Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARDAGUR18. FEBRUAR1984.
Tilkoma Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1977:
Gæsluvarðhaldi
beitt sjaldnar
— og rannsóknir taka nú styttri tíma
Meö tilkomu Rannsóknarlögreglu
ríkisins hefur gæsluvaröhaldi minna
verið beitt hér á landi en áöur og þá
hef ur gæsluvarðhaldstíminn styst.
Þetta er niöurstaöa mjög athyglis-
verðrar greinar eftir Jón H. B. Snorra-
son laganema, en greinin er í nýjasta
tölublaöi Ulfljóts, blaöi Orators, félags
laganema viö Háskóla Islands.
Greinin ber yfirskriftina: „Athugun
á tíöni gæsluvaröhaldsúrskurða á aöal-
starfssvæöi RLR frá 1. jan. 1972 til 31.
des. 1982.” I viðtali viö DV sagöi Jón,
sem lýkur laganámi í vor, aö þessi rit-
gerö væri hluti af kandídatsritgerð
sinni sem fjallar aö mestu um hand-
tökur í þágu rannsóknar opinbers málS
og gæsluvarðhaldskröfur.
Við birtum hér súlurit úr grein Jóns.
Súlurit I sýnir fjölda gæsluvaröhalds-
úrskurða á tímabilinu frá 1972 til 1982
aöbáðumárummeötöldum. Arinu 1977
er þó skipt í tvennt og miðast skipting-
in viö 1. júh' en þá var Rannsóknarlög-
regla ríkisins stofnuö.
Súlurit II sýnir meðalgæslu-
varöhaldstíma, þaö er samanlagðan
gæsluvaröhaldstíma á hverju ári,
þegar deilt hefur verið í hann meö
fjölda úrskuröa þaö ár.
Meöalgæsluvaröhaldstími áriö 1976
sker sig mjög úr. Hann er 44 dagar.
Skýringin er sú að á þessu ári var
unnið að torveldri rannsókn mann-
drápsmála, meðal annars Geirfinns-
og Guömundarmálsins.
Súlurit IH sýnir meðaltíma
gæsluvaröhaldsúrskuröa byggða á 1.
tölulið 67. greinar um meöferö opin-
berra mála. Þetta gæsluvaröhald er í
þeim tilvikum þar sem hætta er á aö
sökunautur kunni aö torvelda
rannsókn málsins meö því aö afmá
merki eftir brot, skjóta undan munum
eða öörum gögnum er brot varöa eða
reyni aö hafa áhrif á vitni eöa hugs-
anlega samseka fái hann aö fara frjáls
ferðasinna.
I lokaorðum sínum víkur Jón aö
áhyggjum manna, meöal annars
stjómar Lögmannafélags Islands á
árinu 1978, af því aö með stofnun Rann-
sóknarlögreglu ríkisins yröi gæslu-
varðhaldi oftar beitt viö rannsókn
mála. Athuganir Jóns sýna aö hiö
gagnstæöa hefur gerst.
Hann minnist svo á aö þýðingar-
mesta breytingin sé sú aö tími gæslu-
varöhalda vegna 1. tl. 67. gr. um
meöferð opinberra mála hafi styst.
„Ástæða þess hlýtur aö vera sú aö
rannsókn tekur styttri tíma. Þaö aö
rannsóknartími styttist og sá tími sem
sökunautur þarf aö vera sviptur frelsi
sínu hlýtur aö vera mjög í þágu söku-
nauts. -JGH.
Lögreglan leitar að
manni meö haglabyssu
— stal henni eftir að hafa gengið berserksgang og brotið margar
rúðurístórhýsi
I fyrrinótt voru brotnar fjórar
stórar rúöur í húsinu Laugavegi 178.
Viröist eins og einhver hafi gengiö
berserksgang fyrir utan húsið því
allar rúöumar voru mölbrotnar.
Voru þær stærstu um 4 fermetrar og í
þeim8mm gler.
Berserkurinn braut rúðurnar á
rakarastofunni sem þama er, einnig
í anddyrinu og í versluninni Vestur-
röst. Þaöan stal hann líka þriggja
skota Winchester haglabyssu og
skotfæmm og haföi á brott meö sér.
