Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Side 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. VIÐTAUÐ: „Stærsta breytingin að fara úr fræðunum í hégómann ” — segir Hjalti Jón Sveinsson, íslenskuf ræðingur og útvarpsauglýsingasmiður Hestamennska og útvarps- auglýsingar eiga fátt sameiginlegt. Hvort tveggja á sér þó formælanda, þar sem HjaltiJón Sveinsson er. Hjalti hefur verið ritstjóri hesta- mannatímaritsins Eiðfaxa um nokkurt skeið og nýlega tók hann aö sér yfirumsjón meö gerð auglýsinga fyrir Rás 2 hjá kvikmyndagerðinni Sýn og auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar. Hann var spuröur hvort þetta væru ekki töluverð umskipti. „Mestu umskiptin eru fólgin í því að ég var í kennslu í sex ár, en hef verið að færa mig upp á skaftiö hjá Sýn, þar sem ég hef tekið þátt í gerö sjónvarpsauglýsinga. Stærsta breytingin er að fara úr fræðunum í hégómann,” sagði Hjalti Jón í samtali við DV. Hjalti er islenskufræðingur að mennt og útvarpsvinna er honum engin ný bóla. Hann gerir sér og vonir um að bæði menntunin og fyrri reynsla af þáttagerð fyrir útvarp muni nýtast honum í þessu starfi. „Eg er meira á heimavelli hér en í gerð sjónvarpsauglýsinga,” sagði hann. Hjalti sagði að starf hans væri m.a. fólgiö í því að gera texta fyrir auglýsingarnar, ákveða leikhljóð og tónlist, auk þess sem hann lendir f leikstjóm og öðru sem við kemur auglýsingagerðinni. Samhliöa auglýsingagerðinni situr Hjalti enn í ritstjórastóli Eiöfaxa og hann var spurður hvemig þetta tvennt færi saman. „Það fer ágætlega saman. Eiðfaxi er í sama húsi og Sýn, en ritstjórnin þar er skorpuvinna og ég er með gott starfsliö. Menn sem eru að byggja þurfa aðvinnamikið.” Hestamennska er aðaláhugamál Hjalta og hann hefur ekki í hyggju að leggja það á hilluna, ekki um sinn aö minnsta kosti. Hestadelluna fékk hann í menntaskóla og það var kona hans, Ingibjörg Tómasdóttir, sem smitaöi hann. — Hvað áttu marga hesta? „Bara þrjá, rétt fyrir mig og frúna.” — Telst það lítil hestaeign? „Þaö þykir svona í meðallagi.” Hestamennska er tímafrekt sport, en hún gefur kannski ýmislegt í staöinn. „Hún heldur við líkamlegu og | andlegu formi og þaö er dýrmætt,” i sagöiHjalti. önnur áhugamál hans, eins og Vísnavinir, hafa hins vegar fengið að kennaáþví. „Eg hef lagt öll önnur áhugamál á hilluna,” sagði Hjalti Jón Sveinsson. -GB. „Ég heflagt öll önnur áhugamál en hestamennskuna á hilluna, "segir Hjalti Jón Sveinsson. Slökkviliösmenn á Kef lavíkurflugvelli fá viðurkenningu: Björguðu gíf ur- legum verðmætum — er þeir lögðu sig í hættu við að slökkva eld í herflugvél Aðmírállinn á Keflavikurflugvelli, Ronald E. Narmi, veitti í gær sextán slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflug- velli viðurkenningu fyrir vasklega framgöngu við slökkvistarf 1. október síðastliðinn er eldur varð laus í her- flugvél í einu flugskýla Keflavíkurflug- vallar. I viðurkenningarskjali segir aö slökkviliðsmennirnir hafi lagt sig í meiri hættu en ætlast var til af þeim og þannig bjargað gífurlegum verömætum. Slökkviliðsmönnunum tókst á minna en hálftíma að ráða niðurlögum elds sem kveiktur hafði verið í gamalli herflutningaflugvél. Talið er að þeim hafi með því tekist að bjarga flug- skýlinu og öðrum verðmætum flug- vélum sem í því voru. -KMU. NOG TIL AF SLEPPIBÚNAÐI — á að vera kominn f öll f iskiskip fyrirl.mars Nóg er til af sleppibúnaði fyrir gúmmíbjörgunarbáta hjá þeim tveim framleiðendum sem hafa þá á boðstólum. Því mun Siglingamála- sto&iun ekki veita frekari undanþágur frá að taka slíkan búnað um borö þeg- ar bátar þurfa næst að endurnýja haf- færisskírteini sín. Mun f jöldi báta gera það á næstu vikum. Vélsmiðjan Þór hf. í Vestmanna- eyjum framleiðir Sigmundsgálgann svonefnda. Hann hefur verið til á lager hjá fyrirtækinu í tvö ár. Stærri gerð kostar 44 þúsund, minni gerð er að