Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984. 7 íslensk hugmynd, samnorrænt verkefni: Kvikmynda laxinn úr Atlantshaf inu Fyrir forgöngu Landssambands stangveiöimanna er á döfinni sam- norræn kvikmynd um Atlantshafslax- inn. Drög aö handriti liggja fyrir og á næstunni fer Jón Hermannsson kvikmyndageröarmaöur í yfirreið um vettvang, en hann mun sjá um kvikmyndunina. Ætlunin mun vera aö sýna fram á heppilegri not af laxinum en aö veiða hann í sjónum. Það veröur því líklega meira myndaö annars staöar en á og í hafinu, þótt þaö komi mikið viö sögu. Sérstak- lega mun myndin beinast aö lax- veiöum sem íþrótt og laxarækt í landi og viö land. NSU eða Nordisk Sportfiskeri Union, norræna sportveiðisambandið, mun standa að kvikmyndinni, en leitaö verður eftir stuöningi Norðurlanda- ráðs. Jón Hermannsson tók fyrir nokkrum árum myndina Konungur breiöunnar, sem vakti mikla hrifningu víöa um lönd. HERB Trausti Þór Guðmundsson hefur veríð iðinn við að safna verðlaunum i hestaiþróttum og er hér á Seifi. Ljósmynd E.J. írá Gefjunni er frábœr fermingargjöí! 2015 -*-5°C Fylling: 850 gr. hollolil. Innra byiði: Bómull. Ytra byrði: Polyester og bómull. Verð aðeins 2.450.- 2020 -t-15°C Fylling: ÍOOO gr. gœsadúnn. Innra byiði. Bómull. Ytia byiði Polyester og bómull. Verð aðeins 5.950 - 2025 -10°C 2000 0°C Með kodda. Fylling ÍOOO gi. hollolil. Inma byrði Bómull. Ytra byiði Polyestei og bómull. Veið aðeins 1.995,- Fylling: Götuð áliilma og polyestei. Innra byrði BómulL Ytra byrði Polyester og bómull. Verð aðeins 3.675,- Fást í verslunum um land allt. Heildsöludieiiing: Iðnaðaideild Sambandsins Akureyri. Hestamenn á ólympíuleikana? Félagar í íþróttadeild hestamanna- félagsins Fáks í Reykjavík hafa sótt um inngöngu í Iþróttasamband Islands fyrir hönd félagsins. Ekki er vitað hvernig brugöist veröur viö þessari umsókn, en lengi hefur það legið í loft- inu aö hestamenn fái inngöngu í ISI. Þeir hafa sent inn umsóknir undanfar- in f jögur ár en alltaf verið hafnað. Iþróttadeild Fáks hefur samiö grein- argerö um máliö og bendir þar á að íslenskir hestamenn hafi löngum staöiö sig vel í keppni við hestamenn frá öörum þjóöum. Arið 1970 var haldið fyrsta Evrópumótiö á íslenskum hestum, þá í Þýskalandi. Alls hafa far- iö fram sjö slík mót og hafa Islendingar ávallt staöiö sig vel. Hæst skein þó sól þeirra er Ragnari Hinriks- syni tókst að veröa Evrópumeistari í samanlögðu á lánshesti. Islensku hestarnir, sem keppa áttu á Evrópu- mótinu í Hollandi 1979, veiktust fyrir keppnina þannig aö íslensku knaparnir uröu aö fá lánaða varahesta hjá keppendum annarra þjóöa. An nokk- urs undirbúnings meö lánshest sinn náöi Ragnar slíku valdi yfir hestinum aö hann hafnaöi sem Evrópumeistari. A ólympíuleikunum er keppt í hesta- íþróttum og hefur verið gert síöan áriö 1912 er ólympíunefndin samþykkti hestaíþróttir sem keppnisgrein. Þær greinar sem keppt er í eru svipaðar og íslensku keppnisgreinarnar: hindrunarstökk, hlýönisæfingar og víðavangshlaup. Þaö sem er sameigin- legt þessum keppnisgreinum er aö þess er krafist aö knapi hafi fullkomið vald yfir geröum hestsins, en riðið er eftir ákveöinni braut og fyrirfram- geröri áætlun. Þaö er því knapinn en ekki hesturinn sem fær verðlaunin, þó aö hesturinn sé notaður í keppninni. Svipaö og meö stangarstökkvara og bogaskyttu, en hvorki boginn né stöng- in eru verðlaunuð fyrir afrek mannsins semerviöstjórntauminn. EJ. Vonbrigði Hljómleikaball verður haldið á Hótel Borg í dag, laugardaginn 31. mars. Þrjár hljómsveitir koma fram þar. Fyrsta skal telja hljómsveitina Vonbrigöi, sem nú er orðin þriggja ára gömul Hún skaust upp á stjörnuhimin- inn með laginu Reykjavík ó Reykjavik úr myndinni Rokk í Reykjavík. Síðan hefur ansi margt breyst í stíl og stefnu sveitarinnar og er óhætt að segja aö á Borginni hún hafi skapaö sér stórt nafn í itónlistarheiminum. Lojpippos og Spojsippus heitir ein sveitanna sem fram kemur en hún er dúett sem starfað hefur saman í um áratug en aðeins komið í örfá skipti fram. Þriðja sveitin sem kemur fram á ballinu, en þaö hefst klukkan 21.00, ber nafniöSvart/hvíturdraumur. SigA ATVR: ENGIN SALA Á CAMPARI Sala á hinum vinsæla drykk Campari Bitter hefur nú nær algerlega stöövast í kjölfar hinnar gífurlegu hækkunar sem varö á drykknum fyrir stuttu. Sem kunnugt er hækkaði útsöluverö á lítraflösku úr 320 krónum í 570 eöa um 56%. Sú hækkun kemur til vegna breytingar á alkóhólskatti drykkjarins sem er 28% aö styrkleika og telst því ekki léttvín en sem slikt hefur hann veriö seldur hingaö til. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá ATVR fer nú varla flaska út af Campari en áður seldist hann í kassa- vísfyrirhverjahelgi. SlgA ÞEKKING EFUR ÞIÓDARHAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.