Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Page 30
30
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983.
Forstjóri SVR
Starf forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur er laust til um-
sóknar.
Viö mat á umsækjendum veröur lögð áhersla á reynslu og
menntun á sviði stjórnunar.
Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og
starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga.
Umsóknum skal skilaö til undirritaðs fyrir 21. nóv. nk.
BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK.
fSÍ Ártúnsholt og Selás
f#' (suður)
Skráning þeirra barna og unglinga á grunnskólaaldri sem
áformað er að flytji í hverfin á árinu 1984 eða fyrr fer fram í
fræðsluskrifstofu borgarinnar þessa viku og lýkur föstudaginn
4. nóvember nk.
Vegna skipulagningar skólasóknar er mikilvægt að foreldr-
ar eða forráöamenn barna og unglinga, er flytja munu í hin
nýju byggðahverfi, geri viðvart til
FRÆÐSLUSKRIFSTOFU REYKJAVlKUR,
Tjarnargötu 12, sími 28544.
STAÐGREIÐSLU-
AFSLÁTTUR
AF SMÁAUGLÝSiNGUM
Við veitum 10% AFSLÁTT
af þeim smáauglýsingum í DV sem
eru staðgreiddar.
Það te/st staðgreiðs/a ef aug/ýsing
er greidd daginn fyrir birtingardag.
Verð á einni smáauglýsingu
af venju/egri stærð, sem erkr. 290,-
/ækkar þannig í kr. 261
ef um staðgreiðs/u er að ræða.
SMAAUGLYSIINIGADEILD
Þverholti 11, simi27022.
Tilkynning
tíl smabátaeigenda í Reykjavík
Um miðjan nóvember verður hafist handa um að taka upp
flotbryggjur hafnarinnar til eftirlits. Getur því enginn trillu-
eigandi vænst þess að hafa viðlegu við flotbryggju í vetur.
Reykjavíkurhöfn mun dagana 4. til 5. nóvember nk. kl. 10.00 til
17.00 taka á land þá smábáta sem legið hafa í höfninni í sumar.
Upptakan verður við Bótarbryggju (við Slysavamahúsið) og
mun höfnin leggja endurgjaldslaust til krana til upptökunnar
og til að taka báta af bílum, en eigendur sjái sjálfir um
flutning að geymslusvæði utan Verbúða.
Ogreidd leigugjöld verða innheimt á staðnum.
Hér með er skorað á alla eigendur smábáta, sem liggja í
Reykjavíkurhöfn, aö mæta með báta sína til upptöku á
nefndum stað og tíma og greiða gjöld sín svo ekki þurfi að
grípa til annarra innheimtuaðgerða.
Reykjavík, 27.10.1983
, HAFNARSTJÓRBMN í REYKJAVÍK
Gunnar B. Guðmundsson
Hreinn Sigurðsson. Grunnur átöppunarverksmiðjunnar sést fyrir aftan hann. Verksmiðjan ris við sjóinn
skammt fré höfninni. D V-mynd: Bjarnieifur.
Átöppunarverksmiðja
byggð á Sauðárkróki
— Tindastélsvatn á 50-60 þúsund f löskur daglega
handa New York-búum
„Það er áformað að hefja útflutning
á vatni i september á næsta ári,” sagði
Hreinn Sigurðsson á Sauðárkróki í
samtali við DV.
Framkvæmdir við flösku- og
átöppunarverksmiðju hófust í haust.
Grunnur, í bókstaflegri merkingu,
hefur veriö lagður að vatnsútflutningi
frá Sauðárkróki til New York í
Bandaríkjunum.
,,Stefnt er að því að ljúka húsinu í
vetur,” sagöi Hreinn. Húsið verður
2.600 fermetrar að grunnfleti.
Hreinn Sigurðsson hefur í átta ár
undirbúið vatnsútflutning frá Islandi.
Hann hefur verið í sambandi við aðila í
Bandaríkjunum.
Þegar hefur veriö geröur samningur
við Hafskip um flutning á markaðs-
svæðið, New York og nágrenni.
