Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. „Fram að því er Dizzie Gillespie skaut upp á fimmta áratugnum, var það enginn jasstrompetleikari sem ekki átti rót sína að rekja til Louis Armstrong eöa Satchmo eins og hann var kallaður. Og jafnvel síðan er hver einasti hljóðfæraleikari aö minnsta kosti óbeint undir áhrifum frá honum. Þegar Louis Armstrong dó tveimur dögum eftir 71. afmælisdag sinn, 6. júlí 1971, sagði Duke Ellington: ,,Ef einhver var herra jass þá var það Louis Armstrong. Hann var sam- nefnari jassins og verður það alltaf. ’ ’ Louis eyddi æskudögum sínum í New Yorleans í Creole hverfi þar. Táknræn landamæri hverfisins voru: fangelsi, kirkja, skóli fyrir fátæka og dansstaður. Faðir hans vann í verksmiðju og móöir hans var húshjálp. Foreldrar hans skildu mjög skömmu eftir að hann fæddist og Louis bjó fyrst í staö með móöur sinni. Það tók enginn neitt sérstaklega eftir honum. Yfirvöld hug- leiddu það einu sinni eða tvisvar aö setja hann á betrunarhæli en ekkert var gert þar til gamlárskvöld eitt er hann var tekinn fyrir aö skjóta af skammbyssu hlaðinni meö púðurskot- um upp í loftiö. Hann var settur á betr- unarhæli. Þar var hann fyrst í kóm- um en komst svo í það að spila á cornet. Faöir hans náöi honum út af betrunarhælinu, þar sem Armstrong var annars ánægöur, og tók hann til sín um tíma. Þegar föður hans og seinni konu bættist ein dóttir í viöbót fór Louis Armstrong til móður sinnar sem hann dvaldist hjá um langt skeið. A þessum tíma stundaði Armstrong vinnu eins og að selja blöð, aka kolum, aöstoða tuskusala og fleira. Hann spilaði einnig í ýmsum miður glæsileg- um hóruhúsum á næturnar. Smám saman fór hann að fá betri störf og hann spilaöi til dæmis á gufubát sem fór eftir Missisippi frá New Orleans til St. Louis. Arið 1922 fór l/)uis til Chicago þar sem hann fór aö leika með manninum sem hann haföi tekið sem fyrirmynd: trompetleikaranum Joe Oliver, sem þá var nefndur King Oliv- er. Þeir léku á cornet, Johnny Dodds, klarínettu, bróðir hans, Baby Dodds, lék á trommur og Bill Johnson á banjó og Lil Hardin á píanó. Þegar Arm- strong yfirgaf hljómsveitina 1924 fór aö halla undan fæti fyrir henni. Louis er talinn hafa sloppið frá þeim toppum og lægðum sem einkennir feril margra annarra listamanna og leið hans lá alla tíð upp á við. Tvær frægustu hljómsveitir sem Louis var í eru að öllum líkindum Hot Five sem síðar varð Hot Seven sem hann lék með frá 1925 til 1928. Hin var Louis Arm- strong All Stars sem hann lék með á fimmta áratugnum. Kjarninn í þessum tveimur hljóm- sveitum voru Johnny Dodds á klarínettu, á trombone var Kid Orey Louís um 1930. Með King Oliver's Creole Jazz Band i Chicago 1923. Frá vinstri: Honore Dutre. Baby Dodds, Joe Oliver, LH Hardin, Bill Johnson, Johnny Dodds og krjúpandi fremst er Louis Armstrong. Louis Arrnstrong ásamt Mayann móður sinni og systurinni Mama Lucy. Louis Arunstrong sem mörgum árum áöur haföi veitt honum starf í New Orleans. Síðar bætt- ist píanóleikarinn Earl Hines í hópinn. Um hljóðfæraleik segir Armstrong á einum stað: „Þegar ég tek upp hornið er heimurinn fyrir aftan mig og ég hugsa ekki um neitt annaö ... Eg á við að ég hugsa ekki annaö um hornií en ég gerði þegar ég var að spila í New Orelans. Nei, á þessu lifi ég og það er mitt líf. Eg elska þessar nótur. Þess vegna reyni ég að hafa þær réttar .. . Þess vegna giftist ég fjórum sinnum. Dömurnar sættu sig ekki við að búa meö hominu... Eg á við. Ef ég lendi í deilu við eiginkonu sem hindrar mig í því að njóta þess að leika á horniö geri ég mér grein fyrr því að ég get spilað eftir aö hún er farin .. . Eg hef tjáð mig í homið. Eg varð ást- fanginn af því og það af mér. Það sem við leikum er lífið og eðlilegt. . . ” Milli Hot Five og Hot Seven og All Stars hljómsveita fjórða og fimmta áratugarins var Armstrong í big bands eða stórhljómsveitum. Það hófst þegar hann varð meölimur í hljómsveit Fletcher Hendersons í ár frá 1924. Armstrong er af mörgum talinn með því hafa oröiö þess valdandi að 1924 var talið marka upphaf big band jass. Armstrong, sem var einn merkasti persónuleikinn er kom frá New Orleans, var með í að stofna þá jass- stefnu sem varð arftaki New Orleans tímabilsins. Svingtímabilsins á f jórða áratugnum með stórhljómsveitum sínum. Leikur Armstrong með hljómsveit Fletcher Henderson í Roseland Ballroom. í New York vakti mikla at- hygli meöal tónlistarmanna. Hann varð síðar sannfærður um að trompet sinn kæmi betur út með stórhljómsveit sem bakgrunn fremur en litla hljómsveit. Þessi hugmynd tengdist ef til vill því að frá upphafi hafði Armstrong áhuga á aö ná til sem stærsts áheyr- endahóps — sú ósk var ef til vill frum- drifkraftur hans sem tónlistarmanns alla tíö. Það er ef til vill líka ástæðan fyrir því að hann á efri árum nálgaðist mjög almenna dægurtónlist. Hann sló í gegn á vinsældalistunum með Hello Dolly og honum varð það óblandin ánægja er hann tók topp vinsældalist- anna af Bítlunum sem þá trónuðu og hélt honum í margar vikur. Söngur var Armstrong að minnsta kosti jafnmikilvægur og trompet- leikurinn og ekki bara síðusiu. .n þeg- ar hann átti orðið erfitt með að leika á trompetinn vegna þess að hann var orðinn slæmur fyrir hjarta. Hann var alla tíð frábær söngvari. Hann vissi það alla tíð að hann gæti náð til stærri hóps sem söngvari heldur en sem hljóðfæraleikari. Þeir eru margir sem muna eftir Louis Armstrong syngjandi What a Wonderful World. Þeirri veröld sem hann ólst upp í lýsir hann í ævisögu sinni sem heitir: My Life in New Orleans. Þar segir hann frá ýmsum spilamálum, giftingarmálum og mis- jöfnum manngeröum sem hann kynnt- ist í æsku. Við grípum hér niður á tveimur stööum sem sýna nokkuð hve lífið hefur verið safaríkt á þessum árum og að Louis hefur að nokkuð vel athuguðu máli sungið „What a Wond- erfulWorld”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.