Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 22
22
DV. LAUGARDAGUR18. FEBRUAR1984.
Samuel Reshevsky, elsti keppandi Reykjavíkurskdkmótsins:
Tefldi blindskáklr og fjöl-
tefli átta ára gamall!
Þótt Reykjavíkurskákmótiö, sem
nú stendur yfir, sé e.t.v. ekki eins
sterkt og vonast var til, eru margir
kunnir garpar á þátttakendalistan-
um. Sumir þeirra eru vel þekktir hér
heima frá fyrri mótum en aðrir eru
heimsfrægir og ættu aö vera kunnir
öllum skákunnendum. Nafniö
Samuel Reshevsky ætti aö hljóma
kunnuglega, enda er sá skákmaöur
ekki til sem á að baki lengri skák-
feril. Reshevsky tefldi blindskákir og
f jöltefli átta ára gamall, komst síöan
í fremstu röð skákmeistara og lætur
nú engan bilbug á sér finna þótt orð-
inn sé 72 ára gamall. Nú teflir hann
einungis ánægjunnar vegna, að eigin
sögn, og býst ekki viö aö blanda sér í
baráttuna um æðstu metorð. En
gaman er aö fylgjast meö honum aö
tafli.
Reshevsky fæddist í Póllandi áriö
1911 en fluttist átta ára gamall vest-
ur um haf til Bandaríkjanna, þgr
sem hann hefur búiö síöan. Hann átti
aöra æsku en önnur börn, því að hann
ferðaðist um ásamt foreldrum sínum
og tefldi f jöltefli viö fullvaxta menn.
Þaö þótti undrun sæta aö svo smá-
vaxinn piltur, sem varö aö standa
uppi á kassa svo hann sæi yfir tafl-
borðið, gæti velt reyndum skák-
mönnum úr sessi. Tólf ára görnlum
fannst honum komiö nóg af svo góðu
og var þá í fyrsta sinn sendur í skóla
til þess að læra að lesa og skrifa!
Hann geröi hlé á taflmennsku sinni í
tæp tíu ár en mætti þá aftur til leiks,
fílefldur. Hann náöi frábærum
árangri á árunum 1936—1940, tefldi í
áskorendakeppninni 1948 og 1953 og
fram til 1960 var hann álitinn snjall-
asti skákmeistari Bandaríkjanna og
þótt víöar væri leitað. Þá kom Bobby
til sögunnar og skákaði „gamla
undrabaminu”.
Reshevsky er strangtrúaður gyö-
ingur og veldur því stundum öröug-
leikum á skákmótum. Hann teflir
nefnilega ekki frá sólarlagi á föstu-
dagskvöldi til sólarlags á laugar-
dagskvöldi. Trúin heimilar engin
veraldleg störf á þeim tíma. Á
Reykjavíkurskákmótinu mun hann
því tefla föstudagsskákir sínar frá
kl. 12—17 og á laugardögum teflir
hannfrá 19—24.
Reshevsky lendir oft í tímahraki
en á síöustu sekúndunum er hann
ótrúlega útsjónarsamur og tekst oft
aö breyta töpuöum stööum í unnar.
Annars er hann á seinni árum einnig
þekktur fyrir ýmsar misjafnlega
heiðarlegar tiktúrur sínar. Hann tók
upp leik gegn Hauki Angantýssyni á
skákmótinu í Lone Pine fyrir
nokkrum árum og hinn kunni skák-
maöur Jónas P. Erlingsson var
nærri búinn aö ganga af honum dauð-
um eftir mikla hraðskákrimmu
þeirra í Phíladelfíu, er Reshevsky
hafði rangt við.
En nóg um það. Viö skulum líta á
skák, sem Reshevsky tefldi aöeins
átta ára gamall í Lundúnum. Ekki er
aö sjá aö svo ungur skákmaður stýri
hvítu mönnunum, því að taflmennsk-
an ber vott um mikinn þroska. Og
þaö sem meira er: Báðir keppendur
tefla þessa skák blindandi, þ.e. án
þess að sjá taflborð. Otrúlegt afrek
átta ára drengs.
