi
rakna viö skjólstæðinga sína,
braskarana, og má gera ráð fyrir aö
þeir fái opinber fyrirtæki á sérstöku
fyrirgreiðsluverði þegar þar aö
kemur. I stjórnmáiaumræöunum á
Alþingi fyrir skömmu (18/10) reyndi
formaöur Sjálfstæöisflokksins aö
glöggva hlustendur á því á hverju
hagstefna ríkisstjórnarinnar bygg-
ist. Formaðurinn ætlaði að hrinda
þeirri ásökun aö stjómin hefðist ekki
annað aö en skera niður. Ot úr því
dæmi kom aðeins eitt: Viö höfum
skorið samneysluna niður um
nokkur prósent, sagði hann. Og bætti
við aö þetta muni „aö visu” leiða til
versnandi þjónustu við almenning.
Ekki verður meö skýrari hætti viður-
kennt aö stefna stjórnarinnar beinist
gegn hagsmunum þorra lands-
manna. Nú á að draga saman þjón-
ustu á sviði menntamála, heil-
brigðismála og f élagsmála.
Rikisstjómin hefur reist sjálfri sér
niöstöng með ábyrgðarlausri skerð-
ingu sinni á kjörum launafólks. En
hiö hörmulega er aö kjaraskeröingin
er ekki læknisráð heldur hugsjón.
Það virðist vera hugsjón hjá forystu-
mönnum stærsta stjómmálaflokks-
ins að skera niður samneyslu. Lang-
tímatilgangur kaupránsins er aö
minnka félagslega þjónustu. I þessu
felst að langlundargeö launamanna
veröur ekki notaö til aö skeröa kjörin
og bæta þau svo aftur eftir nokkra
mánuöi, heldur er þaö kjarni og til-
gangur aðgeröanna að minnka
félagslega þjónustu. Laun era
lækkuö til aö fullnægja þeirri hug-
s jón aö veita verri þ jónustu.
Kjósendur í landinu kusu ekki slíka
stefnu yfir sig í síðustu þing-
kosningum. Sjálfstæðismenn vildu
fyrir kosningar litt kannast við
frjálshyggjuþvættinginn, og núver-
andi forsætisráðherra var jafnvel
talinn einhvers konar vinstrimaður.
Eftir kosningar hefur svo komiö á
daginn að þeir stjórnmálamenn, sem
mestu ráöa í ríkisstjómarflokk-
unum, hafa ekki bolmagn til að láta
skynsemina halda hlut sínum í glím-
unni viö valdamikla hagsmunahópa,
sem stjórnast af gróöafýsn og
skammsýni. Hvers konar mannlífs-
hugsjón er þaö eiginlega aö þjarma
aö almenningsbókasöfnum og leik-
vallarekstri, eins og borgarstjóri
sjálfstæöismanna hefur gert?
Andfélagsleg hegðun og allsherjar
hugsunarleysi era aðalsmerki fyrir-
greiöslusinna, sem nú ráða ferðinni.
Börn hafa litinn félagsþroska. Þau
skilja lítt þarfir annarra og sam-
þykkja aðeins þær leikreglur sem
færa þeim sjálfum stundarávinning.
Sama lögmál gildir í hinni grátbros-
legu stjómmálastefnu, sem nú ríkir
á Islandi. Hún er frumstæö. Mér er
næst aö halda aö a.m.k. sumir leiö-
togar ríkisstjórnarinnar framfýlgi
„efnahagsstefnu” sinni í góðri trú.
Þannig held ég t.d. ekki aö ráð-
herrar, sem búa í glæsibyggingum
og láta skattborgarana gefa sér
lúxusbila, séu endilega illmenni þótt
þeir skeri niður framlög til verka-
mannabústaða og leigjendasam-
taka, og þótt þeir hóti aö siga lögregl-
unni á þá launamenn sem hyggjast
neyta verkfallsréttar síns. En samúö
og félagshyggju vantar gjörsamlega
í hugsun slíkra manna. Uppeldi
þeirra er misheppnaö. Hugsunar-
háttur lýðræðisins er þeim f ramandi.
Fyrirgreiðsla:
leiðin til ánauðar
I stjórnmálaumræðunum á Al-
þingi, sem fyrr var vísað til, kvað
formaður Sjálfstæðisflokksins það
firru eina að likja ástandinu á Islandi
viö ástandiö í Póllandi. Sagði hann
miklu meira ófrelsi ríkja þar eystra.
