Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Qupperneq 16
16 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. allt höfuöiö. Hún var meö samlitan krulluhund (pípuhreinsara?) í bandi. „Er konan með hundagreiöslu eöa er hundurinn meö frúargreiðslu? Þaö er spumingin,” sagöi vinurinn leikrænt. Skyndilega nam hundurinn staöar og konan meö. Augnablik. Konan togaöi létt í hálsbandið og spuröi hundinn: ,í)igum viö ekki aö snúa viö?” Hundurinn sýndi engin merki um skilning heldur horfði þráðbeint út í bláinn. Annað augnablik. Konan togaöi aftur í hálsbandið: „Túpí minn, eigum viö ekki aö snúa viö, ha?” Hundurinn svaraði ekki enn og rölti þegjandi af staö í sömu átt. „Jæja þá,” sagöi konan um leið og hún strunsaði snúö- ugt á eftir litla gráa krulluhundinum sínum. „Eitt núll fyrir dýraríkiö!” galaöi vinurinn. Kjötið kvatt Þegar þetta ágætis par var horfið úr augsýn stóðum viö upp af græna bekknum og töltum áfram í góöa veör- inu. Viö ræddum fram og aftur um matreiöslu dúfna, ígulkeraveiðar, ráö- herrahald á Islandi og annaö í þeim dúr. Viö vorum búnir aö tala okkur sæmilega volga þegar vinurinn rakst uppi í fangið á froski og dauðbrá. Með frosknum var galdranom og á hæla þeim kom halarófa furöuverka alls konar, allt frá broddgelti til geim- fara. Og allir sunguhástöfum. Sem betur fer var þarna hvorki um aö ræða dýragarð í vetrarorlofi né starfsfólk kjarnorkuvers í verkfalli heldur hóp menntskælinga aö halda upp á kjötkveöjuhátíö. Ef þeir félagar Anders Celsius og Daniel G. Fahrenheit væru ekki búnir aö finna upp þokkalega mælikvaröa á hita mundi ég hiklaust stinga upp á því aö notaöur yröi annar verri: telja veg- farendur í miðbænum og deila í þá meö fermetrafjöldanum. Þannig fengist af- bragös stuðull sem giida myndi a.m.k. hér í Aix því fylgni hitastigs og fólks- fjölda á götum úti er hreint ótrúlega mikil. Útgangur Flestum þykir sólargeislinn góöur og þegar þeir fyrstu létu á sér kræla fyrir nokkm hér voru menn ekki aö hugsa sig tvisvar um heldur var rykiö dustaö af strigaskónum, ermarnar klipptar af lopapeysunni, gallabuxurnar brettar upp aö rennilási og fariö í te. Slík voru einmitt viöbrögö kunningja míns sem bankaði upp á hjá mér laf- móöur og sveittur og spuröi hvort ég ætti smá „örl grei”. „Þaö er svo gott við hita,”sagði hann. Aðmínuáliti var nú ekki nauðsynlegt að fara út í stór- felldar fyrirbyggjandi aðgeröir vegna hættu á ofhitun. Þó lét ég undan bull- andi augnaráöi vinarins og setti upp vatn sem dæmast skyldi til tes. „Hefuröu ekkert fariö út?” spuröi hann og andaði léttar. „Nei,” svaraði ég og klóraði mér í glæm eyranu. „Þú véröur aö koma og kíkja á lífiö, maöur,” sagði hann ásakandi og and- aöi enn léttar. Þetta var satt hjá honum. Fullfrísk- um manni er ekki hollt að rolupokast svona innandyra í annarri eins engil- blíðu. Viö skelltum því í okkur te- vatninu og gengum út. Blóðbifreið Meö því fyrsta sem viö rákum augun í var miðaldra ölæringi sem sat flötum beinum á gangstétt og benti á skilti: „J’ai faim” stóö þar óskýmm stöfum. Vinurinn sagði mér að þetta þýddi aö æringinn væri feiminn og aö líklegast kynni hann ekki viö að sníkja beint. Þess vegna gripi hann til ritmálsins. Viö gáfum honum því auga og héldum áfram. Uti á Mírabó breiövangnum, Austur- stræti Aixbúa, blasti viö okkur heil- mikill hvítmálaöur trukkur. Fyrst héldum við að hann væri eign eins þátt- itakenda