Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR18. FEBRUAR1984.
Svona geta auglýsingar litið út i Video-skann.
Stillimynd verða allar alvöru-sjónvarpsstöðvar að hafa.
Þó útsendingartimi Video-skann sé
ekki fullkomlega reglulegur má gefa
stórgerða beinagrind af honum. A
sunnudögum frá 1Ó til 12 er barna-
tími og samhliða seinasta lið í sjón-
varpinu endursýnd biómynd.
Mánudagsdagskráin hefst klukkan
18 með bamatíma og um kvöldið,
samhliða því síðasta í sjónvarpinu,
er ný kvikmynd. Á þriðjudögum er
líka bamatími klukkan 18 og síðar
um kvöldið er endursýnd mynd.
Miðvikudagarnir eru hins vegar fri-
ir, ekkert í Video-skann nema eitt-
hvað sé til daemis að veðri og fólki
leiðist heima. Þá er stundum hringt í
útsendingarstjóra og beðið um af-
þreyinguáskjáinn.
Fimmtudagskvöldið er aðalsjón-
vaipskvöldið, enda sefur íslenska
sjónvarpið. Klukkan 20 em fréttir og
svipmyndir af lífinu í Olafsfirði og
tvær k vikmyndir á eftir.
Nú dregur að helgi og dagskrá
föstudagsins hefst með bamatima
klukkan 18. Tværkvikmyndir em um
kvöldið og sú fyrri þeirra samhliöa
myndinni í sjónvarpinu. Þegar líður
á nótt getur átt til að færast blámi yf-
ir skjáinn, hálfsmánaðarlega aö
minnsta kosti.
Myndimar sem voru til sýningar á
föstudagskvöldi eru endurteknar á
laugardegi og geta því þeir sem kusu
að sleppa fyrri myndinni þá og
kannski horfa á myndina í íslenska
sjónvarpinu séö endursýninguna.
Þeir sem misstu af fréttunum á
fimmtudagskvöldi geta líka séð þær
aftur á laugardegi klukkan 13.
Um helgar teygist dagskrá Video-
skann gjaman fram yfir miönættið.
Virka daga er hins vegar miðaö við
að útsendingu ljúki eigi síðar en 23.40
og er það gert svo bömin freistist
ekki til að hanga við sjónvarpið fram
eftir öllu.
Það er hvorki hátt til lofts né vitt til veggja i stúdeói Video-skann, enda láta menn sér nægja eitt horn i bilskúr við Aðalgötu. Vissulega
er ekki hægt að taka þarna upp viðamiklar dagskrár en þetta nægir fyrir fréttirnar og þarna er fréttamaðurinn, Ágúst Sigurlaugsson, á
sínum stað.
Fréttamaður Video -skaim í Ólafsfirði:
Kastljós kveikti
sjónvarpsáhugaim
„Eg byrjaði á að lesa fréttimar í
ágúst 1982 og tek einnig viðtöl og lýsi
kappleikjum,” sagði Ágúst Sigur-
laugsson sem er fréttamaður hjá
Video-skann. „Þá hugsaði ég að
þetta yrði bara einu sinni í mánuði.
Mér datt aldrei í hug að þetta ætti
eftir að verða svona mikiö. 1 fyrstu
gerði ég þetta eiginlega vegna þess
aö mér fannst fólk hafa vantrú á
þessu. Svo varð þetta svo vinsælt að
égfóralvegíþetta.”
Þó talsverð vinna fylgi því að
senda út fréttatíma einu sinni í viku
þá er þetta aöeins frístundagaman
hjá Agústi og honum líkar frétta-
mennskan vel, segir hann.
— Hefurðu haft einhvem sérstak-
an áhuga á fréttamennsku?
„Þaö er nú skritiö meö það. Þannig
var að ég lenti í sjóslysi árið 1979 og
hætti við þaö á sjónum. Upp úr þvi
kom hvort tveggja, vinna mín á
skrifstofu Verkalýðsfélagsins
Einingar og fréttalesturinn. Fyrir
þaö að sleppa lifandi frá slysinu var
maður gerður gjaldþrota.um leið og
skip ferst er maður atvinnulaus. Ég
var 1,5 tíma í sjónum, fékk heiftar-
lega lungnabólgu og var frá vinnu í
fleiri mánuði. Síðan hef ég aldrei náð
méraðfullu.
