Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 35
DV» 'fc AUGA«ÐAGt>ÍW8rFEBflUAÍl 16 84n 35 P I I I I I I I I I I I Rossi og Rummenigge eiga fátt sameiginlegt Ég hef að undanförnu fengið óskir um að blanda inn í þessa dálka um ensku knattspyrnuna svolítilli kynn- ingu á evrópskri knattspyrnu og knattspyrnumönnum frá meginland- inu. Aödáendur meginlandsknatt- spyrnu geta því tekið gleði sina þvi að í framtíðinni er ætlunin að gauka öðru hvoru að fróðleiksmolum víðs vegar úr Evrópu. Og byrjum þá á þeim frægustu, auðvitað Rossi og Rummenigge. Þessir tveir frábæru sóknarleik- menn eiga sárafátt sameiginlegt fyrir utan það að vera með mark- sæknustu leikmönnum í Evrópu. Jú, þeir hafa báöir verið kjömir knatt- spyrnumenn Evrópu og þeir voru tveir markahæstu leikmenn HM á Spáni 1982. Þeir eru báðir fæddir í september, Rossi 23. árið 1956 og Rummenigge þann 25. 1955. Þar með er það upptalið. Knattspymuferill þessara kappa hefur verið svo ólikur sem frekast má hugsa sér. Miðað við vegasalt (upp og niður) feril Rossi sýnist ferill Rummenigge viðburðalítill og leiðin- legur. Rummenigge er ánægður hjá Bayem — þar sem hann hefur komið sér upp stóru safni verðlaunagripa • Ferill Karl-Heinz Rummenigge er öllu fábrotnari. Alveg síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í Bundeslig- unni árið 1974 hefur hann verið í framför. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Wales árið 1976 og hefur varla misst úr leik síðan. Rummenigge, sem hefur skorað næstflest mörk Bayern frá upphafi, á stórt safn verð- launagripa. I því eni m.a. Þýskalandsmeistaramedalí- ur, bikarsigrar, sigur í Evrópukeppni landsliða, Evrópukeppni félagsliða o.fl., o.fl. Hann hefur unnið meirihlutann af því sem hægt er að vinna á sviði knattspymunnar. Eitt er það þó sem er í. litlu verðlaunasafni Rossi sem Rummenigge hefur ekki. Nefnilega heimsbikarinn. Tryggð Rummenigge við lið sitt, Bayem Miinchen, á sér fáar hliðstæður. Þrátt fyrir svimandi há- ar upphæðir sem nefndar hafa verið í sambandi við kaup á honum þá hefur hann alltaf neitað og segist ánægöur hjá sínu félagi með sínar 15 millj. króna í árstekjur. (Rossi hefur 10 millj.). Tekjur vegna auglýsinga sjá svo um að tvöfalda þessar upphæðir. Olíkt Rossi, sem er gáskafullur og fjörugur að eðlisfari, þá er Rummen- igge rólegur og hæglátur. Frægðin hefur ekki stigið honum til höfuðs og rólegur persónuleiki hans hefur haldiö honum frá hneykslismálum og því sem svo mörgum íþrótta- stjömum er gjarnt, að vera alltaf í fréttunum hvort sem um er að ræða Anthony Costly—á af mæli þrisvar á ári. I Afríku em útiiiðin oft ekki að hafa fyrir því að fara til búningsher- bergjanna í hálfleik af ótta við að töfralæknir andstæðinga hafi skvett bölvun á staðinn. I Chile er fækkun áhorfenda á leikjum orðið svo mikið vandamál að þeir eru farnir að spila tvo og þrjá leiki í röð á sama vellinum til að minnka kostnaðinn. Þá mætir fólk á svæðið klukkan 3 e.h. og þeir hörð- ustu fara ekki fyrr en klukkan 9 um kvöldið. Knattspyrnuþulimir i Suður- Ameriku hafa liklega vinninginn yfir aðra þegar þeir hrópa GUtTOULLLLL. Miöaö við þetta er eins og Bjami’ Fel. sé undir áhrifum frá útfarar- stjóra. Hann gæti lært af kolombískum þuli sem var að lýsa leik Athletico Junio- ur og Nacional. Þegar Juniour skor- aði kastaði hann höfðinu aftur, lok- aði augunum og hóf öskur sem entist ■ í 36 sekúndur til þess eins að komast ■ að því að markið hafði verið dæmt af. ■ Hlustendur heyrðu þegar míkrafón- I inum var hent í gólfið og þungt fóta- 5 tak til dyranna og þulurinn lét ekki | sjásigaftur. - I Honduras em þeir alltaf aö I svindla á einn eöa annan hátt. Arið g 1977 voru þeir reknir úr heims- _ meistarakeppni ungiingaiandsliða | fyrir að vera með of gamla leik- ■ menn. Helmingur af liðinu reyndist I vera of gamall. Afleiðingarnar eru ■ þær að ýmsar knattspyrnustjörnur ■ þar syðra eiga sér marga fæöingar- ■ daga. Anthony Costly, sem lék með landsliðinu á Spáni 1982, var sam- | kvæmt skjölum FIF'A fæddur 13. _ desember 1954,13. nóvember 1957 og | 12. nóvember 1959 sem þýðir að ár- ■ lega setur hann met í fjölda fenginna ■ afmælisgjafa. ■ Skrítinnleíkurþessiknattspyrna. * atvinnu þeirra eða ýmsar yfirlýsing- ar um þetta og hitt. Skorari, ekki stjómandi Það er oft sagt að Rummenigge sé maður sem