Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Side 9
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984.
9
Fóstur-
fedur
I endurminningum sínum kallar
Armstrong móöur sína Mayann. Frá
henni segir hann meðal annars:
,,Mayann sá alltaf fyrir því aö ég
ætti nóg af fósturfeðrum til aö ég væri
aldrei buxnalaus. Eg gat varla snúið
svo viö henni baki aö ekki væri kominn
nýr fósturfaðir. Sumir þeirra voru af-
bragösmenn en aðrir voru ekki þess
viröi aö umgangast þá. Einkum og sér
í lagi átti þetta viö einn sem hét Albert.
Slim var ekki miklu betri en Albert var
sá versti af þeim öllum. Dag nokkum
sátu hann og mamma á bólverkinu viö
gamlá síkiö niöri viö Galves Street og
rifust um eitthvað á meöan ég lék mér
nokkuö frá. Skyndilega kallaði hann
hana svarta tík og barði hana í andlitiö
svo aö hún 'féll i síkið. Því næst gekk
hann í rólegheitum í burtu án þess svo
mikið sem líta til baka.' Eg varö
óskaplega hræddur. A meðan Mayann
lá í vatninu og öskraöi og veinaði meö
blóöið lagandi úr andlitinu byrjaði ég
aö hrópa á hjálp eins hátt og ég gat.
Fljótlega kom fólk hlaupandi og dró
hana upp úr vatninu en mínúturnar
sem liðu þangaö til voru hræðilegar.
Eg hef aldrei fyrirgefiö þessum manni
hegöun sína og ef ég sé hann einhvern
tímann aftur rota ég hann. Eg hef oft
veriö í New Orleans síðan og ég hef
aldrei rekist á hann. Gamalt fólk segir
aö hann sé dauður.
Bestur af fósturfeðrum minum — ég
man aö minnsta kosti eftir sex — var
Gabe. Hann var kannski ekki eins
upplýstur og gáfaður og hinir en hann
haföi heilmikið af heilbrigðri skynsemi
og það skipti miklu máli fyrir mig á
þeim tíma. Hvaö Slim stjúpa minn
snertir þá var hann alls ekki sá versti
en hann drakk mikið. Stundum var
hann góður og blíður en í önnur skipti
tók hann Mayann og lamdi hana
sundur og saman. En hann gerði þaö
nú aldrei þegar ég var viöstaddur. Eg
gleymdi aldrei tilvikmu meö Albert og
þaö var aldrei neinn sem fékk að berja
móöur mína aftur án þess aö ég geröi
mitt besta til aö hjálpa henni.
Þegar Mayann byrjaði að vera meö
Auglýsingadeild,
Síðumúla 33
símar 27022 -
- Reykjavík,
82260.
Staðgóður danskur morgunmatur i afslöppunarfötum.
Fyrsta konan
TVÖ AUKABLÖD - í APRÍL
kemur út laugardaginn 7. apríl. Blaðið
kemur út í byrjun sýningar Bílgreina-
sambandsins, AUTO '84.
AUGLÝSENDUR,
sem áhuga hafa á að auglýsa vörur sínar og
þjonustu, vinsamlegast hafi samband við
auglýsingadeild DV, Síðumúla 33 eða í síma 82260,
virka daga kl. 9—17 fyrir fimmtudaginn 29. mars nk.
ERLENT
FERÐABLAÐ
— sumarleyfisferðir til útlanda — kemur út laugar-
daginn 14. april. Blaðið kemur út á þeim tíma
sem flestar ferðaskrifstofur hafa fullgert sumar-
áætlun sína og þegar landinn ætti að skipuleggja
sumarleyfisferð til útlanda.
AUGLYSENDUR,
sem áhuga hafa á að auglýsa vörur sínar og þjónustu, vinsam-
legast hafi samband við auglýsingadeild DV, Síðumúla 33 eða í
. sima 82260, virka daga kl. 9—17 fyrir fimmtudaginn 5. april nk.
HAFIÐ SAMBAND!
Armstrong segir svona frá því þegar
hann hitti fyrstu konu sína:
„Eg held aö The Brick House sé ein
svakalegasta búlla sem ég hef spilaö á
á ferli mínum. Það var veitingahús
meö bar þar sem hafnarverka-
mennirnir söfnuöust saman á hverju
laugardagskvöldi og einbeittu sér aö
stúlkunum sem gengu þar um gólf.
Þessir drengir drukku ótrúleg býsn og
gengu í skrokk hver á öðrum eins og
hjólsagir. Flöskurnar flugu um sali og
yfir höfuöiö á okkur spilurunum og þaö
var líka alveg ríkulegt af venjulegum
skotbardögum og slagsmálum með
hnífum. En svo merkilegt sem þaö var
þá hafði þetta aldrei nein áhrif á mig
því aö ég var bara ánægöur að hafa
einhvern staö þar sem ég gat leikið á
homiömitt.
Þrjá eöa fjóra laugardaga í röö tók
ég eftir því aö ein stúlknanna horföi á
mig meö þessu eina rétta augnaráði.