í trukkaverkfallinu mikla sem fengiö hefði eftirþanka og málaö trukkinn sinn hvítan í yfirbótarskyni. En þaö reyndist nú ekki vera tilfellið heldur var ökutæki þetta h jólvætt útibú Blóðbankans hf. og var á höttunum eftir blóöi. Mannablóði. Til lækninga (heldég). Menn voru furðu örlátir á innihald æöa sinna. Eöa þaö fannst okkur fé- lögum a.m.k. þar sem viö stóðum fölir bak við tré og reyndum aö horfa sem minnst á þrýstnar varir hjúkkunnar sem stóð úti í dyrum og brosti blítt til vegfarenda. Fólkið umhverfis Hún brosti hins vegar sjaldnar til þeirra sem sátu í hrúgu á bekk and- spænis trukknum. Enda ekki nokkur ástæöa til, þau voru búin aö miðla af vökva sínum. Þarna sat maður í niöurþröngum buxum, léttum frakka meö spældar axlir og ríghélt sér í dagblað. Viö hliö hans sat kona í fötum. „Hún er eins og fylltur konfektmoli sem búið er aö tæma! ” heyröist í vininum. Viö hertum upp hugann og héldum áframgöngunni. Vinurinn fór aö segja mér blóö- gjafarsögu sem gerst haföi í heimabæ hans. Þannig var aö í bænum hans voru aðeins tveir menn í sama sjald- gæfa blóðflokknum. Þeir voru meö öörum orðum blóöflokksbræöur og höföu meira að segja skírteini upp á þaö! Annar var eldri og andsnúinn vín- drykkju. Hinn var yngri, mikið fyrir öl- teiti og sýndi þaö oft og vel í verki. Svo gerðist þaö einhvern daginn aö sá eldri fékk heilinikiö bágt innanvert í magann og blæddi illa úr. Svo illa aö nauösynlegt þótti aö bæta honum tapiö upp með blóögjöf. Því miöur var ekki tU dropi á staðnum þannig aö hafist var handa viö aö leita uppi flokks- bróðurinn blauta. Hann fannst mold- fullur viö jarðarberjatínslu úti á akri.. . Eftir nokkurt múöur féUst hann loks á að sjá af hálfum lítra í æöar flokksbróðurins. Meö því skilyrði þó að hann fengi nákvæmlega sama magn af vínanda aö launum. Þótt strangt tekiö sé bannað aö greiöa fyrir blóö hér féUust læknarnir á þetta þar eö líf hins sjúka var í húfi. Þeir töpp- uöu því af þeim yngri og dældu í þann eldri. Og þaö er ótrúlegt en dagsatt: sá veikisnarhresstist.. .ogdó. Hundavinur Um leið og vinurinn lauk við söguna fékk ég eins konar gúmmítUfinningu í hnén, skimaði eftir grænum bekk, fann einn og hlammaöi mér á hann samUt- ur. „Séröu þessa,” sagöi vinurinn og benti dónalega á miöaldra frú þrifa- lega sem kom tiplandi eftir gangstétt- inni. Hún var í fínlegum fótabúnaöi meö háum og grönnum hæl. Ljósgrátt háriö var lagt í snyrtUegar krullur um Annars ku sá siöur að mestu vera af lagður hér í Frakklandi. Nema í Nice, þarsemþaögleymdist.. . En þaö þurfti greinUega ekkert aö kenna krökkunum slíka hluti og þeir virtust njóta þessa fram í fingurgóma. Og betri borgararnir brostu vandræöa- lega: mikiö er þetta ungt. Og þaö leikurséraöþví! Inngangur Þegar fylkingin var gengin hjá fórum viö að hugsa til heimferðar enda var degi tekið aö halla og fariö aö kólna. Reglan mín virtist í góöu gildi því mun færri voru á f erðinni og meðal- aldurinn haföi snarlækkaö. Fyrir framan dymar hjá mér spuröi ég vininn hvort hann hefði ekki lyst á tebolla. Hann afþakkaöi og sagði aö sér væri sæmilega hlýtt þá stundina takk. Síðan kvöddumst viö meö handa- bandi og hann hélt heim tU sín. Eg stóö kyrr nokkrar mínútur og velti fyrir mér í hvurslags félagsskap ég væri eiginlega. Aö því búnu gekk ég inn og læsti á eftir mér. Aix í mars, Friðrik Rafnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.