Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Qupperneq 22
22 HIMINN OG JÖRÐ XII DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. Hefur þú séö „stjörnuhrap”? Því svipar einna helst til áramótaflugelds sem er á leið upp í loft, nema hvaö ljósiö er hvítara og rákin er mun hærra á lofti og stefnir oft niöur til jarðar í staö þess sem við sjáum á gamlaárs- kvöldi. Og menn mega vita aö þama hrapar ekki stjarna (fjarlæg sól eöa nálæg reikistjarna). Um er að ræöa lítinn berg- eöa málmmola sem glóir í lofthjúpi jarðar og leggur aftur af honum glóandi gasslæöu. Þetta er loft- steinn; lausagrjót og annaö rusl sem er á sveimi í geimnum innan sólkerf- isins. Mjög algengir Mikiö af loftsteinum ná inn aö loft- hjúpi jaröar. Magnið má mæla í tonnum á sólarhring. Mest af þeim eru svo smáir molar að þeir bráöna alveg upp viö núningshitann sem veröur viö loftmótstöðuna. Yfirleitt sér enginn til daufra ljósrákanna. Nokkur hundruö steinar eöa svo mynda svo ljóssterka rák aö menn taka eftir henni á sólarhring hverjum. Ef steinn er stærri en mannshnefi nær hann alla leiö til jarðar án þess aö „brenna” upp. Af þeim falla tveir af hverjum þremur steinum í hafið og týnast aö eilífu en aðrir grafast í jörðu eöa splundrast aö meira eöa minna leyti á þurru landi. Aö meöaltali finnast svo 18 loftsteinar á ári. Mjög fáir þeirra eru stórir. A söfnum eru þó til loftsteinar sem vega milli 50 og 100 tonn. Vitaö er aö miklu þyngri steinar hafa falliö á jöröina, rétt eins og tungliö. En vegna mikillar jarövirkni og rofs og veðrunar eru mjög fá ör til eftir loftsteina. Eitt hiö þekktasta er rúmlega 1 km breiður gígur í Arizona í Bandaríkjunum og er hann myndaður viö fall tugþúsunda tonna steins fyrir nokkrum tug- þúsundumára. Helsti fundarstaöur loftsteina er Suðurskautslandið. Þar bera jöklar grjót af stóru yfirborði íssins út til jaðrana og má finna margan loft- steininn innan um annað grjót á þeim slóöum. Þrír flokkar og hár aldur Loftsteinar eru mjög forvitnileg rannsóknarefni. Aldur þeirra má t.d. ráða af hlutfalli geislavirkra efna í þeim. Þegar steinarnir kristölluöust innihéldu þeir ákv. magn af kalíum^O samsætum. Þær klofna meö tímanum og mynda efniö argon-40. En í steinunum var líka ákv. magn af argon-39 sem ekki getur klofnaö. Mælingar á magni Ar40 og Ar39 gefa aldurinn til kynna. Virðast flestir loft- steinar vera um 4,0—4,6 milljaröa ára gamlir eöa jafngamlir tunglinu, jöröinni og myndun sólkerfisins. Meö öðrum mælingum er svo unnt aö finna hve lengi loftsteinn hefur verið á sveimi, óvarinn fyrir geislun, í geimnum; eða meö öörum orðum: Hvenær splundraöist hluturinn, sem loftsteinninn er úr, eða hvenær varð hann til (ef hann er ekki hluti af stærra fyrirbæri)? Athuganir á neon-21 benda tii aö mjög margir bergmolar, sem falla til jarðar, hafi veriö 60 milljón ár á sveimi, en til eru aldurstölur upp í milljarða ára. Gróf flokkun loftsteina er þannig: 1. 5,7% fundinna mola eru úr málmum, aðallega jámi og nikkeli. 2. 1,5% fundinna mola eru úr mjög málmríku bergi. 3. 