Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Side 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983.
Spurningin
Hvers vœntir þú af
norrænu umferðaröryggis-
ári?
Gunnar Jónsson framkvemdastjóri:
Eg hef ekkert hugleitt það, en ég er
klór á að það þarf eitthvað að gera í
umferðinni. Það þarf að byrja á því að
gera fólki grein fyrir að vinstri
akreinin er ætluð tii framúraksturs.
Arl Pétursson gröfumaður: Sáralitils.
Islendingar eru svo kærulausir að þeir
hafa ekki tima til aö aðlagast umferö-
inni. Við flýtum okkur of mikið.
Þorsteinn Pálsson, starfsmaður Hag-
kaups: Alls hins besta. Að umferöin
batni og verði sambærileg við það sem
gerist t.d. í Englandi.
Hrönn Asgeirsdóttir, starfsstúlka
Heilsuhællsins í Hveragerði: Aö allt
gangi vel og óhöppin verði færri.
Arnþór Slgurðsson brunavörður: Eg
vona aö fólk læri t.d. aö meta bilbeltin
beturenhingaðtiL
ölafur Axelsson húsasmiður: Eg vænti
þess aö umferöin skáni og að þessu
veröi haldið áfram.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hvar er nú óhlutdrægni DV?
Gylfl Gislason skrifar:
„DV frjálst, óháð dagblað” má sjá
skrifað daglega í haus DV.
Eg legg til að þessi brandari verði
hvíldur svolítið og brandarar um
Mumma meinhorn komið þar fyrir í
staðinn. Astæðan fyrir þessari uppá-
stungu minni er sú að eftir að Dag-
blaðið og Vísir gengu í eina sæng
virðist DV hafa fengið útlit Dag-
blaðsins en pólitískt yfirbragð Vísis.
Nýjasta dæmið um þetta er
umfjöilun blaðsins um BOR-málið.
Þegar útgerðarráð mælti með ráðn-
ingu Brynjólfs Bjamasonar í stöðu
forstjóra var sagt frá því á eftirfar-
andi hátt í DV: „Hlaut hann fjögur
atkvæði en þrír sátu hjá. Enginn var
á móti svo ekki virðist djúpstæöur
ágreiningur um hann í þessa stöðu.”
Blaðiö hefur ekki fyrir því að segja
frá hvers vegna þrír sátu hjá.
Ástæðanvarsú þeir vildu ekki taka
þátt í skrípakosningu sem sett var á
svið til að koma dyggum sjálfstæðis-
manni í forstjórastól, eins og fram
kemur í bókun þeirra. Þetta ieyfir
DV sér að kalla „ekki djúpstæður
ágreiningur”. Eg læt lesendum það
eftir að dæma hvort hér sé um hlut-
lausan fréttaflutning að ræða.
Þess má reyndar geta að allt frá
stofnun BOR hefur enginn fram-
kvæmdastjóri sem ráöinn hefur
veriö til fyrirtækisins fengið jafn-
mörg mótatkvæði í borgarráði og
borgarstjóm og umræddur Brynjólf-
ur.
Þá skrifar hinn pólitíski ritstjóri
DV nú nýlega leiöara þar sem hann
reynir að réttlæta hinar pólitísku
uppsagnir.
Þó slær nú öil met hvernig lesenda-
bréf um þetta mál eru sett upp. IDV
25. okt. sl. em tvö lesendabréf um
BOR-máliö. I öðm er valdníösla sú
sem fram hefur komið í þessu máli
lofsömuð en í hinu eru þessi óheiðar-
legu vinnubrögð fordæmd. Fyrr-
nefnda bréfinu er slegiö upp með
stríðsletri efst í lesendadálknum
með stórri mynd. Hið síðarnefnda
fær mjög lítið fyrirsagnarletur, er
samþjappað og komiö þannig fyrir
aðlítiðbará.
Af þessu má s já að DV er ekki óháð
blað í dag. Eg skora hins vegar á
hinn óháðari ritstjóra DV að reyna
aö snúa þessari öfugþróun við svo
blaðið rísi undir nafni.
Hundar lesa hugsanir manna
Hundar lesa hugsanir mannanna an þaim virðist iika fíeira tíi lista iagt.
4959-8577 hringdi:
Borgarfulltrúar sögðu álit sitt á
hundahaldi. Þeim láðist aö geta þess
að hundurinn er fyrsta húsdýr manns-
ins að því er talið er og hefur fylgt
mannkyninu frá upphafi vega sem
dyggur þjónn og vinur. Mörgum hefur
hann bjargaö frá bráðum bana og til
em margar sögur um merkilega
hunda.
