Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Page 20
20 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. FOLSKIJ TENMJRNAR SEM SLlÐItltHJ Þetta sakamál frá spánska bænum Granada hefur aö geyma svo ótrúleg atvik aö vel gætu átt heima í gaman- mynd. En í hugum þeirra þriggja sem hlut áttu aö máli var þetta napur raunveruleiki, sem þeini datt ekki í hug aö brosa aö... Óhapp „Góða nótt, elsku Monica, og sofðu rótt,” hvíslaði hann og kyssti hana á kinnina. „Góða nótt, elsku Adolfo, og sofðu rótt,” svaraði hún og strauk yfir hár hans. Þetta virtust ósköp venjulegar sam- ræður í hjónaherberginu. Nei, hreint ekki. Því hin 28 ára gamla Monica Oliver og hinn 52ja ára Adolfo Ral voru alls ekki hjón. Þar fyrir utan var eiginmaður Monicu, Pedro, sölumaður í fyrirtæki Adolfo. Monica og Adolfo höfðu hist í veislu á vegum fyrirtækisins og það hafði verið gagnkvæm hrifning af begg ja hálfu við fyrstukynni. Nú lögðust þau Monica og Adolfo til svefns í hjónarúmi hennar. Þau þurftu ekki að óttast að Pedro kæmi þeim í opna skjöldu þvi Adolfo hafði sent hann í þriggja daga söluferö til Valencia, í 400 kílómetra fjariægö. Pedro var ekki væntanlegur fyrr en kvöldið eftir heim til Granada. En þessa nótt, klukkan nákvæmlega fimmtán mínútur yfir þrjú, vöknuðu Monica og Adolfo við að einhver hringdi dyrabjöilunni. Þau heyrðu líka að einhver kaUaöi. Þetta var Pedro. Hann hafði opnað dymar með hús- lykUnum sínum en ekki komist inn vegna öryggiskeðjunnar á hurðinni. Nú stóð hann í dyragættinni og kaUaði. Það tók Monicu og Adolfo nokkrar sekúndur aö átta sig á hvað var að gerast. Pedro var kominn heim! Monica næstum henti Adolfo út úr rúminu. „Flýttu þér að komast í fötin,” hvíslaði hún óttaslegin. „Já, já, en hvar eru fötin mín? Hvar lagði ég þau í gærkveldi? ” „A stólinn undir glugganum. Flýttu þér! Það er enginn tími fyrir þig að klæða þig hér inni. Þú verður að fara með fötin út á svaUr og klæða þig þar.” ,Jín hvað svo?” hvislaði Adolfo, engu minna óttasleginn. „Þaö eru aöeins einar dyr út úr íbúðinni og þar er Pedro.” ,JEg reyni að fá hann inn í svefnherbergið og svo reynir þú að komast út. I guðanna bænum, flýttu þér!” Skjálfhentur kveikti Adolfo ljósið í svefnherberginu. Hann var hræddur. A Spáni er það ekkert grín að komast upp á miUi hjóna. Það getur þýtt dauöa ef upp kemst um mann í hjónarúmi ann- ars manns. Hann flýtti sér að taka fötin sín. Hann fánn ekki nema annan skóinn. Hann leitaði aö hinum og fann hann loks undir rúminu. Svo hljóp hann í átt að svaladyrunum. Hann stansaði snöggt. Hljóp til baka að nátt- borðinu og náði í gleraugun sín, hljóp aftur með Monicu á hælunum út á ganginn, inn í stofuna og að svaladyr- unum. Hún ýtti honum út á svaUmar, svo nærri lá að hann hrasaði, og lokaði dyrunum á eftir honum. Kæmist Adolfo óséður út? Þá fyrst hljóp hún tU dyra og hleypti Pedro inn. ,,Af hverju varstu svona lengi?” hreytti hann út úr sér. „Eg svaf svo fast. Eg var fyrst núna að heyra tU þín. En hvers vegna kemur þú á þessum tíma, Pedro? Og mikið ertuþreytulegur!” „Eg lauk því sem ég átti að gera í gærkveldi og þá lagði ég strax af stað heim. Eg er búinn að vera á ferðinni í aUa nótt. Þannig spara ég dagpening- ana og get stungið þeim í eigin vasa," sagði Pedro ánægður. Svo gekk hann rakleitt inn i stofu, án þess að Monica gæti stöðvað hann, og lét sig faUa niður í stól. Hann sneri baki að svaladyrun- um þar sem Monica sá rétt i svip i höfuðAdolfo. Monica hafði áhyggjur af Adolfo. Veturnæturnar geta verið kaldar á Granada. „Gefðu mér einn bjór,” sagði Pedro. „Egerþyrstur.” „Sjálfsagt,” sagði Monica. „En drekktu hann heldur inni í svefnher- bergi.” Monica fékk Pedro með sér þangað inn. Hún hjálpaöi honum úr fötunum. Svo hraöaöi hún sér fram í eldhús eftir bjórflöskum. Þegar hún kom aftur inn í svefnherbergið lokaöi hún dyrunum vandlega á eftir sér. Meðan þau drukku bjórinn sagði Pedro Monicu frá því hvemig hann hefði snuðað forstjórann Adolfo með því að koma svona snemma heim og stinga svo dagpeningunum í eigin vasa. Monicu tókst að hlæja með Pedro. En hugsanir hennar snerust allar um Adolfo úti á svölunum. Bara að hann flýtti sér í burt. Bara að hann gerði engan hávaða, svo Pedro kæmist ekki að öllu saman. Loksins heyrði hún hljóð sem gaf til kynna að útidyrahurðinni var lokaö og þar með Adolfo laus úr prísundinni. „Hvað var þetta ?” spurði Pedro. „Þetta var úr íbúðinni fyrir ofan,” flýtti Monica sér að segja. „Þú veist hvað Martinez fer snemma til vinnu. ” Þegar Pedro hafði lokið við bjórinn fór hann fram á baðherbergi. Hann kom aftur og lagðist til svefns. Gervitennurnar Monica lá andvaka og hugsaði um mennina tvo í lífi sínu. En hvað þeir vom ólíkir. Adolfo var svo vingjarnleg- ur og stórhuga og var alitaf að gefa henni gjafir. Pedto aftur á móti, sem var fjómm árum yngri en Adolfo, var fúll og leiðinlegur — og svo nískur að með ólíkindum var. Hann gat lagt það á sig eins og nú að aka alla nóttina til að spara hundraðkall. Monica óskaöi þess af heilum hug að það væri Adolfo en ekki Pedro sem hún væri gift. Það var aðeins eitt sem þessir menn áttu sameiginlegt, hugsaöi hún og brosti við. Báðir voru þeir með falskar tenn- ur! Svo sofnaði Monica. Þegar hún, snemma morguninn eft- ir, kom inn á baöherbergiö lá henni viö taugaáfalli. Þama, hver á sinni hill- unni, lágu tveir gervigómar. Adolfo átti annan, Pedro hinn. Svo mikill hafði flýtirinn verið á Adolfo að hann hafði gleymt tönnun- um. Og þegar Pedro tók sínar út úr sér og lagði þær á aðra hillu hafði hann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.