Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR18. FEBRUÁR1984.
3
SPURT UM AFDRIF
NAUÐGUNARMÁLA
Kristín Halldórsdóttir, þingmaöur
Kvennalista, hefur boriö fram fyrir-
spum til dómsmálaráðherra um afdrif
nauðgunarmála.
Fyrirspurnin er í fimm liöum og er
svohljóöandi: Hversu oft hefur verið
kært fyrir nauögun síöan Rannsóknar-
lögregla ríkisins var sett á stofn árið
1977? Hve margar kærur hafa leitt tii
ákæru? Hve margar kæmr hafa verið
felldar niöur vegna skorts á sönnun-
um? Hve mörgum málum hefur lokið
meö sátt og hve háar upphæöir er um
að ræöa í hverju tilviki? Hve margar
ákærur hafa leitt tii dóma á ofan-
greindu tímabili og hver hefur refsing
oröiö í hverju tilviki?
ÖEF
ASI mótmælir
Miöstjórn Alþýöusambands Islands
samþykkti á fundi sínum 16. febrúar
ályktun þar sem mótmælt er harðlega
áformum stjómvalda um aö Afla-
tryggingarsjóður verði gerður upptæk-
ur og færöur í hlutfalli við aflaverð-
mæti til Stofnfjársjóös fiskiskipa.
Segir í ályktun ASI að meö þessu sé
gengið þvert á grundvallartilgang
Aflatryggingarsjóðs, mest fært til
þeirra sem mest afla og atvinnu og
kauptryggingu sjómanna víða stefnt í
hættu.
ÖEF
Ákærðir fyrir líkamsárás-
ir, þ jóf naði og skjalaf als
I Hæstarétti hefur verið dómtekiö
mál ákæruvaldsins gegn tveimur
mönnum sem ákærðir em fyrir líkams-
árásir, þjófnaöi og skjalafals.
Mennirnir eru ákæröir fyrir alls 25
brot, þar af þrjár líkamsárásir sem
þeir eiga að hafa framið ýmist saman
eöa hvor í sínu lagi, aöallega á árinu
1981.
I undirrétti fengu báöir mennimir
skilorösbundinn dóm, annar 12 mán-
aöa skilorösbundið fangelsi en hinn sex
mánaöa skilorðsbundið fangelsi.
Ákæruvaldiö krefst þyngingar á dóm-
umþessum.
Athygli vakti hve lengi málflutning-
ur stóð yfir í Hæstarétti. Einn dagur
dugöi ekki heldur þurfti einnig hluta af
næsta degi. Þykkur bunki af skjölum
fylgir máli þessu. -KMU.
Verðlagsráð:
Hámarksálagningfelld niður
Verölagsráð hefur samþykkt aö fella
niður hámarksálagningu í heildsölu og
smásölu á matvöm, nýlenduvöru, sæl-
gæti, hreinlætis- og hjúkrunarvöm,
snyrtivöm, pappírsvöru til heimilis-
nota og plast- og álfilmu til sömu nota.
Samþykkt þessi, sem gerö er meö
hliðsjón af samkeppnisástæöum, aö
því er segir í frétt frá Verðlagsráði,
tekur gildi 1. mars nk. Jafnframt sam-
þykkti Verölagsráö að fella fram-
leiösluverðlagningu á kaffi, gosdrykk j-
um, öli og niöursoönum fiskbollum og
búðingi undan veröákvörðun Verðlags-
stofnunar og fella niöur hámarksverö
á smjöriíki, brauði og unnum kjöt-
vömm. Verðákvörðun siöastnefndu
vömtegundanna veröur þó háö sam-
þykki Verölagsstofnunar.
Verðlagsstofnun leggur á það
áherslu aö seljendum verði áfram
skylt að tilkynna allar álagningar-
breytingar og færa fyrir þeim gild rök.
Jafnframt er bent á að samráð milli
seljenda eru óheimil þegar verö-
lagning er frjáls.
ÍSAL ÞORIR EKKI
AÐ GEFA LÍNUNA
Samningafundur í kjaradeilunni í ál-
verinu varö ekki langur í gær. Hann
hófst klukkan 14. Honum lauk tvcimur
stundum síöar.
„Það gerðist ekkert. Eg bara sleit
fundi. Þaö var ekki von á neinu nýju
frá aöilum,” sagöi Guðlaugur Þor-
valdsson ríkissáttasemjari skömmu
eftir fundinn.
„Eg geri ráö fyrir því aö ISAL sé aö
bíöa eftir þvi sem gerist hjá Alþýðu-
sambandinu og Vinnuveitendasam-
bandinu,” sagöi öm Friðriksson, tals-
maður starf smanna.
„Þaö sem þrýstir á VSI er aö ISAL
þorir ekki aö gefa línuna. En viö starf s-
menn í Straumsvík ætlum ekki aö láta
samningsumboðið af hendi til annarra
aðila. Viö ætlum ekki að láta aöra
semjafyrirokkur,”sagðiöm. -KMU.