Hvítt: Samuel Reshevsky
Svart: Griffith
Blindskák, London 1920
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0
Rxe4 5. d4 Be7 6. Hel Rd6 7. Bxc6
bxc6 8. dxe5 Rb7 9. Rc3
Þeir sem fylgdust með Búnaðar-
bankaskákmótinu muna eftir skák
deFirmians viö Knezevic í þessu af-
brigði og þeir tefldu það reyndar
einnig í 2. umferð Reykjavíkurskák-
mótsins. I stað 6. Hel er nú talið
betra aö leika 6. De2, eins og
deFirmian geröi, því eftir hróksleik-
inn heföi svartur mátt leika 7. —dxc6
8. dxe5 Rf5 meö góöum möguleikum
til aö jafna taflið. Hvemig á átta ára
drengur að „kunnateóríuna”?
9. —0-010. Rd4!Rc511.f4!?
Mörgum, mörgum árum seinna
tefldist 11. Rf5? d5! í skákinni
Bjelajac-Knezevic, Júgóslavía 1977,
og svartur jafnaöi taflið.
11. -Re6 12. Be3 Rxd4 13. Bxd4 d5 14.
Df3 Bf5
Fórnar peði, en aðeins
tímabundið. Hvítu peðin fara nú á
skrið.
15. —Bxc216. Hacl c5
Eöa 16. —Be4 17. Rxe4 dxe4 18.
Dxe4 og c-peðiö fellur einnig.
17. Hxc2 cxd4 18. Rxd5 c5 19. f5 Bg5
20. Hxc5 Hc8 21. Hxc8 Dxc8 22. f6!
He8
Tapar skiptamun en taflinu verður
ekki bjargað. Ef 22. —Dd7 23. h4!
Bxh4 24. Re7+ Kh8 25. fxg7+ Kxg7
26. Rf5+ og vinnur biskupinn
(Reshevsky). Best er 22. —Dd8 en ef
Tvö pör með af gerandi forystn hjá BR
Bridgefélag
Reykjavíkur
Nú er þremur umferöum lokiö í aðal-
tvímennningskeppni Bridgefélags
Reykjavíkur og hafa tvö pör tekið
afgerandiforystu.
Röð og stig efstu para er þessi:
1. Guflmundur Pétursson
— Sigtryggur Sigurðsson 2. Sigurður Sverrisson 341
— Valur Sigurðsson 3. Simon Simonarson 324
— Jón Ásbjömsson 4. Sigurður Sigurjónsson 231
— Júlíus Snorrason 5. Ásgelr Asbjömsson 208
— Guðbrandur Sigurbergsson 6. Rikarður Stebibergsson 195
— Sveinn Helgason 7. Runólfur Pálsson 166
— Aðalsteinn Jörgenson 8. Valgarðnr Blöndal 163
— Þórir Sigursteinsson 9. Stefán Guðjohnsen 152
— Þórir Sigurðsson 10. Gyifi Baldursson 143
— Sigurður B. Þorsteinsson 115
Hér er skemmtilegt spil frá síðasta
spilakvöldi.
Suður gefur / a-v á hættu:
Nohour
A A7
<?32
O KD853
+ D1074
Au>tur
A D
ÁKD75
O ÁG42
+ K83
SUPIJK
A KG10984
1094
O 976
+ 9
Á flestum borðum varð loka-
samningurinn fjögur hjörtu í austur.
Flestir unnu fjögur hjörtu, örfáir
töpuðu þeim, sem er hreint afspil, en
nokkrir sagnhafar unnu fimm með
góðri spilamennsku. Var þá annað-.
hvort um kastþröng eöa endaspil á
norðuraðræða.
Hér er ein útgáfa. Sagnir gengu þannig:
Suöur Vestur Noröur Austur
2S pass pass dobl
pass 3L pass 3H
pass pass 4H pass pass
Suður spilaði út laufaníu, sagnhafi
drap á ás í blindum og spilaöi spaða til
þess aö opna sambandið milli hand-
anna. Norður drap á ásinn og trompaði
réttilega út. Þá kom tígull á ásinn og
tígull trompaður. Síðan var spaði
trompaður og tígull trompaður. Enn
var spaði trompaður og síðustu
trompin tekin.
