Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Page 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983.
31
Sandkorn
Sandkörn
Sandkorn
Markús öm vlktí akkl Uta
tala um Járnfrúna.
Heilög
þrenning
Á útvarpsráðsfundi, sem
haldinn var nú nýlega,
gagnrýndl Markús örn
Antonsson atvik sem átt hafði
sér stað i fréttatíma útvarps
þá fyrir skömmu. Þar hafði,
sagði Markús, verið talað
sýknt og heilagt um járn-
frúna í Bretlandi. Kvaðst
Markús örn vilja mótmæla
siíkum fréttaflutningi; þetta
væri svona svipað og ef
fréttamenn tönnluðust alltaf
á þvi, að „harðstjórlnn í
Kreml”, eða „kúrekinn i
Washington” hefðu gert þetta
eða hitt.
Hreint ekki svo vitlaus til-
laga hjá Markúsl Emi.
Eldri, reyndari
og greindari
Dagblöð þelrra Akureyr-
Hermann, rftstjóri Dags.
inga, Dagur og tslendingur,
hafa löngum eldað saman
grátt silfur. Og nú eru þau
komin í hár saman rétt eina
ferðina.
tslendingur birti, síðastlið-
inn fimmtudag, forsíðufrétt
þess efnis að Dagur sé veð-
sett fyrirtæki fyrir yfir fimm
milljónir króna. Sé staða
Dags mun verri en Timans,
Halldór, rrtstjóri íslendings.
miðað við upplag, mögu-
leika á fjölgun áskrifenda og
auglýslngamarkað.
Af þessu má ráða að fyrir-
tækið sé nánast fallitt, en
ekki er samt svo að sjá að
þeir tslendingar gleðjist yfir
þessum ófarafréttum keppi-
nautarins þvi i dálki inni i
biaðinu skrifar Norðangarri
grein þar sem hann stappar
stállnu í Dagsmenn og
hvetur þá tli að taka sig
saman i andlitlnu, þeir séu
nógu margir til að búa tll
dagblað og þeir Islendingar
viljl samkeppni.
t lok greinar sinnar segir
Norðangarri og beinir orðum
sinum til Dagsmanna:
„Ykkur er alveg óhætt að
taka mark á okkur. Þetta er
vinahót rótgróins blaðs. Við
erum bseði cldri, reyndari og
greindari.”
Og nú biða menn spenntir
eftir svari Dags og án efa
blrtist það á forsiðu því
þegar um svona mál er að
ræða eru fréttirnar auka-
atriði.
Sörfí okkl lengur tfí stíki.
Feðgar til sölu?
Sigurbjörn Eiriksson, veit-
ingamaður i Klúbbnum með
meiru, er hestamaður mikill
og eigandi tveggja af fræg-
ustu stóðhestum landsins,
Sörla og sonar hans Nátt-
fara.
Nýlega hugðist Sigurbjörn
selja þá feðga og biðu
hrossamenn spenntir því vís-
ast yrðu margir um hituna
og þeir feðgar engir aflóga
útsölugripir.
En þeir spenntu verða víst
að bíða enn um sinn þvi
Sigurbjörn er hættur við að
selja hrossin i bili. Astæðan
mun þó ekkl vera skortur á
eftirspurn því heyrst hefur
að hrossaræktarsamband
Suðurlands hafi boðið um
hálfa milljón i Náttfara,
enda kostagripur.
Einnig hefur heyrst að ein-
hverjir menn í Skagafirði
hafi falast eftir Sörla, enda
hann hagvanur þar nyrðra
því Sigurbjörn á hann sam-
eiginlega með einhverjum
Skagfirðingum og hesturinn
dvalið þar löngum.
IJmsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir Kvikmyndir
Stjörnubíó, ANNIE:
DANS OG SÖNGUR ENN ÁNÝ
Stjörnubíó, ANNIE:
Stjórn: John Huston.
Handrit: Carol Sobioski.
Kvikmyndun: Richard Mooro.
Aöalleikarar: Albert Finney, Carol Burnett,
Aileen Qinn, Bernadetto Peters, Ann Reinking,
Tim Curry, Geoffrey Holdor, Roger Ninami.
Tónlist: Charles Strouse.
Lagatextar: Martin Charnin.
Útsetningar og tónlistarstjórn: Ralph Burns.
Dansar: Ariene Phillips.
Framleiðandi: Ray Stark.
Frá því í árdaga kvikmyndanna
hafa dans- og söngvamyndir veriö
með eindæmum vinsælar í Banda-
ríkjunum. Og svo er enn. Á
millistriðsárunum var framleiösla
þessara mynda með mestum blóma
vestra með fótmenntamönnum á
borð við Fred Astaire og Ginger Rog-
ers en eftir því sem f jær dró siöara
heimsstríði virtist sem fyrirferð
þeirra minnkaöi nokkuð í kvik-
myndaheiminum. Á allra síðustu
árum er svo þessi tegund
hreyfimynda að vakna til lífsins aö
nýju, að því er virðist með sömu sér-
kennum og þær voru fyrr á árum,
það er að segja, einföldum söguþræöi
sem inniheldur allt í senn; íburðar-
miklar fjöldasenur meö hröðum
dansi og gleði, yfirborðskenndar per-
sónur sem sveiflast eins og kólfar um
tilf inningasviðiö og góöan endi þessa
alls, væmin sögulok.
Dans- og söngvamyndin Annie
fylgir öllum þessum formerkjum.