Enginn vildi stoppa
Vörubílstjóri, sem leiö átti um Kefla-
víkurveginn um hádegi á fimmtudag,
ók þar fram á konu sem var á gangi á
veginum skammt sunnan viö Kúa-
geröi. Var konan kápulaus og aðeins á
þunnum kjól og í ballskóm.
Maðurinn tók konuna upp í bílinn og
sagði hún honum aö henni og manni
hennar heföi oröiö sunduroröa í bíl sem
þau voru í. Heföi maðurinn stöövaö
bílinn og kastað henni út og ekið svo á
brott.
Konan var búin að ganga eftir
veginum í yfir 40 mínútur í leiðinda-
veðri, roki og rigningu, þegar vörubíll-
inn kom aö henni. Höföu fjölmargir
bilar ekiö fram hjá henni á þessum
tíma en enginn stansað þrátt fyrir aö
hún gæfi þeim merki. Er slíkt tillits-
leysi hreint ótrúlegt því þarna gat
hæglega veriö um slys aö ræöa sem
konan væri aö reyna að láta vita af.
-klp-
Stjóraaði brúðunum
handleggsbrotin
Fresta veröur sýningum á Trölla-
leikjum sem vera áttu í Iðnó á sunnu-
daginn vegna þess aö einn aöalstjórn-
andinn handleggsbrotnaöi á sýningu á
Selfossi í fyrradag.
Er þaö Helga Steffensen sem var
meö Brúöubílinn þar á fimmtudaginn
ásamt Sigríöi Hannesdóttur. Þær voru
að sýna á bamaheimilinu fyrir hádegi
en að sýningunni lokinni hrasaöi Helga
og braut höndina viö úlnlið. Gert var
aö meiöslum hennar á spítalanum á
Selfossi. Lét hún sig hafa það aö
stjórna brúðunum á annarri sýningu
þar eftir hádegi og þótti mönnum þaö
vel af sér vikið hjá henni. -klp-
Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi rétt austan Bláfjallaafleggjarans skömmu
eftir hádegi í gær. Þar valt lítil bifreið af Suðurnesjum á veginum og staðnæmdist á
hvolfi. Engin slys urðu á fólki en bíllinn var töluvert skemmdur eftir veltuna.
DV-myndj S.
Stór
BILASYNING
LAUGARDAG og SUNNUDAG KL. 2-5
Sýnurn framhjóladrifs - og fjórhjóladrifs bíla
Bíla sem láta ekki að sér hœða í ófœrðinni
NISSAN MICRA
„Fisléttur, frískur bensínspari, sem leynir á sér“ sagði Ómar
Ragnarsson i yfirskrift á grein sinni í DV 29/12 sl. í greininni
segir m.a. „en mér fannst bíllinn betri, en ég átti von á,
þægilegri og skemmtilegri, en vonir stóðu til, og það virtist
vera erfitt að fá hann til að eyða bensíni svo nokkru næmi,
þótt frískiega væri ekið.“
NISSAN MICRA GL kr. 259.000.-
NISSAN MICRA DX kr. 249.000.-
suBARu GLT1800
fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi. Mest seldi bíllinn árið
1983.
Af hverju heldur þú að svo sé?
Kr. 418.000
SUBARU
Highroof Van,
HIGH R00
0EUVERY
VAN 4W0
fjórhjóladrifinn:
Þeir hjá Subaru eru þeirrar skoðunar að gróf torfærutæki eigi
engan einkarétt á fjórhjóladrifi. Subaru Highroof 4WD er
sparneytin, rúmgóð og þrælsterk sendibifreið. En hún ber
leynivopn innan klæða. Það er fjórhjóladrifið. Með einu
handtaki breytist þessi auðmjúki þjónn í ófærujötun sem gera
má enn sterkari með því að skipta í lága gírinn.
Subaru Highroof Van 4WD kr. 225.000.-
subaru Hatchback,
fjórhjóladrifinn:
Það kemur sér ilia fyrir marga að komast ekki til vinnu þegar
færð er slæm. Ert þú kannski einn þeirra? Eða ert þú einn af
þeim sem hafa gaman af að takast á við ófærðina og bjóða
henni byrginn? Þú þarft ekki tröllvaxinn jeppa. Subaru Hatch-
back er svarið. Hann gerir ófærðina að spennandi leik og
þjónar þér þess á milli eins og viljugur og skemmtilegur
gæðingur.
Subaru Hatchback, beinskiptur með vökvastýri kr. 396.000.-
pÍCkUp
framhjóladrifinn. Hvað færðu fyrir kr. 115.000?
Þú færð pickup á grind með sjálfstæðri gormafjöðrun, fram-
hjóladrifi, smekklegri innréttingu, þriggja strokka sparneytinni
vél og margt margt fleira.
Kr. 115.000
Tökum flestar gerðir eldri bfla upp í nýja.
VERIÐ VELKOMIN
OG AUÐVITAÐ VERÐUR HEITT Á KÖNNUNNI
Ingvar Helgason h f.
SYNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI ®33560