Ottast lögreglan aö slíkt vopn sé
stórhættulegt í höndum manns sem
ræöst á dauða hluti eins og rúöur
meö slíkum látum og þarna geröist.
Er nú mikil leit gerö aö manninum
og vopninu sem hann stal.
Fleiri rúður voru brotnar í borg-
inni þessa nótt, m.a. í Bolholti eöa
rétt hjá Laugavegi 178. Er ekki vitaö
enn hvort þar var sami maður á ferö.
-klp-
Stærstu rúöurnar sem maðurinn braut vom um 4 fermetrar og í þeim var 8
mm gler. DV-mynd S.
Brauðbær
opnarhótel
við Óðinstorg
Hótel verður opnaö í húsi Brauð-
bæjar við Oðinstorg í maí næstkom-
andi. Til aö byrja með veröa 20 her-
bergi tekin í notkun en í fullfrá-
gengnu hótelinu verða 30 herbergi.
Viö þessar breytingar á rekstri
Brauöbæjar verður veitingarekst-
ur fyrirtækisins fluttur í húsið ofan
við núverandi húsnæöi þess við
Þórsgötu 1 og sömuleiðis veröa
skrifstofur færðar þangað.
Að sögn Gísla Thoroddsens, yfir-
matreiöslumanns Brauöbæjar,
verður hótel þetta meira í ætt við
gistihús en Hótel.
„Viö munúm einbeita okkur fyrst
og frernst áö ferðamönnum sem
hafa hér liltölulega stutta viðdvöl,”
segirhann,
Hugmyndin meö þessum hótel-
rekstri er að nýta betur þá
veitingaaðstöðu, sem Brauðbær
hefur fyrir, en að auki mun vera
skortur á gistirými í miðbæ
Reykjavíkur ýfir háterðamanna-
tímann.
Vélstjórafélag íslands:
75 ára afmælis minnst
75 ára afmælis Vélstjórafélags Is-
lands veröur minnst með hátíöarfundi
að Borgartúni 18 í dag klukkan 15.30.
Þangað er öllum fyrrverandi stjómar-
mönnum félagsins boðið, ásamt þeim
sem félagið hefur átt hvað mest skipti
við í gegnum árin. Að hátíöarf undinum
loknum verður boöiö upp á hressingu.
Á morgun klukkan 14 verður svo opið
hús að Borgartúni 18 og eru félags-
menn og aörir velunnarar félagsins
boðnir velkomnir.
Nýrforstjóri
Framkvæmda-
stofnunar
Á fundi í stjórn Framkvæmda-
stofnunar ríkisins í gær var samþykkt
aö gera þá tillögu til forsætisráðherra
aö Kristinn Zimsen, starfsmaöur lána-
deildar Framkvæmdastofnunar, yrði
settur forstjóri Framkvæmdastofnun-
ar meðan Sverrir Hermannsson gegnir
ráöherrastörfum.
Fulltrúar rikisstjórnarflokkanna
báruframþessatillögu. HÞ.
Fyrsta vélstjórafélagið á Islandi var
stofnað 20. febrúar 1909 en 1942 var
stofnað annað vélstjórafélag, Mótor-
vélstjórafélag Islands. Félög þessi
voru sameinuð í eitt féiag árið 1968
undir nafninu Vélstjórafélag Islands.
Fjöldi úrskuröa
Súlirit nr. I
Meðaltal 1972-1.7.1977 er
112,72 úrskurðir á ári.
Meðaltal 1.7. 1977-1982 er 67,27
úrskurðir á ári.
1972 1973 197u 197S 1976 1977 1977 1978 1979 198o 1981 198?
f.íd. s.hl.
Rannsóknarlögreglan í Reykjavík. Rannsóknarlögregla ríkisins.
Dagafjöldi
Súlurit nr. II
Meðalgæsluvarðhaldstími á
tímabilinu 1972-1982 þ. e. vegna
allra töluliða 1-61. mgr. 67. gr.
laga 74/1974 um meðferð opin-
berra mála.
' Fyrra tímabil 33,91 dagar að með-
altali.
Síðara tímabil 20,52 dagar að
meðaltali.
fi n fi
1972 1973 197*4 197S 1976 1977 1977 1978 1979 198o 1981 198?
f.hl. s.hl.
