Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. FramkvæmdastjóriogOtgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Skollaleikur meó skatta Eins og svo oft áður þegar stjórnmálamenn karpa er hægt að líta á upphlaup Ölafs Jóhannessonar frá tveim hliðum og halda því fram aö hann hafi bæði rétt og rangt fyrir sér. Olafur hefur gagnrýnt þá ákvörðun að hækka skatt- stigann vegna þeirra launahækkana sem nýlegir kjara- samningar gera ráð fyrir. Hann nefnir þaö réttilega skattahækkun og telur óviðfelldið „ef fólk hefur fengið eitthvað hærra kaup heldur en gert var ráð fyrir, þá sé því veifað framan í það um leið og hluti af þeirri kaup- hækkun verði tekinn aftur í sköttum”. Ölafur vill að farin sé sú leið, sem venja er, aö tekjur þessa árs verði skatt- stofn næsta árs. Hin hlið málsins er sú, sem formælendur skatta- hækkunarinnar halda fram, að hækkun skattprósent- unnar auki ekki skattbyrði yfirstandandi árs og það sé mergurinn málsins. Því hafi verið lofað af ríkisstjórninni að skattbyrði yrði sú sama og áður, og við það er staðiö. Hækkun skattprósentunnar sé í réttu hlutfalli við hækkun launa og sama skattbyrði haldist. Þessu má hvorutveggju halda fram með réttu. Olafur fylgdi mótmælum sínum eftir með því aö greiða atkvæði gegn skattalagabreytingunni ásamt með stjórnarand- stöðunni, en allt kom fyrir ekki. Skattahækkunin var sam- þykkt með atkvæðum stjórnarmeirihlutans. Það eru hins vegar pólitísk tíðindi þegar maður eins og Ölafur Jóhannesson hleypur útundan sér með þessum hætti, enda er maðurinn óneitanlega í þungavigt í póli- tískum skilningi. Það gerist ekki á hverjum degi að fyrr- verandi ráðherra og formaður annars stjórnarflokksins telur ástæður til að ganga gegn stjórnarfrumvarpi. Minni spámenn gera sér það stundum að leik að brjóta af sér handjárn meirihlutans, án þess að það veki meiri- háttar athygli, enda oft gert af sérvisku eða sérhags- munapoti. Ölafur Jóhannesson þarf ekki að vekja á sér athygli í atkvæðaleit. Ekki heldur til að baða sig í sviðsljósi. Af því hefur hann haft nóg um dagana. Hér hlýtur þaulhugsuð og bjargföst sannfæring að ráða, ferðinni og þess vegna meiri ástæða til en ella að hlusta á mótmæli þingmannsins. Hann gengur ekki gegn stjórnarfrumvarpi með þeim ummælum að það sé skollaleikur, öðruvísi en hugur fylgi máli. Samviska hans leyfir honum ekki annað. Spurning er hins vegar hvort samviska annarra stjórnarþingmanna sé saklaus og hrein. Eitt helsta kosningaloforð stjórnarflokkanna var slag- orðið um lækkaða tekjuskatta. Stjórnarsáttmálinn tók í sama streng. Skattar áttu ekki að hækka. Ráðherrar hafa margsinnis endurtekið síðan að skattar skyldu ekki hækkaðir. Hér er vert að benda á að enginn minntist á skattbyröi, enda verður að ætla að menn eigi við hvorutveggja þegar talað er um hækkaða eða lækkaða skatta. Stjórnmála- menn eru að segja kjósendum að skattar og greiðslubyrði þeirra sé spennt til hins ýtrasta og lengra verði ekki gengið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margoft ítrekað að skattar eigi ekki að vera afturvirkir. Skattþegar eigi að vita nákvæmlega hver skattprósentan og álagningin verði þegar þeir telja fram. Með skattahækkuninni nú hefur verið vikið frá þessari afstöðu. I því felst skollaleikurinn. ebs. H J| S H JF t wmmmm t framvarpi til úfvarpslaga Frumvarp menntamálaráöherra um ný útvarpslög hefur loksins veriö lagt fram. Það er gott aö mörgu leyti, en samt of mikill framsóknarfnykur af því. Ekki kenni ég menntamála- ráöherra sjálfstæðismanna um fram- sóknarfnykinn, enda leggur ráöherra frumvarpiö fram svo til óbreytt eins og útvarpslaganefnd gekk frá því. Þaö góða við útvarpslagafrumvarp- iö er aö nú skal aflétta einokun ríkisins á aö reka útvarpsstöövar. Menn geta sótt um leyfi til útvarpsreksturs og fengiö þaö ef skilyrðum er f ullnægt. En þaö eru nokkur atriöi í frum- varpinu sem hafa á sér blæ miðalda- hugsunarháttar