Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Side 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DUFUR. DANS OG DJASS Komiöi sælir, félagar og vinlr, og viö bjóðum góöan þriöjudag. ViÖ fjiillum að þessu sinni um dúfur, dans og djass. Allt er þegar déin eru þrjú. Fyrst verður rætt við hann Hólmbert Friðjónsson, þjálfara KR- inga í fótbolta, en hann hefur dúfnarækt sem dægradvöl. Geðugur maöur Hólmbert. Þá stígum við skrefiö áfram og skoðum sporin hjá nemendum i Dansskóla Heiðars Astvaldssonar, með ekta sértáksstellingum. Og þá er það djassinn, eins og við köllum hann hér, en fagmennim- ir segja jú jass. Fimmmenningar í einu margra skólabanda Tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna eru teknir tali. Snaggaralegir náungar sem eru miklir deOukarlar í djassinum. Við Quick-steppum þá punktinn fræga. Texti: ién G. Hauksson Myndir: Einar Ólason Cr ■ / JMwS:; „Hljómar alveg í gegrí’ — „sveiflurabb” við fimm jassara Þeir koma f imm saman tvisvar í viku til aö spila jass. Þeir eru meö sitt eigið band. Og fljótir eru þeir að svara þegar við spyrjum hvort aðaláhuga- málið sé jassinn. „Þetta er ekki aðeins hobbíið okkar heldur líka lífsskoðun.” Það var um kvöld sem við litum inn til þeirra í Tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna í Brautar- holtinu en þar stunda þeir allir nám, í jassdeildinni, auðvitað. En hvaö heita þessir áhugasömu jassarar? Jú, Ari Haraldsson, Magnús Sigurðsson, Rúnar Gunnarsson, Davíð Guðmundsson og Hjalti Gíslason. Langur biðlisti f skólann Við spyrjum nánar um skólann. „Þetta er síðdegisskóli sem byrjar um fjögurleytið á daginn. Hann var stofnaður fyrir fjórum árum og það er iangur biölisti af fólki eftir aö komast í skólann.” Allir eru kapparnir í öðrum „skóla- böndum” en þessu sem við fylgdumst með, þó mismikið. Það sama gildir um skólann þeir eru ekki allir í jafnmörg- um fögum. Þrátt fyrir að við séum engir sér- stakir jassgeggjarar höfðum við mjög gaman að fylgjast með sveiflunum og töktunum, þegar þeir spiluðu. Mikil innlifun og áhugann geta þeir engan leynt. „Mesta bölið við þetta allt saman er að þurfa að vinna,” sagði Rúnar bros- andi, en hann er kunnur ljósmyndari og starfaði áður sem kvikmyndatöku- maður og upptökustjóri hjá sjónvarp- inu. Þess má til gamans geta að Davíð starfaði fyrir nokkrum árum sem framkvæmdastjóri Vísis. Nú er hann rekstarráðgjafi hjá Rekstrarstofunni í Kópavogi. Sennilega gefur hann sér líka minnsta tímann í jassinn af þeim fimmmenningum. Þetta heldur okkur gangandi Hjalti Gíslason er rafeindavirki en þeir Ari og Magnús eru í tónlistinni af lífi og sál og eyða nánast öllum stund- um í tónlistarskólanum og við hljóð- færin., ,Þetta heldur okkur gangandi. ” Þeir eru búnir að vera mislengi í tón- listinni. Þannig byr jaði Davíð ekki fyrr en fyrir fjórum árum að taka í hljóð- færi, þá 36 ára. Og nú er hann vel lið- tækurágítarinn. „Það hefði átt að vera búið að stofna skólann fyrir lifandi löngu,” sögöu þeir, er við undruðumst hve Davíð hefði byrjaö seint í þessu. Hljómar alveg í gegn — Og þið sjáið ekki eftir tímanum sem fer í þetta? „Nei, alls ekki. Það er þannig með jassinn að því meira sem maður leggur í þetta, þvi meira fær maðurútúrþessu.” — En svona aö lokum, hvað er þetta við jassinn, sem heillar svona? „Það er ekki