Eg spilaöi fyrst áfram og lét sem það
skipti mig engu en ég fór smám saman
aö horfa til baka á nákvæmlega sama
hátt. Stúlkan hét Daisy Parker.
Af hennar hálfu voru þetta hrein og
bein viöskipti og af minni hálfu var
þetta hversdagslegt daður. Þessu
komst ég nú ekki aö fyrr en ég var
kominn í eitt af herbergjunum á loftinu
meö henni. Hún hafði nefnt veröiö sem
ekki var sérlega hátt á þeirra tíma
mælikvarða og ég stakk upp á því við
hana að viö hittumst þegar ég væri
búinn að spila. Hún samþykkti það og
ég spilaði áfram og hugsaöi meö mér:
Þetta er aldeilis falleg lítil Creola-
stúlka. Eg vissi ekki hvað beið mín.
Eftir aö leiknum var lokið rauk ég
upp á loft, næstum því án þess aö nota
stigann, og Daisy dró sig í hlé frá þeim
sem hún var meö og kom á eftir.
Bæði hún og ég vorum búin að ljúka
vinnudeginum þannig aö við vorum á
herberginu frá fimm um morguninn
þangaö til langt fram á eftirmiödag-
mn.
Þaö fyrsta sem ég tók eftir hjá Daisy
þennan morgun — en ég sagöi ekki
neitt um það því að ég trúöi ekki
mínum eigin augum — var aö þegar
hún klæddi sig úr þá fór hún úr gervi-
mjöömum sem hún notaði til aö vera
glæsilegri í vexti. Eg hugsaði með
sjálfum mér: Hér hef ég gengið og
gapaö yfir henni og vextinum og svo er
þetta ekki annað en sundbelti! En áöur
en ég náöi aö velta þessu meira fyrir
mér kom hún sjálf meö skýringuna.
Hún sagöi að hún væri allt of grönn,
aðeins 50 kíló aö þyngd. Eins og hún
var vaxin var hún nauöbeygö aö vera
með beltið og vöxturinn varð við það
aldeilis lýtalaus. Þaö gerði heldur ekki
neitt til því hún leit bæöi vel út og vár
auk þess akkúrat rétta stúlkan fjrrir
mig. Eg vandist „sundbeltinu” smám
saman og vandist því jafnvel að sjá
hana taka þaö af sér og f innast hún enn
líta vel út.
Við vorum oft saman eftir þann dag
og viö urðum smám saman ákaflega
ástfangin. Daisy var tuttugu og eins og
ég átján. Eg var svo ástfanginn aö við
komum aldrei inn á þaö aö hún átti
„old man” en þaö kölluöu stúlkurnar
mann sem þær voru löglega giftar.”
Louis Armstrong með tveimur aðdáendum, leikaranum Wiiiiam Langford
og leikkonunni Tallulah Bakhead.
SUm var ég að veröa stór strákur. A
hverjum einasta degi voru slagsmál í
hverfinu: slagsmál á mUU meUna inn-
byrðis, mUU fóla og jafnvel mUU
barna. Einhversstaöarí hverfinu var
aUtaf verið aö rífa hús þannig að þaö
var alltaf nóg af múrsteinum innan
seUingar. Um leiö og einhverjir lentu í
vandræðum hlupu þeir aö næsta hrauk
og byr juöu að henda múrsteinum hver
í annan. Og þegar viö krakkarnir sáum
þetta tókum viö sama hátt upp.
Morgun nokkum um tíuleytið
byrjuðu SUm og Mayann herfileg
slagsmál á horni Gravier Street og
FrankUn Street. A meöan þau slógust
færðu þau sig niður FrankUn Street
þangaö til þau voru komin að krá Kids
Brown. Þar var eldhúskarlinn aö þrífa
og var meö dyrnar opnar. SUm og
Mayann duttu — enn í brjáluðum
slagsmálum — inn á barinn, fóru
kringum píanóiö og út á dansgólfið á
bak viö. A meðan á þessu gekk kom
einn af vinum mínum, sem hét Cocaine
Buddy, hlaupandi og náöi í mig um leið
og ég kom út úr skólanum í frímínút-
um.
,Elýttu þér, Dipper,” (þaö var
viöumefni mitt, stytting úr Dipper-
mouth eftir melódíunni Dippermouth
Blues.) „Flýttu þér, þaö er náungi að
ber ja mömmu þína.
Eg fleygði frá mér bókunum mínum
og hljóp á vettvang. Þegar ég kom aö
krá Kids Brown voru þau enn aö slást
en nú voru þau á leiöinni út á götu
aftur.
„Láttu mömmu mína vera. Láttu
mömmu mína í friði,” kallaði ég.
Þegar hann vildi ekki hætta fékk ég
ágæta hugmynd og náöi í nokkra múr-
steina. Það tók mig ekki margar
sekúndur og þegar ég byrjaði aö
fleygja í hann steinunum skaut ég ekki
einum einasta framhjá. Þann dag gat
ég borið mig saman viö hvaöa base-
ballhetju sem vera skyldi.