Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1984, hafi hann ekki verið greiddur i síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 2,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. april. Fjármálaráðuneytið. Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps býöur hér með út silungs- og laxveiöi í net í Ölfusá fyrir landi Ös- eyrarness í Eyrarbakkahreppi til næstu fjögurra ára. Tilboð skulu send til oddvita Eyrarbakka- hrepps, Túngötu 40, 820 Eyrarbakka, fyrir 10. apríl nk. Oddviti veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. Áskilinn er réttur til þess aö taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps. UTANHÚSS- KLÆÐNING Með hækkandi sól og betri tíð huga flestir húseig- endur að húseignum sínum. Oft kemur því miður í ljós að alkalívirkni hefur aukist, gamlar sprungur opnast og það þarf að málaeitt áriðenn. Reynslan hefur sýnt að eina varanlega lausnin á þessum vanda er aö klæöa húsiö aö utan. Verkið er vandasamt og þarf aö mörgu aö huga, svo sem: efni, frágangi, verði o.s.frv. Sértu í viðhaldshugleiðingum erum við alltaf tilbúnir tii skrafs og ráðagerða. SELÁS Símar: 75309 og 45989. Aöalfundur Iðnaöarbanka íslands hf. árið 1984 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00, fimmtudaginn 26. apríl 1984. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. Lagðar verða fram tillögur um breytingar á samþykktum bankans. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbanka að Lækjargötu 12, 3. hæð, dagana 17. apríl til 25. apríl, að báð- um dögum meðtöldum. Reikningar bankans fyrir árið 1983, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 16. apríl n.k. Reykjavík 5. mars 1984 Bankaráð IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Iðnaðarbankinn Manngildi ofar audgildi Þegar fulltrúar launþega og at- vinnurekenda settust niður við samningaboröið voru allir sammála um það að leggja bæri áherslu á aö bæta kjör hinna lægst launuðu. Þeg- ar upp var staöið kom í ljós að sam- komulag hafði náðst um ca 12.600 kr. lágmarkslaun. Verkalýðsleiðtog- amir hrósuðu þessum samningum sem þeir töldu mjög góða miöaö við ástandiö i þjóöfélaginu og lögðu til aö þeir yröu samþykktir. En þeir gleymdu að minnast á þaö að inn í samningana haföi verið skotið á- kvæði þess efnis að unglingataxtar giltu fyrir fólk á aldrinum 16—18 ára. Hvað kom til aö verkalýðsforust- an samþykkti þetta ákvæði? Voru þetta kannski kaup kaups? Hvar er siöferði þessara manna sem fórna einum hópi fyrir annan vitandi það að þessi hópur (iðnnemar) er gjör- samlega réttindalaus á hinum al- menna vinnumarkaði og á því erfið- ara um vik aö bera hönd fyrir höfuð sér? Þaö er engin ástæða til aö hrópa húrra fyrir þessum samningum. Þeir eru hrein endurtekning á samningum fyrri ára þar sem hæstu launin hækka mest og þau lægstu minnst. Það sem kannski er nýlunda er aö heyra verkalýðsleiðtoga nota hreint og ómengaö orðalag atvinnu- rekenda þegar þeir réttlæta samn- ingana. „Miöað við núverandi á- stand eru þessir samningar bara skrambi góðir.” Er kjarabaráttan á villigötum Það hlýtur að vera eitthvað að þeirri kjarabaráttu sem veldur því að munurinn milli hæstu og lægstu launa eykst sífellt viö hverja þá samninga sem gerðir eru. Það hlýtur að þurfa nýjar leiöir áður en þetta endar með því að hér spretta upp fá- tækrahverfi með öllum þeim vanda- málum sem þvi fylgja, vændi, barna- sölu, eiturlyfjasölu og ránum og gripdeildum ýtniskonar. Eitthvaö af þessum vandamálum er nú þegar að koma í ljós. JÓSEF SMÁRI ÁSMUNDSSON . HÚSASMÍDANEMI OG LEIOBEIN ANDI í FÉLAGSMÁLADEILD SAM- HYGÐAR Er maðurinn hlutur sem hægt er að selja á almennum markaði? Við búum í þjóðfélagi þar sem hin almenna regla um framboð og eftir- spum ræður verði hluta (undan- tekning er félagsleg þjónusta). Ef við tökum sem dæmi annars vegar lækni og hins vegar sjúkraliða er ljóst að hér er um g jörólíkar vömr að ræöa. I fyrsta lagi er kostnaðarverö læknisins miklu hærra, einkanlega vegna þess aö skólaganga hans er lengri. Annað er aö læknarnir eru miklu færri og þar af leiðandi eftir- sóttari. En inn í þetta dæmi kemur atriði sem á engan hátt tengist fram- boöi og eftirspurn. Eg er að tala um þá stöðnuöu ímynd sem fólk gerir sér af læknum. I gamla daga voru þessir menn dýrkaðir og litið á þá sem guö- legar vemr. Þeir gátu vegna þekkingar sinnar gert kraftaverk og slegiö ryki í augu almúgans. Sem geröi það að verkum aö þeir gátu verðlagt sig sjálfir án þess að spyrja kóng eða prest. A þessum tíma varö til ákveöinn hugsunarháttur. Al- múginn vandi sig á að bera