Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 15
DV. MIÐVKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. 15 „Hvermg getur þu v'erið sjálfstœðismaður, nú þeger margar barna- fjölskyldur eru að hrökkva út af sporinu og ríkisstjórnin hefur afnumið verkfaiisréttinn með bráðabirgðalögum?" Uppreisn þjóð- emishyggju Nú ganga slæmir tímar yfir íslensku þjóðina. Forsetinn okkar sagöi nýlega í þingsetningarræðu sinni aö við mættum ekki missa kj arkinn, nú þegar kreppir að, því þá fyrst væri lýðræðið okkar í hættu og þau lífsgæði sem viö höfum skapað okkur á síðustu áratugum. Eitthvað á þessa leið mælti hún. Og fólk spyr mig: Hvernig getur þú verið sjálf- stæðismaður, nú þegar margar bamafjölskyldur eru að hrökkva út af sporinu, og ríkisstjórnin hefur afnumið verkfallsréttinn meö bráða- birgaðlögum? Stefnir þá ekki í hægrisinnað einræði? Og mér verður þá hugsaö til milli- stríðsáranna þegar þjóðin var klofin í baráttunni um brauöið; „hvítliðar” gegn „rauðliðum”, „fínt fólk” gegn smæiingjum, stóreignamenn gegn Kjallarinn Tryggvi V. lindal • „Hinn íslenski einstaklingur hefur verið okkar dýrasta eign, dýrmætari en nokkur önnur hugmyndafræði, á meðan aðrar þjóðir hafa fórnað milljónum þegna sinna á altari þjóðernishyggjunnar. ” atvinnuleysingjum, menntaaðall gegn sjálfmenntuðum, íhaldsflokkur gegn vinstriflokkum. Og ég segi: Það var gott. Því þrátt fyrir allt tókst okkur að stýra meðalveginn milli einræðisöfga þessara fyrstu áratuga sjálfstæðis okkar, þótt þær blöstu við okkur á báöar hendur. Það var eitt- hvað sem sameinaði okkur, þrátt fyrir allt, eitthvaö sem hélt okkur. saman í miöjunni, þegar mest á reyndi; stétt með stétt. Og hvað var þetta „eitthvað”? Lýðræðisleg þjóðernishyggja Sagan hefur sýnt okkur að þjóð á stærð við okkar gat borist á bana- spjót. Það sýnir Sturlungaöldin. En síðan við fengum Alþingi í kjölfar þjóðernisvakningarinnar á síðustu öld höfum við ekki fórnað neinum mannslífum í flokkadráttum innanlands. Hinn islenski ein- staklingur hefur verið okkar dýrasta eign, dýrmætari en nokkur önnur hugmyndafræði, á meðan aðrar þjóöir hafa fómað milljónum þegna sinna á altari þjóðemishyggju. Og hvað er þá svo sérstakt viö okkar þjóðemishyggju? Jú, ég held að hún sé þjóðemishyggja í sinni skýmstu mynd; lýðræöisleg þjóðernishyggja. Því hún sameinar fólk sem er lfkt, án þess að etja því gegn öðrum. Við erum til dæmis sameinuö um eitt land og eitt tungu- mál, eitt landgrunn. Landsmenn eru ekki svo dreifðir að sambandsleysi og tillitsleysi geti myndast af því tagi sem hefur leitt tU þjóðemislegra stríða milli stærri þjóða, svo sem milli Dana og Þjóöverja, með með- fylgjandi ólýðræði. Því er þjóðemis- kennd okkar eingöngu af hinu góða, að heita má, og erum við einir um þaö meðal lýðræðisþjóða. En hvemig getur þjóðernishyggja verið svar við nútímanum? Jú, við þurfum að hafa styrkinn frá milli- stríðsárunum að bakhjarli ef við eig- um ekki að missa kjarkinn við að horfast í augu viö möguleikann á auknu atvinnuleysi og auknu stétta- bili. En fyrst og fremst þurfum við þjóöernishyggju til aö halda stéttun- um saman og forðast í lengstu lög aö fóma neinum á altari atvinnuleysis. Sjálfsblekkingin er stærsti óvinurinn Sjálfsblekkingin er stærsti óvinur lýðræöislegrar þjóðemishyggju; þjóðemishyggja má ekki verða að þjóðemisrembingi sem lokar augum okkar fyrir broddum raunveru- leikans. Sjálfsvirðing okkar verður að yfirstíga ótta okkar við að hafa augun galopin gagnvart þeim hætt- um sem hafa bæst við síðan milli- stríðsárin liðu: Freistingum þeim' sem steðja að fátæka manninum sem er nú orðinn ríkur, en þarf að hugsa til þess að verða fátæloir aftur, án þess aö missa s jálfsvirðingu sína. Endurmetum nauðsynjar okkar Við þurfum að endurskilgreina fyrir okkur hvað séu nauðsynjar og' hvað sé munaður. Til dæmis: Er það ærumissir fyrir borgarbúa aö þurfa að ferðast með strætisvagninum? Er litasjónvarp nauðsynlegt fyrir sjálfs- virðinguna, eða þá sjónvarp yfir- leitt? Er landinn bættari með sumar- leyfisferðum til útlanda? Er jurta- smjör verra en smjör? Og enn erfiðari spuminga verðum við að spyrja: Eru börn sjálfsögð lifsgæði? Er óhagnýt menntun peninganna virði? Það er háttur okkar Islendinga að láta eitt yfir alla ganga í lengstu lög. Og við blundum yfir hafsjó stolts sem hefur ekki enn fengið að njóta sín, ekki enn verið virkjaður. Eins og nýliðinn liöfðingi sagði okk- ur ekki alls fyrir löngu: Vilji er allt sem þarf. Tryggvi V. Líndal, kennarl. MÁLNINGAR tilboð NU geta allir farið að mála Hér kemur tilboð sem erfitt er að hafna 7Ef þú kaupir málningu fyrir 1.500 kr. eða meir færðu 5% afslátt. 2Ef þú kaupir málningu fyrir 2.200 kr. eða meir færðu 10% afsiátt. O Ef þú kaupir málningu fyrir 3.600 kr. ** eða meir færðu 15% afslátt. Q Efþú kaupir málningu i heilum tunnum. þ.e. 100/itra, færðu 20% afslátt og i kaupbæti frian heimakstur hvar sem er á Stór-Reykjavikursvæðinu. Auk þess ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. JL í BYGGlNGflVORURI HRINGBRAUT 120: Byggingavörur Gólfteppadeild HVER BÝÐUR BETUR? Ath.: Sama verð er í versluninni og málningarverksmiðjum. OPIÐ: mánud. — fimmtud. kl. 8 — 18. Föstudaga kl. 8 — 19. Laugard kl. 9—12 Simar: Timburdeild ..... ......... 28-600 Málningarvörur og verklæri. .28-603 Flisar og hreinlælistæki.... .28-604 28-605 28-430 HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) JohnTravoIta Saturday Night Fever - Það var þá Staying Alive - Það er núna DANSSKOLI Heiðars Ástvaldssonar Brautarholti 4 - Drafnarfelli 4 10 tíma námskeið Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 13. nóv. Innritun frá kl. 1-6, í sfmum 38126 og 39551 dagana 7.-12. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.