Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 9
Þaðerdýrt aðvera fútæhur er fólkið sem þarf á kjarabótum að halda. Launataxtar segja ekki alla söguna og eru alls ekki einhlít við- miðun þegar kjarasamningar eru gerðir. Vill einhver verðbólgu? Fyrir það fólk sem varla á til hnífs og skeiðar er 4% til 6% launahækkun harla lítils viröi. Nokkur hundruö krónur til eða frá breyta engu um lífshagi þessa fólks. Það er í rauninni hlægilegt að láta alit stranda á karpi um prósentur í þessu sambandi. Jafnvel þótt bein launahækkun nemi 10—15% breytir það sáralitlu.Það dugar rétt fyrir einum bamaskóm eða gallabuxum. Nægir fyrir bensíni til og frá vinnu í eina viku fyrir þá sem hafa efni á því að eiga bíl. Ríkisstjórnin hefur látið þau boð út ganga að almennir kjarasamningar, sem kveða á um launahækkanir hærri en 4 til 6%, kollvarpi efnahags- stefnunni og hleypi verðbólgunni á skrið. Þessar fullyrðingar hafa ekki verið vefengdar. Og þá spyr maður: Til hvers að kalla yfir sig nýja hol- skeflu verðbólgu og efnahagsupp- lausnar fyrir grunnkaupshækkun, LAUGARDAGSPISTILL Ellert B. Schram ritstjóri skrifar sem engu máli skiptir, hvorki fyrir þá sem verst eru settir né hina sem betur mega sín? Þetta er sagt í þeirri trú að enginn vilji kalla verðbólguna yfir sig, eftir aö þaö afrek hefur unnist að lækka hana niður í 10% á ársgrundvelli. Þann árangur verður að varðveita, enda er mikil veröbólga versti óvin- ur launamannsins. Það þekkja allir af reynslu síðustu ára. Víst er þaö rétt að verðbólgunni hefur verið náð niður á kostnaö laun- anna og kaupmáttarins. Að minnsta kosti um stundarsakir. En það vissu líka allir að einhverjar fórnir þyrfti að færa og meginþorri almennings og landsmanna hefur axlað þær byrðir án þess að mögla. Eftir stendur sá hópur, sem áður hefur verið minnst á, hópur lág- launafólksins, sem ekki hefur getað drýgt tekjur sínar til móts við kaup- máttarrýmunina og ekki hefur getað sparað við sig í útgjöldum, einfald- lega vegna þess að það hefur ekkert aö spara. Launin hrökkva ekki fyrir brýnustu nauðþurftum. DV. LAUGARDAGUR18. FEBRUAR1984. Tvívegis á undanförnum vikum hefur undirritaöur átt þess kost að sækja samkomur á vegum samtaka hér í borginni, sem kallast herra- kvöld. Stórir veitingasalir fyllast af myndarlegum og velklæddum karl- peningi, sem mætir þar til áts og drykkju í kátum félagsskap. Allt er það saklaust gaman og græskulaust og ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá sök að undrun og aödáun vekur hversu þátttakendur eru vel efnum búnir, því slíkar skemmtanir kosta skildinginn og vel það. Eftir því sem sögur herma virðist mikil ásókn í skíðaferðir ferðaskrif- stofa til fjarlægra landa og komast þar færri aö en vilja. I verslunum má vart tylla fæti niður í mannþröng og matarkaupum og ein af stærri verslunum höfuðborgarinnar aug- lýsti á dögunum rafmagnstæki margs konar til heimilishalds meö þeim árangri aö salan í janúar var meiri en á öllu síðasta ári. Á traustari grunni Af öllum þessum dæmum og mörg- um fleiri má draga þá ályktun aö peningaráö almennings hafi ekki dregist saman og fólk geti enn og jafnvel meira en áður veitt sér ýmis- konar munað og útgjöld, sem ekki teljast beinlínis til nauðþurfta. I ljósi þeirrar óvefengjanlegu stað- reyndar að kaupmáttur hefur dregist saman og kauphækkanir hafa engar orðiö síðasta hálfa árið, veltir maður því fyrir sér hvort ástandiö sé jafnslæmt og af er látið. Enginn vafi er á því aö stöðugleiki í verðlagi og umtalsverð veröbólgu- hjöðnun hefur gert fólki kleift að gera áætlanir sem standast og verið kjarabót í sjálfu sér. Fjármál heimil- anna eru á traustari grunni, hvað svo sem h'ður efnum og fjárreiðum. Menn vita betur hvað þeir hafa milli handanna. Lækkun vaxta og verðbóta á almennum lánum hefur létt á afborg- unum og meö krítarkortum geta menn velt útgjöldum á undan sér. Allt hefur þetta áhrif og ómögulegt að tala um kreppu eða neyöarástand meðan þorri fólks getur haldiö uppi sama lif sstandard og áður. Launataxtar ekki einhlítir Engu að síður verður ekki framhjá því litið að stór hópur launþega býr viö kröpp kjör, fátækt og basl frá degi til dags. Af þeim kjararann- sóknum, sem Kjararannsóknamefnd og Vinnuveitendasambandið gengust fyrir, hvort í sínu lagi, kemur í ljós, að láglaunafólkið verður ekki flokk- aö eftir stéttarfélögum. Það skarast inn í margvíslega starfshópa og stéttir, en á þess í stað sameiginlegt að vera í langflestum tilfellum