Eftir þetta lenti ég í blaðaskrifum
við siglingamálastjóra vegna
öryggismála sjómanna og var einu
sinni kallaður í Kastljós í sjónvarp-
inu. Þaö má eiginlega segja að áhug-
inn fyrir sjónvarpi tengist þátttök-
unni í þessu Kastljósi.”
— Hvaðferlangurtímihjáykkurí
að setja saman fimmtudagsfréttirn-
ar?
„Eg geri mér grein fjrir að þó
þetta séu ekki nema innanbæjar-
fréttir þá þyrfti aö vera margra
klukkustunda vinna við svona þátt.
Hann er hins vegar unninn undir-
búningslaust á mjög stuttum tíma.
Einhvern veginn hefur þetta þó
sloppiö þannig að fólk hefur verið
ánægt.”
— Eru menn viljugir að koma
fram?
„Það gengur nú ekki nógu vel að fá
fólk. Eg hef líka oft veriö að brýna
þaö til aö benda manni á áhugavert
efni. Því miöur er lítið um það en þó
aöeins.”
— Þú hefur ekki látið þér detta í
hug aö sækja einhverja menntun í
fjölmiðluninni?
„Ég ætlaði mér einu sinni á nám-
skeið í fjölmiðlun hjá Álþýðusam-
bandi tslands. Þá var svo mikið að
gera að ég komst ekki. Eins hefur mig
langað til að fara í sjónvarpið og
kynna mér lýsingu og annað slíkt.
Það er ýmsu ábótavant hjá okkur í
sambandi við aðstöðu en ég vona aö
húnfariaðbatna.”
— Er eitthvað á döfinni að auka
þjónustuna?
„Eg hef mikinn hug á að láta
krakkana, til dæmis í barnaskólan-
um, útbúa þætti. Þau myndu velja
efnið og vinna þaö sjálf. Einnig eru
miklir möguleikar í sambandi við
alls konar fræöslu bæði með lestri og
að ná mönnum, sem eru vel heima á
ýmsum sviðum, í viðtöl, það má fá
alls kyns fróðleik frá gamalli tíð,
unga fólkið gerir sér ekki alltaf grein
fyrir hvernig lífið var þá.”
— Áttu von á að þetta kapalsjón-
varp verði langlíft í Olafsfirði?
„Eg hef mikla trú á að þetta eigi
eftir að dafna. Það vantar bara betri
tækjakost.fleira fóik Jg að þettaverði
notað meira. I sambandi við mögu-
leikana get ég nefnt einn þáttinn sem
mér finnst mjög góður. Skúli sendir
spóiu með f réttum suður fyrir gamla
Olafsfiröinga. Þar eru vissir hópar
sem hittast á heimilum hver annars
og horfa á fréttir að heiman.”
— Finnst þér kannski að bæjar-
yfirvöld ættu að styðja þennan
rekstur?
„Állavega i sambandi við ein-
hverja hluti sem tengjast bænum
sjálfum. Til dæmis kæmi eitthvað af
og til frá bæjarstjórn. Skúli gæti líka
gert eitthvað fyrir bæinn í sambandi
við heimildasöfnun og fengi stuðning
íþví.”
— Þú lýsir líka kappleikjum,
hvemig finnur þú þig í starfi íþrótta-
fréttamanns?
„Eg var með algjöra íþróttadellu
og hætti ekki í iþróttum fyrr en á
gamals aldri. Mér finnst maöur lifa
upp gamla tíð viö aö lýsa leikjum.
Sérstaklega er gaman, þegar verið
er að senda út á eftir, að heyra hvað
maður hefur að segja. I æsingnum
veit maöur oft lítið hvað kemur upp
úr manni. Eg verð oft hissa hvað
maöur hittir oft á það rétta. ”