Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 12
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. 12 Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. AðstoOarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMi 27022. Simi rítstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prenton: Árvakurhf., Skeifunni 1». Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Samningsrétt aftur Ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja láta nema úr gildi það ákvæði bráðabirgðalaganna um efnahags- mál, sem leggur bann við kjarasamningum fram til 1. febrúar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins áréttaði um síðustu helgi, að flokkurinn væri fylgjandi frjálsum samnings- rétti. Bannið við kjarasamningum komst á stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar við myndun hennar fyrir kröfur fram- sóknarmanna. Sjálfstæðismenn stóðu lengi á móti þessari kröfu en létu undan til samkomulags. Þetta bann er að sjálfsögðu í mikilli andstöðu við sjálfstæðisstefnuna, þar sem lögð er áherzla á sem víðtækast frjálsræði. Nokkur rök voru til þess, að samningsrétturinn skyldi afnuminn um skeið, svo að efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar kæmust fram við frið á vinnumarkaðnum. Hugs- anlega hefði þeim ella verið kollvarpað með verkföllum strax í upphafi. Nauðsynin var brýn. Efnahagsmálin voru í óefni, og róttækra aðgerða þörf. Ríkisstjórnin gekkst fyrir slíkum aðgerðum. Þær hafa borið þann árangur, að hraði veröbólgunnar er ekki lengur langt yfir 100 heldur um 40 af hundraði, mældur á ársgrundvelli. Ríkisstjórnin hefur engan veginn leyst vandann. Því skrefi, sem stigið hefur verið, verður brátt að fylgja eftir með öðrum skrefum, sem breyta því „kerfi”, sem elur verðbólguna. Ella renna aðgerðirnar út í sandinn. En árangurinn er nú þegar mikill. 1 því felst, að rökin, sem afnám samningsréttar var byggt á, eru ekki lengur gild. Launþegar hafa fært miklar fórnir vegna kjara- skerðingarinnar. Láglaunafólkið í landinu er illa statt. Af ummælum verkalýðsforingja síðustu vikur má ráða, að þeir stefni einkum að launahækkun fyrir hina lægstlaun- uðu. Þannig má sérstaklega túlka niðurstöður nýafstað- ins þings Verkamannasambandsins. Fyrsti febrúar er að sjálfsögðu ekki langt undan. Taka ber undir þá skoðun verkalýðsmanna, að erfitt yrði að setjast að samningaborði í alvöruviðræðum, meðan samningsrétturinn er ekki í gildi. Afnám samningsréttar launþega er óyndisúrræði, sem ekki ber að grípa til nema í neyð. Sú aðgerð hefur gilt í fimm mánuöi. Ekki er ástæða til aö halda henni lengur. Landsmenn hafa tekið efnahagsaðgerðunum með mik- illi þolinmæði. Skoðanakönnun DV sýndi fyrir skömmu, að meirihluti styður aðgerðirnar. Ríkisstjórnin hefði hagsmuni af að endurreisa samn- ingsréttinn nú og fella það ákvæði bráðabirgðalaganna niður í meðferð Alþingis. Við það skapaðist meiri sáttfýsi. Laimþegar litu til stjórnarinnar með auknum velvilja. Árangur efnahagsaðgerðanna til þessa leyfir, að þetta verði gert. Láglaunafólk þarfnast kjarabóta. Því fyrr sem þær verða því betra. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á landsfundinum meðal annars: „Verkalýðs- hreyfingin hefur tekið lögbindingu samninga með virðingarverðri hófsemi og stillingu. Árangur að- gerðanna hefur byggt á skilningi og stuðningi alls al- mennings. Þess vegna geta stjórnvöld sýnt styrk sinn og trú á eigin verk með því að aflétta nú þegar lögbindingu kjarasamninganna.” Sjálfstæðismenn geta vonandi fljót- lega komið framsóknarmönnum í skilning um þetta. Haukur Helgason. Hvaðeraðger- ast í eggja- sölumálum? Undanfariö hafa staöiö háværar um- ræður um söluskipulag eggja. Meirihluti eggjaframleiðenda í landinu hefur óskaö aðstoðar Fram- leiösluráös landbúnaöarins við aö koma upp pökkunar- og dreifingarstöö fyrir egg í Reykjavík. Nokkrir stór- framleiöendur hafa snúist hatramlega gegn þessum hugmyndum. Til liðs viö þá hafa gengiö m.a. kaupmenn, bakar- ar, Neytendasamtökin, Landssam- band iönaöarmanna og Alþýðusam- band Islands. Stóroröar yfirlýsingar eru gefnar um þessi mál og staöhæfing stendur gegn staðhæfingu. En hvaö er þarna í raun og veru aö gerast? Hvaöa hagsmuni er verið aö takast á um? Er verið að verja hags- muni neytenda eöa er eitthvaö allt annað sem hangir á spýtunni? Eggjadreifingarstöð Nú eru í landinu um 290 þúsund varp- hænur. Samkvæmt opinberum skýrslum skiptast hænsnabúin í landinu þannig eftir stærö. 