stjórnar leik liðs síns. Það er misskilningur, hans verk er að sjá um að boltinn fari inn í markiö og það hlutverk hefur hann leyst af hendi með sóma. Hann hefur haldiö því að skora mark í öðrum hverjum leik að meðaltali alveg frá því hann byr jaði að leika með Bayern, í tíu ár. Þó þeir séu ólíkir knattspyrnu- menn, Rossi og Rummenigge, eiga þeir þaö sameiginlegt að vilja spila hraöan fótbolta. Rossi vanur að leika með tveimur öðrum sóknarmönnum sem fremsti maður, en Rummenigge er eðlilegra að leika í 4—4—2 leik- kerfinu þar sem hann hleypur niður vinstrivænginn og bíður eftir því að fá boltann og svo er hann þotinn af stað. Rob Reinsenbrink, fyrrum leik- maður með hollenska landsliðinu, hafði eftirfarandi um Rummenigge aðsegja: Rob Reinsenbrink „Eg hef séð kantmenn sem ráða yfir meiri tækni en Rummenigge en hann er einn af þeim uppskerubestu í sögu leiksins. Hann er fljótur á boltann, bæði frá meðal og stuttum vegalengdum og jafnvel þegar hann er með boltann er nánast ómögulegt aö ná honum. Þó Rummenigge sé frægastur fyrir mörkin sem hann skorar þá er hann alis ekki eigingjarn og leggur upp mikinn fjölda marka fyrir tengi- liöi sem hlaupa upp að markinu á meðan leikmenn andstæðinganna eru uppteknir við að reyna að stöðva hann.” Það er aöeins bombarinn mikli Gerd Muller sem hefur gert fleiri mörk en Rummenigge fyrir Bayern. Það er ekki víst að Kalle nái der Bomber en hann nálgast hann með ótrúlegum hraða. Báðir þekkja markvörslu mjög vel og þess vegna hefur þeim tekist eins vel upp við markið og raun ber vitni. Kannski næst V-Þjóðverjum mistókst aö vinna heimsmeistaratitilinn á Spáni 1982. Aöalástæðan lá i meiðslum Rummenigge, en hann gat ekki leikið tvo síðustu leikina að fullu vegna meiösla. Fyrir leikinn voru Rossi og Rummenigge markahæstir i keppn- inni með 5 mörk hvor. Eins og vænta mátti var þeim att mikið saman í blöðunum fyrir leikinn og sagt að sá sem ynni einvígið á milli þeirra yrði heimsmeistari. Rossi vann enda gekk Rummenigge ekki heill til skóg- ar og þurfti að yfirgefa völlinn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Kannski gefst honum færi á því að verða ofan á seinna. MERCEDES BENZ 300 DÍSIL ÁRG. 1980 TIL SÖLU Tii sýnis á lauqardag og sunnudag að Gnoðarvogi 48, kjallara. OPIÐ KL. 8-21.45 ALLA DAGA. FISKRETTIR FRA KR. 90, TIL KR. 110, KJÖTRÉTTIR FRÁ KR. 120,- TIL KR. 150 Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 SMURT BRAUÐ OG SNITTUR Þroskaþjálfar Vistheimilið Sólborg á Akureyri auglýsir lausar stöður deild- arþroskaþjálfa á sambýlum og öðrum deildum heimilisins. Stöðurnar veitast frá 1. mars nk. eða síðar. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar. Húsnæði er fyrir hendi. Nánari upplýsingar veita deildarstjórar eða undirritaður í síma 96-21755. FORSTÖÐUMAÐUR. Psoriasis- og exemsjúklingar Ákveðið er að stofna til 2ja hópferða fyrir psoriasis- og exemsjúklinga til eyjarinnar Lanzarote 23. apríl og 16. ágúst. Dvalið verður á heilsustöðinni Panorama. Fyrirkomulag verður meö svipuðum hætti og í fyrri ferðum. Ágúst-ferðin verður svo auglýst aftur síðar. Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum ferðum, vinsamlega fái vottorð hjá húðsjúkdómalækni um þörf á slíkri ferð og sendi það merktu nafni, heimilisfangi, nafn- númeri og síma til tryggingayfirlæknis. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS, LAUGAVEG1114, 3. HÆÐ. UMSÓKNIR VERÐA AÐ BERAST FYRIR 15. MARS. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. 1982 BMW 520i automatic árg. 1983 BMW 520i automatic árg. 1982 BMW 520i árg. 1982 BMW 520 árg. 1981 BMW 520 árg. 1980 BMW 518 árg. 1982 BMW 518 árg. 1981 BMW 518 árg. 1980 BMW 323i árg. 1982 BMW 323i árg. 1981 BMW 320 automatic árg. 1982 BMW 320 árg. 1982 BMW 320 árg. 1981 BMW 320 árg. 1979 BMW 318i árg. 1982 BMW 318i árg. 1981 BMW 318 automatic árg. 1979 BMW 316 árg. 1983 BMW 316 árg. 1982 BMW 316 árg. 1981 BMW 315 árg. 1982 BMW 315 árg. 1981 Renault 20 TL árg. 1979 Renault 20 TL árg. 1978 Renault 20 GTL árg. 1979 Renault 18 TS árg. 1982 Renault 18 GTL árg. 1980 Renault 18TS árg. 1980 Renault 18 TL árg. 1979 Renault 12 TL árg. 1977 Renault 5 GTL árg. 1980 Renault 4 TL árg. 1980 Renault 4 Van F6 árg. 1979 Renault 4 Van F6 árg. 1982 OPIÐ LAUGARDAGA 1-5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.