Þetta er alveg rétt hjá for-
manninum, t.d. að því leyti aö enn fá
stjómarandstæðingar hérlendis að
gefa út dagblöö. En ef finna ætti
heppilegri samlíkingu viö Island,
eins og það er að veröa í höndum for-
mannsins og annarra, mætti benda á
lönd Suður-Ameríku. Þar ríkir sami
einræðisandi og hér, og þar er al-
menningsþjónusta lítils virt eins og
hér. I þeim tilgangi, sem er lítt
skiljanlegur mannvinum, að minnka
menntun og heilbrigðisþjónustu í
landinu, efna ríkisstjómarmenn nú
til byggingar á flugstöö fyrir mörg
hundrað milljónir króna, handa
bandariskum ferðamönnum, sem
þangað eru fluttir m.a. fyrir tilstilli
islenskra niöurgreiöslna. I her-
foringjalöndum Ameríku hygla
spilltir ráöamenn jafnan vildar-
mönnum sínum meö aðferðum, sem
minna á Bæjarútgeröarmálið, Tívolí-
máliö, Blazermáliö, fræöslustjóra-
máliö og margt fleira, sem ríkis-
stjómarflokkamir hafa staðið að
hér.
Annar helsti efnahagshugsuöur
Árai Sigurjónsson
<' .....
sjálfstæðismanna, næst á eftir for-
manninum, er forystusauðurinn í
Reykjavíkurkjördæmi, en hann er
jafnframt fjármálaráðhera. Hann
hefur túlkað stefnu flokks sins ágæt-
lega: hún er fyrirgreiöslustefna. I
henni felst ekki fyrirgreiösla við
félagasamtök og stéttir manna,
heldur fyrirgreiðsla viö einstaklinga,
vildarmenn flokksins og aðra, sem
láta sig hafa þaö aö koma persónu-
lega á kontórinn til þessara manna
aö sníkja. Fyrirgreiðslustefna
merkir hér sama og stjómmálaspill-
ing, geöþóttastefna og valdníösla.
Þegar þjóöir þurfa sjúkrahús er ekki
nóg aö veita einum og einum sjúkl-
ingi „fyrirgreiðslu”. Ef þjóöir
vantar menntakerfi dugir ekki aö
splæsa á einn og einn námsferö til
háskólalanda. Ef ellilífeyririnn er
naumur hjá þjóöum, þá dugir ekki aö
rétta stöku öldungi hundraökall. Þeir
menn, sem standa í veginum fyrir
félagslegum umbótum og stunda
„fyrirgreiðslu”, hafa þaö yfirleitt
sammerkt aö vera vellauðugir
sjálfir.
Sparnaðurinn er gabb
Það er ekki mikil kúnst að segja
valdamönnum hvar má spara, ef
ríkið er aö sligast, eins og stundum
er talað um. Hættið við seðlabank-
ann, flugstööina, ráöherrabílana og
utanferðirnar, setjið 25000 króna
hámarkslaun í landinu, og sjá: þið
hafið nokkra milljaröa í afgang. Þá
þarf ekki að ræna ellilífeyrisþega,
börn, einstæða foreldra og sjúklinga.
Þá verður jafnvel hægt aö styöja viö
bakið á þessum hópum í staðinn.
Þeir verst settu hafa engan hag af
því aö felldur sé niður skattur af
feröamannagjaldeyri og bifreiðum,
né heldur að lækkað sé stimpilgjald
og víxilkostnaöur. Helmingur
þjóöarinnar veit líklega ekki einu
sinni hvaö stimpilgjald er. Það á
ekki aö lækka bifreiðaverð, heldur
hafa ókeypis í strætó. Það á ekki aö
lækka stimpilgjald heldur húsaleigu.
Það á ekki aö stöðva sjúkrahúsa-
byggingar heldur láta tann-
lækningar vera ókeypis. Og þaö á
ekki aö rakka sjúklinga fyrir matinn
á sjúkrahúsum, heldur á aö gefa
bömum aö borða í skólunum, og það
án þess aö rukka þau fyrir þaö.
Spamaður ríkisstjómarinnar er
aðeins gabb. Hún sparar ekki eyris-
virði af munaði handa sjálfri sér.
Þaö heitir ekki spamaöur þegar fé er
tekiö af alþýöu og sett i vasa auð-
manna, eins og nú gerist, — og þaö
síst úr því ríkisskuldirnar munu
aukast gífurlega á komandi ári ef
svo fer sem horfir. Það heitir eitt-
hvað allt annað.
Ef til vill minnkar verðbólgan og ef
til vill raknar eitthvaö úr atvinnu-
vegunum í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Kannski batna aflabrögð á næstunni.
En það breytir ekki hinu aö næstu
ríkisstjórnar bíður mikið endur-
reisnarstarf við að byggja aftur upp
ýmsa þjónustu handa almenningi,
sem hinir auöugu forystumenn
stjórnarflokkanna eru nú í óða önn
aðskeraniður.
Arni Slgurjónsson
bókmenntafræðingur.