Áætlaður stofnkostnaður er rúmar
fimmtíu milljónir króna. I ráði er að
stofna hlutafélag um bygginguna og
reksturinn.
Vatnið verður allt tekið úr Tinda-
stóli. Þaö mun renna úr fjallinu um
lokaö veitukerfi Sauðárkróksbæjar.
„Til að byrja með verður tappað á 50
til 60 þúsund flöskur á dag,” sagði
Hreinn. Hver flaska rúmar einn og
hálfan lítra. Það þarf því 75 til 90 tonn
af vatni á dag.
Vatninu veröur tappað á plastflöskur
sem steyptar verða á staðnum. Tólf
slikar flöskur fara i einn pappakassa.
Reiknaö er með að fyrirtækið þurfi
þr játíu starfsmenn.
-KMU.
3 jafnir og efstir
— á helgarskákmótinu í Garðinum
Eftir harða og tvísýna keppni urðu
þrír efstir og jafnir á 21. helgarskák-
mótinu sem fram fór í Garðinum um
sl. helgi. Helgi Olafsson hlaut 6
vinninga og 26 stig, Margeir Péturs-
son 6 vinninga og 25 stig og
Guðmundur Sigur jónsson 6 vinninga
og 24 1/2 stig. 1 kjölfar þeirra fylgdi
svo Ingi R. Jóhannsson með 5 1/2
vinning og 26 1/2 stig, þá Jóhann
Hjartarson með 5 1/2 vinning og 25
1/2 stig, Magnús Sólmundsson hlaut
sama vinninga- og stigafjölda og í
sjöunda sæti hafnaði Elvar Guð-
mundsson með 5 1/2 vinning og 25
stig.
Hlutskarpastur öldunga varð
Sturla Pétursson með 4 1/2 vinning, í
flokki yngrí en 14 ára uröu efst þau
Siguringi Sigurjónsson og Guöný
Hrund Karlsdóttir, bæði með 3 vinn-
inga. Tómas Bjömsson og Guömund-
ur Arnason sigruðu í flokki yngri en
17 ára meö 5 vinninga hvor og i flokki
yngri en 20 ára sigraði Elvar
Guðmundsson meö 51/2 vinning.
Bestum árangrí keppenda utan
Stór-Reykjavíkursvæðisins náði
Halldór B. Einarsson frá Bolungar-
vík. Hlutskarpastir heimamanna
urðu Pétur Sævarsson, Gísli Heiðars-
son, Vilhelm Guðmundsson, Þor-
steinn Heiðarsson og Tryggvi Þór
Tryggvason, allir með 3 vinninga.
Alls tóku 58 manns þátt í heigar-
skákmótinu í Garðinum og var áhugi
geysilegur, sérstaklega hjá æsku-
Kór Langholtskirkju 30 ára:
Eldri félagar kallaðir
til þátttöku
Kór Langholtskirkju heldur upp á 30
ára starfsafmæli sitt um þessar
mundir. Verður þeirra tímamóta
minnst í Bústaðakirkju næstkomandi
laugardag en þar verður kórínn með
tónleika og kaffisölu kl. 15.
Eru kórfélagar þessa dagana að æfa
f jölbreytta dagskrá sem flutt verður á
tónleikunum. Er m.a. gert ráð fyrir því
að eldri kórfélagar taki þátt í
flutningnum. En þar sem ekki hefur
náðst til þeirra allra vilja forráðamenn
kórsins beina þeim tilmælum til
þeirra, er áhuga hafa á aö vera með á
tónleikunum, að mæta á æfingu i
Langholtskirkju næstkomandi
miðvikudagskvöld kl. 20.30. Eru eldri
kórfélagar hvattir til að mæta og láta
tilsín heyra.
Albert
Guðmundsson:
Góð hugmynd að
selja veislu-
salina
„Nei, ég hef ekki fengið tilboð í
veislusal stjórnvalda í gömlu Rúg-
brauösgerðinni og því er hún ekki á
sölulista,” sagði Albert Guömunds-
son fjármálaráðherra. „Annars
hefði ég ekkert á móti því að selja
alla veislusali ríkisins og þetta er
mjög góð hugmynd.”
HÞ.
-JSS