Þetta er stórmynd í þeim skilningi að
mikiö hefur veriö í hana lagt og ekk-
ert sparað til að gera söguefnið,
sögusviðið og sögupersónurnar eins
stórkostlegar og hægt er.
En það er þetta með lengd mynd-
arinnar, íburðinn í kringum hana,
væmnina tilþrif leikaranna. Allt er
þetta gert svo mikið og ofboöslegt aö
útlendingum reynist erfitt að átta
sig á hvað er auka- og hvað aðalat-
riði i þessum sannbandariska til-
búningi. Og ekki síst reynist þeim
erfitt að lifa sig inn i þennan
mikilfengleik myndarinnar og
geðjast að honum svo fjarri er hann
þeim og furöulegur.
Sagan um Annie er eiginlega
bamamynd þó svo óefað megi ætla
að sumir fullorðnir hafi gaman af
efniviði hennar. Hún má því heita
f jölskyldumynd og hefur það liklega
einmitt veriö ætlun framleiðenda
verksins að reyna að gera öllum
f jölskyldumeðlimunum til hæfis með
þvi.
Sagan segir i stuttu máli frá lítilli
munaðarlausri telpu sem ásamt
fleirmn sem líkt er ástatt um, býr á
munaðarleysingaheimili í New York
kreppuáranna í kringum 1930. Á
heimilinu ræður ungfrú Hannigan
einu og öllu, drykkfelld kona og í
meira lagi karlsöm og í ofanálag er
hún hinn mesti harðstjóri. Dag
nokkum bankar ung kona að dyrum.
Hún er einkaritari milljónamærings,
herra Warbucks, sem ætlar að bjóða
munaðarleysingja til viku dvalar á
heimili sinu til að hann líti vel út í
blöðunum. Annie litla, tíu ára og
rauðhærð, verður fyrir valinu og til
að gera langa sögu stutta sigrar hún
hjortu allra á heimili milljóna-
mæringsins og þá ekki síst hans
eigið. Hann ákveður að ættleiða hana
en sá böggull fylgir skammrifi að sú
litla telur sig fullvissa um að foreldr-
ar hennar séu á lífi og muni sækja
hana einhvem tíma bráðum. War-
buck lætur þá leita að hugsanlegum
foreldrum hennar og þá fer ýmislegt
að gerast. En allt endar að sjálf-
sögöu vel. . .
Þetta er ákaflega einfaldur sögu-
þráður, hugljúfur og nær á stundum
að snerta taugar áhorfenda, enda
em sum atriði gerð yfrið dramatísk
og greinilega takmark aðstandenda
að fá áhorfendur til að hrífast með.
Sérstaklega á þetta við um bama-
senumar þar sem beinlínis er stólað
á að saklaus stelpuandlitin nái að
vekja með fólki hughrif.
Hvað viðvíkur tækniatriðum er
myndin afar vel unnin og erfitt að
koma auga á hnökra á því sviði.
Einkum er kvikmyndavélinni beitt
fimlega í nokkmm skotum, einnig er
hljóðupptaka frábær.
Helsti kostur myndarinnar er þó
leikur helstu leikara hennar. Albert
Finney fer á kostum sem milljóna-
mæringurinn, sköllóttur í þessu
óvenjulega hlutverki sínu. Þá sýnir
grínleikarinn góðkunni, Carol
Burnett, sterkan leik og nær að gera
trúverðuga og eftirminnilega per-
sónu úr sínu vandmeðf arna hlutverki
sem er ungfrú Hannigan. Síðast en
ekki síst skal geta Aileen Qinn í hlut-
verki sjálfrar Annie. Gott ef það er
ekki sannleikskorn i ummælum aug-
lýsenda um myndina að hún sigri
hjörtu áhorfenda meö eðlilegum leik
sínum. Sömu sögu má reyndar segja
um aðra barnaleikara myndarinnar,
þó svo sumir þeirra séu greinilega
dáh'tið feimnir viö kvikmyndavélina.
En. ..
Ohóflega er teygt úr atriðum
myndarinnar, sviðsbúnaður oft of
fyrirferðarmikill, persónur margar
gerðar of tilgeröarlegar, dans- og
söngatriði mörg hver of yfir-
borðskennd, svo og sem heildaryfir-
bragð myndarinnar er of væmið til
þess að mynd þessi um litlu og sætu
telpuna, hana Annie, geti talist lýta-
laus. Það er þessi sérbandariski
veikleiki að gera kvikmyndir um of
velgjulegar sem eyðileggur margt
gott i þessari dans- og söngvamynd.
Hvort vega þyngra, kostir mynd-
arinnar eða ókostir, er erfitt að
dæma um. Fyrir mig undirritaðan,
harðbrjósta Islendinginn, vó hiö
síðamefnda þó nokkru meira.
-Slgmundur Ernir Rúnarsson.
Annie Htía og milljónamæringurinn Warbuck i Ijúfum densi. Alieen Oinn og Albert Finney í hlutverkum
sfnum.
LAUSAR STÖÐUR
Norræna félagið óskar að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf.
Launakjör verða eftir samkomulagi. Ennfremur vill félagið
ráða starfsmann á skrifstofu.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
berist skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu fyrir 10.
des. nk.
NORSKIR
VIÐAR-
GARDÍNU
KAPPAR
í ÚRVALI
OPIÐ
LAUGARDAGA.
VESTURGÖTU 21 - SÍMI 21600
ÚTSKORIN
HURÐARGERETTI
POSTSENDUM