Það umhverfi sem maðurinn skapar
sér í borg hentar ekki hundi, sem hefur
stigið öil þróunarstig mannsins og
hefur varðveitt eðli sitt að hluta. Því
ætti þaö að henta manninum frekar en
hundi? Reyndar þjást hundar í borg-
um af sömu sjúkdómum og borgar-
búar, streitu, offitu, taugaveiklun og
fleiri algengum sjúkdómum, sem vart
finnast í frjálsri náttúru. Omhverfi
sem nútímamenn skapa sér er mann-
inum framandi og fjandsamlegt og
sjúkdómaskapandi. Þaö hefur
eingöngu veriö gengið á aðlögunar-
hæfni hans. Margir aölagast ekki
stressþjóðfélagi nútimans enda
kannski engin ástæöa til aö taka upp
heimsku fjöldans. Menn skapa sér
allrahanda draumkennt ástand meö
ótal vímuefnum. Kannski leita þeir
horfins umhverfis og tengsla við
lífrflrið.
Mikill indíánahöfðingi sagði eitt
sinn: Maöurinn sló ekki vef h'fsins og
það sem þú gerir vef lífsins, þaö gerir
þú þér.
Menn skyldu varast að útrýma
tegundum í lífríkinu. Það gæti svipt
menn skilningarvitum sínum. Sumir
spá því að mannkyniö kafni í eigin skít
og barna framtíðarinnar biði stórir
ruslahaugar, menguö höf og auðlinda-
snauður heimur. Vonandi verður þá til
hundur til að taka síöustu skrefin með
manninum yfir ruslahauginn. Fyrstu
og síðustu skrefin stigin með traustum
vini.
Sumir hundar hafa margfalt meiri
„karakter” og tígulleika en menn og
það bætir flesta að vera í návist
þeirra. Þeir eru næmir fyrir umhverfi
sinu og lesa jafnvel hugsanir manna.
Það er kannski vegna þess sem mönn-
um er illa viö hunda. Þá menn sem
börn og hundar hænast að er þér óhætt
aö öfunda og treysta.
I minningu um Poilý gellu.
Ártúnsholtiö:
HVERT FARA
BÖRNIN í SKÓLA?
1213-2697 hringdi og langaði til að hefðu enn ekki verið teknar, en þær
vita hvernig ætti að leysa vanda mundu byggjast á forkönnun um
þeirra bama sem á næstunni flyttust væntanlegan fjölda bama og aldurs-
í Artúnsholtið þar sem enginn skóli skiptingu þeirra í hverfinu. Hins
væri. vegaryrðivelséðfyrirþeimbömum
sem flytja í hverfið á næstunni.
Svar: Fræðsluráðið hvetur einnig alla
A Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur væntanlega íbúa að gera því viövart
var okkur tjáð að lokaákvaröanir umbömáskólaaldri.
SJÓMANNSKONUR, LÁT-
UM TIL SKARAR SKRIÐA
Sigrún Haraldsdóttir hringdi:
Eg vil taka undir grein frá
sjómannskonu í DV 27. október.
Eg er sjómannskona og hef oft
orðið að standa frammi fyrir miklum
erfiöleikum en aldrei eins og núna.
Það vantar ekki útreikninga á tekj-
um sjómanna þegar vel gengur. Þá
eru dregnar fram hæstu töiur og þær
básúnaðar í öllum blöðum en þagað
þunnu hl jóði ef illa gengur.
Ekki fyrir löngu var viðtal við
sjávarútvegsráðherra í sjónvarpinu.
Hann var búinn að skoða nær flest
frystihús landsins og ræða við starfs-
fólk þar en hann hefur ekki rætt við
einn einasta háseta, hvaö þá meira.
Eins þegar sjómenn fóm í verkfall
var ekki rætt við þá og skoöanir
þeirra fengnar. Nei, en það var
básúnað hversu illa þeir færu með
útgerðina og starfsfólk í landi. Á
þessu verður að verða breyting.
Sjómenn eru ekki í sömu aðstöðu
og aðrir til að ræða þessi mál sin á
milli og láta til sin heyra. Það eru að
sönnu talstöðvar um borö í skipunum
en þeir hafa ekki leyfi til að nota þær
þegar þeim þóknast, aö skipstjóra og
stýrimanni undanskildum. Það eru
einnig haldnir fundir í landi. Yfirleitt
em þeir mjög fámennir, einfaldlega
vegna þess að allir eru úti á sjó. Þess
vegna veröum við, sjómannskonur,
að láta til skarar skríða. Við þurfum
jú að vera faðir og móðir heima við
og hvers vegna ekki út á við lfka? Við
verðum að rísa upp og vera meiri og
betri fulltrúar fyrir okkar menn en
viöhöfumverið.
Að lokum. Það em erfiðir tímar
núna. Þó held ég að tekjumissirinn
sé hvergi eins mikill og hjá sjómönn-
um. Eg vil því skora á þá sem fara
með þessi mál aö taka tillit til þess.
Eg er ekki að tala um að fá styrki,
þ.e. peninga tekna úr vösum almenn-
ings, heldur aðeins svolítinn skilning
áþessuvandamáli.