koma á markað og sleppibúnaður fyrir smábáta kostar 7 þúsund. Vélsmiðja Ola Olsen í Njarövíkum getur útvegað sleppibúnað með viku fyrirvara eða skemmri. Stærri búnaðurinn kostar 60 þúsund, sá minni 49 þúsund og tæpar 10 þúsund krónur fyrir smábáta. öll íslensk fiskiskip eiga að vera komin með sleppibúnað fyrir 1. mars í dag mœlir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari HROLLVEKJA FRAMSOKNAR Þau tíðindi spurðust nýverið að framsóknarkonur hefðu komið saman til þinghalds norður í landi. Þetta þótti nokkrum tíðindum sæta og þá einkum af tvennu. t fyrsta lagi hafði enginn haft hugmynd um aði konur í Framsóknarflokki væru svo margar að þær gætu fyllt fundarsal. t öðru lagi sú krafa sem samþykkt var á þinginu þess efnis að ef fram- sóknarkonur yrðu ekki kosnar til trúnaðarstarfa til jafns við fram-l sóknarkarla þá mundu þær bjóða fram sér við næstu kosnlngar. Foringl þessa kvennahóps var kallaður til viðtals i sjónvarpi og fréttamaður spuröi í sakleysi sínu hvort í Framsókn væru nógu margar konur til að jöfnuður næðist við karla þegar kosið væri í ráð og nefndir. Foringinn taldi svo vera og sýnir það best að sífellt halda konur áfram að koma á óvart. Ekki nema ef nefndir í Framsókn séu annaðhvort fáar eða þunnskipaðar nema hvort tveggja sé. En krafan var sem sagt sú að konum skyldi lyft með valdboði upp í valdastólana. Nú skal það ósagt látið hvort þær konur sem vilja fá aukin völd í flokknum séu nokkrir eftirbátar þeirra karla er þar sitja við niður- greidda kjötkatlana. En lítið væri í þær spunnið ef þær væru ekki jafnok- ar þeirra á flestum sviðum svo ekki sé fastar að orði kveðið. Og fyrst það er komið í ljós að fleiri konur en Gerður Steinþórsdóttir eru í Fram- sókn verður ekki h já því komist fyrir Steingrim að taka tilllt til þessara nýju upplýsinga. En þetta leiðir hug- ann að þeirri útflöttu jafnaðarstefnu sem tröilríður þjóðfélaginu um þess- ar mundir. Hún byggist á því að skipta landsmönnum upp í ótal smá- fylkingar sem slást jafnt innbyrðis sem út á við. En það hefur mörgum orðið hált á því að elta ólar við þenn- an algjöra jöfnuð. Vestur i Ameríku varð einum ráðherra það á að hæla sér af jafn- réttlsstefnu sinni. Þvi tU sönnunar gat hann um hvernig hann hefði farið að við að velja fuUtrúa í ákveðna nefnd. Ráðherrann kvaðst hafa skipað svertingja, gyðing, konu, kryppUng og svo einn hvítan. Þar með átti öUu réttlæti að vera fuU- nægt. Það kom hins vegar i ljós að þessi breinskUni átti ekki upp á paU- borðið þar vestra og ráðherrann hrökklaðist frá völdum þótt þar kæmi að vísu fleira tU. Nú er það svo að hér er fátt gyðinga og enn færri svertlngjar. Engu að síður er af nógu að taka þvi taka þarf tUlit tU margs og margra þegar haldið er áfram að skipta upp mannfólkinu i fylkingar. TU þessa hefur Framsókn tU dæmis þurft að taka tUlit tU SÍS, bænda, þjónustu- aðUa, yngra fólks og eldra fólks, sjómanna á Húsavík og Patreksfirði, nokkurra verkamanna og skoðana Eystelns Jónssonar, þegar stefnan hefur verið mótuð og vaUð í valda- stöður. Og nú bætast aUt i einu konur í slaginn. Ekki dugar iengur að vitna tU þess að Rannveig hafi setið á þingl fyrir flokkinn hér i eina tíð. Hennar starf man enginn nema elstu menn í flokknum og yngra fólkið man ekki eftir nelnni Rannveigu nema þá Rannveigu og krumma og getur ómögulega sett hana í samband við Framsóknarflokkinn, hvað sem segja má um krumma. Fram tU þessa hefur lítið spurst út um erjur innan Framsóknar. Tekist hefur að þagga niður í Ölafi Jóhannessyni að mestu og menn undu glaðir vlð sinn Blazerforingja og StS. En þá sprettur allt í einu upp hópur kvenna sem heimtar völd vegna kynferðis síns. Er það furða þótt það fari hroUur um Steingrím við þessi tíðindi þegar enn einn hags- munahópurinn bætist vlð aUa þá.er fyrir voru? Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.