ótta- blanda virðingu fyrir lækninum og læknirinn gekkst upp í hlutverkinu. Þessi hugsunarháttur er við lýði enn þann dag í dag. Til þess að leiðrétta launamisrétti verður aö breyta þess- um úrelta hugsunarhætti. En eiga þá allir aö hafa sama kaup? Það er hlutur sem menn verða að koma sér saman um en í því kerfi sem biö búum við í dag er ekki um frjálsa samninga að ræöa með „kerfi” á ég við eðli samskipta, þ.e. þann ríkjandi hugsunarhátt sem réttlætir þvinganir og ofbeldi. — Það eru ekki frjálsir samningar þegar annar aðilinn getur hvenær sem er sett hinum stólinn fyrir dyrnar og neitað að ræða málin. Frjálsir samningar eru þaö þegar menn geta rætt málin á jafnréttisgrundvelli án nokkurra þvingana. Manngildi ofar auðgildi Fullkomnu launaréttlæti verður ekki komið á meðan þetta kerfi er til staðar. Það þarf að breytast í þá átt að engin mismunun sé, aö mennirnir virði hver annan sem manneskjur en ekki sem hluti. Það getur ekki verið rétt að veröleggja manninn og verk hans eftir lögmálum markaðskerfis. Einhver myndi kannski halda því fram að þetta sé einungis náttúrulögmál en hefur maöurinn alltaf farið eftir lögmálum nátt- úrunnar? Maðurinn hefur það fram- yfir önnur dýr að hann hefur á- setning, hann getur haft áhrif á um- hverfi sitt. Varla hefur það verið ætlun náttúrunnar að maðurinn gæti flogið eins og fugl um loftin blá, breytt eyðimörkum í gróöurreiti (eða öfugt) og reist stórhýsi úr tilbúnum gerviefnum. Ef maðurinn hefði ekki þennan ásetning værum við ennþá aö príla í trjánum. Þeir sem enn í dag halda fram frumskóg- arlögmálinu ættu að hafa þaö hug- fast að hefði verið farið í einu og öllu eftir því væru ekki til hlutir eins og útvarp, sjónvarp og sjúkrahús og því síður læknar og sjúkraliðar. Hundalíf Og stíflan brast. Þaö sem þurfti var að horfast í augu við dauðann, kvala- fullan dauða. Þaö sem leysti allt úr læðingi var sullaveikitilfelli. Þá vant- aði Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Hún vill ekki láta hreinsa hundana í Reykjavík því að lögum skv. eru hund- ar ekki til í Reykjavík — eða eigum við að fara aö þjóna lögbrjótum? spyr for- maður nefndarinnar. En hvað gerir lögreglan? Hún má aðeins verja hend- ur sínar ef á hana er ráðist. Hér eru það aðeins hundar sem haf a ótakmark- að frelsi. Þá er það borgarstjórinn í Reykjavík sem hefur upp raust sína því að hann skilur fyrl en skellur í tönnum. Hann vill leyfa hundahald með vissum skilyröum þó — sem borgarstjórn samþykkir og á eftir að koma sér saman um. Sem sagt, þeir sem skaða lögin eiga að ráöa ferðinni. Við breytum bara reglunum svo að hundahald teljist löglegt. Og þróunin verður þá þessi: smáþjófnaður, smá- pústrar á hendur náunganum veröa ekki taldir til neinna synda, því aö alltaf má breyta lögum, annars fer hér allt í hund og kött. Hundadýrkendur fá sinn rétt til aö spilla umhverfi með sóðaskap, raska kyrrð með hávaða, ýfa upp astmakast, hreinsa tennumar í holdi fólks, vera smitberar. Maður verður bara að vona að þetta komi manni sjálfum ekki í koll — skítt með náungann. Málið liggur nú þannig fyrir að það er ekki hægt að framfylgja hundabann- inu. Við sem töldum okkur löghlýöna borgara erum hætt að virða lögin. Hvaöáþá að gera? I raun og veru er alltaf hægt að sætta andstæð öfl. Ef vilji er til staðar er allt fengiö. Hér má benda á eina leið til sátta fyrir hundadýrkendur og hunda- hafendur. Og nú skuluð þið lesa: Hundahverfi Viö afmörkum svæöi í borginni sem nefnist þá hundahverfi. Þetta hverfi skal girt af með 2ja metra hárri girð- ingu úr bárujárnsplötum. Engin fjöl- skylda eöa búandi einstaklingur má vera innan hverfisins nema hann eigi hund. Ætla má að hæfilegur hunda- fjöldi innan hverfis verði 2—3 þúsund hundar. Þar verður ekki manntal tekið Æh „Hundahafendur hafa einangrast, hunda- ^ dýrkendur hafa hlotið viðurkenningu og borið sigurorð af f jendum sínum.” GUNNAR FINNBOGASON SKÓLASTJÓRI VÖRDUSKÓLA framar heldur hundatal. Gerið ykkur í hugarlund hvað hefur breyst. Hundahafendur hafa einangrast, hundadýrkendur hafa hlotið viöur- kenningu og borið sigurorð af fjendum sínum. Hundaeigendur sýna nú af sér hundakæti. Þeir eru frjálsir í sínu hverfi. Hundar geta farið út án þess að nokkur sé að amast viö þeim, börnin í hverfinu verða ánægð og skilningsrík, þau alast upp meö hundum, það er svo þroskandi. Borgarstjórinn veit aö þaö verður að gera vel við hundadýrkend- ur því aö þeir eru framtíðin. Borgar- stjórinnhefurlofaö: 1) að reisa skóla í hverfinu, hvolpa- skóla. Þar verður hvolpum kennt aö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.