Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Qupperneq 23
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984.
23
Eg veit ekki hvort menn hafa leitt
getum að því hvað nafnið
Eurythmics merkir. Nafnið er
myndað úr tveimur orðum sem þó
skarast; fyrri hlutinn vísar til
Evrópu og síðari hlutinn til ryþmans.
Hvorttveggja ku eiga að vera vís-
bending um einkenni hljómsveit-
arinnar en fyrst og fremst hljómaði
nafnið vel og var valið af þeim sök-
um. Og tónlist Eurythmics hljómar
iíka vel og hljómsveitin á fáum árum
komin í hóp frægustu hljómsveita
heimsins, tilnefnd til Grammy-verð-
launa og átti samkvæmt áliti Melody
Maker bestu plötu síðasta árs:
Touch. En hver eru þau, Dave Stew-
art og Anne Lcnnox, sem skipa
Eurythmics?
avid Allen Stewart fæddist 9.
september 1952 í Sunderland, móöir
hans bamasálfræöingur sem á þeim
árum hafði heldur byltingarkenndar
liugmyndir um uppeldi barna. Sam-
kvæmt kokkabókum hennar átti
bömum að leyfast að gefa ímyndun-
araflinu lausan tauminn. Sjálfur
segir David að hann hafi ekki veriö
spilltur en hins vegar fengið aö reyna
ýmislegt sem öömm var bannað.
Móðir hans kannaði til dæmis hvaða
áhrif litur matarins hefði á matar-
lyst drengsins; blár vellingur eða
grænar kartöflur vom því daglegt
brauöá heimilinu.
En áhugi stráksins beindist fljótt
að íþróttum og fengi hann áhuga á
einhverju átti það hug hans allan. A
hinn bóginn var Dave mikill tæki-
færissinni í áhugamálum og eins
hvað íþróttirnar áhrærði. Hann
byrjaði á hjólaskautum, síöan stang-
arstökki, svo skíðaíþróttum, hlaup-
uin og loks knaltspyrnu.
Heföu forlögin ekki gripið inn í
væri Dave Stewart sennilega fasta-
maður í Sunderland-liðinu í stað þess
að vera tónlistarmaður. Tólf ára
gamall varð hann nefnilega fyrir
hnjaski, eins og þeir segja Bjarni
Fel. og Ingó í sjónvarpinu, og lá vik-
um saman á spítala meö brotna
hnéskel. Spítalavistin var leiöigjörn
og engin óskalög sjúklinga í Eng-
landi svo einhverjum vandamanni
datt í hug aö færa stráksa gítar að
gjöf. Og þaö var ekki að sökum að
spyrja: gítarinn heillaði hann ger-
samlega og ekkert annað komst að!
Dögum saman plokkaöi hann
hljóðfærið hjúkrunarkonunum til
sárra leiöinda og hann var ekki fyrr
kominn heim af sjúkrahúsinu en
blúsplötur bróður hans vom teknar
traustataki og skipulagðar æfingar í
blúsgítarleik hófust. , JVIig dreymdi
rómantíska dagdrauma þar sem ég
var flúinn til Ameríku og léki á gít-
arinn minn á jámbrautarstöðvum og
fékk brauöskorpur að launum,”
segirhann.
Fimmtán ára gamall var Dave
kominn einsamall upp á svið í þjóð-
lagaklúbbnum og lék mestanpart
söngva Bob Dylans. Hann vakti at-
hygli, lítill vexti og leit út fyrir aö
vera tíu ára, sjónvarp og útvarp
sögðu lítillega frá upptroðslum hans,
en sjálfan dreymdi hann stóran
draum; að komast í hljómsveit!
Tækifærið kom upp í hendurnar á
honum þegar hljómsveit aö nafni
The Amazing Blondel lék í Sunder-
land. Stráksi laumaðist inn í rútuna
hjá þeim og hljómsveitarmenn urðu
hans ekki varir fyrr en löngu síðar,
hringdu á lögguna og foreldrarnir
sóttu snáðann. En eftir viðræður for-
eldra og hljómsveitar varð sam-
komulag um það að leyfa Dave
endrum og sinnum að ferðast með
hljómsveitinni til að kynnast hljóm-
leikaferðum og spilamennsku. Þar
meö fékk Dave nasasjón af hljóm-
sveitarlífinu.
Seinna stofnaði Dave sína eigin
hljómsveit, Longdancer, ásamt
þremur vinum sínum, sem lék
þjóðlagatónlist og var tíðum borin
saman við Lindisfame. Fyrsta
platan kom út á merki Rocket
Recocds, útgáfufyrirtæki Elton
Johns, og hljómsveitin fór í vel
heppnaða hljómleikaferð með Elton,
tók upp fleiri lög og sneri að því búnu
upp tánum. Þetta var mikiö ævintýri
sem stóð stutt en gaf góðan peningl
aðra hönd. „Við lærðum að eyða fé á
fljótvirkan hátt — mest í eiturlyf,”
segir Dave.