92,8% fundinna mola eru úr berg- tegundum og er þeim aftur skipt í sex undirflokka (þ.e. algengustu bergmol- unum, svonefndum kondrítum). öumir loftstemar veroa eftir # slóð halastjarna. smástirni hafi splundrast í sólkerfinu — sumir segja heil tungl eða plánetur — og sé þar komin skýringin á loft- steinum er bera merki mikilla ham- fara. Litrófsathuganir á smástirnum sýna að mörg hver hafa líka sam- setningu og loftsteinar. Loks má ætla að sumt af „ruslinu” eftir sköpun sólkerfisins hafi dreifst um geiminn í nánd við pláneturnar. Það gæti skýrt loftsteinaregniö sem dundi á þeim og tunglum þeirra skömmu eftir að hnettirnir þéttust, sbr. gígana á tunglinu okkar. Molar gætu enn veriö aö falla inn að jöröu eftir aö hafa dvalið lengi í geimnum meöan þyngdartog fjarlægra hnatta gat hægt á eöa komið í veg fyrir fall inn að jöröu. Ekki er vitað til þess meö vissu aö loftsteinn hafi náð til jarðar á Islandi, en telja má víst að það hafi gerst oftar en einu sinni. Reyndar eru til frásagnir í annálum sem líkjast lýsingu sjónar- votta af loftsteinafalli. En vonlaust er að reyna að finna brot, ef einhver eru. Hafið andvara á ykkur, lesendur góðir! Undarleg tiiviljun Margar kenningar eru á lofti um risastóra loftsteina sem eiga að hafa falliö á jöröu og breytt gangi jarösögunnar. Allt eru þetta hugar- buröir sem eru algjörlega ósannaöir, en auövitað ekki óhugsandi atvik; reyndar haria líkleg þegar þess er gætt að jarðsagan spannar yfir rúma 4 milljarða ára. A hinn bóginn eru til margar frásagnir af faUi loftsteina og fundi þeirra, sannar og réttar. Til dæmis féU 350 gramma loftsteinn gegnum þak á húsi I Wethersfield í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Ekki væri þaö í frásögur færandi hér og nú ef sami atburður hefði ekki orðið 8. nóvember 1982, aöeins 2,5 kilómetra frá hinu húsinu. Fjölskyldan sat viö sjónvarpið og heyrði dynk og brothljóð. I ljós kom að nærrí 3 kg loftsteinn haföi faríö í gegnum þakiö og loftið, skoppaö utan í vegg og loks lent í stól og velt honum. Steinninn reyndist vera kondríti og hafði hann sprungið í nokkra mola á lofti, en ekki tókst að finna fleiri brot. Þrátt fyrir aö svona nokkuö geti gerst er óþarfi að vera var um sig. Þaö er ekki vandans vert! Til lesandans Meö þessari grein lýkur greinaflokki undir heitinu „Himinn og jörð”. Pistlamir eru orðnir 12 og hafa birst meö nokkum veginn hálfsmánaðar mUUbiU síöan í september sl. Greina- efnin voru aöallega sótt í jaröfræði og stjömufræöi en annir gáfu ekki svig- rúm til aö vanda mjög til greinanna. Vonandi komst efnið þó tU skila. Lesendum þakka ég samfylgdina og ég leyfi mér aö lofa því að hverfa ekki alveg af síöum DV án þess aö skU- greina þaö nánar. Dæmigerður loftsteinn. þeirra. Fundist hafa flóknar kolefna- keöjur í molunum, jafnvel kjarna- sýrur, líkar þeim sem eru í lífverum jaröar. Af þessu má draga þá ályktun aö lífrænt efni hafi myndast viö upphaf sólkerfisms og nái aö verða til viö haröneskjulegar aðstæður. Ekki er vitaö hvort innihald loftstema hafi átt hlutverki aö gegna þegar Uf kviknaöi snemma í jarösögunni. Sumir vísmda- menn hafa þó viðrað þá skoðun aö meginhlutamir í lífefnakeöjuna séu beinUnis aöfluttir í stað þess aö efna- Glæsileg mynd ef hægt væri að ná henni! Loftsteinn „brennur upp" i gufuhvolfinu ofan við stórborg. Margir þar niðri sjá „stjörnuhrap ". Nikkelinnihald jámsteinanna er frá 6% tU 16% og