Síðan var norðri spilað inn á
tígulkóng i sannaðri endastööu —
fimmunnir.
Það er hins vegar athyglisvert að
fáir n-s reyndu fjögurra spaöa fórnina,
sem er aðeins þrjá niður.
Bridgefélag
Breiðholts
Nú er aðeins ein umferð eftir af aöal-
sveitakeppni félagsins. Staða efstu
sveitaerþessi:
1.-2. Sveit Gunnars Traustasonar 147
Vestur
6532
G86
0 10
+ AG652
AFBURÐAGREIND BÖRN
Opinn fundur að Hótel Borg nk. sunnudag, 19.
febrúar, kl. 15.00.
Framsögumenn: dr. Bragi Jósepsson, dr. Andri
Isaksson, Elín Olafsdóttir og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Pallborðsumræður: Fyrirspumum svarað.
SÁUM
(Samtök áhugafólks um uppeldis- og menntamál)
Kennarafélag Reykjavíkur.
1.-2. Sveit Heimis Tryggvasonar 147
3. Sveit Antons Gunnarssonar 136
4. Sveit Rafns Kristjánssonar 126
5. Sveit Gunnlaugs Guðjónssonar 117
Eftir þessa einu umferð næst-
komandi þriðjudag verður spilað létt
rúbertubridge og byrjar það um kl.
21.30.
Þriðjudaginn 28. febr. hefst butler-
tvímenningur og er skráning hafin hjá
keppnisstjóra.
Athygli er vakin á því að Húsvíking-
'ar eru væntanlegir i heimsókn og
verður spilaður tvímeiuiingur kl. 1 e.h.
laugardaginn 25. febr. og eru félagar
beðnir um að fjölmenna og spila við
gestina.
Spilaö er í Gerðubergi í Breiðholti.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Mánudaginn 13. febr. lauk barómet-
er félagsins. Fyrir síðasta kvöldið
höfðu Ámi Þorvaldsson og Sævar
Magnússon náð rúmlega 100 stiga
forustu og aðeins átti eftir að spila 5'
umíerðir. Töldu menn víst að sigurinn
félli þeim í skaut en það átti þó ekki
eftir að verða. Bjöm Eysteinsson og
Kristófer Magnússon gengu berserks-
gang og höfðu áður en yfir lauk unnið
upp forskotið og gott betur. Þeir félag-
ar urðu þannig sigurvegarar en Ámi
og Sævar máttu láta sér nægja annaö
sætið. Efstu sætin á mótinu skipuðu
annars eftirtalin pör:
Bjom Eysteinsson-Krlstófer Magnússon 326
Ámi Þorvaldsson-Sævar Magnússon 314
Bjaraar Ingimarsson-Þórarinn Sófusson 184
Georg Sverrisson-Kristján Blöndal 172
Olafur Valgeirsson-Ragna Olafsdóttir 170
Ásgeir Ásbjömsson—
Gnðbrandnr Sigurbergsson 154
Næsta keppni er Board a match
keppni, þ.e. sveitakeppni með
tvímenningsfyrirkomulagi. Er áætlað
að hún verði þr jú kvöld.
Spilað er í Iþróttahúsinu við Strand-
götu og hefst spilamennskan kL 7.30
mánudaginn 20. febr.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Nú er aöeins eftir að spila eina
umferð í sveitakeppni og er röö efstu
sveita þessi:
1. Sveit Magnúsar Torfasonar 112
2. Sveít Guðmundar Theodórssonaar 107
3. Sveit Sigmars Jónssonar 102
4. -5. Sveit Bjöms Hermannssonar 96
4.-5. Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 96
Síðasta umferð verður spiiuð
þriðjudaginn 21. febrúar kl. 19.30 í
Drangey, Síðumúla 35.
Bridgesamband
Suðurlands
Dagana 3.-5. febr. var haldið Suður-
landsmeistaramót í sveitakeppni að
Flúðum í Hmnamannahreppi. 14
sveitir tóku þátt í mótinu. Suöurlands-
meistari varð sveit Brynjólfs Gests-
sonar, en auk hans spiluðu í sveitinni
Helgi Hermannsson, Kristján Blöndal
og Valgarð Blöndal.
