Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Page 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. 15 Þaö er miklu líklegara, að þessi stórveldi muni semja um ágreinings- mál, t.d. þau er nú eru helst á döf- inni, svo sem hugmyndafræöileg og stjómmálaleg. Það er alveg ósannað, að maðurinn hafi, siðferðilega séð, „göfgast” á liönum öldum, Trúlega er hlutfallið milli „góðra” manna og „vondra” svipað og það var á dögum Karls mikla og Loövíks 14. — en sívaxandi eyðingarmáttur, sem vísindin leggja í hendur stjórnmálamanna og her- foringja skuldbindur þá til þess aö meta verk sín og afleiðingar með meiri gætni. Það er t.d. ekki langt síðan Frakk- land tók grófum yfirtroðslum möglunarlaust af ótta við, að annars kæmi til almennra hryðjuverka (sbr. innrás og yfirgang nasista í Frakk- landi í heimsstyrjöldinni síðari). Þess konar „varkárni”, og hún er ekki einkennandi fyrir Frakkland eitt, — heimilar okkur að ætla, að mannkyniö muni feta veg sinn til framtíðarinnar slysalítið. Vonir standa meira að segja til, að uppgjöf og ráðleysi þjóðanna, a.m.k. sumra, muni víkja fyrir gagnkvæmu En mannkynið á engu að síður langt lif fyrir höndum, og það er merki um f jarska litla forvitni, ef við spyrjum ekki, hversu maðurinn muni á sig kominn eftir þúsund eða hundrað þúsund ár í sambýli við breytt hugmyndakerfi og áframhald- andi tækniþróun. GeirR. Andersen • „Við höfum átt því láni að fagna að vera vestan megin þar sem Bandaríkin hafa verið í forsvari fyrir frelsi og uppbyggingu og tekist að halda óttalausum samskiptum milli Vestur-Evrópuríkjanna.” trausti, eftir því sem máttur og áhrifasvið vísindanna stækka. — Slíkt traust undanskilur þó engan veginn þann möguleika, að skipting og skipan heimsmála verði með öðru sniði en nú tíökast. Og ekki þarf annað til en starfsemi friðarhópa leiði til þess sigurs, sem þeir stefna að. Meö honum myndi strax leiða til nýrrar skiptingar í Evrópu. Er friðarheyfingum sjálfrátt? Hvað sem segja má um starfsemi friðarhópanna svokölluðu og hversu vel meinandi sem þeir eru, þegar frá er talinn stuðningur sá, sem þeir sannanlega hafa sótt til annars stór- veldisins, má merkja, að annaö og meira býr að baki. Það má á margan hátt likja friðar- hópum Evrópuríkjanna við eins kon- ar leiksopp örlaga þeirra sem ráöa munu f ramtíð þessa heimshluta. Setjum nú svo, að friðarhópar Evrópu fái því framgengt, að stór- veldið í vestri fjarlægi vamir þær að fuilu, sem það hefur komið fyrir í Vestur-Evrópu og dragi þaðan mannafla sinn til staösetningar annars staöar, þar sem það telur að hann þjóni betur til varöveislu þeim vestrænu ríkjum, sem enn vilja hafa samstöðu í hugmynda- og siðfræði. Þá er harla sennilegt, að Evrópa morgundagsins verði vesæll, fátæk- ur skagi, einangraöur frá vestrænni menningu. Hve langan aðdraganda slíkt hefur skal ósagt látið. Hitt má fullyrða, að fái friðarhópar áhuga- málum sínum um vamarleysi Vestur-Evrópu framgengt, mun hún aö fullu renna inn í stjómskipulag og yfirráð þess stórveldisins, sem bíður austanvert við bæjardymar, Sovét- rikjanna. Það er óneitanlega nokkur eftir- vænting að fylgjast með þróun mála í okkar heimshluta, ekki síst fyrir þá fullvissu, að hingaö til hefur núver- andi skipan heimsmála farið vel með okkur, sem búum í Vestur-Evrópu. Við höfum átt þvi láni aö fagna aö vera vestan megin, þar sem Banda- ríkin hafa verið í forsvari fyrir frelsi og uppbyggingu og tekist að halda óttalausum samskiptum milli V estur-E vrópurík janna. Þaö er kannski einmitt vegna þess, sem fólkið, sem myndar friðarhreyf- ingarnar getur leyft sér þann „munað” að fara í leiki, sem þaö kallar „friðargöngur” og