Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 16
16 Spurningin Hvernig líst þér á Seðlabankabygginguna? Kristrún Krlstófersdóttlr afgreiðslu- maður: Mér finnst hún fáránleg. Hún stingur mjög í stúf við allt í þjóðfélag- inu. Kolbeinn Valsson iðnnemi: Eg hef lítið séð hana. En gætu þeir ekki notað hana undir ibúðir fyrir aldraða og öryrkja? Gisli Sigurðsson pipulagnlngameist- ari: Mér finnst hún óþörf. Það er ekki þörf á svona stórbyggingu fyrir þessar skrifstofur. Sigrún Sigurjónsdóttir húsmóðir: Mér líst ekki of vel á hana. Hún er óþörf eins og ástandið er í dag. Sigríður Eiríksdóttir húsmóðir: Eg þekki þetta ekki nógu vel en ef hægt er að draga úr byggingunni finnst mér það í lagi. Jóhann Þór Friðgeirsson bóndi: Egj held að það sé í lagi að bíða með hana og verja peningunum í eitthvað annað. Það er líka fleira sem mætti spara,' eins og flugstöðina. DV. MIÐVKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Slæmar horfur í atvinnumálum á ÓlafsfirOi, segir Olafsfirðingur og vill vita hvað tH bragðs eigi aO taka. — Þessimynd er úr fiskvinnslu á ÓlafsfirOi. Ólafsfjörður: Hvað er með atvinnu- málanefndina? Ólafsfirðingur hringdi: Nú eru mjög slæmar horfur í at- vinnumálum Olafsfirðinga. Þess vegna langar mig til að vita hvaö at- vinnumálanefnd Olafsfjaröar hefur gert í þessum málum upp á siökastiö. Mig langar einnig til að vita hvort for- maður nefndarinnar, Björn Þór Olafs- son, telur það ennþá ekki í verkahring sínum og vinstri manna að sjá um að atvinna hér á staðnum sé næg fyrir alla, heldur „lofi” sjálfstæðismönnum að sjá um að góð og trygg atvinna sé hér fyrir alla bæjarbúa. Einnig langar mig til að vita hvenær atvinnumála- nefnd kom síðast saman til fundar. Svar: Bjöm Þór Olafsson sagði í samtali við DV að öll atvinnufyrirtæki á Olafs- firði væru í eigu einstaklinga og að at- vinnumálanefnd heföi lítið að segja þar um. Auk þess hefðu atvinnurek- endur ekki leitað eftir aðstoð nefndar- innar. Hún væri hins vegar boðin og búin að leita til fjárveitingaryfirvalda ef eftir aðstoð væri leitað. Bjöm Þór sagði ennfremur að at- vinnumálanefnd væri áð byggja iön- garða í samvinnu við iðnþróunarsjóö og væri vonast til að þeir myndu skjóta fleiri stoöum undir atvinnulíf bæjarins. Bjöm Þór sagði að atvinnumála- nefndin heföi komiö saman i haust og þá heföi verið rætt um iðngaröana. Næsti fundur væri ekki ákveðinn en nefndin gæti komið saman hvenær sem væri ef þess væri óskað. Annað svartil Hrafnhildar: Áfram Hallbjörn Sigurður Helgi Jóhannsson á Akureyri hringdi: Mig langar til aö leiðrétta þann misskilning hjá þér, Hrafnhildur, sem kom fram í lesendabréfi í DV þriðjudaginn 1. nóvember, þar sem þú segir að Hallbjörn Hjartarson hafi komið fram í Borgamesi og lögin hafi verið leikin af spólum og hann raulað meö. Þetta er að vísu rétt að nokkru leyti en misskilningurinn hjá þér stafar af þekkingarleysi. Þegar svona „sólóstjörnur” koma fram opinberlega syngja þær á hinum og þessum stöðum. Hljómsveitirnar sem koma fram með Hallbirni hafa ekki æft neitt fyrir hann því að oft- ast er hann ráðinn með stuttum fyrirvara á skemmtistaöina til að syngja fyir aðdáendur sína. Stund- um vita hljómsveitirnar ekki af því fyrr en um kvöldið og þá er orðið of seint að fara að æfa eitthvert pró- gramm fyrir einn mann í eitt skipti. Til þess að stjömur eins og Hall- bjöm geti komið fram og skemmt fólki með stuttum fyrirvara þá hafa þær þann háttinn á að þær láta taka upp á spólu lög af plötu sinni, án söngs, og er það gert í hljóð- upptökustúdíóinu, þar sem platan er tekin upp, og þá em kannski ein- hverjar bakraddir hafðar með líka. Svo fer hann með spóluna næst þegar hann á að skemmta, stingur henni í tækið og syngur með. Ég myndi miklu frekar vilja heyra lögin með upphaflegum undirleik af segulbandsspólu heldur en með illa æfðri hljómsveit sem kann jafnvel ekki lögin og allir verða óánægöir. Egsegi: AframHallbjöm. Vigamaður lemur hausnum vlðstelnlnn, og steinninn brotnar. Við viljum Vígamenn Erling Þórvalsson, 13ára,hringdi: wood. Eg missti af sýningu Víga- Þegar ég las greinina um Víga- manna á iönsýningunni en einn vinur menn, sem sýndu karate í Hollywood minn, sem sá hana, sagðist aldrei og víðar, langaöi mig til aö spyrja hafa hoft á neitt skemmtilegra, ekki Karl Gauta hvort ekki væri hægt aö einu sinni Dallas. sýna þessi atriði í skólum. Ég Vona bara að ég og skólamir Eg er í 7. bekk og get því að sjálf- fáum einhvem tíma að horfa á þessi sögðu ekki fengið inngöngu í Holly- glæsilegu atriði. Allir vilja fá póstinn sinn með góðum skilum. Brófberar á SuOurnesjum þakka hhý skrifi garO stóttarlnnar. Bréfberar þakka enn Bréfberar i Kefíavík og NjarOvik skrifa: Vió viljum koma á framfæri þakklæti tíl Guöjóns Jenssonar fyrir grein er hann skrifaði í DV þriðjudaginn 18. október þar sem hann virðist vera einn afþeim féu sem skilja starf bréfbera. Morgunútvarpið: Létta tónlist milli sex og sjö Einn morgunóhress skrifar: Eg er einn þeirra fjölmörgu sem eiga erfitt meö að vakna fyrir klukkan sjö á morgnana, sem ég verð þó að gera atvinnu minnar vegna. Eg festi nýlega kaup á svo- kölluðum útvarpsvekjara sem á að vera þeirri náttúru gæddur að flytja mann mjúklega úr heimi draumanna yfir í heim hinna vakandi. Mér brá þó illilega í brún fyrsta morguninn sem ég reyndi þetta undratæki. Ég vaknaði upp með and- fælum við skerandi tón sem fór í gegnum merg og bein. Eg var ekki seinn á mér að skrúfa niður í tækinu en þögnin sem fylgdi á eftir var ekki lengi að svæfa mig á nýjan leik. Það þarf ekki að taka það fram að ég kom of seint til vinnu þennan dag. Mig langar þess vegna að koma með litla uppástungu til útvarpsins, til þess aö bjarga mér og öörum í minni stöðu. Er ekki hægt að leika létta tónlist af segulbandi í klukku- tíma áður en eiginleg dagskrá hefst klukkan sjö? Eg veit að fyrstu starfs- mennirnir mæta í vinnu upp úr sex og í leikmannsaugum ætti þetta ekki aö vera of flókið. Ég vona að yfirmenn útvarpsins taki þessa ábendingu til vinsamlegr- ar skoðunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.