Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984. SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA VIDGETUM IETT MR SPORIN OG AUDVEIDAÐ ÞÉR FYRIRHOFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á móti skriflegum tilboðum Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMIIMN ER 27022 ATHUGIÐ Ef s|Tjáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17 föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022. Menning Menning Hluti af Langflöguverkinu. Ljósm. GBK Myndrænir þankar — um sýningu Björgvins Snorra Síöastliöna viku hefur staöið yfir í Nýlistasafninu viö Vatnsstíg sýning á verkum eftir Björgvin Gylfa Snorrason. Eins og fram kemur í sýningarskrá er hér á ferðinni lista- maöur meö mikla menntun, fyrst stúdent frá M.R. 1971, þá próf frá Myndhöggvaradeild Myndlista- og handíöaskólans 1974 og síðan fram- haldsnám hjá Robert Jacobsen í Akademie der Bildenden Kiinste í Munchen á árunum 1974—1980. List um list Þaö er nokkuö um liðiö síöan list- unnendum hefur boöist tækifæri til aö skoöa listasýningu í anda conceptlistar, þar sem sköpunin er grundvöliuö og skýrö meö afmörk- uðum og skilgreindum hugmyndum. En svo hefur verið meö nýafstaðna sýningu í Nýlistasafninu. Þessi list- sköpun Björgvins Snorra fjallar um sjálfa listina og er greinilega skýrð í sýningarskrá. I þessari umfjöllun leikur listamaðurinn sér meö ákveöna formræna möguleika, sem hann setur fram sem andstæöu hins einstaklingsbundna. Formin mynda ávallt kerfi, háö hugviti, utan um fyrirbæri sem byggjast á persónu- legri reynslu listamannsins og hans fagurfræðilegu skynjun. Þannig er hér um aö ræða andstæöur: náttúra/menning; eölishvöt/skyn- semi, sem er vel þekkt úr listasög- unni og hafa verið frumforsenda í listsköpun fjölda listamanna. En þó að þessar „pælingar” gangi inn í vítt sögulegt samhengi, þá vekja þessar listsamsetningar veröskuldaöa athygli. Og þá kannski sérstaklega í „smáplötuverkinu”, sem er plastíst fullkomnað á sýningarsvæöinu á meöan t.d. Obdectinn er ansi fjar- lægur í þessu skýrsluformi. Um „smáplötumyndverkið” segir lista- maöurinn í sýningarskrá: „Fram- kvæmd þessa verks átti mest skylt viö Tacitisma, þ.e. eftir aö hafa ákveöiö flatarmörk og rúmmörk platnanna, svo og hvað sammerkt skyldi öllum flötunum, réð tilfinning- in byggingu hverrar plötu fyrir sig og platnanna í heild. Efniseigin- leikar grunnplatnanna, þ.e. efna- samsetning leirsins réö því aö flötur- inn íhvolfdist við brennslu, en þaö var áætlað innan þess svigrúms, sem kerfiö veitti fyrir breytingar.” I þessum skúlptúr má vel greina Myndlist GunnarB. Kvaran fyrrnefndar andstæöur milii útfærsl- unnar — upprööun formanna — sem er fullkomlega geometrískt og innri formgerðar sem aðeins er háö til- finningalegri og fagurfræöilegri upplifun listamannsins. Þetta verk er fullkomlega nýtt sjónarhom á áöur þekkt hugtök. Þá má einnig minnast á „langflögurööina” sem er í svipuöum dúr, en sýnir okkur ennfremur ákveönar félagslegar víddir — jafnvel atferlislegar — sem næra listsköpun Björgvins Snorra. GBK • m IlP Smáplötumyndverkiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.