Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd — Atlantshaf sbandalagið verður 35 ára í apríl: Ottinn við Sovétríkin heldur Nató enn saman — þrátt fyrir stöðugar spár um að endalok þess séu á næsta leiti Dauöadómur hefur svo oft verið kveöinn upp yfir Atlantshafsbanda- laginu, sem 4. apríl næstkomandi heldur upp á 35 ára afmæli sitt, að lífsseigla þess kemur jafnt stuðningsmönnum þess og and- stæðingum í opna skjöldu. „Þegar illa gengur segja menn að Nató sé dautt. Þegar vel gengur er bandalagið sagt í ruglingi. Ruglingur er besta einkunnin sem við fáum,” sagöi háttsettur bandarískur starfs- maðurNató. Ymsir gagnrýnendur þessa bandalags sextán ríkja spáöu því að Atlantshafsbandalagið eða Nató, eins og þaö er nefnt í daglegu tali, myndi liðast í sundur vegna uppsetn- ingar meöaldrægra bandarískra kjarnorkueldflauga í Vestur-Evrópu. En Nató er enn við lýði og , ,ár eld- flauganna” kann að reynast hafa verið með smærri vandamálum bandalagsins þegar horft er til baka. Trúlegt er að síðastliöið ár skilji eftir sig færri sár heldur en Súes-deilan 1956, úrsögn Frakklands úr hern- aöarsamvinnu bandalagsríkjanna 1966 og ósættið vegna styrjaldar Israels og arabarikja 1973. 'f,' dagadeildum, 4 þúsund flugvélum og öflugri sjóher fyrir árslok þaö árið. Hvorki Bandaríkjunum né Evrópuríkjunum tókst að standa við skuldbindingar sínar. Þá eins og núna fór hið hernaðar- lega mat á ógnuninni frá Sovét- rikjunum engan veginn saman viö tregðu stjórnvalda til að verja fjár- munum til hernaðar. Ríkisstjómir aðildarríkjanna lofuðu gjarnan meiru en þær gátu staöið við. I janúar 1954 varð hjákátlegur at- buröur sem raunar fór aldrei mjög hátt. Þá sóttu Sovétríkin um inngöngu í Nató og gáfu til kynna að aðild þeirra aö bandalaginu gæti stuðlað að sameiningu Þýskalands. Bandaríkin höfnuðu þegar í staö þessari beiöni Sovétríkjanna en Bretar og Frakkar lögðu til að inn- tökubeiöni Sovétmanna yrði' „athuguð vandlega”. Belgía lýsti sig fylgjandi henni og jafnaðarmenn í Vestur-Þýskalandi fögnuöu henni mjög. Atlantshafsbandalagið hafnaöi þessari beiðni formlega í maí 1954 en atburður þessi ieiddi í ljós skiptar skoðanir aðildarríkjanna á sam- skiptum austurs og vesturs sem enn < m. Frá heræfingum Atlantshafsbanda- lagsins. Þrátt fyrir nær stöðugan ágreining aðildarríkjanna hafa sameiginlegir hagsmunir vegið þyngra. erumjög áberandi. Annað ágreiningsefni aöildar- ríkjanna, sem á sér djúpar rætur í sögu Nató, er hvemig skuli farið með öryggisvandamál utan þess heims- hluta sem Atlantshafsbandalagið nærtil. I byrjun var þaö svo að það vom Bandaríkin sem neituöu aö styðja heimsveldisbrölt bandamanna þeirra í Evrópu. En upp á síðkastið hafa það verið Evrópuríkin sem hafa veriö treg til að styðja viö athafna- semi Bandarikjamanna ,,utan svæöisins”. Arið 1956 varö andstaða Banda- r&janna til þess að Bretar og Frakk- ar uröu að draga hersveitir sínar tU baka frá Súes. Aftur á móti neituöu Vestur-Þjóðverjar Bandaríkjunum um að nota þýskt landsvæði fyrir hernaðarflutninga til Israels í Jom Kippúr stríöinu 1973. Sennilega hefur alvarlegasta áfall Atlantshafsbandalagsins orðið 1966 þegar De GauUe ákvað að draga Frakkland út úr hernaðarmálum bandalagsins og lýsa yfir hlutleysi þess gagnvart stórveldunum. Höfuöstöðvar Nató voru þá fluttar tU Belgíu og bandalagið missti þýðing- armikið svæði fyrir birgöaflutninga. Frá 1981 hefur Francois Mitter- rand Frakklandsforseti fært Frakkland nær Nató á nýjan leik og hvatt til samvinnu EvrópurUcja í varnarmálum. Þaö er því dálítiö þverstæðukennt að það skuU hafa verið Frakkland sem beitti neitunar- valdi árið 1954 gegn hugmyndum um að koma á varnarbandalagi Evrópu sem hefði gert