ein- stæðir foreldrar. Kemur það til af því aö algengast er að bæði hjónin eða fólk í óvígðri sambúö aflar tekna fyrir heimilið og skrimtir sæmilega af því, meðan einstæðir f oreldrar eöa einhleypingar hafa ekki úr öðru að moða en sínum eigin tekjum. Kostnaður við heimilishald er þó í öllum aöalatriðum sá sami, leigu- gjald, hiti og rafmagn, sími og matarinnkaup, framfærsla barna og svo framvegis, hvort sem einn eða tveir eru í heimili. Hér sannast sem sýnir aö það er dýrast að vera fá- tækur. Af þessum sökum má draga þá ályktun aö þegar verið er að leita að láglaunafólkinu má ekki einblina á launataxta eina út af fyrir sig. Það eru aftur á móti tekjur heimilisins sem ráða útslitum, þegar allt er saman talið. Sá sem lifir einn með einu eða fleiri börnum og hefur innan við fimmtán þúsund krónur í mánaðartekjur býr við bág lífskjör. Fjölskyldur með mikla ómegð, aldraö fólk, sem fleytir sér áfram á ellilífeyri eöa tekjutryggingu, at- vinnuleysingjar, sjúklingar, einstæð- ir foreldrar með lágar tekjur: þetta Fátæktin Hjá þessum hópi fólks ríkir fátækt. Nú er fátækt afstætt hugtak, og sú fá- tækt sem við tölum um í dag er ann- ars konar heldur en sú fátækt sem Islendingar bjuggu við á árum áður. Þá var húsakostur lélegur, upphitun lítilfjörleg rafmagstæki óþekkt, bif- reiðar munaður, ferðalög til útlanda fáheyrð. Albr sem eru á miðjum aldri og þar yfir þekkja eða hafa spurnir af lífskjörum foreldra og muna eftir öfum sínum og ömmum, sem máttu þreyja þorrann og góuna við einhæf og fábrotin kjör. Vinna var stopul, tryggingar nánast óþekktar og kaupið hrökk rétt fyrir þvi allra brýnasta. Framhalds- menntun gátu þeir einir veitt sér sem höfðu efni til þess og orðtökin aö „brjótast til mennta” og að „vinna sig úr fátækt” höfðu raunverulega og rétta merkingu. Fyrri kynslóöir fengu ekki fæði og klæði sem sjálf- sagöan hlut, hvað þá að lífsþægindi nútímans hafi verið auðsótt. Leiða má sterkar likur að því að erfið lífs- kjör hafi einmitt verið mesta hvatn- ingin og orsökin fyrir leit mannsins að tækninýjungum og framförum. Við getum ímyndað okkur hvílík gleöistund það hefur verið fyrir hús- móðurina þegar fyrsta þvottavélin kom inn á heimilið, ryksugan og ís- skápurinn. Allt telst þetta til sjálfsagðra og ómissandi heimilis- tækja á okkar tímum. En þetta voru á sínum tíma nýr og fágætur munað- ur, sem hver og einn hafði fyrir að afla sér. Þegar við tölum um fátækt í dag á fólk ekki við að þaö vanhagi um slíka hluti. Að því leyti er fátæktin afstæð. En fátæktin er ekki betri eða léttbær- ari þótt kröfumar séu aðrar og annarskonar. Ég leyfi mér líka og ekki síöur að minnast á að fátækt er ekki aðeins sár í efnalegum skiln- ingi. Hún er sár til sálar og geðs. Hún brýtur niöur stolt og sjálfsviröingu, sýkir út frá sér í huglægum skilningi og leiðir af sér margvíslega óhamingju, streitu og tilfinningaleg- ar þrengingar. Áhyggjur og angist eru fylgifiskar fátæktarinnar og það er ömurlegt líf þegar tilhugsunin um morgundaginn er orðin að áþján og kvíða. Blettur á samviskunni Yfirleitt hefur vígstaðan verið sú að verkalýðshreyfingin hefur haldið uppi vöm og sókn í þágu stétta og launþega og vinnuveitendur og eftir atvikum ríkisstjórnir eru hinir hefð- bundnu viðmælendur. I kjarasamn- ingum er jafnan verið aö takast á um almennar kjarabætur, grunnkaups- hækkanir yfir alla línuna, og skipt- ingu þjóðarteknanna. Þótt svo sé einnig nú í orði kveðnu liggur ljóst fyrir að kjaraviöræðurþessa dagana snúast ekki um nýja sigra af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Hlutverk hennar er að draga úr áföllunum, verjast á undanhaldinu, í því mótlæti og efnahagsþrengingum sem öll þjóöin hefur mátt þola. Það er veriö aö jafna tapinuniður í samfélaginu. Og viöræðumar em að því leyti óvanalegar í þetta skiptið að nú eiga viðmælendur beggja vegna borðsins, verkalýðshreyfingin og vinnuveit- endur, aö snúa bökum saman til að rétta hlut þeirra sem búa við sult og seym. Hin ráöandi öfl á vinnu- markaðnum, stjórnvöld og efnahags- sérfræðingar hafa sameiginlegum skyldum og ábyrgð að gegna. Ekki að rífast um prósentur sem engum sköpum skipta. Ekki heldur að þrátta um kaupmáttarrýrnun, sem hvort sem er veröur ekki bætt að sinni. Hlutverk þeirra er að leita leiða sem bæta kjör þeirra sem harðast hafa orðið úti í baráttunni gegn verð- bólgunni. Afmá þann blett sem er á samvisku okkar allra, fátæktina. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.