Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Hatídór Hatídórsson.
Bók um Sólnes
Á næstu jólavertíð er
væntanleg á markaðinn bók
um margfrægan pólitikus að
norðan, Jón G. Sólnes.
Á undanförnum árum hafa
aðskUjanlegustu bókaforlög
gengið með grasið í skónum
til aö fá að þrykkja lifshlaup
þingmannsins fyrrverandi á
prent en engu þeirra hefur
orðið ágengt tU þessa. Segir
sagan að þar hafi einkum
verið á ferðinni tvö forlög
Jón G. Só/nes.
fyrir norðan og aUnokkur í
Reykjavík. Það eru svo Örn
og örlygur sem munu hafa
hreppt hnossið og hugsa for-
ráðamenn útgáfunnar sjálf-
sagt gott tU gióðarinnar.
Þá hafa þeir verið að líta í
kringum sig eftir einhverjum
vel ritfærum tU aö safna efn-
inu í bókina og koma því á
blað. Mun næstum fuUfrá-
gengíð að HaUdór HaUdórs-
son, ritstjóri Islendings, taki
þann hluta útgáfunnar að sér.
Þar fór í verra
Sem kunnugt er af fréttum
hefur samkeppnin um útnefn-
ingu forsetaframbjóðenda
Demókrataflokksins i Banda-
ríkjunum harðnað mjög að
undanförnu.
Baráttan stendur á mUli
Gary Hart og Walter Mon-
dale. ÖUum að óvörum sigr-
aði Gary Hart í New Hamps-
hire á dögunum.
Þegar Mondale bárust
þessi Ulu tíðindi af sigri and-
stæðingsins varð honum að
orði: „Helv... er þetta
HART.”
Hjálpar sér
sjálfur
Landeigendum í nágrenni
þéttbýlis hefur löngum þótt
nóg um hversu fingralöng
viðkomandi bæjaryfirvöld
eru þegar úthluta á ióðum
undír nýhús.
En nú hcfur dæmið snúist
við. t Njarðvíkum býr maður
nokkur, Karvel ögmundsson
að nafni. Hann hefur haft á
leigu landssvæði á staðnum
og eru nú um 15 ár eftir af
lóðasamningnum. Hefur Kar-
vel nú úthlutað lóð af þessu
svæði undir einbýlishús án
samráðs við bæjaryfirvöld.
Að sögn Víkurfrétta standa
nú yfir viðræður við Karvel
vegna málsins og fara for-
maður byggingarnefndar og
byggingafulltrúi Njarðvíkur-
bæjar fyrir í því spjalli.
Voff, voff
Sjálfsagt mima margir
eftir ágætum umræðuþætti í
sjónvarpi á dögunum þar
sem Guðjón Einarsson frétta-
maður stýrði rifrildinu. Þar
var meðal. annars rætt um
hundamái, og sýndist sitt
hverjum eins og nærri má
geta.
Eftir þáttinn hringdi
síminn heíma hjá ónefndum,
háttsettum embættismanui
Reykjavikurborgar. Embætt-
ismaðurinn átti von á simtali
frá spQaféiaga sínum og full-
viss um að hann væri á hinum
cnda linunnar, þegar hann
iyfti tólinu, svaraöi hann:
„Voff, voff!” Þá heyrðist
undrandi rödd á hinum end-
anum, sem sagði: „Hvernlg
vissir þú að þetta væri ég?”
Var þar kominn Albert
Guðmundsson fjármálaráð-
herra sem var að vonum
undrandi yfir skarpskyggni
embættismannsins.
Hefndin er sæt
Það var mikill hiti i áhorf-
cndum á landsleik tslendinga
og Sovétmanna nú nýlega.
Töldu áhorfendur að norsku
dómararnir, sem dæmdu
leikinn, væru mjög hlutdræg-
ir og að það bitnaði mcst á
islendlngutn.
Og því var það að þegar
dómararnir frá Noregi
dæmdu að því er talið var
óhagstætt fyrir Island,
beljaöi kórinn á áhorfenda-
pöUunum: „Trcholt, Tre-
holt”.
Enn er talaö um Trehoft.
Treholt
allaballanna
En það eru fleiri sem eiga
sinn Treholt.
Aiþýðubandalagið hefur
sem kunnugt er aðsetur á
efstu hæð hússins sem
stendur á borni Hverfisgötu
og Snorrabrautar. Þar inni
mun meðal annars vera sam-
komusalur undir súð og er
hann þiljaður með viðar-
klæðningu dáfaUegri. Segir
sagan að saiurinn gangi ætíð
undir nafninu „Tréholt”.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsd.
Kvikmyndir Kvikmyndir
Kvikmyndir o o Kvikmyndir
Laugarásbíó—Sting II:
MIK» BRALLAÐ
Hoiti: Sting II.
Leikstjóri: Jeremy Paul Kagan.
Handrit: David S. Ward.