Vestur-Evrópu óháðari Bandaríkjunum. , A sjötta áratugnum voru yfir- Hernaðarlegt mat á ógnuninni frá Sovétríkjunum hefur yfirleitt ekki haldist í hendur við vilja stjórnvalda til að verja fé til hernaðar. burðir Bandaríkjanna slíkir á sviði kjarnorkuvopna að þeir gátu einfald- lega hótað hefndum meö kjamorku- vopnum ef Sovétmenn settu fætur sína inn yfir landamæri Nató- ríkjanna. Þess vegna þurftu landa- mærasveitir Nató-ríkjanna engan veginn að vera svo öflugar sem ella. En Nató neyddist til að breyta þessari hernaðarstefnu sinni þegar Sovétmenn tóku að veita Banda- ríkjunum alvarlega keppni í kjamorkuvígbúnaðarkapphlaupinu. Arið 1967 aöhylltist bandalagið kenninguna um „sveigjanlegt svar” sem felur í sér að Nató verði að geta staðið af sér ógnun Sovétríkjanna í öllum vopnaflokkum. Þegar stórveldin höfðu komið sér saman um jöfnuð á sviði kjamorkuvopna um miðjan síðasta áratug, tóku stjómir Evrópuríkja í Nató að hafa áhyggjur af meöal- drægum kjarnorkueldflaugum Sovétríkjanna sem beint var aö Vestur-Evrópu. Því aöeins að Sovét- menn yrðu taldir á aö fjarlægja þess- ar eldflaugar gæti óbreyttur styrk- leiki Bandaríkjanna tryggt varnir Vestur-Evrópu. Arið 1979 samþykkti Nató að setja upp bandarískar meöaldrægar kjamorkueldflaugar í fimm ríkjum Vestur-Evrópu ef viðræður stórveld- anna um afvopnunarmál bæru ekki tilætlaðan árangur. Þessi ákvörðun leiddi til síðustu erfiöleika bandalagsins, erfiðleika sem fyrst og fremst snúa að almenningsálitinu. Þetta almenningsálit hefur vissulega valdið bandalaginu erfiðleikum en engan veginn gert út af viö það eins og svo lengi hefur verið spáð. Þrátt fyrir stöðugan ágreining hafa sameiginlegir hagsmunir Nató- ríkjanna haldið bandalaginu saman, þ.e. óttinn um aö Sovétríkin kynnu ella að ná heimsyfirráöum. Hern- aðaríhlutun Sovétríkjanna í Afganistan og Evrópu hefur styrkt sannfæringuna um nauösyn Atlants- hafsbandalagsins. Sú útbreidda skoðun að aðeins Bandaríkin gætu bjargað Vestur- Evrópu frá þvi að verða Sovét- ríkjunum aö bráö varð þess valdandi aö tólf ríkin gerðu með sér bandalag og undirrituðu sáttmála þar að lút- andi í Washington 1949. Valdataka kommúnista í rík jum Austur-Evrópu hafði að sjálfsögðu og flýtt fyrir stofnun Nató. Aðildarríkin voru staðráðin í því að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir, sem ollu heimsstyrjöldinni síðari, gætu endurtekiö sig og því hétu þau að árás á sérhvert aðildar- ríkjanna skyldi skoðuð sem árás á Atlantshafsbandalagið í heild. Ríkin tólf, sem undirrituðu sáttmálann 1949, voru Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Italía, Holland, Danmörk, Noregur, Belgía,. Portúgal, Island og Lúxemborg. Grikkland og Tyrkland undir- rituðu sáttmálann 1952, Vestur- Þýskaland 1955 og nú síðast Spánn 1982. Samtímis sem ríki Vestur-Evrópu hafa viðurkennt að þau væru ekki fær um að verja sig án aðstoðar Bandaríkjanna og kjamorkuvopna þeirra hafa þau aldrei verið mjög ánægö með að vera þannig háð Bandaríkjunum. Raunar má segja að spennan milli Bandaríkjanna og ríkja Vestur-Evrópu sé jafngömul bandalaginusjálfu. Blekið hafði varla þomað eftir undirritun sáttmálans er banda- rískir þingmenn tóku aö krefjast þess að Evrópa gerði meira fyrir eig- in varnir. Evrópuríkin kvörtuðu und- an efnahagsörðugleikum og hin endalausa deila um hvernig by rðunum skyldi skipt var til oröin. Tveir aörir atburðir í upphafi sjötta áratugarins leiddu í Ijós vandamál sem síðan hafa fylgt bandalaginu. A Nató-fundinum í Lissabon 1952 settu ráðherrar aöildarríkjanna bandalaginu fyrstu takmörk varðandi hernaðaruppbyggingu. Þar var stefnt að því að koma upp 50 bar- Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.