einkennast þeir af sér- kennilegu netmynstri sem stafar af vexti sérstakra kristaUa. Af málm- blöndunni má ráöa hve hratt steinarnir kóhiuðu viö myndun og er talan 15°C á hverjum mUljón árum algeng. TU aö kólna svo hægt hljóta steinarnir aö vera brot úr stóru fyrirbæri. Margir telja jámsteinana vera brot úr kjarna sundraðs smástimis eöa a.m.k. efni í kjarna tungla eöa pláneta og er einmitt taliö aö kjarni jarðar sé úr jám/nikkel blöndu. Molar úr máhnríku bergi era aöaUega af tveimur gerðum. Onnur innUieldur stóra græna óUvínkristaUa (svipaða og eru í basalti) í jám/nikkel blöndu. Tegundin er oft talin vera brot úr möttU himinhnattar, nálægt kjarnanum. A móti er bent aö við þann þrýsting sem þar ríkir geti kristaUar á borð viö ólivínhlunkana ekki veriö til. Hin tegundin inniheldur pýroxenkrist- alla, tætta í sundur, og telst vera mynduö við gíf urlega sprengingu. Merkilegt grjót Bergmolarnir eru úr kísUsteindum og kolefnissteindum, en ekki í sömu hlutföllum og jarögrjót. Hluti þeirra hefur orðiö fyrir miklum hita- og þrýstmgsáhrifum. Kannski eru það leifar einhvers himintungls eins og margir járnmolanna. En stærsti Þetta er loftsteinninn sem lenti á húsinu i Wethersfiled, 1982. hlutinn hefur ekki breyst síöan bergið storknaöi — þaö era svonefndir kondrítar. Kondrítum er skipt í undir- flokka eftir innri byggingu og vatns- og kolefnisinnUialdi. Vatnið getur náö um 20 massaprósentum, en kolefnið 5. Auk þess er fjöldi snefilefna í steinunum. Myndunarhitastig loft- steinanna er á bUinu 600—950 gráður við lágan þrýsting. Viröist koma til greina að telja mikiö af mylsnunni hafa þést úr geimskýinu er fóstraði sólina, líkt og jöröin, nema hvaö stærðargráðan er allt önnur. Þá hljóta líka margir loftsteinar aö eiga sér annan uppruna en sprengibrotin áður- nefndu. Þeir eru einfaldlega leifar eftir fæðingu sólkerfisins. Einna áhugaverðasta staöreynd um kondríta er lífrænt efnainnihald hvörf og „samsuöa” hafi myndað hana úr efnunum í frumjörðinni. Hvaðan koma þeir? Þótt loftsteinar komi af himnum ofan er margt á huldu um uppruna þeirra. Helst koma þrjár skýringar til greina. Halastjörnur eru 1—10 km breiðir „snjóboltar”, úr frosnum loft- tegundum, vatni, bergmolum, geim- ryki og fleiru. Þær eru sjálfar ættaöar úr smástirnabelti sem er utan við ystu gasplánetuna (Plútó) og er þetta belti frábrugðiö innra smástirnabeltinu (milli Mars og Júpíters) að því leyti að innra beltiö er úr bergmolum og smá- tunglum. Þegar halastjörnukjarnar eru dregnir inn í innri hluta sólkerf- isins (t.d. vegna togs pláneta) hitna þeir og halinn veröur til úr uppgufunargasi og dusti. Margir stærri molar fljóta með. Vitaö er aö sporbraut jaröar um sólu sker hala- stjörnubrautir og má því ætla að sumir loftsteinar séu korn og molar sem veröa fyrir æöandi jöröinni. Sjálf smástirnin úr innra smástirna- beltinu geta ef til vill af sér einn og annan loftstein. Vitaö er að sum smá- stirni hafa aflagaða braut sem fær þau til aö koma nærri plánetum eða öörum smástirnum. Arekstrar og þyngdartog pláneta geta séö tii þess að alls konar mylsna berst inn í lofthjúp jaröar. Miklar líkur eru á því aö einhver stór HIMNESKT RUSL Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.