Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Síða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. Tíðarandinn Tíðarandinn Reykjavík stærsta sveitaþorp landsins I öndveröu var byggöin dreifö um- hverfis landiö og teygöi sig sums staöar langt inn eftir dölum og langt upp í heiöar þar sem feörum okkar þótti sæmilega falliðtil búskapar. Á seinni öldum fór byggð aö grisjast víöa og eyddist sums staöar, en á öörum stööum tók hún aö magnast og mynduðust þéttbýliskjamar, sjávar- þorp, kauptún og kaupstaöir og aö lok- um borgir. Reykjavík, Akureyri, Isafjöröur og Seyöisf jörður em alþekkt stig í þessari þróun. Umhverfis Reykjavík hafa svo sprottið upp sældarlegar smáborgir, þó að nábýlið viö höfuðstaðinn hafi óneitanlega veriö þeim jöfnum hönd- um blessun og fjötur um fót, því það lætur aö líkum, aö erfitt er fyrir kaup- staö aö dafna sjálfstætt þegar ævin- lega er völ á margfalt öflugri þjónustu og lystisemdum alveg á næstu grösum. En Reykjavík er að mörgu leyti ákaflega einkennileg borg. Hún hefur fyrir langa löngu misst sjónar af upp- runa sínum og býr aö alltof fáum menj- um fyrri tíma, sem er þó aðalsmerki menningarborga um víöa veröld. Að þessu leyti stendur Akureyri höfuð- borginni sumpart framar, eins og reyndar hefur verið vikið aö áöur í þessumdálki. Svo er hitt, aö Reyk javík hefur í aöra röndina alltaf hikaö viö aö stíga skrefið til fulls út úr sveitamennsku til borgar- lífs, og ein vísbending þess eru nafn- giftir á götum hennar og strætum. Erlendis leitast borgaryfirvöld við aö gefa götunum nöfn sem ljá þeim ein- hvers konar persónuleika, og þó aö vitanlega veröi stundum misbrestur á í þeim efnum eins og öörum mannanna verkum, þá hafa þeir vissulega haft erindi sem erfiöi ef á heildina er litiö. Þar getur að líta tignarleg nöfn sem tengjast sögulegum atburöum, fræg- um orrustum, minningu horfinna leið- toga, skáldjöfra og annarra snillinga og þar fram eftir götunum. Vitaskuld er þaö alger óþarfi að sérhver gata beri stórfenglegt nafn, því aö ein og ein á stangli gerir fyllilega það gagn sem þarfogummunar. Hver var Tryggvi? Margar gamlar götur í Reykjavík bera þau nöfn sem bregöa einkenni- legri birtu yfir borgarhverfin, því aö þau ýja hvert meö sínu móti aö lífi lið- inna daga. Þaö eru götur eins og Amtmanns- stígur, Bræöraborgarstígur, Skúla- gata, Fischersund, Barónsstígur, Tryggvagata, Geirsgata, Bókhlöðu- stígur, Veghúsastígur og önnur fleiri. En hver var sá Tryggvi sem gatan er heitin eftir? Var þaö Tryggvi Þórhalls- son, sá merkilegi og stórgáfaöi fram- sóknarleiðtogi? Var þaö fjármála- snillingurinn Tryggvi Gunnarsson eða kannski athafnamaðurinn Tryggvi Ofeigsson? Hver var Geir og hver var Skúli? Við hvaöa amtmann er stígurinn kenndur og hver var sá barón sem bjó hér forö- um og skildi eftir sig eitt fegursta götu- nafn landsins? Staöreyndin er auövitaö sú, að oft er okkur meö öllu ókunnugt um tildrög nafngiftanna, en undir oröanna hljóðan skynjum við merkilegar sögur og þau eru einmitt svo vel til þess fallin aö kveikja áhugann, glæöa ræktarsem- ina og örva ungu kynslóðina til þess aö nálgast sögu sinnar eigin borgar. En til þess aö svala forvitni þeirra sem eru jafnfákunnugir og ég sjálfur um uppruna hinna gömlu götunafna, Ef menn endilega vilja sækja götunöfn í Ijóö og kvæði væri nær aö bera niðuri verkum borgarskáldsins Tómasar Guðmundssonar. skal þess getið að Tryggvagata er heit- in eftir Tryggva Gunnarssyni banka- stjóra. Páll Líndal, sá góöi Reyk- víkingur, skýröi mér frá þessu í sím- tali fyrir skemmstu, en hann er flest- um fróðari um fortíð borgarinnar og hefur raunar ritaö um hana töluvert í bækur. Gamii miðbærinn verður áfram hjarta Reykjavikur hvað sem allri framþróun liður. Falleg götunöfn af sögulegum uppruna Ijá gamla miðbænum tignarlegt yfirbragð. Smekkleysur úr strjálbýli Páll Líndal gat þess í spjalli voru, aö hagnýt sjónarmið hefðu ráöiö ferðinni þegar sýnt var aö Reykjavík myndi ekki láta þar viö sitja að vera stór kaupstaöur, heldur myndi hún þróast og vaxa og veröa víölend borg meö mörgum götum og strætum. Þess vegna brugðu menn á þaö ráö aö láta stjórnast af notagildinu einu saman, samkvæmt þeirri kenningu að götu- nöfn væru til þess eins aö auövelda fólkiaðrata. Samkvæmt þessari kenningu væri fullt eins hægt og trúlega betra aö auö- kenna götur með tölustöfum og bók- stöf um í stað nafna, en sú hefur nú ekki oröiö raunin og veröur varla nokkum tíma. Það vakti fyrir borgarfeörunum að götunöfnin yrðu nytjahlutir en ekki skrautgripir, og þeim sást yfir þá staö- reynd að meö dálítilli umhugsun og góöum vilja er vel hægt að samhæfa þetta tvennt svo að flestir veröi á eitt sáttir. Því miður hafa borgarfeöurnir látiö ginnast til þess að niðurlægja heilu Bjarni Thorarensen hataði Reykja- vik og Reykvíkinga. Hvaða nauðsyn ber til að viðra minningu hans á götuskiltum höfuðborgar- innar? borgarhverfin meö hroðalegum ónefn- um og smekkleysum úr str jálbýlinu. Nöfn á borð við Strýtusel, Þúfusel og Fremrastekk eru sótt í dagleg störf hinna fomu sveitamanna Islands og meðan þess konar hugsunarháttur fær aö ráöa ríkjum er hætt við því að Reykjavík veröi enn um sinn talin stærsta sveitaþorp landsins en ekki höfuðborg, sem stendur undir nafni. 8&=3I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.