Það tók Dave sex mánuöi að ná
sér, síðan æddi hann milli hljóm-
sveita frá Osibisa til Sadista Sisters
og eiröi hvergi. Þá hófst svartur
kafli í sögu Dave, ferðalög og
flækingslíf um Evrópulönd með eða
án hljómsveita, eiturlyf og sukk en
eftir bílslys í Þýskalandi sneri hann
aftur á heimaslóðir. I Lundúnum
hitti hann Peet Coombes, sem haföi
veriö í hljómsveit í Sunderland. Þeir
ákváðu að setja hljómsveit á
laggimar, flökkuðu til megin-
landsins um hríð, komu aftur til
Sig vinur Peet þekkti stúlku
:ra rödd sem væri rétt að
. Hún vann á veitingahúsi í
d og gegndi nafninu: Anne
'nneLennox fæddist í Aberdeen á
jóíadag árið 1954. Faöir hennar vann
við skipasmíðar og þó fjölskylduna
skorti ef til vill ýmislegt í efnalegu
tilliti var enginn skortur á hvatningu
dótturinni til handa þegar uppgötv-
aðist að tónlistarhæfileikar vom
henni gefnir I ríkum mæli. Anne
eignaðist leikfangapianó og lék á
það, söng skosk þjóðlög þriggja ára
og ári síðar veittist henni innganga í
kvennó þeirra í Aberdeen. Þar lærði
hún ýmsa mannasiöi en þó aðallega
flautuleik og tónlistin varð fljótt
annað og meira en tómstunda-
gaman.
Anne lék með ýmsum lúöra-
sveitum og kammersveitum en þeg-
ar táningsárin gengu í garð hafði hún
gert tvær stórar uppgötvanir sem
létu hana ekki í friði; popptónlist og
strákar.
Þetta tvennt gerði lífið þess virði
að lifa því. Tónlistin kom einkanlega
frá Tamla Motown, líka frá
Bítlunum, Rollingunum og Kings
en strákarnir frá Aberdeen. Samt
var það klassíska tónlistin er hafði
betur; sautján ára var Anne send til
Lundúna í Konunglegu tónlistaraka-
demíuna og hljóöfærin: pianó og
flauta.
Þrátt fyrir góðan ásetning,
hæfileika og almenna ást á klassískri
tónlist hvarf Anne frá náminu eftir
þriggja ára puð. Hún lýsir náms-
árunum sem sennilega mestu von-
brigðum lífs míns. ,,Eg reyndi mitt
besta til Jæss að aðlaga mig
skólanum, skilja nemendur og
kennara, en þeir voru svo stífir,
stirðir og andlausir,” segir hún. „Og
klassísk tónlist er sumpart sama
marki brennd, ósveigjanleg, og gefur
engin tækifæri á persónulegri
tjáningu. Eg fékk óskaplega inni-
lokunarkennd og varð að hlaupast á
brott.”
Þremur næstu árum eyddi Anne í
Lundúnum, vann fyrir sér með ýmsu
móti, seldi til dæmis notuö föt á
markaði, gekk um beina á veitinga-
stöðum, samdi lög og kom fram með
nokkrum litlum hljómsveitum.
Svo gerðist það dag einn að hún
uppgötvaði sönghæfileikana og menn
fóru að hafa á orði hvað hún syngi
vel. Anne Lennox ákvað aö reyna
fyrir sér sem söngkona, tróð upp
með óþekktum hljómsveitum og beið
eftir „réttum mönnum” til að vinna
með. Enn varð hún þó að ganga um
beina til að haf a í sig og á.
Og kvöld eitt snemma árs 1977
komu tveir ungir menn inn á
veitingahúsið í Hampstead, Peet
Coombes og Dave Stewart. Sá síðar-
nefndi gekk til Anne og sagði há-
tíðlegur: Viltugiftastmér?
Og þannig hittust Dave Stewart og
Anne Lennox. Hún bauö drengjunum
heim, söng fyrir þá og upp frá því
hafa Dave og Anne veriö óað-
skiljanleg. Þar meö er Eurythmics
samtekkifædd þvíáðurensúhljóm-
sveit kemur til sögunnar er langur
kafli um hljómsveitina The Tourists.
Sú saga verður ekki sögö hér, en túr-
hestamir unnu saman í rösk þrjú ár,
gáfu út þrjár breiöskífur og glás af
litlum plötum, slitu síðan sam-
starfinu og Dave og Anne gátu þá
loksins tekið til óspilltra málanna.
Og það hafa þau svo sannarlega gert
undir hljómsveitamafninu The
Eurythmics.
Þó fyrsta breiðskifa Eurythmics
sé fáum kunn hafa seinni plötumar
tvær gert hljómsveitina að stórveldi í
rokkinu. Dave og Anne eru mjög
metnaðargjöm og vita nákvæmlega
hvað þau vilja, reynsluheimur þeirra
er óhkur og spannar vítt svið,
fjölbreytni er þeirra stóra tromp og
flestir rokkunnendur geta ekki annað
en fylgst með Eurythmics. Þau hafa
eitthvað að segja í tónum, tali og
myndum. -Gsal.