Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVHÍUDAGUR 9. NOVEMBER1983. Engin sönnun um rottufló í Öldutúnsskóla — segir heilbrigðisfulltrúinn í Hafnarfirði „Það hefur enginn séö rottu eða fengist á því aö þarna hafi veriö rottufló í Öldutúnsskóia,” sagöi rottufló. Þaö var aðeins ein mann-. Matthias Garðarsson, heilbrigðis- eskja, einn kennari skólans, sem fulltrúi í Hafnarfirði, í framhaldi af haföi verið bitinn af fló. Þaö var því fréttí DV síöastliðinn mánudag. sjálfsagt að viðhafa þessar ráöstaf- I fréttinni var skýrt frá því aö anir,”sagðiMatthías. meindýraeyöir hefði veriö fenginn til • Hann tók fram aö kettir gætu að eitra í hluta skólans. Meindýra- einnig borið rottufló. Flóin lifði hins eyðirinn giskaði á að um rottufló vegar ekki lengi eftir að hún hefði væriaðræöa. fariöaf rottunni. „Það hefur engin staðfesting' -KMU. Það eru ekki aðeins bðm sem hafa gaman af kaninum, nú hefur áhuginn kviknað hjá verktökum á Suðumesjum. DV-mynd E.J. Verktakar kaupa kanínur Verktakafýrirtæki eitt á Suðurnesj- um er með áætlanir á pr jónunum um að kaupa kanínur til landsins og þar með auka umsvif sín. Er hér um að ræöa svokallaöar ullarkanínur eöa angóra-kanínur og eru þær aðallega ræktaðar vegna feldsins sem er afar fíngerður og léttur, hárin eru hol að innan og því eru klæði gerð úr angóra- uU mjög hlý enda notuð mikið í nær- fatnað af fínustu gerð. Einnig er ullin eftirsótt í tiskufatnað alls konar. Hver kanína gefur af sér um 1200 grömm af uU á ári og er ætlun Suður- nesjaverktakanna að koma sér upp 3— 4 þúsund kanínum og fá þannig 3—4 lestir af angóraull árlega. Markaður fyrir slíka vöru mun vera nær þvi óþrjótandi. Tekið skal fram að mál þetta er aUt á byrjunarstigi, húsnæðiö er til staðar, teikningar á leiðinni og pöntun á búrum á næsta leiti. Kveikjan aö hug- mynd verktakanna mun vera sú að út- vega þurfti öryrkja sem hjá þeim starfar viðfangsefni við hæfi og þar sem ullarkanínur þurfa ákaflega Utla umönnun, nærast á grasi og grænmeti og nær því ónæmar fyrir aUs kyns sjúk- dómum er hér um að ræða kjörið starf fyrir öryrkja og jafnvel fólk í hjólastól- um. Verktakafyrirtækið sem hyggur á kaninukaupin starfar annars nær því eingöngu á sviði jámsmíði, bUkksmíði og pípulagna. Fyrstu ullarkanínumar komu hingað til lands haustið 1981, þó vom þær 40 talsins en hafa f jölgað sér svo ört að nú munu þær vera dreifðar nær því umaUtland. -EIR. Atvinnu- leysi eykst 1 októbermánuði sl. voru skráðir 14.667 atvinnuleysisdagar á landinu öUu. Þetta svarar til þess að 676 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá aUan mánuðinn, sem jafngildir 0,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. I september sl. voru skráðir atvinnu- leysisdagar 11.503 og hefur því at- vinnuleysisdögum f jölgað um 3.164 frá fyrri mánuði eða um 27,5%. Þessa aukningu á skráðu atvinnuleysi má einkum rekja til þriggja svæða, Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Suðurlands. Þó hefur nokkur aukning einnig orðið á Vestfjörðum, Austurlandi og Reykjanesi. Aðeins á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi hefur skráðum atvinnuleysisdögum fækkað frá fyrri mánuði. Orsakir þess, að skráðum atvinnuleysisdögum hefur fjölgað milli mánaða, verða fyrst og fremst raktar til lengri eða skemmri stöðvunar fiskvinnslu vegna hráefnis- skorts, sem ýmist stafar af lélegum aflabrögðum eða veiöiskip hafa stöðvast. I októbermánuði árið 1982 voru skráðir 5.585 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem svarar til þess að 258 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá eöa0,2% afmannafla. Fyrstu 10 mánuði yfirstandandi árs hafa í heild verið skráðir 233 þúsund at- vinnuleysisdagar á móti rösklega 157 þúsund í sömu mánuöum í fyrra og tæplega 200 þúsund allt árið 1982. Skráð atvinnuleysi það sem af er árinu jafngildir 1% af mannafla. I októbermánuði sl. bárust tilkynn- ingar frá 10 fyrirtæk jum um uppsagnir og taka þær til 195 starfsmanna. Þá eru ekki meðtaldar tímabundnar uppsagn- ir í frystihúsum enda eru slíkar uppsagnir ekki tilkynntar formlega til vinnumáladeildar. Ferbatæki í miklu urvali m}*# ' ; ■ ■ ’ ////////// 3 1 k i fc=4.R;—WH I MW ff>0 j m m l mmn f-Mm.L,~ j/J;r*l—iðjt ( j r12 dðlVHS AIjIO riTOP QT«12HR KANNIÐ ÚRVAL VERÐ OG GÆÐI HUOMBÆR HELSTU UMBOÐSMENN: Pariö. Akranesi Radíóver, Húsavík _________________ Kaupf. Borgfiröinga Ennco, Neskaupstað HUOM-HEIMillS-SKRIFSTOFUTÆKI KR,F'®?0ÖTU 103 Sería, Isafiröi Eyjabær. Vesfm.eyjum SIMI 25999 Álfhóll. Siglufiröi M.M., Selfossi Skrifstofuval, Akureyri Fataval, Keflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.