Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 5
DV. ÍÍAUGARDfAGTJR'24.'MARS 1984:
Laugaás
f?
Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur ogfæstar krónur Þar stendur
tvminn kyrr
Að koma inn í Laugaás um þessar
mundir er næstum alveg eins og var að
koma þangað fyrir fjórum árum, þeg-
ar ég byrjaði að skrifa um íslenzk
veitingahús. Það er eins og tíminn hafi
staöið í stað. Eina breytingin er, að á
matseöli dagsins voru þá fjórir —
fimm réttir, en eru núna tólf.
Innrétting veitingastofunnar er jafn-
hreinleg og staðurinn jafnsnyrtilegur,
þótt örtröðin hafi verið mikil á fjórum
árum. Eigendurnir Gunnlaugur Kr.
Hreiðarsson og Ragnar Kr. Guð-
mundsson skipta enn með sér vöktum
og eru ekki komnir í neinn forstjóra-
leik. Og jafnvel pönnusteikti karfinn
var á seölinum eins og fyrir f jórum ár-
um.
Sama lága verðlagið
Þegar Laugaás tók til starfa, jafn-
gilti það byltingu í veitingamennsku
borgarinnar. Hlutfall gæða og verðs
varð hagstæðara fyrir viðskiptavini en
tíðkazt hafði fram að því. Og enn í dag
eru Gunnlaugur og Eagnar trúir þeirri
reglu aö bjóða tiltölulega góöan mat
fyrir einstaklega lágt verð, raunar
lægsta hugsanlega verð.
A þessum fjórum árum hefur svo
orðið önnur bylting í veitingamennsk-
unni, hægfara bylting í átt til léttari og
auömeltanlegri matar. Sú breyting
hefur ekki haft áhrif í Laugaási. Þar er
matargerðin hin sama og fyrir f jórum
árum. Hún var þá í léttara lagi, miðað
við aðra staði, en nú er hún orðin frem-
ur í þyngra lagi, þótt hún sjálf hafi ekki
breytzt.
Hinir trúu viðskiptavinir Laugaáss
eru sjálfsagt margir ánægðir með
þessa festu. En margir eru þeir, sem
hugsa um hitaeiningar og vildu gjarna
eiga kost á minna smjöri, minni sósum
og minni djúpsteikingum í minni
hveitihjúpum. Hvernig væri, að
Laugaás færi að gefa gestum kost á
minna jukki, ef þeir heldur kjósa?
Laugaás er enn hvítmálaður án þess
aö vera kuldalegur. Rauði liturinn
kemur fram í gluggatjöldum, stólaset-
um og lofthólfum. Bamahornið kemur
fjölskyldufólki vel eins og fyrri daginn.
Steinflísarnar með innbrenndu jurtun-
um í borðplötunum lyfta stemmning-
unni frá plastinu í borðunum og
pappírsþurrkimum í staukunum.
Matreiðslumennirnir bera matinn til
borðs og einangrast því ekki inni í eld-
húsi. Gestir geta fengið sér sæti án
þess að þurfa að panta við diskinn og
sækja sér borðbúnaö eins og fyrst var.
Þeir geta líka fengið vatn á borð og ís
til kælingar. Maturinn er borinn fram
á sjóðheitum diskum. Og loks þurfa
gestir ekki að hlusta á niöursoöna tóna.
Halda tryggð
við fískinn
A matseðli dagsins var súpa með
fimm fiskréttum og sjö kjötréttum.
Hinir síðarnefndu voru saltkjöt, grísa-
sneið, köld nautabringa, lambalæri,
lambalundir, mínútusteik og kjúkling-
ur. Með öllum réttum fylgdi prinsessu-
súpa.
Laugaássmenn hafa haldið tryggð
við fiskinn. Þeir buðu i þetta sinn upp á
karfa, blálöngu, lúðu, steinbít og regn-
bogasilung. Þeir kunna tímasetningu
við matreiðslu fisks og elda hann því
yfirleitt ekki of lengi. Oftast gætu þeir
þó komizt af með styttri eldunartíma
og þannig náð enn betri árangri.
Prinsessusúpan var spergilsúpa í
kjúkiingasoði. Hún var góð, en betri
voru þó brauðhnúðarnir, ostbakaðir úr
heilhveiti. Þeir komu úr bakaríinu viö
hliðina, Kökuvali.
Hrásalatið leit sæmilega út, en hefði
þó mátt bíða skemmri tíma íkæliborði.
Ekki er ég spenntur fyrir þúsundeyja-
sósu, en sanngirni vegna verður að
taka fram, að börnin sögðust vilja fá
svoleiðis sósu heima framvegis.
Pönnusteikti karfinn var miðlungi
steiktur og hélt karfabragði, þrátt
fyrir mikla smjör- og ostbráð. Þegar
búið var að skafa sumt af henni frá,
var karfinn mjúkur og góður. Með hon-
um eins og öðrum fiskréttum fylgdu
litlar, djúpsteiktar kartöflur, hrátt
grænmeti og sveppir úr dós.
