Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Síða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NÖVEMBER1983.
17
„Afnám samningsróttarins með lagaboði er grófasta einræði sem þekkist, þrátt fyrir allt hjaiið um
iýðræði,"segir Ásmundur U. Guðmundsson um aðgerðir rikisstjórnarinnar.
Þumalskrúfuað ferð
ríkisstjómarinnar
Ásmundur U. Guðmundsson á Akra-
nesi skrlfar:
Oft hefur maður orðið undrandi um
dagana en sjaldan eins og er ég horfði
og hlýddi á sjónvarpsfréttirnar mánu-
daginn 10.10. 1983, þegar sagt var frá
þögulli mótmælastöðu launþega viö
Alþingishúsið og afhendingu undir-
skriftalista, sem launþegasamtökin í
landinu stóðu að. Þvi var hnýtt aftan
við fréttina aö komið heföi fram annar
undirskriftalisti, af öörum toga, með á
annað hundraö nöfnum frá ibúum á
Húsavík. Sá listi innihélt lofgjörö um
núverandi ríkisstjórn og afskipti
hennar, með lagaboði, af samnings-
rétti launþega hvar í félagi sem þeir
standa.
Það er óhrekjanleg staðreynd að
meö lögboðnu afnámi samningsréttar
var framiö gróft mannréttindabrot,
sem við Islendingar getum tæpast
verið þekktir fyrir aö framkvæma á
sama tíma og viö fordæmum aðrar
þjóöir harkalega fyrir alls konar brot á
mannréttindasáttmála Sameinuöu
þjóðanna, sem við erum stofnendur að.
Við höfum látið mikiö aö okkur kveða á
þeim vettvangi, þó að nú sé gengiö
þvert á allar fyrri yfirlýsingar. Eg
ætla aðeins aö tilfæra eitt' dæmi af
mörgum, sem er Solidarnosc. Það ætti
að vera nóg til að vekja alla til
umhugsunar um þá vá er steðjar að
launþegum almennt.
Síðasta ríkisstjóm var ekki hliðholl
verkafólki, öðru nær. Hún fram-
kvæmdi kjaraskerðingar, sem látnar
voru óátaldar að miklum hluta. Þó
gekk hún ekki eins langt og núverandi
ríkisstjóm í óskammfeilni í garð
þeirra er taka laun eftir töxtum verka-
lýðsfélaganna. Ég hélt þó að sérhver
launþegi vildi hafa ákvörðunarréttinn
um launakjör sín og samningsrétt í
eigin höndum en ekki láta alla þræöi í
hendur ríkisvaldinu og láta það
ákvaröa launagreiðslur hverju sinni.
Með þvi fyrirkomulagi mundum við slá
við þeirri stofnun, sem ekki hefur
verið lofsungin á Vesturlöndum fram á
þennan dag, og alls ekki á Islandi,
nema þá af þröngum hópi manna, en
það er hin rússneska K. G. B. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef
aflað mér um þá stofnun hlyti íslenska
ríkisstjórnin, sem nú situr, veglegt
heiðursmerki fyrir það framtak aö
ráðast á persónufrelsi hvers og eins í
formi afnáms samningsréttar með
lagaboði, sem er grófasta einræði sem
þekkist, þrátt fyrir allt hjalið um
lýðræði.
I ljósi þeirra staðreynda sem fyrir
liggja furðar mig stórlega á að fólk fari
að verja einræðisgjörðir núverandi
ríkisstjórnar, eins og raun ber vitni um
lofgjörðarplaggið að norðan. Það á sér
enga hliöstæðu að fordæma þá sem
reyna aö endurheimta þann rétt sem
af var tekinn snemma á þessu ári, þó
að lögin beri nafnið „bráðabirgðalög”.
Það er engin framtíðarlausn í því að
hjala allt með tungum tveim og fram-
kvæma svo þvert ofan í það sem áöur
var haldiö fram. Hér á ég einfaldlega
við það að láta efri þrep launastigans
halda sér óbreytt, sem sagt engin
kjaraskerðing. Getur nú hver og einn
íhugað hvaöa hópar standa svo vel að
vígi að kjaraskerðing nær ekki til
þeirra aö neinu leyti. Verðlagi var
einnig sleppt lausu og talið allra meina
bót, ásamt því að herða kverkatökin á
þeim sem lægstu launin hafa, og þar
með að reyna að læsa svo á þeim
kjaftinum að öruggt megi teljast að
engin andstaða verði hvemig sem
ríkisvaldið hagar sér.
Það þarf enginn vafi að leika á því að
ríkisvaldið á hvergi að koma nærri
samningagerð launþega hvorki á
meðan á samningum stendur né á
eftir. Það ætti að vera frumkrafa
verkalýðshreyfingarinnar að sneiða af
öll afskipti ríkisvaldsins í næstu
samningagerð, sem vonandi verður
ekki svo langt að bíða eftir.
Hallbjörn olli vonbrigðum
Hrafnhildur Sigurðardóttir í Borgar-
nesi hriugdi:
Eg brá mér á ball á laugardaginn
með hljómsveitinni Radius og Hall-
birni Hjartarsyni. Aðgangseyririnn
var 350 krónur og þegar ég spurði
hvenær Hallbjörn kæmi fram var
mér sagt að þaö yrði um klukkan
hálfeitt.
Þegar Hallbjörn kom fram voru
lögin spiluð af segulbandi og hann
raulaði undir.
Eg varð mjög óánægð og þess
vegna langar mig til aö spyrja Hall-
bjöm hvers vegna hann hafi ekki
sungiö við undirleik hljómsveitar-
innar: Eg get alveg eins leikið
plötuna heima hjá mér.
Eg var aðdáandi Hallbjöms en ég
varð fyrir miklum vonbrigðum með
hann.
Hallbjöm kántrísöngvari i mikilli sveifiu.
sínurn i Borgarnesi vonbrigðum.
Samt olli hann aðdáanda
IMauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Ásbúð 41, Garðakaupstað, þingl. eign
Kristjáns Rafnssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 4.
nóvember 1983 kl. 17.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Engihjalla 19 — hluta —, þingl. eign Einars Þ. Einarssonar,
fer fram að kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn
3. nóvember 1983 kl. 11.35.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Engihjalla 1 — hluta —, þingl. eign Jóns Þórmundssonar, fer
fram að kröfu bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3.
nóvember 1983 kl. 10.55.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Auðbrekku 23, þingl. eign Óla H. Þorbergssonar, fer fram að
kröfu bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3.
nóvember 1983 kl. 10.25.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
UMBOÐSMAIMN
VANTAR í NESKAUPSTAÐ
Upplýsingar hjá umboðsmanni DV í Nes-
kaupstað, Halldóru Ásmundsdóttur,
Hrafnsmýri 4, sími 97-7266 og afgreiðslu
DV, sími 27022.
- Simi 42600
Dodge Omni 1980, ekinn 45.000 km, sjálfskiptur,
litað gler, útvarp, o. fl., framdrifinn og amerískur að
auki, toppbíll, vínrauður.
ARFELLSSKILRUM FYRIR JOL
ÞEIR SEM PANTA FYRIR 15. NÓVEMBER FA AFGREITT FYRIR JÓL
SÉRHÖNNUÐ
13
IM
SÝNINGÍDAG KL.9-16.
SKILRÚM - SKÁPAR - HANDRIÐ
Sýning laugardaga kl. 9—16.
Ármúla 20,
símar 84630
og 84635.