Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Qupperneq 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. 37 Sviðsljósið______________________Sviðsljósið Uthaugar í léttum snún- ingi Tvær englaraddir frá Lithauga- iandi i þarlendum þjóöbúningum. i HEILÖG GRACE KELLY AF MÓNAKÓ? Aödáendur Grace Kelly leikkonu og hertogaynju af Mónakó, sem lést i bflslysi á síðasta ári, leíta nú logandi ljósi að þeim sem geta staðfest að bænir til hennar hafi leitt af sér kraftaverk. Mikil hreyfing er nú að vinna að því að Grace Kelly verði tekin i dýrlingatölu. Forsvarsmaður þess er kaþólskur prestur Piero Pintus sem áður starfaði sem embættismaöur við Vatikanið en er nú prestur í kirkju í Róm sem hefur höfuðdýrling Mónakó að vemdardýrlingi sínum. Samkvæmt kaþólsku trúarritúali verður aö sanna að Grace tengist aö minnsta kosti tveimur kraftaverkum áöur en hægt verður að taka fyrsta skrefið sem er að viðurkenna að hún hafi verið syndlaus og sé á meðal hinna útvöldu á himnum. Þaöer sér- stök nefnd ó vegum Vatíkansins sem tekur afstöðu til þess hvort sögumar um kraftaverkin verða teknar gUdar. Venjulega tekur það nokkra óratugi að fá einhvem tekinn i dýrlingatölu. En sögumar um kraftaverkin eru þegar farnar að berast. Bróðir hinnar látnu hertogaynju, Jack Kelly, hefur sagt aö sér hafi borist fregnir um að sjúkt og fatlað fólk hafi fengið bata viö gröf hennar. Jack segir að samkvæmt þeim fregn- um sem honum hafi borist sé gröf systur hans i dómkirkjunni i Mónakó aö öðlast sams konar gildi og lindim- ar í Lourdes. Hann lýsti fögnuði sín- um yfir þessari viðleitni og sagði að það væri stórkostlegur hlutur ef hún yrði tekin í dýrUngatölu. „Grace var stórkostleg manneskja. Eg óleit aUtaf að hún væri hreinn dýrUngur,” sagðihann. Anægja fjölskyldu Grace, eigin- manns hennar og barna, mun hins vegar vera eitthvað blandin. Það er svo sem engin furöa. Hver yrði ekkl það á gamals aidri aö hafa verið gift- skrítinn í framan ef hann uppgötvaði urdýrUngiíóratugi Stórhertogahjónin af Mónakó komu i heimsókn til íslands i égúst ó síðasta óri ósamt tvaimur bama sinna. Hór sjóst þau ósamt Vigdisi Finnbogadóttur, forseta islands. Grace Kelly ósamt bróður sínum, Jack. Hann telur sig nú hafa upplýs- ingar um að sjúkir og fatlaðir hafi fengið leekningu við gröf hennar. Sviðsljósið Berglind Gunnarsdóttir með Ijóðabók sfna, Ljóð fyrir lifi. Kópu- teikningin er gerð af Megasi. DV-mynd Bjarnleifur. Yrkingar eru ágætís meðal tíl biörgunar A undanförnum árum hefur það oröið æ algengara aö ljóðskáld gefi bækur sínar út á eigin kostnað, oftast fjölritaðar. Ástæðan fyrir þessari þróun er sú aö Islendingar em aö mestu hættir að lesa ljóð og bókafor- lögin hafa þvi ekki áhuga á að f jár- festa í ljóöskáldum. Ein þeirra sem farið hefur þessa leið til að koma afurðum sinum á markað er Berg- lind Gunnarsdóttir sem nýverið gaf út ljóðabókina Ljóð fyrir lífi. Að gefa út ljóðabók á eigin kostnaö mun kosta um 30 þúsund krónur. Bók Berglindar kostaði hana þó ekki nema 13 þúsund krónur og er þá miöað við 300 eintök. Það stafaöi af því að hún setti textann sjálf og braut hann um á síður. Þannig skilaði hún afurðinni í Letur sem off setf jölritaði hana. En hvernig er aö ganga milli manna og bjóða eigin ljóðabók til sölu? „Það er erfitt til að byrja með en það virkar mjög hvetjandi þegar fólk sýnir áhuga og kaupir. Maður verður að kýla á það fyrst enginn verður til þess að gera það fyrir mann. Að sumu leyti held ég líka að það sé skemmtilegra að komast þannig í beinna samband viö lesendur ljóð- anna en að lokast inni i fílabeinsturni listamannsins. Þetta verður meira spontant,” segir Berglind. Nú eru mörg ljóðanna mjög persónuleg. Er þetta ekki eins og að bera sjálfan sig á torg? „Jú, þetta er að snúa innhverfunni út, því allra innsta. Ef til vill er maður feimnari við að bjóöa þetta, fram af þeim sökum. Þetta er eins og að selja hluta af sjálfum sér, sjáðu. En maður verður að gangast inn á það því þetta er sú eina leið til þess að koma þessu til fólks. I einu ljóða Sigfúsar Daðasonar segir réttilega að þegar maður segi hug sinn allan þá sé maður að afhenda fjöregg sitt.” Spyrli þykja ljóðin nokkuð bölsýn og spyr hvort skáldið sé að yrkja sig út úr sálarháska. ,Flest þessara ljóöa verða til á erfiðu timabili hjá sjálfri mér,” svarar Berglind. „Það var eins og losnaði um stíflu. Að sumu leyti er þetta eins og að brjótast undan fargi. Það má bæta því við aö yrkingar eru ágætis meðal til björgunar þegar svo 1 stendur á. Annars er ég ekki viss um að ljóðin séu bölsýn. Þetta eru andófs- ljóö eins og góö ljóð eiga að vera. Þaö er ekki þar með sagt að slík ljóð þurfi að vera laus við fegurð. Þvert á móti.” Ljóöabókin varð til í handriti fyrir þremur árum, en hefur tekið nokkr- um breytingum síðan þá. Síðan hefur höfundurinn gengið á milli bókaút- gefenda með engum árangri. Þessi er vandi ungra ljóðskálda. Eitt sýnishorn úr bókinni, sem heitir einfaldlega Ljóð: Niður brattar kinnar / fellur stríður gráturinn / í djúpt vatn heiftarinnar enn berum við okið þunga / brenni- merktar náttúrunni / í lögbók mannanna vér konur / vér krossmenn. Um þetta ljóð segir höfundurinn að kollegar hennar i skáldastétt hafi talið það bera vitni um kvenrembu. „Eg viðurkenni enga kvenrembu. En mér til mikillar undrunar gátu þeir ekki meðtekið þetta.” Við látum les- endum eftir að dæma. Þess má aö lokum geta að kápu- 1 teikning bókarinnar er gerð af . Magnúsi Þór Jónssyni sem flestir þekk ja betur undir nafninu Megas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.