1 bú hefur 44 þúsund hænur lbúhefur 35 þúsund hænur Kjallarínn Hákon Sigurgrímsson 2búhafa 10—20 þúsund hænur 7 bú hafa 5—10 þúsund hænur 16búhafa 2—5 þúsundhænur 19búhafa 1—2 þúsundhænur 15 bú hafa 0,5—1 þúsund hænur Hér í landi er ekki til neinn mæli- kvaröi á það hvað telst vera hæfilegt fjölskyldubú í eggjaframleiðslu, en þess má getaað í Noregi teljast þaö vera 0,6 ársverk að hirða 2000 varp- hænsni. Engar tölulegar upplýsingar eru til um hagkvæmni búa af mismunandi stærö hér á landi en erlendis frá fást þær upplýsingar aö þegar komiö er yf- ir ákveðna stærö, ca 4000 hænsni, veröi fjármagnskostnaður hlutfallslega það, mikill aö lítill eöa enginn hagnaður verði af frekari stækkun. Um 25 stærstu búin eru hér suðvestanlands og gætu því notiö þjón- ustu eggjadreifingarstöðvar sem hér væri komiö upp. Ef slík stöð kemst á laggirnar veröa eggin sótt heim til framleiöenda einu sinni í vUcu. I stöð- inni verða eggin flokkuð í stærðar- flokka, vegin og merkt. Eggin veröa gegnumlýst og tekin frá blóöhlaupin, brotin, sprungin og á annan hátt göUuð egg. Erlendis er algengt að 5—10% eggjanna séu tínd úr í pökkunarstöð- inni vegna gaUa. Þeim eggjum sem standast gæðakröfur er síðan pakkaö í mismunandi pakkningar eftir stærð og á þær skráö þyngd, verð, pökkunar- Apartheidáíslandi: Hommana í heimalöndin Þeir sem eru á aldur viö okkur Hannes H. Gissurarson muna eftir kaUinum á kassanum. Hann stóð oft á trékassa á Lækjartorgi og flutti veg- farendum boöskap aö fara eftir. Viö vorum hins vegar of ungir, hygg ég, til þess aö nema hann þá. Annars höfum viö komist upp á þaö að leyfa okkur að líta á það sem erlent fyrirbrigöi er þeir sem engan eiga kær- leikann og ekkert eiga siögæöiö reyna að ná áttum i tilverunni með ofstækis- fuUum trúarsetningum. Nú ber svo viö aö innlendur maöur stígur á kassann og hefur tölu um rök þess að eigi beri mönnum aö taka siðferðislega afstööu til mannréttinda, til sé trú og kenni- setning og bókstafur er fríi frá því. Ótímabærar athuga- semdir — en ekki að tilefnislausu 2. nóvember birtist í DV grein eftir Hannes H. Gissurarson er nefnist ,,Um geðsjúklinga, kynviUinga og sér- eignarrétt. Ótímabærar athugasemd- ir.” Ljóst er aö í vetur verður mikil um- ræöa hér á landi um frelsi og mann- réttindi. Sú veröur yfirskrift hátíöar- halda stúdenta 1. desember — og reyndar varö sá dagur aftur að degi frelsis og mannréttinda þegar í fyrra, er Samtökin ’78, félag lesbía og homma Guðni Baldursson á Islandi, efndu til mótmælastööu viö Alþfagishúsiö og útvarpshúsiö. Enn jmeiri athygli en nokkrar aögeröir 1. desember hygg ég aö veki umræöur þær er standa fyrir dyrum í Norðurlandaráði um mannrétttada- mál á Islandi. EUefu þfagmenn í Norðurlandaráöi, þó enginn Islending- anna sex, hafa lagt þar fram tUlögu um samræmdar aögeröir tU afnáms misréttis gagnvart lesbíum og homm- um. 1 - gretaargerð með tiUögunni kemur fram mjög hörð gagnrýni á ís- lensk stjórnvöld fyrir aögeröaleysi í þessu efni. TiUagan kemur væntanlega til afgreiðslu á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í febrúar-mars í vetur, en er nú tU umsagnar hjá dómsmálaráðu- neyti og Samtökunum ’78, félagi lesbía og homma á Islandi, sem aöila að O m • „Fyrir atbeina einstaklinga, samtaka þeirra og þjóðmálahreyfinga, hefur áunnist gífurlega mikið til þess að veröldinni fer fram, þó að mishratt fari í löndum. En víst er að sú þróun hefur ekki orðið fyrir tilstilli „markaðsaflanna”, markviss barátta grund- völluð á kærleika og siðgæði dugar hér ein.” : m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.