framsóknarmanna. Þaö er nokkurs konar „haltu mér, slepptu mér”-hugsunarháttur. Fram- sóknarmenn viðurkenna nauösyn þess aö breyta til, en vilja samt halda í ein- hverjar af hinum f ornu hefðum. Hví bara FM-bylgjur? I frumvarpinu er gert ráö fyrir aö einungis megi útvarpa á svokölluðum metra- og desimetrabylgjum. Meö öör- um orðum, hér er átt viö FM-bylgjur hvaö hljóðvarp varöar. Miöbylgjur og langbylgjur eru ekki leyfðar. Hvers vegna ekki? Víöa á Islandi er erfitt aö dreifa út- varpi vegna fjalla. Vestfiröir eru dæmigeröir fyrir þaö. Meö því aö leyfa aöeins FM-útvarp, þá er t.d. komið í veg fyrir eina sterka og góöa lands- hlutastöö á Vestfjöröum. Endurvarps- stöövar yröu allt of dýrar til aö slíkt borgaði sig. En langbylgjustöð staösett í kaupstaö á Vestfjörðum gæti náö til allra hinna staðanna þar meö einni sendistöð. Samkvæmt frumvarpinu á Póstur og sími aö ákvaröa tíöni og útgeislað afl stöðva. Það væri nær aö útvarps- réttarnefnd heföi þessa ákvöröunar- töku í hendi sér, meö samráöi viö Póst og síipp. Óþarft er aö heimila Pósti og síma þetta vald, sérstaklega þegar miöaö er viö reynslu manna af sam- skiptum viö stofnunina. Póstur og sími er drottnunargjarn og erfiður viöskiptaaöili. Útvarpsréttarnefnd Samkvæmt frumvarpinu á Alþingi aö kjósa útvarpsréttarnefnd, sjö manna. Utvarpsréttarnefnd á aö út- hluta leyfum og sjá til þess aö reglum sé framfylgt. Hvers vegna pólitíska skipan út- varpsréttarnefndar? Er ástæða til aö Alþingi seilist enn og aftur inn á verk- sviö framkvæmdavaldsins? Hlutverk • „En hver sem þróunin verður tæknilega, þá er ljóst að með boðum og bönnum varðandi auglýsingar og ákvörðunarvaldi út- varpsréttarnefndar yfir auglýsingatekjum, þá er verið að bjóða heim hættu á óæskilegri þró- un í frjálsum útvarpsrekstri hér á landi.” OLAFUR HAUKSSON BLAÐAMADUR d íslandssaga eða ,,sam- félagsfræði”? Guömundur Magnússon blaðamaður á þakkir skilið fyrir þær ágætu greinar, sem hann hefur skrifað í Morgunblaöiö síöustu mánuöi um aöför „samfélagsfræðinga” aö Is- landssögu. Þingmennirnir þrír, sem hafa lagt fram ályktunartillögu um málið, Eiöur Guönason, Páll Pétursson og Friöjón Þóröarson, hafa einnig brugöist snarplega og vel viö. Það er fullkomin ósvinna, ef kennsla í „samfélagsfræði” á alls staöar aö taka við af Islandssögukennslu. En mig langar til aö bæta smáhugleiðingu viö um málið, nálgast það úr annarri átt en þessir fjórir heiðursmenn. Einstaklingurinn að hverfa Hvers vegna leggja „samfélags- fræöingar” kapp á aö útrýma Islands- sögu úr skólum? Eitt svariö er auövit- aö, að þeir eru aö gæta eigin hags: eftirspurnin eftir kennslu í „sam- félagsfræði” eykst, ef eftirspurnin eftir kennslu í Islandssögu minnkar. ,,Samfélagsfræðingar” eru menn eins og viö hin, þeir kæra sig ekki um at- vinnuleysi, þeir eru sannfæröir um, að fyrir þá eigi aö vera mikil og brýn þörf. Enginn vafi er á því, aö sú þörf, sem skyndilega var uppgötvuö fyrir þá á sjöunda áratugnum, stendur í beinu sambandi viöfjölgunþeirra. Einhvers staöar urðu blessaðir mennirnir að fá atvinnu! Annað svariö er, aö breytingin á kennsluefni er til marks um breytingu á hugsunarhætti, sem hefur smám saman veriö aö gerast á síöustu hundrað árum. Einstaklingurinn, frjáls og ábyrgur gerða sinna, hefur smám saman veriö aö hverfa, en í staöinn hefur komiö eitthvert hóp- menni. Þessi breyting hefur einkum veriö áberandi í Svíþjóð. Sænskt samlíf er sögulaust, ef svo má aö oröi komast: skólaböm læra miklu meira um Tanzaníu en Svíþjóð. Orðin „siöferöilegur” og „sögulegur” eru smám saman að hverfa úr málinu, en orðiö „samfélagslegur” aö taka viö af því. Menn hafa ekki lengur samvisku, heldur „samfélagslega vitund”. Hugtökum er snúiö viö: brot á eignar- réttinum, sem hefur venjulega verið talið ranglæti, er nefnt „samfélagslegt Ötímabærar athugasemdir HANNESH. GISSURARSON CAND. MAG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.