Röð 10 efstu sveita varð þessi:
Sveit stig
1. Brynjélfs Gestssonar B.S. 220
2. Sigfúsar Þórðarsonar B.S. 185
3. Leifösterby B.S.&B.V. 172
4. Kristján M. Gunnarsson B.S. 171
5. Ragnar Óskarsson B.Þ. 135
6. Hermann Erlingsson B.L. 133
7. Karl Gunnlaugsson B.Hr. 129
8. Sigurður Hjaltason B.S. 106
9. Hreínn Stefánsson B.L. 105
10. EbiarSigurðsson B.Hv. 101
Keppnisstjóri var Guðmundur Kr.
Sigurösson og stjórnaði hann af sinni
alkunnu snilld. B.S.S. kann honum
sínar bestu þakkir fyrir störf hans fyrr
og síðar.
Bridgefélag
Sauðárkróks
30. janúar lauk sveitakeppni Bridge-
félags Sauðárkróks. Spilaðar vom sjö
umferðir. Staða efstu sveita varð
þessi:
Sveit stig
Páls Hjáimarssonar 116
Bjarka Tryggvasonar 114
Jéns Tryggva Jökulssonar 78
Ingibjargar Agústsdóttur 64
8 sveitir tóku þátt íkeppninni.
Mánudaginn 6. febrúar var spilaður
tvimenningur hjá félaginu. Spilað var í
tveimur 20 para riðlum og urðu úrslit
þessi:
A-riðUl stig
Agnar Sveinsson og 1 Valgarð Valgarðsson 131
Erla Guöjónsdóttir og Haukur Haraldsson 115
Kristinn Olafsson og Geir Eyjólfsson 115
B-riðill stig
Soffía Daníelsdóttir og
Þórdis Þormóðsdóttir 144
BjarkiTryggvason og
Halldór Try ggvason 139
Gunnar Þórðarson og
Bragi Halldórsson 114
Bridgefélag
Reyðarfjarðar og
Eskifjarðar
Vetrarstarfsemin hófst 4. október.
Fyrst var spilaöur 4 kvölda tvímenn-
ingur, 18 pör, úrtökumót fyrir Austur-
landstvímenning:
Úrslit: stig
1. Guðjón Bjömsson
— Aðals tcinn Valdimarsson 591
2. Aðalsteinn Jónsson
— Sölvi Sigurösson 590
3. Kristján Kristjánsson
— Þorsteinn Ólafsson 582
AðaJsteinn og Sölvi urðu síðan í 1.
sætií Austurlandsmótinu.
Meistaramót félagsins, 7 kvölda
tvímenningur, var næst á dagskrá.
CrsUt: stig
1. Friðjón Vigfússon
— Ásgeir Metúsalemsson 1513
2. Hafsteinn Larsen
— Jóhann Þorsteinsson 1512
3. Kristján Kristjánsson
— Þorsteinn Ólafsson 1470
18 pör tóku þátt í keppninni.
Nú stendur yfir sveitakeppni
félagsins og em þátttakendur 10
sveitir Staðan í dag er hjá 3 efstu
sveitunum:
Sveit stig
Jónasar Jónssonar 66 eftir 4 umferðir
Pálma Kristmannsson 64 eftir 4 umferðir
Friðjóns Vigfússonar 58 eftir 4 umferðir
Bridgedeild Barðstend-
ingafélagsins
Mánudaginn 13. febrúar vom
spilaðar 11. og 12. umferð í aöalsveita-
keppni félagsins. Staða 8 efstu sveita
þegar 1 umferð er eftir:
1. Þórarinn Áraason 205 stig
2. IngvaldurGústafsson 164 stig
3. VlðarGuðmundsson 153 súg
4. Sigurður Kristjánsson 151 stig
5. Þorsteinn Þorsteinsson 128 stig
6. Hannes Ingibergsson 127 stig
7. Ölafur Jónsson 123 stig
8. Guðmundur Jóbannsson 119 sUg
Næst verður spilað 20. febrúar og
hefst keppni stundvíslega kl. 19:30.
Spilað er í Síðumúla 25.