Rannsóknarlögreglan í Reykjavík. Rannsóknarlögregla ríkisins.
Dagafjöldi
Súlurit nr.
Meðalgæsluvarðhaldstími vegna
rannsóknarnauðsynja, þ. e.
1. töluliðs 1. mgr. 67. gr. laga
74/1974 um meðferð opinberra
mála.
Fyrra tímabil 21,81 dagar að
meðaltali.
Síðara tímabil 11,86 dagar að
meðaltali.
1977 1973 197*. 197S 19’6 1977
1978 1979
Rannsóknarlögreglan í Reykjavík. Rannsóknarlögregla ríkisins.
Ránið í Iðnaðarbankanum:
Nokkrir yf irheyrðir
Bankaræninginn, sem rændi útibú
Iðnaðarbankans í Drafnarfelli síöast-
liöinn fimmtudag, er enn ófundinn.
DV spuröi Hallvarð Einvarösson
rannsóknarlögreglustjóra hvort búiö
væri að yfirheyra marga vegna þessa
máls og sagöi hann: „Já, þaö er búiö
að yfirheyra nokkra eins og gengur í
slíkum málum. En það hefur ekki enn
leitt til þess aö þjófurinn hafi fundist.”
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
fékk í gær, mun starfsfólk útibúsins í
Drafnarfelli hafa farið á skemmtistaöi
borgarinnar um síðustu helgi í þeirri
von að koma auga á ræningjann.
-JGH.
Dómprófastur vísi-
r
terar Askirkju
Séra Olafur Skúlason dómprófastur
mun vísitera Ássöfnuö á morgun,
sunnudag. Vísitasían hefst klukkan 14
og mun séra Olafur messa en séra Ámi
Bergur Sigurbjömsson sóknarprestur
þjóna fýrir altari. Aö lokinni guösþjón-
ustu hefst fundur með dómprófasti og
er öllum, sem áhuga hafa, heimill að-
gangur. Geta fundarmenn tekiö þátt í
heimsókn prófasts. Auk þess verður
rætt um safnaöarstarfiö og kirkjumál
almennt og um leið veröur gerö ná-
kvæm skrá yfir eigur sóknarinnar.
-öþ.
Rokkað gegn eituref num
— íTess, Hafnarfirði,
Andóf gegn eiturefnum er yfirskrift
hljómleika sem haldnir verða í sam-
komuhúsinu Tess, Trönuhrauni 8,
Hafnarfirði, á sunnudagskvöldiö
klukkan 20. Húsið verður opnað
klukkan 19.30. Verð miða er 120
krónur.
Dagskrá kvöldsins er fjölbreytt. Frá
SÁA kemur Omar Ægisson, þá koma
fram Herramenn og Omi Cron. Því
næst flytur Guðrún Agnarsdóttir,
alþingismaöur og læknir, erindi. Á eft-
ir henni koma Gammamir.
Eftir hlé koma fram Páll Pálsson rit-
höfundur, Bubbi Morthens, Frakkarn-
ir. Dagskrárlok eru áætluð klukkan
23.45. Kynnir á hljómleikunum verður
á sunnudagskvöld
Albert Már Steingrímsson, JC Hafnar-
firði.
Þaö er JC Hafnarfjöröur sem stend-
ur fyrir þessum hljómleikum. I frétta-
tiikynningu frá félaginu segir aö mark-
miöiö með hljómleikunum sé að fræða
böm og unglinga um hættur vímuefna
og vekja fólk almennt til umhugsunar
umþessimál.
I tilefni þessa verkefnis hafa félagar
í JC Hafnarfirði gefið út bækling sem í
em meðal annars viðtöl við unglinga og
nokkra aðila sem fjalla um vímuefni
að staöaldri. Ennfremur hafa verið út-
búnir sérstakir límmiöar meö slag-
oröum gegn vímuefnanotkun.
-JGH
Bubbi Morthens, rokkari rokkaranna,
verður á meðal þeirra sem fram koma
á rokktónleikunum í Tess í Hafnarfiröi
á sunnudagskvöldið klukkan 20. Yfir-
skrift tónleikanna er Andóf gegn eitur-
efnum. Það er JC Hafnarfjörður sem
stendur fyrir hljómleikunum.
DV-mynd S.