Pönnusteikti steinbíturinn hélt
tæpast eigin bragði, því að út á hann
var bragðsterk piparsósa. Ut af fyrir
sig var bæði steinbíturinn og sósan
með góðu bragði, en í samkeppni mátti
fiskurinn sín lítils.
Orly-innbakaði og djúpsteikti regn-
bogasilungurinn frá Laxalóni olli
nokkrum vonbrigðum í þetta sinn,
sennilega bæði vegna of daufs eðlis-
bragðs og of mikillar matreiðslu. Eg
hef fengið mun betri Laxalónssilung.
Léttsýrða grænmetið, sem fylgdi, var
skemmtileg tilbreytni frá léttsýröum
gúrkum.
Pönnusteikta stórlúðan var bezt
heppnuð af fiskréttunum. Hún var
alveg laus við að vera þurr. Þvert á
móti var hún hin safaríkasta. Og svo
var hún ekki kæfð í hitaeininga-hjúpi.
Þetta var óvenjulega vel elduð lúða úr
17 kílóa fiski.
Kínverskar pönnukökur voru þunn-
ar, heitar og bragögóðar. Karrísósan
var mild og fín, en sojasósan aftur á
móti sterk að venju. Hrísgrjónin voru
góð.
Grillsteikti kjúklingurinn var jafn-
meyr og góður og félagi hans hafði ver-
ið fyrir fjórum árum og jafnvinsæll
barnamatur.
Mínútusteikin var með hinum betri,
sem hér fást, léttsteikt og rauö eins
og vera ber, furöu meyr, vel pipruð, en
ekki bragðmikil sjálf. Með henni var
íhaldssamt meölæti úr dósum, svo og
bökuð kartafla og ágætlega mild
eggjasósa.
Kaffið úr vélinni var ekki gamalt og
hélt ferskum kaffiilmi.
Einn merkasti
matstaðurinn
Miðjuverð á súpu og rétti dagsins
var 195 krónur. Meö kaffi og eftirrétti
færi verðið upp í 231 krónu. A sunnu-
dögum er boöið upp á þriggja rétta
seðil. Þar sem úrvalið á seðli dagsins
er nægilegt, er fastaseðillinn í rauninni
óþarfur. Þar var miðjuverð forrétta
115 krónur, súpa 48 krónur, fiskrétta
175 krónur, kjötrétta 260 krónur, eftir-
rétta 37 krónur, smárétta 75 krónur og
pizza 120 krónur. Kaffið er þar á 19
krónur.
Með 195 króna verði á góðum mat
verður nú sem fyrr að telja Laugaás
eitt merkasta veitingahús landsins.
Asamt með Pottinum og pönnunni er
þar hlutfall gæða og verð hið bezta,
sem til er hér á landi. Laugaás er
kjörinn fjölskyldustaður.
Jónas Kristjánsson.
NISSAN SUNNY
LÁGMARKS BENIÍNEYÐSLA, HÁMARKS AKSTURSEIGINLEIKAR
OG ÖRYGGITRYGGT MED HÁÞRÓADRITÆKNI.
FRÁ NISSAN - HVAD ANNAÐ?
NISSAN SUNNY
p>að var ekki fyrir tilviljun að á síðustu fimmtíu
árum hefur Nissan orðið þriðji stærsti bílafram-
leiðandi í heimi.
p>etta gerðist vegna einbeitni Nissan í að ná
fram bestu hugsanlegu hönnun sem hægt er í
framleiðslu á bílum. p>eir notuðu nýjustu aðferðir
og háþróaða tækni sem hefur orðið öðrum til
fyrirmyndar um allan heim. p>eir sköpuðu bíla
sem urðu fyrirmynd annarra framleiðenda í útliti,
spameytni og endingu.
Nissan hefur ætíð hannað bifreiðar sínar á
þessum forsendum, bifreiðar sem hafa getið sér
frábæran orðstír um víða veröld.
p>annig gefur Nissan Sunny hugtakinu
"fjölskyldubíll" nýja og víðari merkingu. Nú er
fjölskyldubíll þeirra ekki einungis prýddur
rúmgóðum innréttingum heldur einnig ótrúlega
spameytinn, ódýr í innkaupi og fram úr skarandi
endingargóður. Orðið “venjulegur" lýsir ekki
fjölskyldubíl á borð við Nissan Sunny - til þess
er alltof mikið í hann borið.
Nú er fyrirmynd fjölskyldubílsins bíll með
sportlegu útliti sem gaman er að aka. Nissan
Sunny þarf pó ekki að koma á óvart - hann er
ósvikinn Nissan.
Fullkomnun náö meö NISSAN-taekni
□ nissaim
INGVAR HELGASON HF. Sýnlngarsalurinn V/Rau&ageríl - Reykjavik, Simi 91 -33560.