hægt að útskýra það. Við fáum ákveðna útrás við að spila jassinn. Hann hljómar alveg i gegn. ” Með það sama settu þeir sveifluna í gang og Angel eyes hljómaöi um leið og við yfirgáfum þennan merka tón- listarskóia sem gefur sönnum áhuga- mönnum tækifæri. -JGH Blásifl af krafti i róttum takti. Hjaiti Gislason og Ari Haraldsson. „Við vorum á árshátið hjá Lækna- félagi Reykjavíkur fyrir þremur ár- um. Það dönsuðu ailir mjög vel á gólf- inu í kringum okkur en við kunnum ekkert. Vorum bara með gömlu góðu fram og aftur sporin. Þetta varð tii þess að eftir viku vorum við byrjuð að læradans.” Þannig sögðu þau hjón, Hörður Þor- leifsson augnlælmir og Hulda Tryggva- dóttir, okkur frá þvi hvernig dansnám þeirra hjá Heiöari Ástvaldssyni hófst. Sjáum eftir að hafa ekki byrjað fyrr Þau voru á fullu í dansinum ásamt fleirum þegar okkur bar að garði. Það var „Quick steppið” sjálft sem verið var að læra. I smápásu, sem Heiðar gaf mannskapnum, gátum við gómað þauHörð og Huldu. „Við sjáum mest eftir aö hafa ekki byrjað fyrr í dansinum því við höfum haft mjög gaman af þessu. Og þetta er þannig með dansinn að eftir því sem lært er meira, finnur maður hvað mað- urkannlítið.” — Og hvað sögðu ættingjamir þegar þið drifuð ykkur í dansinn? „Ja, barnabörnin urðu nokkuð hissa. Og sex ára sonardóttir okkar, sem reyndar er einnig í dansi, finnst hún eiga vitlausasta afa í heimi,” sagði Hörður hlæjandi. j í Á skemmtistaði eingöngu til að dansa Þau sögðust lítið hafa gert að því að fara út að skemmta sér, áður en þau hófu dansnámið, „en nú skreppum við oftar á dansstaöi, sérstaklega Ártún á föstudagskvöldum, og þá eingöngu til aðdansa.” „Mætum við opnun og förum heim aftur um miönættiö áður en ösin byrjar.” — Ekkert bangin á dansgólfinu leng- ur? „Nei, nei. Nú þorum við út á gólfið þótt þar séu ekki nema tvö til þrjú pör. Við tökum það bara sem „komplí- ment” ef fólk fylgist meðokkur.” Nemendur í dansskóla Heiðars Ást- -Rættvið Hólmbert Fríðjónsson, þjálfara KR í fótbolta „Dúfnaræktunin er afslappandi hobbí sem dreifir huganum og er því ágætt mótvægi við spennuna í knatt- spymunni, fyrir utan að hún er skapandi,” sagði Hólmbert Friðjóns- son knattspyrnuþjálfari er við hellsuð- um upp á hann en hann hefur dúfna- ræktun sem dægradvöl. Áður en við héldum af stað til hans hafði maður sem Hólmbert þjálfaði eitt sinn sagt okkur að við yröum ekki sviknir af að tala við Hólmbert. „Það er sérstaklega gaman að tala við manninn. Hann er eitthvað svo skemmtilega ákveðinn.” Og þetta reyndust orð að sönnu. Hólmbert er Keflvíkingur. Sem strókur var hann eins og margir með sinn dúfnakofa. „En ég hætti þessu eins og gengur þegar ég óx upp.” Gaf stráknum mínum tvo kopargimla Við spyrjum hann hvenær hafi verið byrjað aftur með dúfurnar. „Við fluttum í bæinn þegar ég þjálfaði Fram á sínum tíma og þó byrjuðum við jafn- framt að byggja. Eg gaf stráknum mínum tvo kopargimla og þannig hófstþettaaftur.” Hólmbert ó tvo stráka, Friðjón öm og Maríus Garðar, sem er aðeins 4 ára. En sá lætur aldurinn ekki aftra sér innan um dúfumar. Galvaskur gefur hann þeim þótt sá eldri sjái nú almennt umþannþáttmála. „Hann á sina eigin dúfu, þessa þarna með brúna kollinn,” segir Hólmbert, er víö virtum dúfumar fyrir okkur með þeimfeðgum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.