Kvikmyndun: Bill Butier.
Tónlist: Lalo Schrfrin.
Aðalleikendur: Jackie Gleason, Mac Davis,
Teri Garr, Karl Malden og Oliver Reed.
Það er í mínum augum nokkur
tímaskekkja að fara að gera Sting n
tíu árum eftir að Sting leit dagsins
ljós og varð ein af vinsælustu mynd-
um sem gerðar hafa verið.
Ekki lítinn þátt í vinsældum
þeirrar myndar áttu leikararnir
Paul Newman og Robert Redford í
hlutverkum skúrka sem ekki var
hægt annað en aö líka við. Og að
skíra mynd Sting II án þess að þeir
leiki í myndinni þykir hálfgerð
móðgun við fyrri myndina.
En þeir sem eru sama sinnis og ég
geta þrátt fyrir vankantana farið
óhræddir á Sting n. Þótt hún nái
ekki gæðum fyrri myndarinnar er
myndin hin ágætasta skemmtun. Og
tónlist Scott Jopiin er á sínum stað,
nú í umgjörð Lalo Schifrin.
Myndin er látin gerast sex árum
síðar. Lonegan sem fór heldur illa út
úr viöskiptunum við þá Newman og
Redford er í miklum hefndarhug.
Þaö er Oliver Reed sem leikur Lone-
gan í þetta skiptið. Hann hefur látið
myrða einn sem átti eitthvað inni hjá
honum. Þetta frétta þeir félagar
Fargo Gondorff (Jackie Gleason) og
Jake Hooker (Mac Davis) sem
grunar réttilega að þeir séu ofarlega
á lista hjá þeim er myrti félaga
þeirra. En Lonegan hefur látið líta
svo út sem Gus Macalinski (Karl
Malden) sé á bak við allt saman, og
stefna félagarnir því í átt til hans
eins og til var ætlast. Macalinski.sem
er þekktur mafíósi gengur brátt í
gildru sem þeir Gondorff og Hooker
bralla gegn honum og Lonegan
undirbýr hina sætu hefnd í samráöi
við Veronicu (Teri Garr) sem
komið hefur sér í mjúkinn hjá
Hooker.
Ekki er nú samt allt sem sýnist og
til að eyðileggja ekki fyrir
væntanlegum áhorfendum ánægjuna
af hinum smellna söguþræði veröur
ekki fariö nánar út í hann.
Það er eins og áður sagði erfitt að
ímynda sér Sting án þeirra Newman
og Redford. Þess vegna hafa fram-
leiðendumir tekið það ráð aö gjör-
breyta annarri helstu persónu mynd-
arinnar, Gondorff. I staðinn fyrir
hina myndarlegu leikara er gaman-
leikarinn góðkunni Jackie Gleason
Jackie Gleason bregst ekki frekar en fyrri daginn.
kominn til leiks og hefur þaö sjálf-
sagt verið hið snjallasta ráð. Því
þrátt fyrir að tónlistin minni óneit-
anlega á fyrri myndina, þá skapar
Gleason fljótt það andrúmsloft sem
fer honum best. Snjall skúrkur með
ráð undir rifi hverju, en er um leið
hinn agaði' heimsmaður sem enginn
getur staðist.
Mótleikari Gleason, Mac Davis, er
aftur á móti nær hinum upprunalegu
hlutverkum og líður hann nokkuö
fyrir það. Mac Davis er þekktur
söngvari vestan hafs og held ég aö
honum fari betur að vera við míkra-
fóninn en að vera fyrir framan
myndavélina.
Aðrir leikarar koma minna við
sögu, en minnisverðir eru þó Oliver
Reed í hlutverki Lonegans, sem
vitnar í Shakespeare og Alexander
Pope þegar hann leggur á ráðin að
myrða andstæðinga sína og Karl,
Maldan í hlutverki skúrsksins og
næturklúbbeigandans Macalinski
sem hefur meira sjálfstraust en vit
og lætur auöveldlega blekkjast.
Sting H er í heild ósköp þægileg
mynd sem helst liður fyrir nafn sitt.
Það er spenna og gaman í henni og
hefði hún heitið einhverju öðru nafni
er ég viss um að ég hefði verið sátt-
ari viðhana.
Hilmar Karlsson.
MOTOROLA
AUTOMOBILE
M0T0R0LA
ALTENATORAR:
6 - 12 - 24 -
32 volt
30 - 160 AMP.
HAUKUR OG ÓLAFUR
raftækjaverslun
Ármúla 32 — Simi 37700. — Reykjavik.
r
STORUTSALA
OKSINS ER
KOMIÐ AÐ
STORUTSÖLUNNI
Á PRJÓNAGARNI.
Áf því tilefni veitum við
10%
afslátt af öllum útsaumsvörum.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
PÓS TSENDUM DA GLEGA
. HOF
I - INGÓLFSSTRÆT11 Sími 16764
E3 E
. í EUOOCAP
J