ögra með þeim því staöviðri, sem varað hefur frá síðustu heimsstyrjöld. Það er því átakanlegt, þegar fólk, sem komið er yfir miðjan aldur og veit, hver forsendan er fyrir friði í þessum heimshluta, tekur undir sönginn um röskun á heimsskipan, sem breytt getur lífsháttum þess á einni nóttu. Geir R. Andersen. meðvituð um tilvist sína og við mennirnir, þá gefur það okkur samt engan rétt til að drepa þau bara af því að þau eru í samkeppni við okkur um lífsgæði. Hverjir geta verið ábyrgir fyrir því að murka niður svo undursamlegt afkvæmi lífríkisins eins og selurinn er, án þess að brjóta um leið niður alla lotningu og ást sína á lífinu? Slikir menn hljóta að missa alla tilfinningu fyrir hinu göf- uga og andlega. Þeir verða trénaðir efnishyggjumenn. Með viðhorfi sínu bara hundblauðir þjónar peninga- hyggjumanna, sem keyra okkur lengra og lengra út í firringu og þræl- dóm í krafti ótta við veröbólgu, ótta við atvinnuleysi og ótta um að standa sig ekki í lífsgæðakapphlaupinu. Og nú er alið á óttanum um minnkandi velferð ef selurinn er ekki drepinn. En hvað er velferð? Eru það bara peningar og það sem hægt er að kaupa fyrir þá ? öldum saman hafa menn reynt að sem lífsanda dregur, sköpunar- gleði, lífskraftur, innri friður, þjónustusemi og visdómur verður ekki keypt f yrir peninga. Slíkir eigin- leikar fást einungis með réttri inn- stillingu og athöfnum og réttum viðhorfum gagnvart sjálfum sér, öörum mönnum, lífríkinu og öllum alheimi. Með grimmd okkar og tillitsleysi gagnvart öðrum lífverum erum við að brjóta niður samstillingu okkar, við móður náttúru, lífheim og al- Við selshræ. og hegöun eyðileggja þeir alla sam- stiliingu sína við tilveruna, — líf- fræðilega, huglega og andlega. Séu þeir valdsmenn í þjóðfélaginu, munu fasísk viðhorf þeirra gagnvart lífrík- inu einnig valda bölvun í mannlegu samfélagi. Firra verður slíka sálar- sjúklinga öllum völdum í þjóðfélag- inu, viljum við byggja upp mann- eskjulegt þjóðfélag, en ekki vera kaupa sér hamingju en ávallt mis- tekist. Það er í besta falli hægt að kaupa vitsmunalegan þekkingar- forða til að nema og sitthvað annað sem þarf til að f ullnægja grundvallar lífsþörfum, svo sem fæði, klæði, hús- næði og heilbrigðisþjónustu. Við get- um kallað ofangreind atriði tilvistar- grundvöll. En samúð, ást, lotning fyrir öllu heim. Hvað er þessi samstilling? Hún er ást, — sterkasta „bindie&iið” í veröldinni. Afl sem ekki er minnst á í, .Hagtölum mánaðarins”. Hafin er undirskriftasöfnun gegn, seladrápinu, Heiti ég á allt réttsýnt fólk að taka höndum saman og: stöðva þennan ósóma. Guttormur Sigurðsson sölumaður , Verslunar- eða atvinnuhúsnæði til leigu viö Laufásveginn. Upplýsingar í símum 18160 eða 12902. Snyrtivörur fyrir þá sem eiga aðeins það besta skilið. Lista-Kiljan sf., sími 16310. RAFHITARAR NEYSLUVA TNSHITA RA R Sjálfvirkir, nákvæmir, vel einangraöir. Hagkvæm og heppileg lausn við rafhitun húsnæöis.Vatniö hitaö upp í geymi og því síöan hleypt út í ofnana. Ýmsar stæröir fáanlegar. Fljótvirkir, sparneytnir — og þú velur hitastigiðsjálfur. Fást í mismunandi stæröum. KYNNTU ÞÉR VERD OG GÆDI. RAFHA —VÖRURSEM ÓHÆTTERAD TREYSTA. Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Símar: 84445,86035. Hafnarfjörður, simar. 50022,50023,50322. I og myndarlega JÓLAGJAFAHANDBÓK kemur út um mánaðamót nóv/des. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í JÓLAGJAFAHAND- BÓKINNI SIMINIM ER vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Síðumúla 33, Reykjavík, 82260 eða í síma 82260 milli kl. 9 og 17.30 HAFIÐ SAMBAND STRAX SEM ALLRA FYRST.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.